Tíminn - 12.08.1983, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDÁGUR 12. ÁGÚST 1983
fréttir
Viðamikil
dagskrá á
Reykjavíkur-
viku sem hefst
á mánudag:
FJÓRAR BORGARSTOfNANIR
KYNNTAR NÚ SÉRSTAKLEGA
■ Þau voru í undirbúningsnefnd Reykjavíkurviku. F.v. Ómar Einarsson framkvæmdastjóri vikunnar, Katrín Fjeldsted
borgarfulltrúi, Markús Örn Antonsson formaður undirbúninganefndar og Kristín Guðmundsdóttir sem kom inn í nefndina
í stað Gerðar Steinþórsdóttur. Markús heldur kynningarspjaldi vikunnar þar sem vakin er athygli á Borgarbókasafninu. Ef
blaðamanni skjátlast ekki því meir sýnir spjaldið þau Línu Langsokk, Agötu Christie, Ernest Hemingway, Tómas
Guðmundsson, Halldór Laxness og múmínálf ónafngreindan og sýnist fara vel á með þeim. Tímamynd Ari.
■ Á mánudag hefst Reykjavíkurvika,
hin þriðja í röðinni sem haldin er. Það
var árið 1978, sem borgarstjórn sam-
þykkti að efna til þessarar viku annað
hvert ár í kringum afmæli borgarinnar
18. ágúst. Þau ár sem listahátíð er ekki
á dagskrá. Tilgangurinn mcö Reykjavík-
urviku er að gefa almenningi kost á að
kynna sér borgarstofnanir og þá starf-
semi sem þar fer fram, auk þess að efla
lista- og menningarlíf í borginni.
Formaður undirbúningsncfndar Reykja-
víkurviku 1983, MarkúsÖrn Antonsson,
kynnti tilhögun vikunnar á fundi með
fréttamönnum í gær. Að þessu sinni
verða fjórar borgarstofnanir kynntar
sérstaklega, Borgarbókasafnið, scm á 60
ára afmæli á þessu ári, Umfcrðardeild
gatnamálastjóra í tilcfni Norræns um-
ferðaröryggisárs, Vatnsveitan og Menn-
ingarmiðstaðin við Gerðuberg í Breið-
holti. Auk þess verður vakin athygli á
starfsemi Árbæjarsafns, þar sem verður
haldin sýning á gömlum Reykjavíkur-
kortum, Æskulýðsráði Reykjavíkur og
cinnig vcrða sýningar og tónleikar á
Kjarvalsstöðum. Einnig verður efnt til
sérstakra sýninga á gömlum Reykjavík-
urmyndum eftir Óskar Gíslason kvik-
myndagerðarmann.
Á vegum Borgarbókasafnsins veröur
opið bókasafn á Kjarvalsstöðum og
barnadcild í Menningarmiðstöðinni við
Gcrðuberg. Á báðum stöðunum verða
sögustundir fyrir börn og einnig verða
þar fluttar dagskrár í tali og tónum um
Rcykjavík fyrr og nú. Bókabíll verður á
Lækjartorgi á afmælisdag Reykjavíkur-
borgar, 18. ágúst. Þá mun borgarbúum
gefast tækifæri til að kynna sér starfsemi
safnsins bæði aðalsafnsins í Þingholts-
stræti og útibúanna og njóta þar kynn-
ingar starfsfólks. Sérstakt kynningar-
spjald hefur verið gefið út í tilefni Reykja-
víkurviku og er það tileinkað 60 ára
afmæli safnsins á þessu ári.
Starfsemi Vatnsveitunnar verður
kynnt sérstaklega miðvikudaginn 17.
ágúst en kl. 16.00 þann dag flytur
Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitu-
stjóri erindi um fyrirtækið og starfsemi
þess á Kjarvalsstöðum. Að því búnu
verður kynnisferð í Heiðmörk að
Gvendarbrunnum. Þessi dagskrá verður
síðan endurtekin sunnudaginn 21. ágúst
en þá fcr íyrirlesturinn fram í Gerðu-
bergi. Þriðjudaginn 16. og föstudaginn
19. ágúst kl. 14-16 gefst færi á að kynna
sér starfsemi Vatnsveitunnar á Breið-
höfða 13, þarsem aðalaðseturhennarer.
Umferðardeild gatnamálastjóra efnir
til sérstaks umræðufundar um umferðar-
öryggismál í Gerðubergi þriðjudaginn
16. ágúst kl. 20.30. Sömuleiðis verður
opinn fundur í umferðarnefnd sunnu-
daginn 21. ágúst á Kjarvalsstöðum þar
sem m.a. verður rætt um hraðatakmark-
anir í þéttbýli.
í Gerðubergi verður fjölbreytt
dagskrá meðan á Reykjavíkurvikunni
stendur og sama er að segja um Árbæjar-
safn. M.a. verða tónleikar ungs fólks,
hljóðfæraleikara og söngvara kl. 20.00
föstudaginn 19. ágúst í Gerðubergi og
sunnuítyginn 21. ágúst syngur þar Krist-
inn Sigmundsson, sem varð nýlega þriðji
í stórri samkeppni ungra söngvara í
Vínarborg. Fimmtudaginn 18. ágúst
flytur Nanna Hermannsson forstöðu-
maður Árbæjarsafns erindi um Árbæjar-
safn og sögu Reykjavíkur. Sunnudaginn
21. ágúst heldur Elín Pálmadóttir blaða-
maður erindi í safninu um fólkvang í
Elliðaárdal. Að því loknu verður Elliða-
árdalsganga á vegum safnsins undir leið-
sögn Salvarar Jónsdóttur.
Margt fleira verður á dagskrá Reykja-
víkurviku sem of langt yrði upp að telja
hér, en blaðið mun birta dagskrá vikunn-
ar dag fyrir dag meðan á hcnni stendur.
-JGK
ÍTALSKT
SKIP
(HEIM-
SÓKN
Veitingamaðurinn:
Med nýtt mat
reidslukerfi
■ „Við hyggjumst sannfæra fólk um
að mötuneytismatur er fullt eins góður
og annar matur, sé nýjasta tækni með í
spilinu", sagði Pétur Sveinbjarnarson á
fundi með blm. í gær cn Veitingamaður-
inn hefur gert samning við franska
stórfyrirtækið TRICQULT um fram-
leiðsluleyfi og tækjabúnað fyrir mat-
reiðslukerfíð R.S. Thermic. Matreiðslu-
kerfi þetta er með öllu óþekkt hér á
landi, en er hins vcgar notað mikið í
V-Evrópu og Bandaríkjunum.
„Kerfið grundvallast á venjulegri
matseld, sem síðan er fylgt eftir með
hraðri kælingu, ekki frystingu, með
sérstökum búnaði og því næst geymt við
hitastig sem er ofan við frystingu", sagði
Lárus Loftsson, en hann er fram-
kvæmdastjóri Veitingamannsins.
„Við matreiðsluaðferð þessa heldur
maturinn næringarefni, bragði og útliti
og samanburðarrannsóknir á nýelduðum
mat hafa leitt í ljós að flestir réttir eru
heitari og ferskari úr R.S. Termic mat-
reiðslukerfinu en nýeldaðir í mötuneyti.
Með hraðkælingu matarins er dregið úr
áhættu á matareitrun", sagði Lárus.
Að sögn þeirra Péturs og Lárusar er
þetta bylting í mötuneytiseldamennsku
og hægt er að búa til mat og geyma í 3
daga og hita svo í R.S. Thermic ofnunum
og það kemur engan veginn niður á
bragði og gæðum.
■ ítalska beitiskipið CAIO DUILIO
kom til Reykjavíkur í morgun og mun
verða hér í fjóra daga. Er þetta þáttur í
þjálfun liðsforingjanna í sjóliðsskólun-
um í Livorno. Skipið er búið eldflaugum
og þyrlum og þjónar þeim tilgangi að
vcra skólaskip þar sem 150 sjóðliðsfor-
■ ítalska beitiskipið CAIO DUILIO.
ingjaefni vinna með hinni reyndu áhöfn
þess. Einnig býður ferð sem þessi upp á
tækifæri til að heimsækja hafnir N-Evr-
ópu og kynnast fallegum borgum sem
Reykjavík. Skipið verður til sýnis fyrir
almenning á sunnudag og mánudag kl.
15-17 og liggur í Sundahöfn. Sjóliðsfor-
ingjaefnin og aðrir úr áhöfninni verða í
boði vararæðismanns Itala á veitingahús-
inu Broadway kl. 20.00-22.00 í kvöld
Þeir sem vilja heilsa upp á ítalina eru
velkomnir í Broadway.
-Jól.
■ Hér eru bakkarnir hitaðir áður en maturinn er snæddur.
Tímamynd: Róbert.
Samtök um frjálsan útvarpsrekstur:
„RÍKISÚTVARPINU
ER ILLA STJÓRNAД
■ „Ríkisútvarpinu er illa stjórnað og
það gcldur þcss að vera cinokunarfyrir-
tæki“, segir i ályktun frá Saintökum um
frjálsan útvarpsrekstur er gerð var í
stjörn Samtakanna 10. ágúst s.l. Enn
fremur segir:
„Stjórn Samtaka um frjálsan útvarps-
rekstur telur hækkunarbeiðni ríkisút-
varpsins á afnotagjöldum lýsandi dæmi
um ógöngur scm ríkis-einokun á rckstri
útvarps og sjónvarps er komin í".
Þá scgir í ályktuninni að ríkisútvarpið
hafi hækkað auglýsingar langt umfram
verðlag síðustu tvö árin og ætli nú að
gera það sama meö afnotagjöldin.
„Rekstur þessarar stofnunar kostar
sífcllt meira og meira án þess að neyt-
endur finni breytingu til hins betra í
dagskránni. Ríkisútvarpið skortir alla
hcilbrigða samkeppni; samkcppni sem
yrði til aukinnar hagsýni í rekstri stofn-
unarinnar samfara bættri dagskrá í sam-
ræmi við hinar fjölbreyttu þarfir almenn-
ings."
Að lokum segir: „Stjórn Samtaka um
frjálsan útvarpsrekstur telur óþolandi að
ríkisútvarpið fái í skjóli einokunar að
hlaupa með útgjöld sín upp úr öllu valdi"
Undir þetta skrifa Einar Jónsson. Magn-
ús Axelsson, Ólafur Hauksson og Skafti
Harðarson.
- Jól.