Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 27
I SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 blik finn ég krafta mína dvína og getu til þess að vera fjarri þér. „Hinn ungi hershöfðingi skrifar nær daglega. Kona hans skrifar sjaldan,- og tónninn er öðru vísi en hann vonast til. „Æ, þú grintm- lynda kona." kvartar hann. „Hvernig gast þú skrifað svona bréf? Svona kulda- legt?" Svo er bréfið líka stutt. Gæti hún ekki skrifað eitthvað um börnin sín. þau Hortense og Eugéne. „Þá yrðu bréfin þín helmingi lengri," sníkir hann. „Þá gæfist þér heldur ekki tími til þess að lofa gestum að sjá þig, fagra frú. á morgn- ana." Já hann þjáist í 19 daga í herförinni af ástarþrá. „Þú elskar mig minna en áður. þú munt hugga þig við annað." Það mun hún ekki gera. því hún er þegar byrjuð á því. Falleg er hún ekki. Húðin cr of dökk og tennurnar skakkar og brunnar. Munnurinn er of smár. Ekki getur hún heldur talist gáfuð,- en hún er grónn og nett og afburða vel vaxin. Fyrri maður hennar hélt stöðugt fram hjá henni. Þannig lærði hún list ótryggðar- innar og valdi sér ríka elskhuga. Hún er mjög eyðslusöm og eyðir þegar í stað öllu sem henni áskotnast. Þrentur dögum cftir brottför sína lætur Napóleon fá þessari eyösluhít 70 Louis- dora og 1500 franka. „Notaðu þctta til þess að innrétta íbúöina," segir hann. Hún svarar engu. „Þú het'ur ekki skrifað mér í marga daga. Hvað hefur þú fyrir stafni?" Jú. hún eyðir tímanum við skemmtan- ir og daður ásamt Louis-Hippolyte Ou- entin, sem nefndur er Charles. Auk þess eru þetta mestu myndarmenn sem Napóleon sendir með bréfin. Það verður að launa þeim viðvikið, þessum ágætu piltum. Nei. hún vill ekki koma til Ítalíu. daga. Þá er komið að orrustunni við Mantua. Hún vcit hve fljótur hann er að öllum hlutum, bæði við matarborðið og í rúntinu. Sagan segir að Napóleon hafi ekki þurft nema þrjár mínútur undir rekjuvoðunum. Frá vígvellinum sendir Napóleon henni „Jafn heita kossa og þú ert köld. „Nokkru síðar fær hún frá honunt flór- enskt taft „í fallegan kjól" Hann skrifar: „Þú sérð að ég er ekki nein nánös. því þetta kostar mig meira en.30 lírur." En þetta er ekki allt. Hann verður að láta sauma henni krepkjól. „Skrifaðu mérog segðu mér hvaða lit þú vilt og hve mikið af efninu." En nú grípur hann mikið angur og hann óttast að hún kunni að finna sér elskhuga á Italíu. En hún þarf ekki að hafa fyrir því að leita að honum, því hún hefur komið með hann með sér frá París, - hinn fagra Charles. „Vertu sæl, þú hin óglevmanlega og guðdómlega. Eg sendi þér þúsund ástarkossa." Jósefínu Ieiðist á Italíu og hún vill komast aftur til Párísar. „Hamingjan góða" skrifar Napóleon. „Eger víst bara eiginmaðurinn, -cinhver annar nýtur ástarinnar." Hægt og hægt Ijúkast augu'hans upp. Hann skrifar nú meira um bardaga sína: „Við höfunt tekið átján þúsund til fanga, en hinir eru ýmist fallnir eða særðir." Og hann þjáist. „Bréfin þín eru jafn köld og hjá fólki sem verið hefur fimmtíu ár í hjónabandi." Þau hafa nú verið gift í sjö mánuði. Enn sendir hann aðvaranir: „Jósefína, gættu þín. Einhverja nóttina munu dyrnar óvænt opnast og ég stíg upp i rúmið til þín. Það vcistu. Mundu eftir rýtingi Othellos." Hann kemur líka heint án þess að hún eigi hans von, - en þá er hún ekki heima. ■ Hún var sex árum eldri en Napóleon og vakti afbrýðisemi hans með nýjum og nýjuni elskhugum. Napóleon heldur áfram að nauða í bréfunum. „Ólæknanleg óhamingja, sorg án nokkurrar huggunar, eilífar kvalir." Þctta er það sem hann þykist dæmdur til, láti hún ekki undan. „Fáðu þér vængi, kontdu, komdu!" Hann freist- ar hennar: Þú átt að vera hér við hlið mína, við brjóst mér, við hjarta mitt, við munn minn...“ Hann minnir hana á „litlu heimsóknimar," en talar svo skýrar: „Þú veist hvað ég á við,- litla svarta skóginn." Hann kyssir hana á hinn ónefnanlega stað líkama hennar sem hann kallar „Oscar" Hann langar til þess að sjá „þegar þú er að snyrta þig og litla öxlin kemur í ljós og stinna slétta brjóstið." Hún verður að láta sér detta eitthvað í hug til þess að skýra það að hún tekur skemmtanalífið í París fram yfir vígvell- ina á Ítalíu. „Er það þá satt að þú eigir von á barni!" Auðvitað er það ekki satt, hún vill bara ekki fara. „Ég er að deyja af þrá eftir að sjá hvernig þú ert, þegar þú átt von á þér,“ segir hann og nauðar áfram. Þann 24. júní 1796 lætur hún undan. Þann 13. júlí hittir hún hinn sigursæla herforingja á Ítalíu. Sælan varir í tvo Tveimur árum cftir brúðkaup þeirra fer Napóleon í herförina til Egyptalands. Þar fréttir hann að kona hans sé honum ótrú. Þá gerist hann Jóscfínu einnig ótrúr í fyrsta skipti. Hann tekur upp í til sín leikkonur. söngkonur, eiginkonur ráðherra, - krefst og fær. Nú er það hún sem verður afbrýðisöm og cinkum þar sem hann er nú tekinn að verða frægur. Sífellt biður hún um að mega koma til hans í herbúðirnar. Hann ákveður að leyfa henni það, - en hættir við. Hún skrifar: „Ég óska einskis frem- ur en að mega elska þig,- og þó fremur að tilbiðja þig." Hann svarar: „Mér gengur vel. Regn. vindar og kuldi vinna ekki bug á mér." Eftir 1801 er hún stöðugt hjá læknum. Hún vill láta læknast af ófrjósemi sem eftir að keisarakrýningin fór frani ógnar hjónabandi hennar og framtíð. Hann skrifar nú mest um veðrið og að honum sé oft kalt á fótum. Þann 1. janúar 1807 hittir hann í Varsjá Maríu Walewska. Að Jósefínu frátalinni á þessi kona eftir að verða mikilvægasta konan í lífi hans. Hún á með honum son. Hann varð síðar utan- ríkisráðherra Frakka á dögum Napó- ■ Strítt um vfirráðin við Miðjarðarhaf við Englendinga. Napóleon í grennd við pýramídana í Egyptalandi áriö 1798. ■ Napóleon í samnefndri kvikmynd Abel Gance leons III. Korsíkumaðurinn veit nú að barnleysið í hjónabandi hans er Jósefínu að kenna en ekki honum. „Sæl, vina mín. Vertu glöð og sýndu þann styrk scm keisaraynju sæmir." Hann skrifar um hátíðir og dansleiki í Wcimar og segir að zarinn hafi dansað þar alla nóttina. „En ég dansaði ekki. Fertugur maður er fcrtugur." Þann 30. nóvember 1809 segir Napó- leon Jósefínu að hann vilji skilja. Hann er ákveðinn í því að verða sér úti um „frjósama" konu. Viðhald ættarinnar verður að tryggja. Það er María Lovísa, dóttir Austurríkiskeisara, sem er sú útvalda. Kcisaraynjan brottrekna fær höllina Malmaison og álitlegan lífcyri, - þrjár milljónir franka á ári. Napoleon er hinn Ijúfasti við sína gömlu ástvinu. Hann scndir hcnni hluta af því sem liann aflar á veiðunt og róar hana: „Dragðu vináttu mína aldrei í efa. Ég brcytist aldrei."En hún trúir honum ekki. Hún lcggur trúnað á orðróm um að hann vilji hrckja hana frá París. En hann kveöur það aldrei hafa komið til tals. „Þú þekkir mig auðheyrilega ckki vel,“ segir hann. Hann hvetur hana til þess að vera ekki eyðslusöm. Hann telur rétt að hún noti 1.5 milljónir franka á ári, en leggi hitt ti! hliðar. „Það veröa 15 milljónir franka á 10 árum og það gæti komið börnum þínum í góðar þarfir", segir hann. Hann gleðst er hann hcyrir að hún hafi það gott. „Ég heyri að þú sért orðin jafn digur og bóndakoná í Normandí," segir Itann. 16. apríl 1814 skrifar Napóleon í Fontainbleu síðasta brcf sitt til Jósefínu. Kcisarinn hefur sagt af sér. „Fall mitt er þungbært, þó menn segi að þaö hafi veriö nauðsynlegt," segir hann. Hann er á leið/til Elbu, þar sem hann kveðst ætla að skrifa endur- minningar sínar. „Menn hafa aðeins séð á mér eina hlið,“ segjrJtann. „Ég vil að menn sjái mig allan." Hann harmar hve margar nöðrur hann hefur alið við brjóst scr. „Þeir hafa allir svikið mig, já, allir." Hann bætir við neðanmáls: „Ég er ckki við sem besta heilsu." En Jósefína er ekki heldur við sem besta heilsu. Hún deyr sex vikum síðar. (Þýtt AM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.