Tíminn - 22.07.1983, Page 9
FÖSTUDAGUR 22. JULI1983
á vettvangi dagsins
Árleg sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík farin á morgun:
„SAMBLAND AF NÁTTÚRU-
SKOÐUN OG FRÓÐLEIK UM
MANNLÍF Á SUÐURNESJUMM
■ „Þessi ferð verður nukkurskunar
sambland af náttúruskuðun á Reykja-
nesi ng fróðleik um fyrirtæki ug mannlíf
á Suðurnesjum“, sagði Valdimar Kr.
Jónssun, furmaður Framsóknarfélags
Reykjavíkur, spurður um hina árlegu
sumarferð framsnknarfélaganna í
Reykjavík sem farin verður á murgun
laugardag. Valdimar kvað þessa ferð
verða ólíka fyrri ferðum að því leyti að
minna verður um akstur en uftast áður,
en hins vegar kumið við á mörgum
stuðum þar sem betri timi gefst því til að
sknða sig um.
Áætlað er að leggja af stað frá Rauðar-
árstíg 18 kl. 9.00 á iaugardagsmorgun-
inn. Fyrsti áfangi ferðarinnar er Krísu-
vík. Þar mun m.a. Eysteinn Jónsson,
fyrrv. ráðherra miðla fólki af þekkingu
sinni á Reykjanesfólkvangi, sem liggur í
belti þaðan og inn á Bláfjöll. Á þessu
svæði er sagt að nánast megi finna
þverskurð af landslagi og gróðurfari
íslands.
Næsti áfangi ferðarinnar verður
Svartsengi, þar sem orkuverið og Bláa
lónið verður skoðað. Þess má geta að
Félag framsóknarkvenna fór þangað
eftirmiðdagsferð í vor sem leið. Að sögn
Sigrúnar Magnúsdóttur formanns félags-
ins kom þá í Ijós að fólk ætlaði ekki að
geta slitið sig frá staðnum - svo margt og
merkilegt var þar að skoða. Það hafi átt
sinn þátt í því að ákveðið var að halda
aftur á þessar slóðir þar sem fólk hefði
meiri tíma til ráðstöfunar.
Grindavík er þriðji áfangi leiðarinnar.
Þar munu heimamenn fræða Reykvík-
inga um staðinn, m.a. höfnina og menn-
ingarlífið í bænum. Að því loknu er
áætlað að fólk komi sér fyrir á fögrum
skjólgóðum stað utan bæjarins og snæði
nesti sitt. Þar munu formaður Framsókn-
arflokksins, Steingrímur Hermannsson
og Haraldur Ólafsson, varaþingmaður
Reykvíkinga ávarpa ferðafélagana.
Hvíldir og mettir halda menn næst á
Reykjanes. Þar verður hin nýja saltverk-
smiðja skoðuð undir leiðsögn Baldurs
Líndals, efnaverkfræðings. Jafnframt
mun Sigurður Steinþórsson, jarðfræð-
ingur segja frá jarðsögu Reykjaness.
Frá Reykjanesi liggur leiðin á Garð-
skaga. Þar mun Birgir Guðnason frá
■ Komið verður við á Svartsengi og Bláa lónið skoðaö.
Ketlavík m.a. segja frá staðháttum og
byggðarlögum í grcnndinni. Frá Garð-
skaga verður svo haldið heim á leið, um
Keflavík og Njarðvík og áætlað að
komið verði til Reykjavíkur um sjöleytið
um kvöldið.
Þótt segja megi að Reykjanesskaginn
sé næsta nágrenni höfuðborgarbúa og
flestir þeirra hafi sjálfsagt ekið um
aðalleiðina til Keflavíkur, kváðust þau
Valdimar og Sigrún nokkuð viss um að
fæstir þcirra hafi raunverulega skoðað
sig um á þessum slóðum. Hjá þeim sem
ætli í stuttar ferðir út í náttúruna verði
Borgarfjörðurinn eða leiðin austur fyrir
Fjall oftast fyrir valinu, en færri leggi
leið sína á Reykjanesskagann, þar sem
fjölmargt bæði fróðlegt og fallegt sé að
finna. Þau búast því við að fjöldi manns
muni að vanda slást í hópinn í sumarfcrð
framsóknarfélaganna að þessu sinni sem
cndra nær, en oftast hafi þátttakendur
verið a.m.k. 500-600 manns. Hinir
mörgu áningarstaðir og fremur stuttu
akstursleiðir ættu einnig frckar að höfða
til þeirra scm veigrað hafa sér við mjög
löngum akstursleiðum. -HEI
Athugasemd f rá Náttúruverndarraði:
Villandi
frásögn
um hvala-
stofna
■ í fréttatíma sjónvarpsins þann 4.
júlí sl. las Ólafur Sigurðsson fréttamaður
pistil um sjávarspendýr í tilefni greinar,
sem birtist í júníhefti tímaritsins „Scient-
ific American", um lífeðlisfræði hvala,
en grein þessa skrifa tveir bandarískir
lífeðlisfræðingar, þeir John W.Kanwis-
her og Sam H. Ridway. í þessum pistli
sjónvarpsins var lagt á þann veg út af
þessari grein, að ekki verður hjá því
kornist að gera við hann alvarlegar
athugasemdir, jafnframt því sem tónn
pistilsins gefur tilefni til þess, en hann
hófst á þessum orðum:
„Það sem kemur mest á óvart í þessari
grein er hvað mikið er til af hvölum og
öðrum spendýrum í sjó. í greininni segir
orðrétt: „Það er almenn trú að alger
útrýming vofi yfir mörgum hvalategund-
um. Þessi niðurstaða er byggð á röngu
mati á fjölda hvala". Þetta eru vissulega
fróðlegar upplýsingar, þegar yfir stendur
þriðja síðasta hvalveiðivertíðin, sem
verður hér á landi og veiðum á að hætta
fyrir áróður náttúruverndarmanna, sem
telja öll stórhveli vera í útrýmingar-
hættu“
Um þetta er það að segja, að
Alþjóðahvalveiðiráðið styðst að sjálf-
sögðu við bestu fáanlegu upplýsingar
þegar það tekur ákvarðanir sínar og
skiptir ekki máli í því sambandi hver trú
almennings er. Hitt er annað mál að
ýmsir stofnar (en ekki allir) stórhvala
eru það litlir að þeir mega teljast í
útrýmingarhættu, og þegar hafa stofnar
stórhvala liðið undir lok vegna ofveiða.
Og það eru ekki einungis náttúruvern-
darmenn, sem telja ýmsa hvalastofna í
hættu, því hafa verður í huga að það
voru ríkisstjórnir mikils meirihluta að-
ildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem
samþykktu að hætta hvalveiðum um
ákveðinn tíma, en ekki náttúruverndar-
menn, nema ríkisstjórnir þessara ríkja
séu eingöngu skipaðar náttúruverndar-
mönnum, svo þetta er einnig álit við-
komandi ríkisstjórna og utanríkisstefna
þeirra á þessu sviði. í framhaldi af þessu
las svo fréttamaðurinn eftirfarandi:
„Höfundar greinarinnar í Scientific
American segja einnig að búrhvalir séu
að minnsta kosti tíu sinnum fleiri en
dýrategundir á landi, sem í hættu eru
eins og orangutan apar og risapöndur".
Umræddar landdýrategundir eru afar
sjaldgæfar og gæti dýrategund auðveld-
lega talist í hættu þótt stofn hennar væri
tíu sinnum stærri en stofnar þessara
landdýrategunda. í greininni er raunar
talað um steypireyð en ekki búrhval.
Fréttamanni varð síðan tíðrætt um
fjölda hvala, sem hann taldi greinilega
úr hófi fram. Og það fer ekkert milli
mála að ýmsir hvalir,einkum tegundir
sem maðurinn hefur lítt eða ekki veitt,
eru mjög algengir. Hins vegar er það
svo, eins og höfundar greinarinnar í
Scientific Amcrican benda á, að mat á
stofnstærð þeirra er miklum erfiðleikum
háð, og verður að taka alla útreikninga,
t.d.hvað varðar það fæðumagn sem
hvalir innbyrða, með mikilli varúð. Um
búrhveli sagði svo í pistli fréttamanns:
„Hann (þ.e. breski hvalafræðingurinn
Malcolm R. Clarke) áætlar að búrhveli
éti um hundrað milljónir tonna af sjávar-
dýrum á ári. Það er vissulega athyglisvert
að hafa í huga að þessi eina tegund af
hval skuii éta svo mikið, eða miklu meira
en þær 60 til 70 milljónir tonna, sem allur
fiskveiðifloti heimsins veiðir".
Hér gat fréttamaðurinn þess ekki,
þótt það komi fram í greininni, að fæða
búrhvala er nær eingöngu djúpsjávar-
smokkfiskur, sem maðurinn hefur hing-
að til alls ekkert nýtt. Engin samkeppni
er því á milli búrhvala og manna. Og
áfram segir:
„Bandaríski vísindamaðurinn Mic-
hael Filson áætlar að sjávarspendýr, sem
koma á land til að fæða afkvæmi, svo
sem selur og rostungur, séu alls um 60
milljónir talsins. Hann áætlar að þeir éti
á ári hverju um 60 milljónir tonna af
nytjafiski, eða álíka mikið og alla fisk-
veiði mannkynsins."
í greininni er alls ekki talað ,um
nytjafisk í þessu sambandi og er það því
tilbúningur fréttamanns, heldur aðeins
um fisk, og er alls ekki Ijóst að hversu
mikli leyti þessi dýr eiga í samkeppni við
manninn. Stuttu síðar kemst svo frétta-
maður svo að orði:
„í Ijósi þessa telja höfundar greinar-
innar að veiðar manna hafi ekki umtals-
verð áhrif á fæðukerfið í hafinu, þar sem
veiðar eru smávægilegar miðaðar við
neyslu spendýra í sjó“.
Hér er mjög villandi sagt frá. Eins og
alkunna er og fram kemur í greininni
hafa fjölmargir fiskistofnar verið alvar-
lega ofveiddir og sama máli gildir um
ýmsa hvalastofna. Greinarhöfundar,
sem eins og áður segir eru lífeðlis-
fræðingar en ekki stofnvistfræðingar
segja hins vegar að líklega muni fiskveið-
ar víðast hvar ekki hafa haft alvarleg
áhrif á heildarflæði næringarefna og
munu sjávarspendýr örugglega ráða hér
miklu meira um. í lokin klykkti frétta-
maðurinn út með eftirfarandi orðum:
„Þessar tölur stangast alvarlega á við
þær tölur, sem náttúruverndarmenn
nefna til stuðnings hvalveiðibanni og
hlýtur því að verða að meta þeirra rök
frá tilfinningalegu sjónarmiði frekar en
vísindalegu. En eftir sem áður stöndum
við frammi fyrir því að verða innan
skamms að hætta að nýta eina af auð-
lindum, sem hafið umhverfis okkur hef-
ur að bjóða“.
Ekki er ljóst hvaða tölur fréttamaður-
inn á við, en hér skal ítrekað að
Alþjóðahvalveiðiráðið styðst að sjálf-
sögðu við bestu fáanlegu gögn og engum
(fréttamaðurinn kann þó að vera undan-
tekning) blandast hugur um að margir
stofnar hvala hafi verið alvarlega of-
veiddir, þó vissulega séu það ekki allir.
Að lokum telur Náttúruverndarráð
ekki hjá því komist að benda á, að þessi
sami fréttamaður hefur oftar fjallað um
náttúruverndarmálefni og náttúruvern-
darmenn í svipuðum tón og á fremur
óhlutlægan hátt í fréttaspistlum sínum í
sjónvarpi, þó það hafi ef til vill ekki
verið á eins villandi hátt og í þessu
síðasta tilviki.