Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 24
24 kvikmyndasjá , S( >Mj(UC.UR7, A(.L .SI I‘JX.1 i I H II J II t ■ Breska kvik- myndin „Gandhi“, sem hirti mörg Ósk- arsverðlaunin í Hollywood á liðnu vori, þar á meðal sem besta mynd árs- ins sem leið, verður frumsýnd hér á landi á miðvikudag- inn í Stjörnubíói. Agóðinn af fyrstu kvöldsýningunni rennur til Indlands- vinasamtakanna, sem styrkja fátæk börn á Indlandi. Það er vel við hæfi að kvikmyndin um Gandhi komi þann- ■ Bcn Kingsley í hlutvcrki Mahatma Gandhis, einum helsta samstarfsmanni Gandhis og forsætisráðherra Indlands um árabil. Kothari ákvað að reyna að vekja áhuga Attenboroughs og gaf honum ævisögu Gandhis eftir Louis Fischer. „Ég tók bókina með mér í sumarleyfi til Suður- Frakklands, og áður en ég var hálfnaður með hana var ég orðinn sannfærður um, að þessa kvikmynd yrði ég að gera", segir Attenborough. Og hann bætir við: „Það er ekki ofsögum sagt að þessi bók hafi breytt lífi mínu. Allt frá árinu 1%2 hefur sérhver ákvörðun, sem ég hef tekið um starf mitt, tekið mið af ást minni á þessu verkefni. Og bankareikn- ingurinn minn væri vissulega í betra ástandi ef Gandhi hefði ckki komið inn í líf mitt". Fjármagnsútvegun erfíd Attenborough snéri sér að grundvall- aratriðunum fyrst; að fá rétt til að kvikmynda ævi Gandhis og útvega fjár- magn til kvikmyndagerðarinnar. Hið fyrra rcyndist auðvelt, en það síðara tók nær tvo áratugi. Höfundur ævisögunnar var svo ánægður með hugmyndina um að kvikmyndin yrði til, að hann seldi Attenborough kvikmyndunarréttinn fyr- ir cinn Bandaríkjadal. Með aðstoð Mountbatten lávarðar, sern var síðasti ríkisstjóri Breta á Indlandi áður en landið hlaut sjálfstæði, fékkst samþykki Nehrus, sem þá var forsætisráðherra Indlands', viö hugmyndina um kvikmynd um ævi Gandhis. En það var erfiðara að útvega fjármagnið. Hver aðilinn á fætur jðrum fékk áhuga cn hætti við á síðustu — kvikmynd Richard Attenboroughs verður frumsýnd í Sjörnubíó á miðvikudaginn ig fátækum ind- verskum börnum að gagni. Þótt kvikmynd sé hópvinna, þar sem margirverðaaðleggjamikiðaf mörkum, þá er óhætt að fullyrða, að þessi nýja kvikmynd um leiðtoga indvcrsku sjálf- stæðisbaráttunnar, Mohandras Karamc- hand Gandhi, sé fyrst og fremst verk breska leikarans og leikstjórans Richard Attenborough, sem nú á skammt í sextugt. Hann hefur undirbúið og unnið að þessari kvikmynd í tvo áratugi, og nú hefur draumur hans orðið að veruleika með árangursríkari hætti, en hann hafði nokkru sinni þorað að reikna með. Fékk áhugann 1962 Það var árið 1%2 sem Attenborough fékk áhuga á að gera kvikmynd um ævi Gandhis. Sá, sem vakti þann áhuga hjá honum, heitir Motil Kothari og var indverskur embættismaður í London. Kothari hafði þá þegar reynt að vekja áhuga annarra breskra kvikmyndaleik- stjóra á að gera slíka kvikmynd, og m.a. rætt við David Lean, en ekki haft árangur af því erfiði sínu. Þegar Kothari hélt að allar dyr væru lokaðar varð hann vitni að því, þegar Attenborough mætti á uppboð og bauð í styttu af Nehru, ■ Við spunarokkinn ásamt (Jandice Bergen, sem leikur Ijosmynuara Lue-iiinariisiiis stundu, m.a. vegna þess að Attenbor- ough var ekki reiðubúinn að fallast á kröfur um að bandarískar kvikmynda- stjörnur færu með aðalhlutverkið og fleira af því tagi. En eftir margra ára tilraunir tókst Attenborough þó að skrapa saman þær 18 milljónir Bandaríkjadala, sem áætlað var að kvikmyndin myndi kosta (hún fór reyndar í 22 milljónir). Kvikmynda- fyrirtækið Goldcrest/I.F.I. Films lagði fram tvo þriðju og indverska ríkið einn þriðja upphæðarinnar. Sú ákvörðun ind- verskra stjórnvalda olli síðan deilum á Indlandi, þar sem ýmsir töldu að pening- unum væri betur varið til þess að styðja indverska kvikmyndagerð. En hér var um beina fjárfestingu að ræða, og nú eru líkur á að hún muni skila arði sent mun ganga til þess að styðja kvikmyndagerð á Indlandi. Á þriðja hundrað þúsund „Ieikarar“ Margir Indverjar voru mjög hneyksl- aðir á því að útlendingar skyldu eiga að gera kvikmynd um þjóðhctju þeirra, og það Breti í ofanálag! En viðurkenndasti kvikmyndagerðarmaður Indlands, Sat- yajit Ray, sagði um það efni: „Á Indlandi eru enn miklar deilur um Gandhi sjálfan. Kvikmynd um hann getur aðeins einhver utanaðkomandi maður gert."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.