Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ánægðar. Talið f.v.: Frú Rylatt í örmum hinnar réttu dóttur sinnar Valerie og frú Wheeler í örmum sinnar dóttur Peggy MISTÖK FYRIR 46 ARUM HAFA HLOTIÐ FAR- SÆL ENDALOK ■ Stunduin læðist að nýbök- uðum mæðrum sá beygur. að þegar þær yfirgefi fæðingar- stofnunina sé þeim úthlutað röngu barni til að taka með sér heim. Sem betur fer koma slík mistök sárasjaldan fyrir. Þó eru þau ekki með öllu óþekkt og nýlega fréttist af einum slíkuin, sem áttu sér stað fyrir 46 árum í Nottingham í Eng- landi. Þar yfirgáfu samtímis fæðingarstofnun eina tvær ný- orðnar mæður, Margret Whe- eler, sem nú er 75 ára gömul, og Blanche Rylatt, nú 74 ára. Hvor um sig hafði dóttur í fanginu. En ekki leið á löngu, uns grunscmdir fóru að vakna með frú Wheeler. Hún sagði við mann sinn: - Valerie er ekki dóttir okkar, en hann gerði lítið með orð hennar, svo og aðrir, sem hún viðraði grun- semdir sínar við. Sjö árum seinna fékk hún grun sinn staðfestan hjá fæð- ingarstofnuninni. Orðiö hafði ruglingur á nýfæddum stúlku- börnum á þeim tíma, sem frú Wheeler yfirgaf stofnunina. Þá var frú Rylatt líka tilkynnt, að dóttirin Peggy væri ekki hennar eigin. Mæðurnar báðar ruku ekki upp til handa og fóta, og fyrir það eru þær þakklátar nú. Þær settust niður og ræddu málin i ró og næði. Niðurstaða þeirra varö sú, að ckki væri rétt að hrófla við stúlkunum litlu, að sinni a.m.k. Það yrði þcim of mikið áfall að komast að hinu sanna í málinu. Þannig liðu árin. Frú Wheel- er og frú Rylatt höfðu reglu- lega samband sín á milli og fyigdust með þroska dætra sinna. En svo var það í ár, þegar frú Wheeler hélt hátíð- legt gullbrúðkaup sitt, að hún ákvað að tími væri kominn til að upplýsa málið. Hún bauð frú Rylatt og Peggy til veisl- unnar og þar var loks skýrt frá því, sem gerðist fyrir 46 árum. Dæturnar, sem báðar eru orðnar mæður sjálfar, tóku fréttinni vel, og þóttust reynd- ar ríkari en áður, þar sem þær áttu nú hvor um sig tvær mæð- ur í stað einnar áður. En þær létu líka þakklæti sitt í Ijós fyrir aðhafa 'verið hlíft við frétt inni, þegar þær voru enn á barnsaldri. Þetta ævintýri, sem byrjaði með mistökum fyrir 46 áruni, hefur þvi hlotiö farsæl enda- lok. bæinn á bíl til þeirra staða sem þjónustan er, geta lagt í stæði sem er undir miðbænum, en það er reyndar eina stæðið í bænum. Þá má geta þess að meginhluti af götum miðbæjarins er yfirbyggð- ur með gleri en það á að gera bæinn mun vistlegri, sérstaklega í vondum veðrum og kuldum. Hvað orkuþörf bæjarins varðar verður það tiltölulega auðsótt mál því nóg er af jarðvarma þarna í nágrenninu og stofn- kostnaður þyrfti ekki að vera meiri en almennt gerist hjá 5-600 manna bæjum. Annarserbærinn líka þannig byggður að vindkæl- ing húsanna verður mjög lítil og lítið um orkutap af þeim sökum. Eins og sést á skipulaginu eru þetta allt raðhús sem byggð eru nokkurnveginn í hring í litlu dalverpi og er umlukt skógar- belti allt í kring.“ Hvers vegna völduð þið þenn- an stað á landinu? Eins og flestum er kunnugt hefur mikið verið ritað og rætt um höfn við Dyrhólaey. Ég tel ekki ósennilegt að í framtíðinni opnist þarna miklir möguleikar fyrir útflutning á t.d. vikri og perlusteini og að fyrir landsmenn skapist möguleikar fyrir ýmiss konar iðnað sem er tengt þessari útflutningsvöru. Ef þetta er framtíðin er ekki fráleitt að gera sér vonir um bæ á þessum slóðum sem væri af þessari stærðar- gráðu. í okkar hugmyndum er ekki gert ráð fyrir neinni meiri- háttar stóriðju eða fiskvinnslu, heldur er staðurinn að mestu hugsaður sem út- og innflutn- ingshötn. Eg hygg að það væri landsbyggðinni til heilla ef að- eins væri létt á þeirri þungamiðju sem Reykjavíik og suð-vestur- hornið eru hvað þetta varðar“. Hvað um íslenskar arkitektúr í dag? „Ég hygg áð íslendingar hafi gert allt of mörg mistök og að hér hafi yfirleitt ríkt stefnuleysi í þeim málum. Þessu er þveröfugt farið í Danmörku. Það er stöð- ugt í gangi umræður og almenn- ingur á kost á því þar, að vera með í skipulagi umhverfis síns.“ - ÞB erlent yfirlit ■ FORSETAKOSNING- ARNAR. sem fóru fram í Níger- íu síðastliðinn laugardag, urðu friðsamlegri en flestir höfðu þor- að að vona. Svipað gilti um kosningabaráttuna, þótt talið sé. að um 60 manns hafi iátið lífið beint eða.óbeint í sambandi við hana. Það var óttazt, að mann- fallið yrði miklu meira. Þótt kosningarnar færu fram á laugardaginn, var talningu ekki lokið til fulls fyrr en á miðviku- dag. Þá fyrst var ljóst, að Alhaji Shehu Shagari hafði náð endur- kjöri með 4 milljónum atkvæða umfram helzta keppinaut sinn. Obafenti Awololo. Samkvæmt stjórnarskrá Níg- eríu nægir það ekki til að ná kosningu að hafa flest atkvæði í landinu öllu, heldur verður við- komandi einnig að hafa yfir 25% greiddra atkvæða í öllum fylkj- um landsins, en þau eru 19 að tölu. Annars verður að fara fram endurkosning. Kosningarnar virðast hafa far- ið eins löglega fram og frekast mátti gera sér vonir um í Afríku. Vestrænir fréttamenn, sem fylgdust nteð henni, telja þó sitthvað hafa farið aflaga. Mikil áherzla var lögð á að hafa kjörskrár réttar. Alls voru 65 milljónir kjósenda á kjörskrá, en í forsctakosningunum 1979 voru þeir ekki nema 47 milljónir. Veruleg fjölgun hefði verið eðli- leg, en þessi fjölgun þykir úr hófi fram. Sex flokkar buðu fram, og kemur fréttamönnum saman um, að litlar eða engar hömlur ■ Shagari var endurkjórinn. þótti sigurvænlegur í forseta- kosningunum 1979, var Shehu Shagari, sem studdist við stærstu þjóðflokkana í norðurhluta landsins, Hausa og Fulani. Samanlagt telja þeir um 30% þjóðarinnar. Þetta reið bagga- muninn í kosningunum 1979. Úrslitin urðu þau, að Shagari bar sigur úr býtum. Hann fékk um 34% greiddra atkvæða eða 5.7 milljónir. Næstur kom Awol- olo með 4.9 milljónir atkvæða. 1 Azikiwe fékk 2.8 milljónir at- kvæða. Aðrirfengumun minna. Þeir Awololo og Azikiwe reyndu aftur stríðsgæfuna í for- setakosningunum nú, enda þótt þeir séu vel við aldur. Azikiwe er 79 ára og Awololo 74 ára. Awololo var nú eins og 1979 helzti keppinautur Shagaris og var talið um skeið, þegar verið var að telja atkvæðin, að hann yrði sigurvegarinn. Þá voru úr- slitin ekki komin úr norðurhér- uðunum. en þau tryggðu Shagari sigurinn. Endanlega varðstórum meirimunuráþeimnúen 1979. SHAGARl þykir hafa reynzt allvel sem forseti. Hann hefur reynt að bcra sáttarorð milli þjóðflokkanna og gætt þess vel, að þcir fengju hlutfallslega svip- aða þátttöku í stjórn hans. Hann hcfur sætzt við gamla andstæð- inga. Meðal annars hefur hann gefið Gowon kost á því að snúa heim aftur til Nígeríu. Þá hefur hann náðað Ojukwu, foringja uppreisn- Frjálsar og fridsamar for- setakosningar í Nígeríu Það þykja gód tíöindi í Afríku hefðu verið settar þcim til hindr- unar. Þeir hafa getað notið sín til fulls hvað afskipti stjórnarvalda snerti, en hins vegar hafi þeir haft ójafnan styrk og fjárhags- stöðu. TUTTUGU OGÞRJÚáreru liðin síðan Nígería hlaut sjálf- stæði. Þá fóru fram tiltölulega frjálsar kosningar. Árið 1966 gerði herinn byltingu. Eftir að hershöfðinginn, sem þá tók sér forsetavald, hafði verið myrtur, hófst Gowon ofursti til valda og stjórnaði hann í níu ár eða til 1975. Það var í valdatíð hans, sem Biafrastyrjöldin var háð, en litlu munaði, að hún leiddi til þess að Nígería skiptist í tvö eða fleiri ríki. Ef Biafra hefði hlotið sjálf- stæði, myndu fieiri þjóðflokkar hafa farið að hugsa sér til hreyf- ings og krefjast sjálfstæðis á sínu landsvæði. Gowon var steypt af stóli, þegar hann sótti ráðstefnu í London, og hefur hann ekki reynt að snúa heim aftur. Það var Rufai Mohammad hershöfðingi, sem tók við af Gowon, en hann naut valdanna um skamma hríð. Hann var myrtur í uppreisnartilraun ári síðar og hófst Olusegun Obas-1 anjo þá til valda. Obasanjo setti sér það mark- mið að endurreisa lýðræðis- stjórn, og vildi taka bæði stjórn- arform Breta og Bandaríkjanna til fyrirmyndar. Landinu er skipt í 19 fylki og er þá m.a. miðað við helztu þjóðflokka landsins. Hvert fylki hefur heimastjórn og kýs svo fimm fulltrúa í efri deild þingsins. Neðri deildin er kosin með svipuðum hætti og brezka þingið eða neðri málstofan. Embætti forsetans er svipað embætti Bandaríkjaforseta. Nýja stjórnarskráin kom til framkvæmda 1979 og fóru þá fram forsetakosningar. Mest bar þá á þremur frambjóðendum. Tveir þeirra voru gamlir í hett- unni og höfðu hafizt til valda í vissum landshlutum meðan Níg- erta var undir nýlendustjórn Breta. Annar þeirra var Azikiwe, sem studdist við Ibo-þjóðfiokk- inn, sem býr í vesturhluta landsins, en hinn var Awololo, sem studdist við Yoruba-þjóð- fiokkinn í austurhlutanum. Hvor þessara þjóðfiokka um sig telur um 15% þjóðarinnar. Þriðji frambjóðandinn, sem armanna í Biafrastríðinu, og naut í staðinn stuðnings hans í kosningabaráttunni nú. Annars var Ojukwu ckki á fiæðiskeri staddur, því að hann hafði stofn- að til arðvænlcgs atvinnurcksturs á Fílabeinsströndinni. Verðfallið á olíunni hefur hins vcgar reynzt Shagari þungt í skauti, því að það hefur mjög þrengt að Nígeríu. Allar áætlanir höfðu veriö miðaðar við það, að olíugróðinn héldist áfram og stofnað til mikilla skulda í trausti þess. Nú er komið að skulda- dögum á sama tínia ogolíutekjur dragast saman. Atvinnuleysi og verðbólga hafa komið í kjölfarið. Shagari réð nokkra bót á atvinnuleysinu með því að reka heim á aðra milljón Ghanamanna, sem höfðu fiutt til Nigeríu meðan velgcngnin var þar mest. Þetta mæltist vel fyrir í Nigeríu, en verr fyrir annars staðar vegna þeirrar hörku, sem var beitt við brottreksturinn. Nígería cr fjölmennasta ríki Afríku. íbúarnir þar eru senni- lcga í kringum 95 milljónir. Þjóðflokkar eru margir, eins og nokkuð má ráða af því, að um 250 tungumál og mállýzkur eru talaðar í landinu, en enska er aðalmálið. Sambúð þjóðflokk- anna hefur gengið misjafnlega á liðnum tíma, en furðu ntikil samvinna tókst undir nýlendu- stjórn Breta. Það hefur í stórum dráttum haldizt áfram, þegar Biafrastríðið er undanskilið. Það þykir á vissan hátt mikill atburður. að frjálsar kosningar hafa farið fram í Nígeríu í annað sinn eftir að herstjórninni var aflétt. Oftast hafa frjálsar kosn- ingar ekki farið fram í Afríku nema í eitt skipti undir slíkurn kringumstæðum. Einhver hers- höfðinginn Itefur gripið í taum- ana áður en kosið yrði aftur. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.