Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli SigurSsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjori: Ragnar Snorri Magnusson. Afgreiislustjóri: SigurSur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. UmsjónarmaSur Helgar-Timans: Atli Magnússon. BlaSamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, FriSrik IndriSason, GuSmundur Sv. Hermannsson, GuSmundur Magnússon, HeiSur Helgadóttir, Jón GuSnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristln Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti GuSbjörnssson. Ljósmyndir: GuSjón Einarsson, GuSjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, SigurSur Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglysingar: SiSumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. VerS I lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuSi kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: BlaSaprent hf. Hesselö og Geir Hallgrímsson ■ Góðar horfur virðast á því, að Danir og Svíar muni jafna ágreining þann, sem reis vegna þess að Danir hófu borun eftir olíu við Hesselö í Kattegat. Eyja þessi tilheyrir Danmörku og er enginn ágreiningur um það. Sænsk stjórnarvöld draga hins vegar í efa, að henni fylgi landgrunnsréttindi, en ósamið er um skiptingu milli Svía og Dana um landgrunnsréttindi í Kattegat. Báðar þjóðirnar aðhyllast miðlínu, en þó með vissum fyrirvara. I því sambandi getur skipt nokkru máli, hvort Hésselö telst hafa landgrunnsrétt eða ekki. Það var á þeim grundvelli, sem Svíar hófu mótmæli sín, að Hesselö fylgdi ekki landgrunnsréttur, þar sem hún væri lítil og engin byggð þar, nema í sambandi við vita, sem er á eynni. Fjölmiðlar blésu þessa deilu út og Olof Palme var um skeið nokkuð stórorður. Nú hefur þetta hjaðnað og allar horfur á, að stjórnir landanna nái samkomulagi um málamiðlun. Það gerðist á meðan þessi hvalablástur var mestur, að danska blaðið Politiken birti ritstjórnargrein, þar sem varpað var fram þeirri hugmynd, að Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra yrði fenginn til að miðla málum. Fyrir íslendinga var þetta ánægjuleg tillaga, þar sem hún sýndi, að utanríkisráð- herra íslands nýtur góðs álits á Norðurlöndum. Þetta á Geir Hallgrímsson m.a. að þakka því, að þótt hann sé traustur stuðningsmaður Nató, hefur hann sýnt, að hann vill bera sáttarorð milli þjóða. Það gerði hann m.a. með fi rinni til Sovétríkjanna, þegar hann var forsætisráðherra. Þótt stutt sé síðan Geir Hallgrímsson tók við embætti utanríkisráðherra, hefur hann stigið athyglisverð spor, sem telja má til fyrirmyndar. Hann hefur skýrt opinberlega frá því, hvaða óskir bandarísk hernaðaryfirvöld hafa fært fram um aukin umsvif á íslandi. Þjóðin mun því fá tækifæri til að kynna sér þessar óskir og ræða um þær áður en ákvarðanir eru teknar. Þetta er vissulega þakkarvert. Hér er um nokkuð önnur viðbrögð að ræða en í tíð viðreisnarstjórnarinnar, þegar varnarmálin fengust ekki rædd í utanríkismálanefnd og því m.aL borið við, að fulltrúar stjórnarandstöðunnar þar hefðu gert sig seka um trúnaðar- brot. Sá, sem þetta ritar, flutti þá tillögu í þinginu um að það kysi sérstaka nefnd samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar til að rannsaka þennan áburð. Sú tillaga fékkst ekki samþykkt, en þögninni um varnarmálin haldið áfram í utanríkisnefndinni. Þetta breyttist hins vegar verulega til bóta eftir að Einar Ágústsson varð utanríkisráðherra. Þótt tillagan um, að Geir Hallgrímssyni yrði falin milli- ganga í Hesselömálinu, væri vinsamleg í garð íslendinga og þó einkum utanríkisráðherrans, var hún ekki að sama skapi raunhæf. Fyrst bar vitanlega að reyna á, hvort þjóðirnar gætu ekki náð samkomulagi af eigin rammleik áður en farið væri að skipa sáttasemjara. í öðru lagi höfðu íslendingar tekið þá afstöðu í þessum málum, einkum í sambandi við Kolbeinsey, að erfitt hefði orðið fyrir Geir Hallgrímsson að gera annað en að taka afstöðu með Dönum í umræddu tilfelli. Það má líka fullyrða, að ekki var almennt litið á tillögu Politiken sem raunhæfa, en í því fólst ekki neitt vanmat á Geir Hallgrímssyni, heldur hitt, að Danir og Svíar gætu og myndu leysa deiluna- af eigin rammleik og vegna afstöðu íslendinga í þessum málum, yrði íslenzkur utanríkisráðherra ekki réttur milligöngumaður í Hesselödeilunni. Svarthöfði, Þjóðviljinn og Mbl. hafa séð ástæðu til að gagnrýna, að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur í viðtölum við fjölmiðla gert grein fyrir því, að ekki hefur verið litið á tillögu Politikens sem raunhæfa af framangreindum ástæðum. Forsætisráðherra hefur hér eins og endranær fylgt þeim sið að skýra undanbragðalaust frá málavöxtum. Sumir framangreindir fjölmiðlar eru að reyna að snúa út úr þessu á þann veg, að Steingrímur Hermannsson hafi verið að reyna að gera lítið úr Geir Hallgrímssyni. Slíkt getur hæft Þjóðviljanum og Svarthöfða, en Mbl. ætti að vera hafið yfir slíka útúrsnúninga í þessu máli. Þ.Þ. Itwmm skrifað og skrafað ■ Mikið er rætt um veðrátt- una um þessar mundir og það sannarlega ekki að ástæðu- lausu. MagnúsBjarnfreðsson leggur orð í belg þessarar umræðu í DV í gær í grein sem hann kallar: Hart í ári. Hann segir í upphafi: „Sumri er tekið að halla, næturnar urðnar dimmar, lóan farin að hópa sig. Sumarið, já. Kom einhvers staðar eitthvert sumar? Svo segir almanakið okkur og sums staðar á landinu mun hafa örlað á einhverju sumri eftir hart vor. Við hér á höfuðborgarsvæðinu höfum annars orðið lítið vör við það. Veturinn var okkur óvenju erfiður og fólk hugg- aði sig við það að gott sumar fylgdi í kjölfar erfiðs vetrar. leiðslu meðsömu hagkvæmni og þau lönd, þar sem akrar gróa sjálfsánir. Við verðum að skilja að auðlindir hafsins geta þrotið, bæði vegna of- veiði og vegna náttúruskil- yrða. Við verðum líka að skilja að sá er ekki alltaf ríkastur sem mestu eys upp heldur sá sem ávaxtar best sitt pund.“ Fækkun hrosssa Umræða er nú hafin um nauðsyn þess að fækka hrossum. Ólafur Dýrmunds- son ráðunautur ræðir um þetta mál í Mbl. í gær og segir m.a.: „Astæðulaust er að óttast, að grisjun hrossastofnsins á Veðráttan og mannlífið Nú lifum við í voninni um sæmilegt haust. Sumum finnst aumingja- skapur að vera alltaf að kvarta undan veðrinu og á stundum stend ég sjálfan mig að því að gera örlítið gys að þeim sem óþolinmóðastir eru En veður eins og það sem verið hefur um mestallt land- ið í sumar er ekkert gaman- mál, það verður að viður- kenna. Ekki fer á milli mála að veðrið hefur mikil áhrif á mannlífið allt, þar á meðal skapferli manna. Það hefur líka mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar, þótt áhrifin komi fyrr fram hjá sumum en örðum. A því er ekki vafi að þetta sumar mun hafa mikil og slæm áhrif á landbúnaðinn hérlendis. Svona vont sumar í mörgum bestu landbúnað- arhéruðunum á eftir erfiðum vetri hlýtur að hafa í för með sér mikinn samdrátt í land- búnaðarframleiðslunni. Sumum mun finnast bættur skaðinn og má kannski til sanns vegar færa að ein- hverju leyti. Fram hjá því verður samt ekki gengið að samdráttur vegna harðinda er alltaf af hinu illa og kemur ávallt verr við þjóðarheildina að lokum heldur en skipu- lagður samdráttur eins og verið hcfur í íslenskum land- búnaði undanfarin ár. En þótt veðrið sé vissulega með leiöinlegasta móti hjá flestum okkar þetta sumar, og raunar' mestallt árið, þá megum við ekki gleyma því að í raun er náttúran aðeins að minna okkur á hnattstöð- una. Við búum norður við heimskaustsbaug, á mörkum hins byggilega heims var eitt sinn sagt og mun ýmsum þykja sannmæli nú. Því verður samt ekki neit- að að hið slæma veður kemur á óheppilegum tíma fyrir mannfólkið í landinu. Það bætist við ýmsa aðra óáran, sem þjóðin þarf við að glíma, og áhrif þess verða því ef til vill meiri á skaphöfn manna cn ef þeir hefðu að öðru leyti horft bjartsýnir fram á veginn." Mannlífshardindi Magnús Bjarnfreðsson heldur spjallinu áfram undir kaflafyrirsögn, sem hann nefnir: Mannlífsharðindi: „Eitt sinn talaði þingmað- ur nokkur um móðuharðindi af manna völdum. Þetta varð víðfrægt og umdeilt en hug- takið bar oft á góma næstu ár á eftir. Flestum þótti full- djarft að orði kveðið. Ekki síst má deila um þessi um- mæli í Ijósi sögulegra stað- reynda, sem rifjaðar hafa verið upp einmitt á þessu ári, þegar minnst er tveggja alda afmælis móðuharðindanna sem næstum höfðu þurrkað íslensku þjóðina út. Nokkur mannlífsharðindi af manna völdum ganga þó nú vfir þjóðina. Kaupmáttur hins almenna borgara hefur verið skertur að miklum mun, ráðstöfunarfé hans er miklu minna en fyrr, hann getur minna veitt sér og finnst hann sárt leikinn. Þegar svo er ástatt leita menn skýringa, en finna þær oft á skökkum stað. Menn verða varir við þegar að þrengist, en gá lítið að því hvers vegna það gerist, reyna bara að finna einhvern nær- tækan sökudólg og skeyt? skapi sínu á honum. Velmcgunarþjóðfélag er hugtak sem oft hefur heyrst hin síðari ár og áratugi. Nokkuð hefur staðið í mönnum að útskýra hvað átt er við með því. Mér finnst raunsæjasta skýringin, sem ég hef heyrt, vera sú að það sé þjóðfélag, þar sem fólkinu líður betur í dag en í gær. Skipti þá ekki höfuðmáli hver hin veraldlegu efni þess séu í krónum talið. Fátæk þjóð á okkar mælikvarða geti verið vehnegunarþjóðfélag, svo lengi sem hagur hennar fari batnandi, fleiri magar saddir, fleiri ungbörn lifi af og fleiri ungmenni eigi kost á menntun. Andstæða þess hlýtur þá að vera þjóðfélag, þar sem kjör fólks fara versnandi. Skiptir þá heldur ekki höfuð- rnáli hvernig kjörin eru í krónum talið. Hræddur cr ég um að sam- kvæmt þessari skýringu sé hæpið að við getum talist velmcgunarþjóðfélag í dag vegna þess hvernig kjör okk- ar hafa þróast síðustu misser- in. Við einblínum á hið nei- kvæða í þróun mála og viljum síaukna velmegun, helst án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir henni og hlöðum upp óánægju hið innra með okkur ef ekki gengur allt eins og við viljum hafa það. En þarf þetta að vera svona? Þurfum við að vera vonnleysið uppniáiað og sjá svartnætti framundan í hverju skrefi? Nei, við þurf- um þess ekki en við þurfum að geta horfst í augu við raunveruleikann og skilja orsakir hans.“ Lifað um efni fram Að lokum segir Magnús: Frumorsök þess hvernig fyrir okkur er komið er tví- mælalaust sú að við höfum lifað um efni fram, hvert og eitt okkar og sem þjóð. Mér er Ijóst að þessi orð „hvert og eitt okkar“ má hártoga á ýmsa vegu því vissulega hafa kjör okkar verið misjöfn, tekjurnar mismiklar og for- sjálnin í meðferð þeirra sömulciðis. En það erum við hvert og eitt sem myndum þá þjóð sem býr í þessu landi og við getum ekki þvegið hend- ur okkar af því hvernig komið er. Við höfum látið okkur það vel líka að lifa um efni fram og þar af leiðandi við fölsk lífskjör. Við unnum í raun ekki fyrir þeim kjörum, sem við kusum að lifa við sem þjóð heldur notuðum erlent lánsfé til eyðslu og munaðar. Slíkt eru fölsk lífskjör og einhvern tímann hlaut að koma að því að lát yrði á. Afturkippurinn er mikill, kjörin verða í bili enn lakari en þau hefðu þurft að vera ef allt hefði verið með felldu undanfarin ár, en slíkt mun jafna sig innan skamms. Ég held að við höfum lengi lifað í mikilli blekkingu ís- lendingar, blekkingu sem móðir náttúra getur hvenær sem er rifið frá augum okkar og kannski er hún nú þetta árið rétt að minna okkur á að svo sé. Við lifum að vísu í mjög fögru landi, sem býr okkur á margan hátt hin bestu skilyrði til þess að lifa hamingjusömu lífi, en að vissu leyti erum við og höfum alltaf verið „á mörkum hins byggilega. heims", eins og eitt sinn var sagt. Við höfum bara komist hjá því að viður- kenna þetta á meðan við höfum ausið upp úr djúpi hafsins eins og villimenn og rányrkt jörðina í landi okkar. Nú virðumst við þarna vera komnir á nokkurn leiðar- enda. Veiðimannatímbili til lands og sjávar virðist vera að Ijúka, við verðum að fara að gera það upp.við okkur hvort við ætlum að lifa áfram í þessu landi þannig að börn okkar njóti hér mannsæm- andi kjara í framtíðinni eða hvort við ætlum þeim að flytjast til annarra þjóða þeg- ar síðasti þroskurinn hefur verið veiddur og síðasta torf- an er blásin upp. Við þurfum samt alls ekki að örvænta. Við eigum þrátt fyrir allt gott land og gjöfult, aðeins ef við viljum skilja það og umhverfi þess. Við verðum til dæmis að skilja að það verður ekki nytjað til alhliða landbúnaðarfram- næstu árum verði til skaða. Einkum yrði um fækkun stóðhrossa að ræða. Það er ekki verið að vinna gegn hóflegri reiðhestaeign þétt- býlisbúa eða skynsamlegum stóðbúskap í sveitum lands- ins fyrir þann markað fyrir hrossaafurðir sem tiltækur er. Tekjur bænda af sölu gæðinga innan lands og utan, af framleiðslu hrossakjöts og blóðs úr fylfullum hryssum, svo og af heysölu og haga- göngu fyrir hesta, ætti ekki að minnka. Það er ekki verið að amast við því þótt hesta- mönnum fjölgi, hesta- mennskan er viðurkennd sem holl og góð íþrótt fólks á öllum aldri. Fremur mun það verða til menningarauka að þoka hrossaræktinni lengra inn á svið ræktunarbúskapar, líkt og hefur verið að gerast í nautgripa- og sauðfjárrækt á undanförnum áratugum. Höfðatöluhégóminn er úrelt- ur, ætti að heyra sögunni til. Leggja þarf meiri áherslu á gæðin en fjöldann, hvort sem um er að ræða hross, sauðfé að nautgripi. Sauðfé hefur fækkað um nær 17% á undanförnum 5 árum og mun sennilega verða að fækka því meira til aðlögunar breyttum markaðsaðstæðum fyrir dilkakjöt erlendis. Er óeðli- legt að hrossaræktin fylgi þessu fordæmi?" Gunnar Bjarnason hrossa- útflutningsráðunautur Bún- aðarfélags íslands hefur feng- ið að gera athugasemdir við grein Ólafs. Gunnar er ekki á sama máli og Ólafur, eins og sjá má á niðurlagi athuga- semdar hans: „Ef farið væri að óskum „hinna ábyrgu" ráðunauta Búnaðarfélgsins þyrfti að farga minnst 1/3 af hrossa- stofninum í landinu. Það er hvorki meira né minna en um 19.000 hross, en óskaförgun- in er helmingur stofnsins, eða um 28.000 hross. Fransk- ur og belgískur hrossakjöts- markaður tæki auðveldlega við þessu öllu. En fari ég nú í svona sölu- ferð með góðum ferðaóskum Olafs Dýrmundssonar, á ég ekki um leið að taka að mer að selja svo sem eins og einar 250.000 ær og svo sem 400.000 lömb á fæti og senda þau með sams konar skipum á markaðsstað, t.d. í Araba- löndum? Þetta er nokkurn veginn sá fjöldi áa, sem neyt- endur vilja losna við úr land- inu fyrir fullt og allt vegna útflutningsuppbótanna, og mun þar fara saman óskir þeirra og fræðimannanna, sem bezt þekkja ástand af- réttarlandanna.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.