Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 4
4 Þungaskattsmælar Drifbarkamælar eða ökuritar Ökuritar HICO Drifbarkamælar ÚTBÚUM HRAÐAMÆLA OG SNÚRUR í HVAÐA LENGD SEM ER í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA. Póstsendum um land allt. w VELIN S.F ■ sími 85128. Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa verió. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöðlurnar eru an sauma og na hátl upp a brjóst, fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaöur sem sokkur og hægt er að nota hvaða skófatnaö sem er við þær. Latex-gúmmiið sem þær eru steyptar úr er afar teygjanlegt þannig að vöölurnar hefta ekki hreyfingar þínar við veiöarnar og er ótrulegt hvað þær þola mikið álag. Ef óhapp verður, má bæta vöðlurnar með kaldri límbót. Viðgerðarkassi fylgir hverjum vöðlum. Þær vega aðeins 1,3 kg og þreytast veiðimenn ekki á að vera í þeim tímun- um saman. Fáanlegar í öllum stærðum. JOPCO HF. Vatnagörðum 14 — Simar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavik. &hmmi FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 Brúdubíllinn heimsækir börn á Vesturlandi ■ Frá fundinum er „Vildarkjörin“ voru kynnt. A myndinni má m.a. sjá Pétur Gestsson, Benedikt Jónsson, Oddnýju Björgvinsdóttur frá Ferðaþjónustu bænda o.fl. sem viðriðnir eru tilboðin. Tímamyndir: G.E. Ferðamálasamtök Vesturlands: „VILDARKJÖR Á VESTURLANDI” ■ „Vildakjör á Vesturlandi“ er sam- heiti yfir sérstök verötilboð hótela, gistiheimila, samgönguaðila og eig- enda söluskála, veitingahúsa og versl- ana á Vesturlandi, sem Ferðamála- samtök Vesturlands bjóða, en samtök- in voru stofnuð á s.l. vori. Tilboðunum er ætlað að mæta efna- hagsvanda þeirra einstaklinga og fjöl- skyldna sern byggja á ferðalög innan- lands núna í ágúst og eru þau þrenns- konar. í fyrsta lagi Kjarni, sem er hóteltilboð, í öðru lagi Val, sem eru samgöngur með afslætti og í þriðja lagi Bónus, sem er afsláttarkort er gildir í ýmsum verslunum, veitingahúsum og söluskálum víðsvegar á Vesturlandi. Tilboðin og afsláttarkortin gilda frá 10. ágúst til og með 31. ágúst og eru seld á Umferðarmiðstöðinni, hjá Arn- arflugi og Ferðaskrifstofu ríkisins. -Jól. ■ Pétur Gcstsson, formaður Ferða- málasamtaka Vesturlands. ■ Benedikl Jónsson, formaður Ferðamálaráðs Vesturlands. Vesturland: Leikþættir úr brúðubíln- um verða sýndir á Akranesi, Borgar- nesi og Snæfellsnesi dagana 13. til 19. ágúst. Oft hefur verið kvartað yfir þvi að börnin úti á landsbyggðinni hafi ekki tækifæri til að sjá þessar sýningar, en nú ætla þær Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir. sem annast þessar sýningar að reyna að bæta úr því. Þær hafa ferðast með leikhúsið um Suðurnesin og til ísafjarðar, en nú er meiningin að sýna á Akranesi, Borgarnesi og Snæfellsnesi. Leikþættirnir sem sýndir verða heita: „Leikið með liti“ og „Á sjó" og eru eftir Sigríði og Helgu en hún býr einnig til brúðurnar og tjöldin. Alls koma um 30 b rúður fram í sýningunni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Fyrstu sýningar eru á Akranesi, laugar- daginn 13. ágúst og í Borgarnesi sunnudaginn 14. ágúst. Síðan verður haldið út á Snæfellsnes og sýnt á Hellissándi þann 16.', Ólafsvík þann 17. og Grundarfirði þann 18. Síðasta sýning er svo í Stykkishólmi 19. ágúst. Allar sýningarnar eru klukkan 3. Þess- ar sýningar eru sniðnar við hæfi yngstu barnanna og er þar ýmislegt bæði til skemmtunar og fróðleiks. ■ Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir með þrjár af þeim þrjátíu brúðum sem fram koma í sýningum þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.