Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 25
 ■ Gandhi fastar. Geraldine James í hlutverki Mirabehn hlúir að honum Og enginn var betur til þess fallinn en Richard Attenborough. sem sýndi gífur- lega þolinmæði og mikla skipulagshæfi- leika við að gera myndina að veruleika. Og það var ekki svo lítið verk skipu- lagslega að gera „Gandhi". sem sést m.a. af því.að hátt á þriðja hundrað þús. manns koma fram í myndinni. Mestur fjöldinn er í þeim atriðum myndarinnar. sem lýsa útför Gandhis. en talið cr að um 200 þúsund manns hið minnsta hafi tekið þátt í þeirri athöfn. Og það er einmitt í slíkum fjöldaatriðum. sem Attenborough tekst best upp: hann er snillingur í skipulagningu og leikstjórn slíkra atriða. Náin samvinna var höfð við indversk stjórnvöld við töku myndarinnar. og í flestum tæknistörfum voru bæði breskir og indverskir kvikmyndagerðarmenn. Indverjarnir lögðu margt af mörkum auk þess sem þeir kynntust því hvernig ..stórmynd" er gcrð. ..Við höfum aldrei áður séð slíkan tæknibúnað hcr á landi". sagði indverski lcikstjórinn Govind Ni- halani, sem vareinn af myndatökustjór- unum við „Gandhi". ■ Gandhi skömmu áður en hann var ráðinn af dögum ■ Martin Sheen í hlutverki bandaríska blaðamannsins Walkers og Ben Kingsley sem Gandhi við upphaf saltgöngunnar miklu. ■ í baráttu við stjórnvöld Suður-Afríku. „Gerðu hann ekki að dýrlingi“ Attcnborough hcfur sagt frá ráðlcgg- ingum Pandit Nehrus, sem hann gaf um leið og hann féllst á áætlanirnar um kvikmyndagerðina árið 1963: „Hvað sem þú gerir, þá máttu ekki gcra Gandhi að dýrlingi í kvikmyndinni - ltann var alltof mikið stórmenni til þess". Og Attenborough telur sig hafa fylgt þessu ráði og lagt mégináherslu á að sýna manninn Gandhi í myndinni. Það er þó Ijóst að Attenborough hcfur lagt áherslu á það jákvæða í lífi Gandhis. Sumir hafa vakið athygli á því að hann sniðgangi alveg suma hluti í cinkalífi Gandhis sem þótt Itafa sérkennilcgir og ekki í samræmi við hegöan Itans oþinber- lega. Hefur vcrið bcnt á í því sambandi, að þótt indversk stjórnvöld liafi á cngan hátt ritskoðað kvikmyndahandritið áður en myndin var tckin -cn Indira Gandhi, forsætisráðherra og dóttir Nehrus. las handritið yfir og samþykkti það þá hafi Attenborough og John Briley, sem skrifaði handritið, stundað nokkurs kon- ar sjálfsritskoðun og slcppt ýmsuni um- deildum atriðum úr lífi söguhetjunnar. Sömuleiðis er ekkert fjallað um æsku og uppvöxt Gandhis, því frásögn myndar- innar hefst þegar Gandhi starfar sem ungur lögfræðingur í Suður-Afríku árið 1893 - fyrir níutíu árum síðan. Þar í landi dvaldist Gandhi fram til ársins 1915 að hann snéri heim til Indlands. Á þessum tíma lenti hann í útistöðum við stjórnvöld í Suður-Afríku vcgna þess kynþáttamisréttis, scm þar var ríkjandi m.a. gcgn fólki af indverskum uppruna. Þegar Gandhi snéri aftur heim til Indlands fór hann strax að taka þátt í baráttu fyrir sjálfstæði hcimalands st'ns, sem var stjórnað af Bretum. og hápunkt- unum í þeirri baráttu er lýst í myndinni. sem endar á útför Gandhis cftir að hann hafði verið myrtur af indvcrskum ofsa- trúarmanni. Einstakt leikafrek Eitt af því, sem vakið hefur mikla athylgi í kvikmyndinni um Gandhi, er leikur Ben Kingsleys í aðalhlutverkinu, en fyrir það afrek hefur hann hlotið margháttaða viðurkenningum, m.a. Óskarsverðlaun. Attenborough leitaði lengi að leikara í þetta mikilvægasta hlutverk myndar- innar og það var ekki fyrr en árið 1970 sem hann hcyrði fyrst af Kingsley. Og þegar hann sá Kingsley leika í „Hamlet" Shakespeares komst hann að þeirri niðurstöðu, að Kingsley væri rétti mað- urinn. 1 aukahlutverkum eru margir þekktir leikarar, bæði breskir og bandarískir. Candice Bergen fer með hlutvcrk þekkts Ijósmyndara frá Life-tímaritinu, Martin Sheen leikur bandarískan blaðamann, Walker, sem kynntist Gandhi fyrst í Suður-Afríku og átti mikinn þátt í að vekja athygli á honum í Bandartkjunum, og þekktir breskir leikarar fara með hlutverk breskra stjórnarerindreka. Og svo er það indvcrskur almenningur, sem leikur veigamikið hlutverk í myndinni. „Gandhi" hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu, og mun vafa- Iaust einnig hljóta góða aðsókn hér á landi, eins og hún á skilið. Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa verið. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöölurnar eru án sauma og ná hátt upp á brjóst. fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaöur sem sokkur og hægt er aö nota hvaöa skofatnað sem er viö þær. Latex-gúmmiið sem þær eru steyptar ur er afar teygjanlegt þannig aö vöölurnar hefta ekki hreyfingar þinar viö veiöarnar og er otrulegt hvaö þær þola mikiö alag. Ef óhapp verður, má bæta vöðlurnar með kaldri límbót. Viðgerðarkassi fyigír-hverjum vöðlum. Þær vega aðeins 1,3 kg og þreytast veiðimenn ekki á að vera i þeim tímun- um saman. Fáanlegar í öllum stærðum. JOPCO HF. Vatnagöröum 14 — Simar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavík. Scania er 5CANIA Þessi bíll er til sölu, Scanía 141 árg. 1979. Ekinn: 131 þús. í topplagi. Scania LB 81 árgerð 1981 Ekinn 80 þúsund Ástand gott (selst á grindl Scania LB 81 árgerð 1978 Ekinn 260 þús. Allur nýyfirfarinn ÍSARN H.F. Reykjanesbraut 10, sími 91-20720. - ESJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.