Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BETRA BIAD! Miðvikudagur 27. júlí 1983 171. tölublað - 67. árgangur Sidumuia 15-Posthólf 370Reykjavik -Ritstjorn86300-Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Þjóðhagsstofnun kynnir ríkisstjórn ný drög ad þjódhagsspá: VERÐBÓLGUHRAÐINN KOMINN NIÐUR FYRIR 30% I ARSI0K ¦ „Þessir spádómar allir sem við höfum fengið að sjá, miða að því að í desember verði verðbólgu- hraðinn kominn niður fyrír 30%," sagði Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra, þegar hann var spurður um drög að þjóð- hagsáætlun, sem ráðherr- ar hafa fengið í hendur og rædd verða á ríkisstjórn- arfundi á fimmtudag. Drögin gera ráð fyrir að verð- bólgan, frá ársbyrjun til loka, verði um 80 af hundraði. Meðal- talsverðbólga milli áranna 1981 og 1982 verði hins vegar eitthvað hærri, eða um 85%. „Það sem hægt er að segja um verðbólguna á næstu mánuðum er, að hún fer ekki aö hjaðna venjiega fyrr en ágústmánuður er liðinn. Áhrifin af gengislækk- uninni, launabreytingunni, bú- vöruverðshækkunum og hækkun á verði ýmisrar opinberrar þjón- ustu koma þarna inn eitthvað fram á haustið. Þar á eftir ætti verðbólgan að hjaðna svo um munar," sagði Bolli Bollason, hagfræðingur þjóðhagsstofnun- ar, í samtali við Tímann í gær. Hann sagði ennfremur að þeg- ar svo miklar sveiflur ættu sér stað, eins og gera mætti ráð fyrir í haust, væri erfitt að nefna tölur um verðbólguhraða. En óhætt væri að gera ráð fyrir að verð- bólgan tæki stórt stökk niður á við. „Fyrir efnahagsráðstafanirnar í vor var gengið út frá því sem vísu að verðbólgan yfir árið yrði eitthvað yfir 100%. Menn greindi á um hve mikið, en það heyrðust nefndar tölur allt upp í 160%," sagði Bolli. Um viðskiptakjör sagði hann að útlit væri fyrir að þau færu batnandi á næstu mánuðum. Tal- að hefði verið um 2 til 3 prósentu- stig upp á við, en erfitt væri að fullyrða nokkuð um slíkt, því margt hefði áhrif þar á. „í sjávarútvegi er þettaupp og niður. Það er nokkuð ljóst að verð á skreið og saltfiski fer lækkandi. Frystar sjávarafurðir hækka hins vegar í verði, þótt ekki verði það mikið. Aftur á móti má vænta verulegs bata á markaði fyrir ál og kísiljárn og það er raunar það sem togar viðskiptakjörin upp," sagði Bolli. Þá sagði hann að lækkandi verð á olíu gerði að verkum að meðaltalsverð á innflutningi hækkaði mjög lítið. -Sjó Buist við að vidskiptakjörin batni um 2—3 prósentustig næstu mánuði Stórglæsilegur árangur Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti á Stokkhólms- leikunum m SIGRAÐI PÁBESTU Á NÝJU ÍS- LANDSIWETI! — sjá íþróttir ¦ Hverjum skyldi hún vera að gefa auga stúlkan í pylsuvagninum? Kannski þeim sem síðast keypti hjá henni pylsu með öllu og pepsí kóla. Nemahúnsébaraaðhugsaumveðriðeinsogviðhin.Aritókmyndina í gær. Vætusumarið mikla gerir fólk sannarlega ekki upplitsdjarft. Skattskrár lagdar fram um allt land í dag: TEKJUR RÍKISSIÓDS AF TEKI|I- SKATTI HÆKKA 40% MILU ARA Tekjuskattprósentan hækkar aðeins um rúm 8% á Norðurlandi vestra ¦ Álagður tekjuskattur á ein- staklinga á öllu landinu árið 1983 nemur samtals 2.524 milljónum króna, sem er 51.16% hærri upphæð en á árinu 1982. Að frádregnum ónýttum persónu- afslætti til greiðslu eignarskatts, sjúkratryggingargjalds og út- svars og bamabótum verða tekj- ur ríkissjóðs af fyrmefndri upp- hæð hins vegar 1.726 milljónir króna, sem er einungis 39,82% hækkun frá samsvarandi tölu á árinu 1982. Eignaskattur ein- staklinga hefur hins vegar hækk- að um 104,65% milli ára og nemur nú rúmlega 233 milljón- um króna. Fjármálaráðherra Albert Guðmundsson var spurður hvernig honum litist á að tekjur ríkissjóðs - af þessum lið - hækkuðu einungis um tæp 40% þegar ætla má að flestir útgjalda- liðir hafi hækkað tvöfalt meira milli þessara ára. "Þetta er þessi gríðarlega mikli vandi sem við erum að glíma við og allar stofn- anir eru að komast í greiðsluþrot út af, því miður. En þetta stafar af því að forsendur fjárlaganna voru rangar, eins og áður hefur komið fram. Við þurfum því að fá fólk til að skilja að nú þurfum við að gera það sama, og jafnvel meira á næsta ári, fyrir minni peninga. Til þess þarf sameigin- legt átak allra landsmanna," sagði Albert. Albert kvað áberandi hvað tekjuskattsprósentan hækkaði mismunandi milli landshluta og sums staðar raunverulega lækk- aði mikið. Hlutfallslega hafi hækkunin verið langmest í Reykjavík, eða 48,56% að frá- dregnum fyrrnefndum frádrátt- arliðum. Samsvarandi tala í Reykjaneskjördæmi er 45,91%, en á Norðurlandi-vestra einungis 8,52% hækkun fnilli ára. Meðal- talshækkunin yfir landið er 39,82: sem fyrr segir. Albert sagði það hins vegar áhyggjuefni hve eignaskattur einstaklinga hafi hækkað gífur- lega mikið milli ára.' Álagður tekjuskattur á lögað- ila samtals í landinu er rúmíega 446 milljónir króna og eigna- skattur lögaðila röskar 150 millj- ónir. í báðum tilvikum er þar um u.þ.b. 55% hækkun að ræða frá síðasta ári. Sjá bls. 2 og 9. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.