Tíminn - 23.07.1983, Side 5

Tíminn - 23.07.1983, Side 5
fréttir Um 350 tonn af fiski til Dalvíkur: UNNIÐ VID lAUSFRVSTINGU AnAN TlMA A SÚLARHRtNG ■ Tveir togarar Dalvíkinga, Björgúlfur og Björgvin, lönduðu þar samtals um 350 tdfcr,dm af flski, mest grálúðu í byrjun vikunnar. Teitur Gylfason, verk- stjóri í frystihúsinu var spurður hvort ekki væru erfiðleikar á ekki stærri stað að taka við svo miklum afla í einu. - Við verðum að reyna að leggjast öll á eitt og ná sem mestu í gegn á hverjum degi. I salnum er unnið í 10 tíma á dag, eins og samningar gera ráð fyrir. Svo erum við hér með lausfrysti sem við látum ganga 18 tíma á sólarhring, þar sem fólk vinnur á tveim vöktum,“ sagði Teitur. f lausfrystinguna sagði hann fara snyrt og roðrifin heil flök, sem seld séu á Evrópumarkað, mest til Frakklands. Teitur kvað hafa verið mikla vinnu á Dalvík það sem af er’sumri. Mikið hafi aflast af grálúðu bæði í júní og júlí. Allt hafi verið gert til að bjarga hráefninu frá skemmdum, m.a. töluvert um helgar- vinnu í frystihúsinu. Verbúðir kvað hann ekki vera á Dalvík svo vinnan byggist á heimafólki. Yfir sumarið sé mikið um skólafólk í vinnu í frystihús- inu. Teitur sagði að léttara hafi verið að fá nægt fólk í vinnu nú í sumar en önnur sumur að undanförnu. Spurður hvort hann verði var við þann hugsunarhátt að fiskvinna sé þrautalending ef ekki fáist annað betra, kvaðst hann óneitanlega töluvert verða vart við slíkt. Fólkið sem vinni i frystihúsinu allt árið hafi þó skilning á því að þetta sé alls engin skítavinna og raunar ekki óþrifleg nema að fólk sé óþrifalegt sjálft. En það sé staðreynd að víðs vegar sárvanti fyrir- tæki fólk í fiskvinnslu og marga staði þar sem væri hægt að frysta mun meira ef mannafli væri fyrir hendi og hins vegar fjármagn til þess að stækka fyrirtækin ef þess þyrfti. - HEI Okurlánamál Helgarpóstsins: „FRÁLEITT AD ÞEIR HAFI MISNOTAD AD- STÖDU SÍNA” — segja feðgarnir sem lögmennirnir áttu að hafa sett á höfuðið ■ „Við hörmum þessi rugluðu og ómaklegu skrif Helgarpóstsins, sem eru okkur óviðkomandi og í fullkominni óþökk okkar. Viðskipti okkar feðga við þá Jón og Sigurð voru að öllu leyti með eðlUegum hætti og algerlega er fráleitt að halda því fram að þeir hafi haft af okkur fé eða misnotað aðstöðu sína. Það er sannarlega umhugsunarefni hvað fær blaðamann til að semja slíkan róg,“ segir í bréfl frá feðgunum Böðvari Bjamasyni og Böðvari Böðvarssyni, eig- endum fyrirtækisins sem lögmennirnir Sigurður Sigurjónsson og Jón Magnús- son em sagðir hafa sett á hausinn með okurlánsviðskiptum í Helgarpóstinum í fyrradag og Tíminn sagði frá í gær. Ennfremur segir að. fullyrðingar Helgarpóstsins um þvinganir, undirboð og hótanir séu úr lausu lofti gripnar. Lögmennirnir hafi aldrei lánað fyrirtæk- inu fé eða keypt af því víxla eða verðbréf. „Eftir beiðni minni, Böðvars Böðvarssonar, aðstoðaði Jón mig við sölu víxla á þeim kjörum sem ég vildi fá og taldi möguleg;" segir í bréfinu. Þá segir að í blaðagreininni hafi ómak- lega verið vegið að feðgunum sjálfum og að hún sé til þess fallin að valda þeim erfiðleikum. Og að blaðamaður Helgar- póstsins hafi aldrei sett sig í samband við þá feðga til að fá upplýsingar um málið. Tímanum barst einnig bréf frá lög- fræðingunum tveimur þar sem saga máls- ins er rakin ítarlega. Niðurlag bréfsins er svohljóðandi: „Sú blaðamennska, sem birtist í grein Helgarpóstsins er gjörsam- lega óafsakanleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta blað birtir greinar sem þessa. Um sannleiksgildi annarra slfkra dæmum við ekki, en það er fráléit blaðamennska að kynna sér ekki málin áður en mergjuð níðskrif eru fest á blað. Við höfum staðfestingu fyrir því að ekki var haft samband við lögfræðing Böðvars S. Bjamasonar s.f., Othar Örn Petersen hdl. eða aðstandendur fyrirtækisins áður en greinin var skrifuð. Ekki var haft samband við okkur. Svona blaða- mennska dæmir sig sjálf í raun, en þrátt fyrir það getur hún valdið í tilvikum sem þessu ærumissi, fjárhagslegu tjóni og valdið erfiðleikum hjá ættingjum og vinum þeirra, sem verða fyrir rógnum. Oft vill brenna við þegar einstaklingar fá á sig slíkar óvirðingar að þeim gangi illa að hreinsa sig af þeim. Við munum ekki láta hér Wð sitja og eitt er víst: Helgarpósturinn skal standa ábyrgur orða sinna.“ _ Sjó Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra skipar nefnd: Gerir tillögur um aukin tengsl skóla og atvinnu ■ Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að gera tiUögur um aukin tengsl milli skóla og atvinnulífs. í frétt frá menntamálaráðuneytinu í tilefni þessarar ákvörðunar segir m.a. „Nefndin fjalli um það hvernig breyta þurfi skólamenntun þannig að hún búi nemendur betur undir margs konar at- vinnuþátttöku í þjóðfélagi nútímans. Það verði sérstaklega kannað á hvern hátt bein þátttaka í atvinnugreinum geti orðið hluti náms, og á hinn bóginn hvort skólinn geti miðlað atvinnuvegunum fræðslu með beinni hætti en nú er.“ Segir síðar í fréttinni að nefndin eigi að gera tillögur um atriði þar sem skjótra aðgerða sé þörf, og um gagnlegar að- gerðir án tilkostnaðar eða með litlum tilkostnaði. Þá er gert ráð fyrir hugsan- legri þátttöku atvinnulífsins í kostnaði einhverra þeirra þátta er nefndin kynni að leggja til. Formaður þessarar nefndar verður dr. Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands. - AB ■ Sigrún og Sören einbeita sér að glergerðinni. Sýning á glervörum í Gallerf Langbrók: Gler f Bergvík ■ „Þema sýningarinnar að þessu sinni verða karöfllur undir vín og snaffs og þvíumlíkt“, sagði Sigrún Einarsdóttir, glerlistamaður en hún ásamt Dananum, Sören S. Larsen opna á laugardaginn sýningu á glermunum í Gallerí Langbrók. Er þetta fyrsta einkasýning þeirra á íslandi og lýkur henni sunnudag- inn 7. ágúst. Þau Sigrún og Sören hófu glerblástur í Bergvík á Kjalamesi, fyrir u.þ.b. ári síðan og reka þar verkstæði sem er opið almenningi. Gler i Bergvík, er nafnið á starfseminni. „Við erum þau einu á landinu held ég að ég megi fullyrða sem rekum svona glerverkstæði þar sem blásið er gler eftir öllum kúnstarinnar reglum", sagði Sigrún. Tækin og áhöldin sem þau nota við glergerðina smíðuðu þau sjálf úr innfluttu efni. „Þó að karöfflurséu þema þessarar sýningar þá búum við auðvitað margt fleira til. Glös, vasa, skálar og flöskur t.d. Glerið sem við notum er rúðugler frá ÍSPAN í Kópavogi sem við endurbræðum. Stefnan er að sýna einu sinni á ári og þá verður hver sýning með mismunandi þema.“, sagði Sigrún. Þau Sigrún og Sören eru bæði útlærð í sinni listgrein frá Skolen for Brugskunst í Danmörku. Sören hefur verið um- sjónakennari keramikdeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands frá árinu 1980. Glervörurnar sem þau framleiða er hægt að fá keyptar hjá íslenskum heimil- isiðnaði og hjá Kristjáni Siggeirssyni og í ýmsum smáverslunum úti á lands- byggðinni. -Jól. ■ Hér blæs Sören S. Larsen glerkúiu sem síðar varð hin fallegasta karaflla,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.