Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983
Havlík kominn
til Víkings
■ Tékkneski handknattleiksþjálfarinn
Rudolf Havlik hefur hafiö störf hjá
Víkingi í Reykjavík. Hann kom til lands-
ins um síðustu helgi, oger þegar tekinn til
við að undirbúa titilvorn Víkinga.
Havlík tekur við crfiðu hlutverki, Vík-
ingar eru íslands- bikar og Reykjavíkur-
meistarar, og hafa verið helsta stórveldi
íslensks handknattleiks undanfarin 5 ár,
undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalc-
zyk. Nú hafa margir af gömlu jöxlunum í
Víkingi lagt skóna á hilluna, og ungt lið
stendur eftir.
Frjálsíþróttamót
þroskaheftra á
Kópavogsvelli í
dag:
■ í dag verður haldið á Kópavogsvelli
frjálsíþróttamót fyrir þroskahefta. Mótið
er á vcgum íþróttasambands Fatlaðra.
„Keppnisgreinar á mötinu eru: 60 m hlaup,
400 m hlaup, 800 m hlaup, boltakast,
langstökk og reiptog. Keppt verður í
fjórum flokkum, flokkum kvcnna og karla
16 ára @g eldri og yngri en 16 ára.
Keppendur á mötinu eru skráðir 85 frá 6
félögum. og cru skráningar alls um 160.
!>aö er stefnan hjá íþróttasambandi Fatl-
aðra aö þetta mót verði árviss'viðburður í
framtíðinni.
Ulfar sigraði
á Nissanmótinu
■ Úlfar Jónsson GK sigraði á Nissan-
mótinu í golfi sem haldið var nýlega í
Grafarholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Keppnin var fyrir drcngi 18 ára og yngri.
Úrslit uröu þessi:
Úlfar Jónsson GK..... 85 högg
Arnar M Ólafsson GK.. 89 högg
Karl Ó Karlsson GR... 93 högg
Með forgjöf:
Sigurður
Sigurðarson GR . 99-22=77 högg
Gunnar
Sigurðsson GR . 94-15=79 högg
Úifar
Jónsson GK...... 85-4=81 högg
/
Hafsteinn og Svan
unnu
öMungakeppninni
H Opið öldungantót-parakeppni var
haldið í Grafarholti nýlega. Hafstcinn
Þorgeirsson GK og Svan Friðgeirsson GR
sigruðu á 66 höggum, Jóhann Benedikts-
son GS og Baldvin Haraldsson GR urðu í
öðru sæti á 66 höggum og Sverrir Norland
og Guðmundur Ófeigsson báðir GR í
þriðja sæti á 67 höggum
Fullt af knatt-
spymuleikjum í
kvöld:
.■ Einn leikur er í annarri deild íslands-
mótsins í knattspyrnu í kvöld. KA og
Víðir keppa á Akureyri, og hefst leikur
klukkan 19.00 í þriðju dcild eru þrír
leikir, HV og Víkingur Ólafsvík á Akra-
nesi, ÍK og Grindavík í Kópavogi, og
Huginn og Austri á Seyðisfirði. í fjórðu
deild cru fjórir leikir, Haukar og Aftureld-
ing í Hafnarfiröi, Stjarnan og Grótta í
Garóabæ, Eyfellingur og Stokkseyri á
Heimalandsvelli og Árvakur og Hvera-
gerði á Melavclli Reykjavík. Pá er leikið
í úrslitum4. flokks og5. flokks, Í5. flokki
er leikiö ( Kópavogi, og í 4. flokki á KR
velli og Melavelli eftir því sem við kom-
umst næst.
VALSMENN
MÆTA ÞRÚTTI
Ahiímrenda
fyrsti leikur Reykjavíkurliðs á
alvöru heimavelli í 1. deild
Hart barist í leik Breiðabliks og Víkings í fyrst deild kvenna í gærkvöld, ein Víkingsstulknanna spymir með svakalegum
tilburðum, og svipur Magneu H. Magnúsdóttur ber ekki vott um hrifningu, en er þó dálítið óræður, ef spáð er vandlega í.
Ásta María Reynisdóttir, sem átti stórgóðan leik með Breiðabliki í gær, snýr sér bara undan. (Tímamynd Ari)
■ Valsmenn ætla að leika sinn fyrsta
heimaleik í fyrstu deild á laugardag. Að
vísu hafa Valsmenn leikið heimaleiki
eins og öll önnur félög, en öll Reykjavtk-
urliðin hafa leikið heimaleiki sína á
Laugardalsvelli eða Melavelli hingað til,
og lið í fyrstu deild karla ekki notað eigin
velli undir kappleiki. í fyrstu deild
kvenna hafa félögin aftur á móti leikið á
eigin völlum. En Valsmenn ryðja nú
brautina, leika á heimavelli, á Hlíöar-
enda, við Þrótt.
Grasvöllurinn á Hlíðarenda mun
verða strikaður í stærðinni 73x110
metrar, en það er 10 metrum breiðara og
5 metrum lengra en Valbjarnarvöllur í
Laugardal.
Það að leika fyrstu deildarleik á
heimavelli útheimtir að félagið þarf að
inna af hendi alla þjónustu, sem starfs-
fólk Laugardalsvallar innir af hendi þar.
En vallarleigan fellur um leið út. Spurn-
ingin er sú, hvort liðin auka áhorfenda-
fjöldann hjá sér með þessu, því fólk úr
viðkomandi hverfi á þá hægara með að
fara á völlinn. Stærri knattspyrnuvöllur
á að gefa af sér skemmtilegri fótbolta,
þar sem meira rými er, en allt þetta
kemur í Ijós, þegar knattspyrnufélögin
fara að leika á eigin völlum, og jafnvel
stærri völlum, og ekki sannast neitt fyrr
en á reynir.
SKAGASTELPtlRNAR SKELLTU VAL
Hörð barátta um stigin í 1. deild kvenna - Breiðablik vann Víking og KR lagdi Vlði
■ Valsstúlkurnur, sem stöðvuðu sig-
urgöngu Breiðabliks í 1. deild kvenna í
knattspyrnunni um daginn, voru stöðv-
aðar á Skaganum í gærkvöld. Skaga-
stúlkurnar sýndu annan og betri leik cn
fyrir viku þegar þær steinlágu á KR-vcll-
inum, og sigruðu nokkuð örugglega nú
2-0. Þá sigraði Breiðablik Víking á
Víkingsvelli 3-1 og KR-stúlkurnar sóttu
stig í Garðinn, 6-0.
Ekki tókst stúlkunum að setja mark í
fyrri hálfleik á Skaganum, en í síðari
hálfleik fóru hjólin að snúast hjá Skaga-
liðinu. Kristín Aðalsteinsdóttir skoraði
þá laglega beint úr aukaspyrnu rétt í
byrjun hálfleiks. Þannig var staðan uns
Laufey Sigurðardóttir, landsliðsfram-
herji og aðalmarkaskorari Skagastúlkn-
anna skoraði með öflugu skoti frá
vítateig um miðjan síðari hálfleik. Vals-
stúlkum tókst ekki að bæta stöðu sína í
leiknum, og Skagastúlkur bættu engu
við.
Víkingsstúlkurnar eru í mikilli fram-
för í fótboltanum, og getur liðið spilað
ágætan fótbolta þegar það ieggur sig
fram. Þannig var nokkurt jafnræði með
þeim og Breiðbliksstúlkunum á Víkings-
vellinum í gær fyrra hálftímann, en þá
brast stíflan. Breiðabliksstúlkurnar tóku
leikinn í sínar hendur, og skoruðu þrjú
mörk. Magnea H. Magnúsdóttir varð
fyrst til, þá Ásta B. Gunnlaugsdóttir og
4. flokkur IK til Englands:
að lokum Erla Rafnsdóttir. Staðan 3-0 f
hálfleik. Fljótlega í síðari hálfleik
skoruðu Víkingsstúlkurnar, ValdísBirg-
isdóttir gaf inn fyrir Breiðabliksvörnina,
þar sem Thelma Björnsdóttir beið 6-8
metrum fyrir innan. Hún hafði nógan
tíma og skoraði, en eitthvað var línu-
vörðurinn úti á þekju þarna, venjulega
dæmd rangstaða við þessar aðstæður.
í Garðinum var jafnræði framan af
fyrri hálfleik, en þá fór reynsla KR-liðs-
ins og úthald að segja til sín. KR-stúlk-
urnar skoruðu 2 mörk fyrir leikhlé, og
bættu við fjórum í síðari hálfleik, þegar
úthaldið fór að bresta alvarlega hjá
Strákarnir spjara sig Laudruo
■ Strákarnir í 4. flokki ÍK hafa staðið þessum köppum að fara til Newcastle á SDvrnudeild stofnnð 1Q76 Strákarnir
Strákarnir í 4. flokki ÍK hafa staðið
sig vel í sumar, eins og reyndar allir yngri
flokkar félagsins, komnir í úrslit íslands-
mótsins í kanttspyrnu. Strákarnir hafa
lagt hart að sér ásamt þjálfara sínum
Gretari Bergssyni við æfingar og fjár-
öflun í sumar, og nú stendur til hjá
þessum köppum að fara til Newcastle á
Englandi með MS Eddu 19. þessa mán-
aðar. Þar munu piltarnir keppa og skoða
sig um.
Meðal þess sem þeir hafa gert sér til
fjáröflunar fyrir ferðina er sala postu-
línsplatta með áletruninni ÍK, knatt-
spyrnudeild stofnuð 1976. Strákarnir
færðu bæjarstjóra Kópavogs, Kristjáni
Guðmundssyni fyrsta eintak stærri gerð-
ar þessara platta, en peir eru númeraðir.
Bæjarstjórinn fékk að sjálfsögðu númer
1. Verslunin Kópavogur gaf piltunum
æfingabúninga í litum félagsins, og þang-
að fóru strákarnir í öllum skrúða og
þökkuðu fyrir sig. Piltarnir voru mynd-
aðir við þessi tækifæri. Tíminn óskar
strákunum góðrar ferðar...
gerir lukku
á Ítalíu
■ Fyrirliði 4. flokks afhendir Kristjáni Guðmundssyni bæjarstjóra Kópavogs
ÍK-platta úr postulíni nr 1.
■ Hér eru strákarnir á leið inn
verslunina Kópavog.
■ Michael Laudrup, hið nýja knatt-
spyrnuátrúnaðargoö Dana gerir mikla
lukku þessa dagana í Ítalíu. Þar mun
hann í vetur leika með nýja fyrstu
deildarliðinu Lazio, en er samnings-
bundinn við stórliðið Juventus, aðeins
lánsmaður hjá nýliðanum. Laudrup hef-
ur leikið nokkra æfingaleiki með Lazio
undanfarið, og í þeim fyrsta skoraði
hann 2 mörk og í næsta þrjú. í þriggja
marka leiknum fiskaði kappinn auk þess
vítaspyrnu og lagði upp eitt mark. Blöðin
á Italíu hafa fjallað mjög um þennan 18
ára danska knattspyrnuungling, og þegar
er farið að áfellast Juventus fyrir að lána
Lazio strák.
Þegar leikmenn Lazio yfirgáfu knatt-
spyrnuvöllinn í Vibertese, þar sem seinni
leikurinn af áðurnefndum var leikinn,
var Laudrup hundeltur af áhangendum
Lazio, en hinn Giordani, stjarnan sem
kostaði Lazio 140 milljónir króna, var
einn á ferð á sömu leið. „Eins og
gangurinn er hjá Juventus, virðist þar
ekki veita af nýjum kröftum, og furðu-
legt að þessi frábæri sóknarleikmaður
frá Danmörku skuli hafa verið lánaður
til keppinauts í deildinni", segja ítölsku
blöðin, og sá söngur á sjálfsagt eftir að
verða háværari ef strákur heldur áfram
á þessari braut. - En ekki er nú allt sagt
með þeim söng, Juventus er eitt besta
félagslið heims, og hefur innanborðs 6
leikmenn úr HM liði ítala, auk pólsku
stjörnunnar Bonieks og franska snill-
ingsins Platini. Þar er því ekki alveg
hlaupið í lið, enda lék liðið til úrslita í
Evrópukeppni meistaraliða í ár. - En
Danir geta verið ánægðir með nýja
goðið sitt, Laudrup strákurinn virðist
ætla að standa undir þeim vonum sem
við hann hafa verið bundnar...
Edwin Moses sinn eigin herra og þjálfari:
„UM HELMINGUR OKKAR
UÐS HEFUR NOTflÐ DÖP'
— kappinn ekki par vinsæll medal félaganna
■ Bandaríkjamenn hafa eignast
nokkra heimsmeistara í Heimsmeistara-
mótinu í Helsinki, Carl Lewis vann hug
og hjörtu áhorfenda, og það gerði Edwin
Moses einnig. Edwin Moses sigraði í 400
metra grindahlaupi, og vann þar með
sinn 81. sigur á alþjóðlegu móti í röð.
Grindahlauparinn ósigrandi er hann
kallaður. En Moses er ekkert sérstaklega
vel liðinn af löndum sínum í frjálsíþrótt-
■ Edwin Moses, enginn smákall að
sjá, cnda árangurinnn eftir því.
unum, hann er ákveðinn, bæði í keppni
og í skoðunum, og er ekkcrt feiminn að
láta þær uppi.
Edwin Moses er dálítið sérstakt fyrir-
brigði í frjálsíþróttaheiminum. Hann
hefur aðeins einu sinni tapað hlaupi
síðan hann varð Olympíumeistari í
Montreal 1976. Það var árið 1977, þá var
hann sigraður af Vestur-Þjóðverjanum
Harald Scmied. Sá sami Harald Scmied
varð að láta í minni pokann fyrir Moses
á HM nú. síðan 1977 hafa keppinautar
hans aðeins getað horft á bakið á honum
meðan keppnin stendur. Enda trúa því
fáir að kappinn geti yfirleitt tapað, þó
Skiptar skoðanir um val danska HM liðsins:
SKILDU DANIR l>A
BESIll EFTIR HEIMA?
V íðisstúlkunum. U rslit þar 6-0 KR í hag.
Breiðablik stendur enn best í fyrstu
deild, hefur leikið einum færri leik færra
en KR, sem er á toppnum með UBK
með jafnmörg stig. ÍA og Valur fylgja
fast á eftir og KR á bæði leik eftir við
Breiðablik og Val. Breiðablik á ÍA eftir
einnig en á heimavelli.
Staðan:
Breiðablík........... 7 6 0 1 16- 4 12
KR .................. 8 5 2 1 19- 7 12
Akranes.............. 8 4 2 2 22- 6 10
Valur................ 8 4 2 2 15- 5 10
Vikingur............8 1 07 3-18 2
Víðir...............7 0 0 7 4-39 0
■ Danir velta nú vöngum mjög yfir því
hvort besti maraþonhlaupari þeirra í
kvennaflokki hefði unnið verðlaun á
HM eða ekki, ef henni hefði verið Ieyft
að fara til Helsinki og keppa. Dorthe
Rasmussen heitir daman, og er dálítið
sérvitur. Hún segir að íþróttaforystan í
Danmörku hafi tekið frá sér verðlaun á
HM, og margir íþróttasérfræðingar eru
henni sammála.
Dorthe Rasmussen hefur keppt víða í
maraþonhlaupi kvenna undanfarið ár.
Hún hefur verið önnur á eftir hlaupa-
drottningunni norsku, Grete Waitz, sem
er nánast ósigrandi í greininni um þessar
mundir og sigraði í Helsinki nú á
sunnudag. „Ég hef keppt tvisvar við
Gretu á þessu ári“, segir Dorthe, „og í
bæði skiptin verið önnur. Ég hef keppt
við bæði bandarísku stúlkuna og þá
rússnesku, sem urðu í öðru og þriðja
sæti, og sigrað þær báðar.
Besti tími sem Dorthe hefur náð í
maraþonhlaupi er 2 klst og 36 mínútur.
Michael Laudrup
Hún var ekki valin í danska HM liðið,
vegna þess að hún vildi ekki keppa í
mörgum hlaupum, sem átti að velja úr
útfra.' „Ég veit best sjálf hvernig maður
undirbýr sig undir svona hlaup“, segir
Dorthe. Og í stað hennar voru tvær
aðrar danskar stúlkur sendar á HM.
Það var álit margra sérfræðinga að
Dorthe mundi koma til greina sem
verðlaunahafi á HM, og furðuðu þeir
hinir sömu sig á, hvers vegna hún hefði
ekki verið valin t' liðið. Sumir segja að
Danir hafi þannig kastað frá sér helstu
verðlaunavon sinni.
■ Dorthe Rasmussen, besti kven-
maraþon-hlaupari Dana.
Hjólreidakeppni
innanbæjar —
í Hafnarfirði um helgina
■ Önnur innanbæjarkeppnin í hjól-
reiðum á íslandi verður haldin í Hafnar-
firði nk. sunnudag, 14. ágúst. Það er
Hjólreiðafélag Reykjavíkur og JC í
Hafnarfirði sem standa að keppninni en
hún er haldin með dyggri aðstoð lögregl-
unnar í Hafnarfirði.
Eftir þriggja ára keppnisreynslu á
þjóðvegum tókst að fá leyfi fyrir þessari
keppni, innan bæjarmarka, en ein keppni
hefur farið fram innan bæjarmarka hér-
lendis fram að þessu, 17, júní sl. í
Reykjavík. - Þessi keppni hefur þó
algera sérstöðu að sögn hjólreiðasér-
fræðinga, að því leyti að með henni
verður hægt að fylgjast á einum stað.
Hjólað verður í hring. Keppnin hefst
klukkan 14 á sunnudag við Lögreglu-
stöðina í Hafnarfirði, og verður hjólað
hringurinn Lækjargata, Hringbraut,
Öldugata, Reykjanesbraut, Þúfubarð,
Suðurgata, Lækjargata fimm sinnum í
keppnisflokki, og þrisvar í opnum
flokki.
Hjólreiðar eru vaxandi íþrótt á ís-
landi, en um alla Evrópu eru hjólreiðar
með allra vinsælustu íþróttum. Á Ítalíu
og í Frakklandi er ætíð mikill viðbúnað-
ur þegar keppni er, og víða leggst vinna
niður þegar stjörnurnar mæta á svæðið.
Brautryðjendur hjólreiðaíþróttarinnar
sem keppnisgreinar hérlendis hafa lagt
mikið á sig, en eiga þó við ramman reip
að draga þar sem íslensk veðrátta er.
Keppnin á sunnudag hefst klukkan
14, mæting er klukkan 13 og aldurstak-
mark er 13 ára.
hann hafi verið frá keppni mestan hluta
ársins 1982, en þá átti hann við meiðsli
að stríða í læri, og fékk einnig slæma
inflúensu sem hann átti í langri baráttu
við. Hann fyrirlítur þann leiða hlut sem
sumir frjálsíþróttamenn gera sig seka
um, að nota örvandi lyf eða hormónalyf,
það sem á alþjóðlegu íþróttamáli er
nefnt „doping".
„Doping" erstærsta vandamál frjálsra
íþrótta í dag“, segir Moses í viðtali við
bandaríska blaðið Daily News. „Það eru
ekki aðeins Austur Evrópubúar sem
nota þetta, heldur einnig Bandaríkja-
menn. Um hclminguraf HM-liði Banda-
ríkjanna hefur notað þessi efni. Ég
tilheyri í dag minnihlutahópi, sem ekki
hefur notað dóp.“
Þessar fullyrðingar Moses hafa á
unnið honum óvinsældir meðal félaga
hans í bandaríska liðinu. En það snertir
Moses ekki, hann er sinn eigin herra, án
félags og þjálfar sig sjálfur. „Ég ætla að
halda áfram að sigra, oggeri það þangað
til ég hef unnið hundrað sigra í röð. Sá
sigur má gjarnan vinnast í úrslitakeppn-
inni á Ólympíuleikunum í Montreal
enda er það áætlun mín“ segir Moses.
Tiyggvi setti
íslandsmet
■ Tryggvi Helgason frá Selfossi setti
um síðustu hclgi nýtt íslandsmet í 100
metra bringusundi á móti í Karlsruhe í
Þýskalandi. Tryggvi synti á 1:10,62 mín.,
en gamla metið sem hann átti sjálfur var
1:10,77 mín. Tryggvi keppti scm gestur
á mótinu sem var þriggja landa keppni
V-Þýskalands, Svíþjóðar og Ástralíu, en
Tryggvi æfir nú með sænska landsliðinu
í sundi. Ástralía sigraði í keppninni,
Þjóðverjar urðu í öðru sæti og Svíar
ráku lestina.
Frí á HM
í Helsinki
■ Algert frí var frá keppni á Heims-
meistaramótinu í frjálsum íþróttum í
Helsinki í gær. Á morgun mun keppni
hefjast þar að nýju af endumýjuðum
krafti.
■ Þessi mynd er tekin þegar fyrsta keppni í hjólreiðum innan bæjarmarka var háð
17. júní sl. Það er verið að ræsa út Guðmund Jakobsson hjólreiðakappa, en auk þess
sem hann hefur náð ágætum árangri í hjólreiðunum, er hann mikill og ötull
starfsmaður uppbyggingar hjólreiðaíþrótttarinnar hér á landi...
Tímamynd Árni Sæberg
.1
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
íþróttir