Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 6 í spegli tímans ; ; ; ; ■ David Bowie er einn þeirra, sem fallið hefur fyrir austurlenskri konu. Samband hans og kínversku stúlkunnar Jee Ling hófst, er þau gerðu saman auglýsingamynd fyrir plötu Davids, Chinese Girl, en sú mynd vakti mikla hnevkslan og vanþóknun og gekk svo langt að bannað var að sýna hana víða um heim. um, að hann fái bráðum að eiga japanska stúlku, sem hann hefur augástað á. Hann lýsir konum af öðrum kynþáttum en þeini hvíta svo: - Pær eru aldar upp við það sjónarmið, að þær eigi að þjóna karlinum, stjana við hann og votta honum aðdáun sína stöðugt. Hvítar konur eru alltof sjálfstæðar! Þá vitum við það! ■ Spánski söngvarinn Julio Iglesias hefur lengi fengið hjörtu evrópskra kvenna til að slá hraðar og þær hefðu margar verið fúsar til áð rugla saman reytunum með honum. En hann hefur leitað á örrnUí mið. Nema því aðeins eitthvftð ann- að hafi komið upp á', gekk hann í hjónaband með Valt- iere, 19 ára gamalli stúlku frá Suðurhafseyjum, 15. júlí sl. ■ Nú ganga þeir hver af öðrum úr greipum hvítra kvenna eftirsóttu ríkisbubb- arnir og skemmtikraftarnir. Ekki er það vegna þess, að kynþáttarsystur þeirra hafi vís- að þeim á bug, þvert á móti, þeir hafa ekki þurft annað en rctta þeim litla fingurinn, þá hala þær sest að þeim eins og llugur. Hins vegar hafa þcir ■ Yul Brynner er ekki dauð- ur úr öllum æðum, þó að aldurinn sé farinn að færast yfir. Hann er nýbúinn að fastna sér eina konuna enn og að þessu sinni féll valið á kínver- ska dansmey, 40 árum yngri en hann er sjálfur. HVITAR.KONUR VERÐA UNDIRI SAMKEPPNINNI — karlarnir vilja heldur konur af öðrum kynþáttum hetur kunnað að meta konur af öðrum kynþáttum og sóst eftir þeim til fylgilags. En hver er ástæðan? Yul Brynner var spurður þeirrar spurningar, þcgar hann kom í brúðkaupsferð til Frakk- lands lyrr í sumar ásanit lirúði sinni, kínversku dansineyinni Kathy Lee, sem er 40 árum yngri en bóndi liennar. Hvort skýringin lægi í þeim leyndar- dómi, sem ytra útlit þcirra hæri með sér? - Nei, svaraði hann og bætti við og vísaði þá til frægustu myndarinnar, sem hann lék í „Kóngurinn og ég“: - I okkar hjónabandi er ég kóngurinn og Kathy drottning- in. Heldur líklegri þykir skýringin, sem Marlon Brando gefur, en hann hefur fjölþætta reynslu af konuin af öðrum kynþáttum, þar sem hann var fyrst giftur konu af indverskum ættum, átti síðan að sambýlis- konu í mörg ár konu frá Pólyn- esíu og er nú að gera sér vonir ■ Þýski leikarinn Klaus Kinski. faðir leikkonunnar Nastassia Kinski, hefur ekki þótt neitt iamb að leika við. En nú hefur víetnamskri stúlku, Minoi að nafni, tekist að temja hann. Hún er 3. eiginkona hans og hefur þegar alið honum barn. ■ Marlon Brando hefur löngu gert það upp við sig, að hvítar konur eigi alls ekki við hans smekk. Nýjasta vinkona hans er japönsk og hann gerir sér vonir um að fá að eiga hana innan skamms. viðtal dagsins „Þekkjum nú þjódfélagshætti Islendinga á liðnum árum’% — segir Ragnar Gunnarsson arkftekt ■ Fyrir skömmu lauk námi við Arkitektaháskólann i Kaup- mannahöfn ungur arkitekt að nafni Ragnar Gunnarsson. Lokaverkefni hans við skólann fjallaði um bæjarstæði við Dyr- hólaey en heiti verkefnisins ber einmitr hcitið Dyrhólabær. Tím- inn hafði sainband við Ragnar og spurði hapn nánar um \erk- efni þetta og aðdraganda þess „Það verður að segjast eins og er að mikil vinna fór i forvinnu þessa verkefnis", sagði Ragnar þegar hann lýsti því fyrir okkur. „Við vorum fjórir sem upphaf- lega stóðum að forvinnunni en það var síðan ég og Dani nokkur, Arne Nilscn, scm unnum cndan- lega úr þessu. Við fórum í gegn um fjölda -heimilda um þjóðfél- agshætti (slendinga á liðnum árum og varð útkoman sú, að nú er til nokkuð gott heilstætt rit um íslenskan arkitektúr og skipulag í húsagerð á síðustu árum. Heimildasöfnun þessi mun hafa tekið um eitt og hálft ár og teiknuðuin við myndir af því skipulagi scm ríkjandi var á hverjum tíma.“ Voru það fleiri rannsóknir sem þið unnuð að á undan lokaverk- ■ Ragnar Gunnarsson arkitekt efninu? „Það sem við töldum okkur fyrst og fremst þurfa að gera áður en farið var út í lokaverk- efnið, var að þekkja til hlítar allar aðstæður á landinu. Hér get ég nefnt dæmi eins og fjarlægð frá höfn, veðráttu, umhverfisað- stæður, gerð jarðvegs o.fl. Þegar við höfðum kynnt okkur þetta völdum við stað fyrir bæinn, nokkuð fyrir norðan væntanlega höfn eða við litla tjörn sem kölluð er Oddnýjartjörn. Þar er lítill dalur og gott útsýni til hafs og góðar hæðir sem vernda bæ- inn fyrir norðan og norð-austan vindi.“ Hvernig hugsið þið ykkur svo bæinn? Bæjarstæðið e,r um 225000 fer- metrar að flatarmáli og hugsað þannig að auðvelt er fyrir alla að komast til miðbæjarins þar sem flestar þjónustumiðstöðvar eru staðsettar. Við völdum bæ sem hafði um 3500 íbúa en það mun vera sú stærð af bæjum hér á landi sem eru nokkurn veginn sjálfum sér nógir. í þeim bæ sem hér um ræðir er ekki gert ráð fyrir að einkabíllinn sé mikið notaður innan bæjarins. Það eru að vísu götur þar sem hægt er að aka en bílastæði eru öll í jaðri bæjarins og þar eru reyndar bílageymslur fyrir bílaeign bæjarbúa. Göturnar eru því fyrst og fremst hugsaðar og ætlaðar fyrir gangandi og hjólandi. Þeir sem nauðsynlega þurfa að fara í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.