Tíminn - 23.07.1983, Side 1

Tíminn - 23.07.1983, Side 1
Verður hámarksaldur slökkviliðsmanna 60 ár? — Sjá baksíðu Blað Tvö 1 blöd 1 í dag IHelgin 23.-24. júlí 1983 168. tölublað - 67. árgangur Siðumúla 15—Pósthólf 370Reykjavík—Ritstjorn86300—Augiýsingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvöldsímar 86387 og 86306 Bjartsýni ríkjandi eftir álviðræðurnar undanfarna daga: ER MOGULEGT AD SAMKOMUUG NAlST A NÆSIA FUNM OKKAR” segir dr. Paul Múller einn aðalforstjóri Alusuisse ■ Heldur kvað nú við nýjan tón hjá þeim álviðræðumönnum undir kvöldmat í gær, er álviðræðum lauk, því mikillar bjartsýni gætti í máli manna, og sagði dr. Muller einn aðalforstjóra Alusuisse m.a.s. eftir fundinn: „Við kunnum að þurfa einn fund í viðbót eftir fundinn sem við höfum ákveðið síðarihluta ágústmánaðar, áður en við náum endanlegu samkomulagL" Dr. Paul Miiller sagði jafnframt: „Við höfum, þessa tvo daga, rætt hugsanlega stækk- un álversins, nýjan hluthafa og svo að sjálfsögðu endurskoðun orkuverðsins, og ég er þeirrar skoðunar að við höfum náð mikl- um árangri á þessum tveimur fundum sem við höfum átt með nýju, íslensku viðræðunefnd- inni.“ Er dr. Miiller var spurður hvert væri aðalágreiningsefni viðræðnanna svaraði hann þá: „Ég vil ekki nota orðið ágreiningsefni, heldur skiptar skoðanir." Er dr. Muller var spurðut) hvort hann teldi líklegt að sam- komulag næðist á næsta fundi, sagði hann: „Það er mögulegt að við náum samkomulagi á næsta fundi, en ekki öruggt. Jafnvel þótt vilji sé fyrir hendi, hjá báðum aðilum, þá kann svo að fara að við þurfum enn einn fund, eftir þann næsta.“ Dr. Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, sagði eftir fundinn í gær: „Það þarf að leysa þessi vandamál öll sameiginlega og á þessum fundi höfum við komist þónokkuð áfram, en þó vantar ýmislegt ennþá upp á að við séum búnir að ná samkomu- lagi. Við erum vongóðir um að það geti orðið verulegur árangur af næsta fundi.“ Tíminn spurði dr. Jóhannes Nordal hvort ekki væri verulegur áherslumunur á milli aðila í þess- um viðræðum, og sagði hann þá: „Að sjálfsögðu - þegar menn eru að semja um atriði eins og verðlag eða laun, eða eitthvað þess háttar. Menn vilja alltaf kaupa ódýrt og selja dýrt. Við höfum rætt málin og umræður hafa ekki strandað á neinu ennþá.“ Dr. Jóhannes Nordal sagði er hann var spurður hvort mestur tími þessara tveggja daga hefði farið í að ræða orkuverðið að mjög mikill tími hefði farið í að ræða önnur atriði eins og með- ferðina á deilumálunum, hugs- anlega stækkun álversins og mögulegan nýjan eignaraðila. Er Tíminn spurði dr. Jóhannes Nordal hversvegna ekki hefði einu sinni náðst samstaða um það á þessum tveggja daga fundi, með hvaða hætti gömlu deilu- málin yrðu afgreidd í einfaldari gerðardómum, sagði hann: „Við viljum ekki fara að setja deilu- málin útúr þeirri gerð sem þau eru í núna, fyrr en við erum búnir að ná samkomulagi um önnur atriði líka. Það er verið að tala um að gera bráðabirgðasam- komulag um vissa hluti og síðan verður farið í langtímasamninga þar á eftir.“ -AB Fulltrúar beggja aðila ræddu við fréttamenn að loknum viðræðu fundinum í gærkveldi. Tímamynd - Árni Sæberg VERÐSTRÍÐ Á VÍDEÓMARK- AÐI í AÐSIGI? ■ Samkeppnin á markaði myndbandaleiganna hefur sjaldan verið harðari en ein- mitt þessa dagana, og virðist verðstríð vera í hraðri uppsigl- ingu. Er þegar farið að bera á undirboðum í þessari at- vinnugrein eins og í ferða- mannaiðnaðinum. Flestar myndbandaleigumar eru á svipuðum báti hvað verðlag snertir með myndbandsspólur til útleigu á verðbilinu 70-90 krónur fyrir sólarhringinn, og. myndbandstæki á 300-350 krónur fyrir sama tímabil. Nú bregður hins vegar svo við að einn aðili auglýsir kjör sem eru miklu lægri en gengur og gerist, alit að 40-100% undir meðal- verði. Tímanum þótti eðlilegt að kanna stöðuna á mynd- bandamarkaðinum og við- brögð annarra myndbanda- leiga við þessum undirboðum. Sjá nánar bls 2. Nidurstaða Alþjóðahvalveiðirádstefnunnar í Brighton: fSIAND FÆR AÐ HALDA NÆR ÓBREYTTUM KVÚTA Hrefnum fækkað um níu en aðrar veiðar halda sér ■ „Það má segja að okkar hlutur hafi orðið betri en við þorðum að vona. Við héldum okkar kvóta svo aðsegja óbreytt- um, sagði Halldór Agrímsson, sjávarútvegsráðherra, sem nú er á Alþjóðahvalveiðiráðstefnunni í Brighton á Englandi, en henni lýkur væntanlega í dag. Eina breytingin sem gerð var á kvóta Islendinga var að hrefn- um var fækkað úr 300 niður í 291. Við fáum næsta sumar að veiða 167 langreyðar og 100 sandreyðar, sem er sami fjöldi og í sumar. Að sögn Halldórs lagði vísindanefnd ráðsins til að langreyðarkvótinn yrði minnk- aður, en þær hugmyndir náðu ekki fram að ganga í ráðinu, vegna mótmæla íslensku nefnd- arinnar. Halldór sagði ennfremur að nokkur deilumál á ráðstefnunni hefðu enn ekki verið leyst í gærkvöldi. Til dæmis legði vís- indanefndin til að hrefnuveiðar Norðmanna yrðu minnkaðar um sem næst %, en það ættu Norð- menn erfitt með að sætta sig við. Einnig var deilt um veiðar Alaskamanna á Bohead-hvali. Perúmenn drógu mótmæli sín gegn allsherjarhvalyeiðibanni til baka, gegn því að fá að veiða 165 hvali, en því lagðist vísinda- nefndin gegn, áður en mótmælin voru dregin til baka. -Sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.