Tíminn - 23.07.1983, Page 8

Tíminn - 23.07.1983, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttlr, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Slgurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuðl kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Opinber fyrirtæki skortir aðhald og eftirlit ■ Hinar gífurlegu verðhækkunarkröfur opinberra fyrir- tækja, sem nú liggja til afgreiðslu hjá ríkisstjórninni, hljóta að hafa vakið forvitni um það, hvernig er háttað aðhaldi og eftirliti með rekstri þessara fyrirtækja af hálfu stjórnvalda. Einkum á þetta þó við um þau fyrirtæki, sem hafa einokunaraðstöðu. Margir hljóta að draga þá ályktun af þessum miklu kröfum eftir að a.m.k. sum fyrirtækjanna hafa nýlega fengið miklar hækkanir, að hér eigi við hin alþekktu ummæli, að eitthvað sé rotið í ríki Dana. Um þetta verður hins vegar ekkert fullyrt, nema að eðlileg könnun fari fram á því, sem veldur þessari gífurlegu kröfugerð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að öll þau fyrirtæki, sem hafa af óhjákvæmilegum ástæðum einokunaraðstöðu, eiga það á hættu að ýmsir vafasamir siðir myndist í rekstri þeirra. Skeytingarleysi, óeðlilegar þenslutilhneigingar, ásamt fastheldni á það, sem úrelt er. Hér þarf að koma til sterkt aðhald og eftirlit utan frá, ef ekki á verr að fara, t.d. eins og aðhald félagsmanna í samvinnufélögum. Eað rifjast t.d. upp í þessu sambandi, að í borgarstjóratíð Birgis ísleifs Gunnarssonar fór fram ítarleg athugun á virkum vinnutíma hjá útivinnuflokkum Hitaveitu Reykjavíkur og kom í ljós, að virkur vinnutími væri ekki nema 27%. Rekstrarverkfræðingur, sem kannaði þetta mál, komst að þeirri niðurstöðu að auka mætti virkan vinnutíma í 51-63%. En það er áreiðanlega víðar en hjá útivinnuflokkum, sem slíkt ástand getur skapazt, ef ekki er gætt eðlilegs aðhalds og eftirlits utan frá. Þær miklu hækkunarbeiðnir, sem nú liggja fyrir frá opinberum fyrirtækjum, ættu að vera ný hvatning til þess að myndarleg úttekt verði gerð á því, hvernig rekstri þeirra er háttað og hvað er helzt til ráða til að draga úr hinum mikla kostnaði, sem virðist valda hækkunarbeiðnunum. Einkum gildir þetta um þau opinber fyrirtæki, sem hafa einokunaraðstöðu og eru líkleg til að halda henni. Mbl. við sama heygarðshornið ■ Mikill hvalreki barst á fjörur Mbl., þegar Lögbirtingar- blaðið birti uppboðsauglýsingu á nokkrum Sambandsverk- smiðjum á Akureyri vegna krafa Iðnlánasjóðs. Frá þessu var sagt undir stórri fyrirsögn á helztu fréttasíðu blaðsins, en síðan greint lauslega frá því í greininni, að búið væri að greiða umræddar kröfur, en það þó ekki látið fylgja, að það mun hafa gerzt talsvert áður en auglýsingin er birt. Mbl. lét þó ekki hér numið staðar, heldur birti forustugrein daginn eftir, þar sem mikið var gert úr erfiðum rekstri umræddra verksmiðja. Því hefur ekki verið neitt leynt, að þessar verksmiðjur ættu við erfiðan rekstur að búa, eins og raunar hefur gilt um flestan stærri iðnrekstur í landinu. Einkareksturinn hefur ekki síður lent í tímabundnum vanskilum en Sambandsverksmiðjurnar vegna hins erfiða ástands að undanförnu. En Mbl. er ekki að hampa því. f»að er þagað um það meðan reynt er að koma höggi á samvinnureksturinn. Mbl. er vissulega trútt uppruna sínum, þegar danskir kaupmenn keyptu meirihlutann í því til þess að nota það til að ófrægja kaupfélögin. - Þ.Þ. skrifað og skrafad Höggvið í sama knérunn ■ Ingvar Gíslason al- þingismaður og fyrrver- andi menntamálaráð- herra fjallar um ráða- gerðir um að skerða framlög til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í Degi. Fyrirsögn greinar hans er Félagsleg réttindi almennings má ekki skerða: Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur verið til umræðu að undan- förnu vegna yfirvofandi fjárhagserfiðleika sjóðsins. Skýringar á fjárhagsvanda Lána- sjóðsins eru augljósar. Einkum er hér á ferð óhagstæð verðlagsþróun, þ.e. mikil verðbólga, sem ekki er í neinu sam- ræmi við fjárhagsáætlun sjóðsins, eins og hún var gerð í sambandi við af- greiðslu síðustu fjárlaga. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki sem félagslegt réttindamál fólksins í landinu. Hann jafnar aðstöðu til náms • milli efnafólksins og lág- launafólksins og er ekki síst kjarabót fyrir fólkið á landsbyggðinni, þaðan sem nemendur verða að sækja nám um langan veg, t.d. í ýmsa sérskóla í Reykjavík. Tilvera Lánasjóðsins snertir því hagsmuni ótrúlega margra fjölskyldna í landinu, og það myndi hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir afkomu fólks, ef hans nyti ekki við. Þrátt fyrir þessa stað- reynd er alið á hleypi- dómum gagnvart Lána- sjóði og honum fundið flest til foráttu þegar þröngsýni og þekkingar- leysi er látið ráða umræð- únum um málefni hans. Talað er um að pening- um sé „ausið“ í náms- menn og lánin séu ekki endurgreidd. Hvort tveggja er rangt. Lán eru veitt eftir ströngum regl- um og þau ber að endur- greiða með verðtrygg- ingu eins og tíðkast um öll lán hér á landi. Hitt er annað mál að þjóðin á í efnahagserfið- leikum og glímir við pen- ingasamdrátt, sem hugs- anlega getur snert Lána- sjóð íslenskra náms- manna með einum eða öðrum hætti. En ef svo þarf að fara að Lánasjóð- ur þurfi að draga saman seglin þá verður sá sam- dráttur að vera í sam- ræmi við almennar að- gerðir í efnahagsmálum og hliðstæðan samdrátt annarra félagslegra stofnana, en ekki sem duttlungaráðstöfun mis- viturra ráðamanna, byggð á hleypidómum og þröngsýni í félags- og menningarmálum. Almenningur hefur tekið á sig launaskerð- ingu möglunarlítið. Það væri óráð og ranglæti að ætla að skerða kjör fólks- ins með því að ráðast á tryggingakerfið og náms- aðstoðina og önnur fé- lagsleg réttindi almenn- ings ofan á beina launa- skerðingu. Það heitir að höggva í sama knérunn. Unglingar þurfa að finna að ‘ vinna þeirra er gagnleg Leiðari Morgunblaðs- ins fjallaði nýlega um vinnuskólana, sem rekn- ir eru á sumrum til að halda unglingum að verki. Þeir eru gagnlegir ef því markmiði er fylgt að unga fólkið eyði tíma- num við nytsöm störf og sérstaklega að það finni sjálft að starfskraftur þeirra er einhvers metinn og að þau sjái árangur verka sinna. Morgunblaðið segir: Hér var nýlega tekið undir þá hugmynd að stuðla bæri að sjálfboða- vinnu í óbyggðum í þágu náttúrverndar. Með hlið- sjón af því hve starfsemi vinnuskólana er mikils metin mætti hyggja að- því hvort ekki sé unnt að skipuleggja svipaða starfsemi á landsvísu fyr- ir þá unglinga sem eru orðnir of gamlir fyrir vinnuskóla í bæjum. Yrðu þá hópar sendir upp í óbyggðir eða í þjóðgarða til að vinna þar að umhverfisvemd. Er ekki vafi á þvt' að undir góðri stjórn myndi slík starfsemi gefa góða raun. í vinnuskólunum er brýnt að verkstjórn og verkefnaval sé með þeim hætti að unglingarnir finni að vinna þeirra sé gagnleg og einnig þarf að venja menn við á yngri árum að halda sér að verki á vinnutíma. Hin tiltölulega löngu skóla- leyfi hér á landi hafa stuðlað að því að hér eru ekki skörp skil á milli manna eftir menntun og skólagöngu, ímyndaðar hindranir á vinnumark- aðinum sem fæla menn frá ákveðnum störfum setja ekki sama svip á íslenskt þjóðlíf og mörg önnur. í útlöndum er mikill uggur í mörgum vegna þess að atvinnuleysi er hlutfallslega mest meðal unga fólksins og ekki síst þess hluta sem gengið hefur menntaveginn á enda. Er óneitanlega áhyggjuefni ef í þróuð- ustu þjóðfélögum heims alast upp kynslóðir sem aldrei fá tækifæri til að vinna ærlegt handtak, ef svo má að orði komast. Hér á landi höfum við sem betur fer getað sneitt hjá atvinnuleysi meðal ungs fólks. Þar eru þó óveðursský á himni eins og meðal annars hefur komið fram í umræðum um hina miklu aðsókn að Háskóla íslands, fjár- skort Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og offjölgun háskólamennt- aðra manna í ýmsum greinum, svo að dæmi séu tekin. Lærðar doktors- ritgerðir um skattsvik Haukur Helgason fjallar um samningavið- ræður fslendinga og Al- usuisse í leiðara DV í gær og segir m.a.: Meginmáli skiptir, að raforkuverðið fáist hækkað til samræmis við nútíma aðstæður. Fjár- hagslega skipta önnur 'atriði deilunnar íslend- inga minna, þótt ekki megi láta þau niður falla. Við útreikninga á hugs- aniegum kostum á bygg- ingu álvers á vegum Norðmanna var talið koma til greina þrefalt það orkuverð, sem álver- ið greiðir nú. Samningar við Alusuisse þurfa að leiða til verðs í námunda við slíka tölu. I frétt DV var talið hugsanlegt, að samist gæti um hátt í þreföldun verðsins að meðaltali. í útreikningi yrði þá sennilega miðað við hærra verð til við- byggingar álversins, ef til kæmu en öllu lægra verð til „gamla álversins“. Á bak við slíkt eru hug- myndir um, að gamla álverið geti ekki greitt jafnhátt orkuverð og ver, nýtt á nálinni með betri tækjakosti. Ef Svisslendingar stíga fyrsta skrefið, sem væri beggja hagur, má byrja alvöru samningavið- ræður. Sumir vonast til, að viðræðurnar nái lengra þessa dagana en hér er greint og strax verði samið um allt að tvöföldun orkuverðsins og meiri hækkun fljót- lega upp úr því. Hvað fleira gæti komið út úr raunverulegum samningaviðræðum? „Við græðum ekki á því að kosta offjár til þess að einhverjir erlend- ir sérfræðingar geti skrif- að lærðar doktorsritgerð- ir um málið,“ sagði maður, sem vel þekkir stöðuna í viðræðunum, í spjalli við höfund þessa pistils. Það tæki eitt og hálft til tvö ár, ef gömlu deilumálin ættu að fara gegnum hið flókna al- þjóðlega gerðardóms- kerfi. Því kæmi til greina að velja þann kostinn, að aðilar deilnanna kæmu sér saman um, að þær færu til tveggja einfaldari gerðardóma, sem ynnu hratt. Sýni Svisslendingar lit, má ræða við þá um hugs- anlega stækkun álvers- ins, þar sem þeir gerðu Islendingum jafnvænlega kosti og Islendingar gætu ella hlotið við stór- iðju á vegum annarra. -•

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.