Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 7. ÁGUST 19X3 23 ■ „Það er hægt að gera margt hér heima. ef menn vilja það.“ (Tímamynd Ari) ■ „Þá var kúnstin sú að fara ekki yfir um, beita ekki kröftunum um of og slaka á, en virkja samt þá orku sem er fyrir hendi." (Tímamynd Ari) og margt, en ég kom með því hugarfari að einbeita mér að öllum þeim litlu punktum sem ég hafði tamið mér, en ekki að horfa á þáog velta fyrir mérhvað þeir væru að gcra. Menn þurfa að einbeita sér að þessum punktum sínum og láta sem minnst annað ónáða sig. Þetta hefur mér ekki alltaf tekist, en ég hcf þjálfast mikið á þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í þetta árið." Og næst er það HM mótið í Helsinki? „Jú. þaðer núna á miðvjkudaginn. Jú. veðrið hefur verið mjög leiðinlegt i sumar hérna og kannske andlega niður- drepandi á sinn hátt, en það er sanit margt hægt að gera hér. ef menn aðeins vilja það. Auðvitað eru þessir HM leikar markmið, en eigi að síður hefur öll þjálfun hjá mér í ár miðast við Olympíu- leikana í Los Angeles á næsta ári, því þeir cru jafnan meiri vettvangur og rneira mót. En ég reyni auðvitað að gera mitt besta á HM leikunum og þarna verða allir þeir stærstu í frjálsum íþrótt- um saman komnir, þar á meðal allir þeir 11 menn sem kastað hafa yfir 90 metra í ár. Einnig er urmull af mönnum sem kastað hafa yfir 85 metra og það þarf ekki mikið að gerast til þess að breyta röð hjá mönnurn. A miðvikudagsmorguninn þann 10. ágúst verða menn að kasta 82 metra til þess að komast inn á aðalleikvanginn hinn 12. ágúst. Þcgar þangað er komið munu allir fá þrjú köst, og að því búnu verða átta efstu teknir áfram. Fá þeir þrjú köst strax á eftir og þar ráðast hin endanlegu úrslit. Þcss má þó geta að ef einhver kastar mjög langt í undanúrslit- uin, þá gildir það kast út mótið og hann kann að komast í hóp hinna átta. En í undanúrslitunum hefur það sýnt sig að ekki fleiri en svo sem 16 menn hafa náð að kasta yfir 80 metra, þótt kannske hafi 200 manns gert þetta einhverntíma ársins... Þetta sýnir spennuna. Ég tel að ég eigi að vera í það góðri þjálfun núna að ég kasti yfir þessa 82 metra og komist inn á aðalleikvanginn, en þegar þangað er komið er ekki um annað að ræða en að bíta á jaxlinn. Ég hef ákveðið að reyna núna nýja aðferð að fara ekki á mótsstað fyrr en tveimur dögum áður en keppnin hefst, í stað þess að ganga dögum saman um svæðjð, eins og margir gcra, Eg ætla að Italda mínu striki þangað til og reyna að vcra í sem bestu jafnvægi fyrir vikið." . Hvernig gengur að samræma svona stranga þjúlfun við læknisfræðinámið? „Þetta hcfur gengið bærilega, cn það hefur kostað geysilcga niikla sjálfsögun og nýtingu á tíma og reglusemi náttúru- lega. Þctta veröur á köflum nokkuð þreytandi, enda er mikil samkeppni á báðum sviðum. en ef ntenn skipuleggja tíma sinn vel, þá er þetta ekkert krafta- verk, en ströng vinna, eins og við öll á íslandi þekkjum. Læknisnáminu þarna ytra er skipt niður í tvö fjögurra ára tímabil og ég er í þessum fyrri hluta og er búinn mcð tvö ár af fjórum. Þetta er fornám í læknis- fræði, þar sem viðkomandi velur sér einhverja sérgrein til BS-prófs. Ég er því í þcssu almenna læknanánti með lífeðlisfræði sem sérgrein og cftir fyrri hlutanna eru mjög ntiklir möguleikar íyrir hendi með seinni hlutann.-almennt læknanám, einhver sérgrein eða einhver sérsvið innan læknavísinda eða náttúru- vísinda... Ég hef ekki tekið ákvörðun um það endanlega, en vil þó nota mér reynslu mína í íþrótlum og hyggst koma út með próf í einhvers konar íþrótta- lækningum." Hefur afreksferill föður þíns orðið þér hvatning? „Já vissulega, en þó einkum vegna þess sem ég hef heyrt ættingja og aðra sem þekktu til hans segja. Sjálfur hefur hann aldrei reynt að ýta okkur út í eitt eða neitt, eða sagt að eitt skipti meira máli en annað, þótt hann hvetti til að við stunduðum íþróttir sem tómstundagam- an." Nokkuð að lokum? „Ég vildi aðeins koma á framfæri þökkunt til margra innan íþróttasambands- ins og sérsambandanna og þá einkum til þeirra í Borgarfirði. þeirra sem haldið hafa þar uppi íþróttalífi. Þessi störf eru öll unnin í sjálfboðavinnu og oft fá mcnn meiri skammir en þakkir fyrir það sem þeir gera. Það eru þessir aðilar sem veitt hafa unga fólkinu þá tillitssemi og aðhald sem það þarf á að halda og ekki kostar fé, en getur skipt miklu máli, þegar að því kemur að þetta starf á að skila uppskeru." - AM ■ „Við núðum að þroska þessa lilið verulega með hugleiðslu." (Tímamynd Ari) ■ „Þarna voru menn ú borð við Petra- noff, Olsen Roggi og fleiri af þessum stærstu..." (Timamynd Ari) Sænsk-íslensk samvinna Með sérstökum samningum við Anebyhús, sem er einn stærsti framleiðandi einingahúsa á Norðurlöndum, getur Eignamarkaður- inn boðið fjórar tegundir húsa á sérstöku kynningarverði. Húsin sem hér um ræðir eru öll einlyft og eru afhent til upp- setningar miðað við múrsteinshlaðna útveggi, með steinflísum á þaki, þreföldu gleri í gluggum og öðru því efni sem gerir húsið til- búið til innréttingar. í samvinnu við JL byggingarvörur, Kalmar innréttingar og Gunnar Ásgeirsson getum við boðið kaupendum Anebyhúsa mjög hagstætt verð og greiðslukjör á byggingarvörum, innréttingum og tækjum sem þessir aðijar hafa á boðstólum. Anebyhús hafa gert samkomulag við lánastofnun um sérstakt safnlán í því skyni að auðvelda fólki fjármögnun til A B Söfnun í 12 mánuði 240 - 400 - Lán 360 - 600 - Samtals 600 - 1.000 - Sctd cign 1.500 - Húsnæðis- m.stj.lán* 389 - 389 - Ráðstöfunar- fé 2.489 - 1.389 - •Miðað er við 4ra manna fjölskyldu. húsakaupanna. Við pöntun á Anebyhúsi er stofnaður veltureikningur sem lagt er inn á í ákveðinn tíma — annað hvort ákveðin upphæð reglulega, eða ef til vill, misháar upphæðir. Að sparnaðartíma loknum á kaupandinn rétt á Iáni sem er 50% hærra en innistæðan. Lánið greiðist síðan á jafn- löngum tíma og söfnun hefur staöið. Á töflunni hér að neðan eru tvö dæmi sem sýna þetta nánar. í dæmi A er gert ráð fyrir að viðkomandi eigi fasteign og jafnframt að hann geti búið í henni fram til þess tíma er hann flytur. Dæmi B gerir aftur á móti ráð fyrir að viðkomandi sé að kaupa sér fasteign í fyrsta sinn. Verðið á húsunum er fast í sænskum krónum næstu 10 mánuði og er ekki vísitölubundið. Verð þau sem eru uppgefin hér að neðan; reiknuð á gengi frá 27/5, stóðu nær óbreytt í lok júlí. Þau miðast við hús tilbúin til af- greiðslu í Reykjavík og eru aðflutnings- gjöld, frakt og söluskattur innifalin. EOK 99 m2 855.800 kr. EOK 123 - 1.061.300 - EOK 132 - 1.230.850 - EOK 138 - 1.247.700 - BÍLSKÚR 32 - 219.150 - >4NEBXHUS Söluumboð Eignamarkaðurinn Hafnarstræti 20, 101 REYKJAVÍK Pósthólf 56 Sími 91-26933 Vélaleiga E. G. Höfúm jafnan til leigu: Traktorsgröfur, múrbrjóta, borvélar, hjólsagir; vibratora, slípirokka, steypuhrœrivélar, rafsuðuvélar, juöara, jarð- vegsþjöppur o.fl. Vagnhöfða 19. Sími 39150. Á kvöldin 75836. Eyjólfur Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.