Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 5
 fS STÓRÁTAK í félagsmAlum UNGUNGA í KÓPAVOGINUM — Félagsmidstöö opnar í Fögrubrekku í haust - Kóparokk 2 um helgina ■ Kópavogsbær hefur gert storátak í félagsmálum unglinga undanfarið. Á fundi félagsmálaráðs Kópavogs í des- ember s.l. voru þau Þorlákur Kristins- son, Allan Morthens og Ásdís Skúladótt- ir ráðin til að vinna með unglingum og koma með tillögur um allsherjarskipulag unglingamála. I framhaldi af þessu var haldin unglingaráðstefna í mars, þarsem um 200 krakkar mættu og tóku virkan þátt í umræðum og verkefnum. Nú er í undirbúningi að opna félags- miðstöð við Fögrubrekku í haust og í sumar hefur hópur unglinga unnið þar tvö kvöld í viku við að mála og ganga frá. Tímamenn litu inn í félagsmiðstöðina eitt kvöldið í vikunni og þá var hópur unglinga staddur þar til að ræða um tónleika sem krakkarnir ætla að standa að í Bíóbæ á laugardaginn. Tónleikarnir kallast Kóparokk 2 en Kóparokk 1 var haldið um hvítasunnuna. Þeir Aðalsteinn Bjarnþórsson, Bragi Valgeirsson og Pétur Jónsson hafa undir- búið þessa tónleika sem hefjast kl. 20.00 á laugardagskvöld. Þeir sáu einnig um Kóparokk 1 sem tókust vel miðað við aðstæður. Þeir sögðu að þetta væri heilmikil vinna en þeir voru bjartsýnir og sögðu að aðstaðan í Bíóbæ væri góð til hljómleikahalds, sérstaklega eftir að þeir gerðu þar nokkrar endurbætur á sviðinu. Á Kóparokki 2 koma fram hljómsveit- irnar Te fyrir two, Gasa sexy, Eating plastic, Kýl, x-af, Böðlarnir, AÆÓ, Tappi Tíkarrass og Vonbrigði. - GSH. ■ Framkvæmdastjórn Kóparokks 2: Aðalsteinn, Pétur og Bragi, en þeir eru allir meðlintir í hljómsveitinni Te fyrir two Kennarar frá Færeyjum á námskeiði hér: íbúar við Miklatún um tívolí: „Ekki aftur slíkt ónæði'’ ■ 123 íbúar í nágrenni Miklatúns í Reykjavík hafa sent bréf til lögreglu- stjóra þar sem þeir kvarta yfir mikl- unt hávaða santfara starfrækslu tívol- ts á Miklatúni s.l. sumar. Jafnframt var borgarráði sent afrit af bréfinu. Mælast íbúarnir til þess við lögreglu og borgaryfirvöld „að framvegis vcrði kontið í vcg fyrir slíkt ónæði." í bréfinu segir jafnframt að unt- ræddur hávaði hafi ekki stafað frá leiktækjum cða gestutn heldur einkanlega öflugunt hátalara, sem að naúðsynjalausu Itafi varpað tali og tónuni „miskunnarlaust um gervalt nágrennið." - JGK Blóðugur maður ógnar veg- farendum með hamri ■ Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um alblóðugan mann sent varað ógna vcgfarendum á Hverfisgötunni, með hantri, rétt fyrir kl.20.(K) í gær- kvöldi. Lögreglan fór strax á staðinn en þá var maðurinn hvergi sjáanlegur og hafði ekki fundist þegar síðast var vitað í gærkvöldi. -GSH Lægstu mánað arlaun iðn- nema: „Flestir þættir íslenskunnar kenndir á námskeiðinu hér”, — segir Hjálmar Árnason kennari ■ „Ég fer í fríið,“ gætu þeir verið að hugsa þessir þungbúnu og kappklæddu herrámenn í rigningunni fyrir utan ferðaskrifstofugluggann. Vonandi eru þeir ekki búnir að taka út fríið sitt. I ímamynd: ARI. ■ „Námskeið þetta er þannig til komið að Norrænu félögin í Færeyjum og á Islandi ákváðu að koma á svona sam- starfi milli landanna. Það var ákveðið að Norræna félagið hér stæði fyrir komu 15 færeyskra kennara hingað í ár og var markmiöið það að gera þá hæfari við að kynna íslenska texta og Island í færeysk- um skólum. Að ári er svo ætlunin að íslenskunt kennurum verði boðið á sambærilegt námskeið í Færeyjum“, sagði Hjálmar Árnason kennari, cn hann stendur fyrir kennslu Færeying- anna hér, sem fer fram í Árnagaröi við Suðurgötu. „Þeir sem mestan heiður ciga að því að koma þessu af stað eru Hjálmar Ólafsson formaður Norræna félagsins hér og Bárður Jakobsen formaður Nor- ræna félagsins í Færeyjum og Héðinn Kiein. Námskeiðið felst í því að haldnir eru fyririestrar að morgni en eftir hádegi eru heimsóttar stofnanir og fleiri staðir sem mikilvægir geta kallast. Allir fyrir- lestrarogöll kennsla fer fram á íslcnsku. Fyrirspurnir koma að vísu oft fram á færeyisku en ekki verður vart við að snurða hlaupi á þráðinn þrátt fyrir það. Á námskeiðinu er reynt að taka fyrir meigineinkenni í fslenskum framburði með talæfingum, kennd er stafsetning og málfræði, reynt er að gera bókmcnnta- sögunni skil og hvernig íslenskt samfélag er í dag. Einnig koma í heimsókn nokkur skáld og rithöfundar og kynna verk sín. Á morgun verður svo farið í Listasafn Islands og verður þar tekið á móti Færeyingum með fyririestri um íslenska myndlist, en í dag vorum við í Kennaraháskólanum, þar sem rætt var um kennaramenntun á íslandi. Það hef- ur verið reynt að koma því þannig fyrir á þessum stöðum scm við höfum heim- sótt að haldnir væru fyrirlestrar um efni sem hæfir hverjum staö, og hafa þeir yfirleitt fjallað um einhvern þátt menningar og þjóðmála", sagöi Hjálmar Árnason að lokum. - ÞB. Tæpar fimm þúsund kr. ■ „Lægstu laun iðnnema eru nú kr. 4806 á mánuði" scgir í ályktun frá iðnnemasambandi íslands sem gerö var vegna bráðaliirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. í ályktuninni segir cinnig að Iðnnemasambánd íslands lýsi yfir andstöðu sinni við sett bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar sem fcli m.a í sér afnám verkfalls- og samn- ingréttar iuunþcgahreyfingarinnar. „Vandinn verður ekki ieystur með þcim ólögum er bráðahirgðalögin fela í sér og tími er til kóminn að stórnmáiámenn fari að skiija það að sú áratuga leið sem ávallt er farin, þ.c.a.s að vclta byrðunum yfir á herðar launafólks í landinu, er ekki vænleg til árangurs þvf láglaunahóp- arnir eru ekki orsakavaldar verð- bólgustraumsins", sggir loks í álykt- uninni. -Jól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.