Tíminn - 19.08.1983, Side 7

Tíminn - 19.08.1983, Side 7
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 umsjón: B.St. og K.L. JOAN COLLINS „Það var ekki gaman að lesa út úr krotinu hennar. Skartgripirnir segja mér, að hún hafi mesta ánægju af því, sem er fyrirferðarmikið og áberandi, að hún sækist eftir fjármunum. Þeir eru líka hálf skelfilegir og það segir mér, að hún sé óánægð, að henni hafi ekki enn tekist að ná öllum þeim markmiðum, sem hún hefur sett sér. Andlitssvipurinn ber vott um óánægju og það segir sína sögu. Þeir, sem teikna óánægjusvip, eru sjáifir óánægðir.“ SEANCONNERY HEFUR VINNINGINN ■ Senn eru væntanlegar til sýn- inga í kvikmyndahúsum víða um heim tvær nýjar kvikmyndir um hetjuna sívinsælu James Bond, leyniþjónustumann nr. 007. Ekki er það þó einn og sami leikarinn, sem fer með hlutverk 007 í báðum myndunum, heldur fá nú áhorfendur að sjá til þeirra tveggja, sem hvað oftast og best hafa þótt setja sig í spor hans. Það eru sem sagt gömlu og góðu kempumar, Sean Connery og Roger Moore, sem gera 007 góð skil, hvor í sinni kvikmynd. Mynd Rogers, en hann hefúr sem kunnugt er „verið“ 007 mörg undanfarin ár, ber nafiúð „Octopussy“ og verður heldur fyrr á ferðinni en mynd Seans, „Never Say Never Again,“ en Connery er hinn upphaflegi 007, eins og ýmsa rámar í. Framleið- endur myndar Connerys vom heldur uggandi yfir því að verða ekld fyrri til og óttuðust að aðsóknin að þeirri mynd yrði minni fyrir bragðið. En nú btur út fyrir, að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, þeirra mað- ur stendur alltaf fyrir sínu. Bandaríska timaritið Pent- house hefur nefnilega gert viða- milda könnun á vinsældum þeirra kumpána Seans Connery og Ro- gers Moore. Kom í Ijós, að Sean hefúr algera jfirburði í þeim samanburði. 64% aðspurðra karia tóku hann framyfir Roger í þessu hlutverld og 52% kvenn- anna. Þeir em nú báðir komnir á sextugsaldurinn og kannski eins léttir á sér og á ámm áður. vitnilegt að takast á við nýtt starf? „Ég verð nú að viðurkenna að ég þurfti langan tíma til að hugsa mig um. En það er ágætt að breyta til og skoða málin frá fleiri hliðum en maður hefur gert undanfarið. Það getur svo verið hressandi að koma inn í kennslu á ný þegar maður er búinn að sjá hvernig þetta er annars staðar." - Kannski einnig hagnýtt - getur betur kennt ungum bænda- efnum hvernig þeir eigi að berj- ast við kerfið á eftir? „Það er nú líkast til - ég er þegar búinn að læra mikið á þessum rúma hálfa mánuði og met það mikils. Hvort sem menn ætla að verða bændur eða eitt- hvað annað, þá er sífellt að aukast þörfin fyrir þekkingu á stjórnkerfinu - bæði landsins og einstakra greina í þjóðfélaginu. Það þarf því að vera þáttur í hinum hagnýtu fræðum. Til gam- ans má t.d. geta þess, að eftir að ég hafði lokið doktorsprófi í búfræði, þá kunni ég þó ekki almennilega að fylla út víxil. Það eru því víða göt í þessari kennslu okkar.“ - Nýr verðlagsgrundvöllur er sennilega meðal byrjunarverk- efna (vandamála) í þessu nýja starfi þínu? „Þetta er auðvitað sá árstími sem verðlagsmálin verða helsti pósturinn. Hins vegar er verka- skiptingin hér í húsinu sú, að Guðmundur Sigþórsson hefur að mestu með þann hlutann að gera. Þessir fyrstu dagar mínir hafa fyrst og fremst farið í það að setja mig inn í hin ýmsu mál sem legið hafa á borðinu og þau viðfangsefni sem óðum eru að koma hér inn - reyna að verða viðræðuhæfur ef svo má segja.“ Bjarni var spurður hvort ekki séu líkur á að upp komi háværar raddir um afnám eða lækkun fóðurbætisskatts í kjölfar minnk- andi mjólkurframleiðslu og lé- legs heyfengs á helsta mjólkur- sölusvæði landsins. „Sjálfsagt koma fram ein- hverjar raddir um það. En margt getur breyst til batnaðar ennþá og því ekki farið að tala um neina hreyfingu á kjarnfóður- gjaldi eða öðrum þvílíkum ráð- stöfunum enn sem komið er.“ -HEI. ■ Hermenn að reka Rios Montt út úr forsetaskrifstofunni Rios Montt hélt ad hann þjónaði réttum drottni Annað kom hins vegar á daginn ■ Mejia Victores að vinna forsetaeiðinn ■ GAMANSAMUR náungi í Bandaríkjunum hefur búið til þá sögu, að daginn eftir bylting- una í Guatemala á dögunum hafi Reagan lagzt á bæn og hafi bæn hans verið eitthvað á þessa leið: Guð minn, ég treysti því að þú fyrirgefir mér. Ég varð að láta Rios Montt víkja, því hann hlýddi þér, en ekki mér? Fóturinn fyrir þessari sögu er sá, að Montt var látinn víkja vegna trúarskoðana sinna og að Bandaríkjastjórn var áreiðan- lega ósárt um, að honum yrði steypt af stóli. Sendiráð Bandaríkjanna í Gu- atemala hefur þó hátíðlega lýst yfir því, að það hafi hvergi nærri komið og ekki vitað um bylting- una fyrr en hún var um garð gengin. Vel getur verið að þetta sé rétt, hvað sendiráðið snertir. Hitt þykir hins vegar grunsam- leg staðreynd, að byltingin var gerð mánudaginn 8. ágúst, en laugardaginn 6. ágúst sat Oscar Humberto Mejia Victores land- varnarráðherra Guatemala veizlu um borð í bandaríska flugvélamóðurskipinu Ranger, ásamt varnarmálaráðherrum Hondúras og E1 Salvador. Ýmsir fréttaskýrendur gizka á, að hér hafi þau ráð verið ráðin, sem urðu Montt að falli. A.m.k. gerist það tveimur dögum síðar eða nær strax eftir að Mejia Victores kemur heim, að hann notar vald sitt sem varnarmálaráðherra til að steypa Montt af stóli og tekur sj álfur við forsetaembættinu með tilstyrk hersins. Það gerðist svo degi síðar, að Bandaríkjastjórn viðurkenndi hinn nýja forseta og Iagði blessun sína yfir stjórn hans. Margir eiga því erfitt með að trúa því, að CIA hafi verið alveg ókunnugt um það, sem til stóð, þótt það kunni að vera rétt, að bandaríska sendiráðið í Guate- mala hafi ekki vitað neitt. VALDAFERILL Rios Montt stóð ekki nema í 17 mánuði. Hann brauzt til valda að nýlokn- um forsetakosningum í Guate- mala áður en hinn nýkjörni for- seti tók við embættinu. Hans var þó ekki saknað, því að kosning hans hafði verið full- komlega ólögleg, eins og fyrri forsetakosningar í Guatemala um langt skeið. Þær höfðu aðeins verið sjón- leikur, sem hershöfðingjaklíkan, sem með völdin fór, setti á svið til að reyna að réttlæta stjórn sína. Svo illræmd var harðstjórn hershöfðingjaklíkunnar í Guate- mala, að Carter forseti sá sig tilneyddan til að svipta Guate- mala allri efnahagslegri aðstoð 1977. Stjórnin hafði verið sérstak- lega illræmd vegna þeirrar grimmdar, sem hún hafði sýnt í skiptum við skæruliða og aðra pólitíska andstæðinga. Ýmsir, sem til þekktu, gerðu sér vonir um, að þetta kynni heldur að skána eftir að Montt kom til valda. Hann var að vísu einn af hershöfðingjunum, en lenti fyrir 10 árum í andstöðu við hershöfðingjaklíkuna, sem fór með völd, og bauð sig fram í forsetakosningunum 1974 sem forsetaefni stjórnarandstöðu- flokka, en einn þeirra flokka, sem studdu hann, var Kristilegi flokkurinn. Hershöfðingjaklíkan hélt því fram þá, að Montt væri komm- únisti, en hann sakaði hana síðar um að hafa falsað kosningaúrslit- in 1974. Montt virtist í fyrstu fara sæmilega af stað, en lenti fljótt í stríði við skæruliða og reyndist ekkert betur í þeim efnum en fyrirrennarar hans. Sumt snerist þó heldur til betri vegar. Reagan forseti felldi því niður á síðast- liðnu hausti bannið, sem Carter hafði sett á efnahagsaðstoðina við Guatemala. Montt samdi illa við hershöfð- ingjana og réði þar mestu, að hann gerðist mjög einráður. Hann hafði gerzt áhangandi fél- agsskapar strangtrúaðra mót- mælenda, sem á rætur sínar í Kaliforníu, og taldi sig hafa bein- ar fyrirskipanir um hegðun sína frá drottni sjálfum. Af þessu er sprottin gamansagan, sem sagt er frá í upphafi. En óneitanlega leiddi þetta til þess, að Montt var ekki alltaf eins ráðþægur við Reagan og Reagan mun hafa kosið. Montt trúði því að annar væri meiri. Þessi átrúnaður hans, sem hafði leitt til hreinna öfga, varð honum að-falli. ÞVÍ ER yfirleitt ekki spáð, að það dragi úr harðstjórninni í Guatemala, að Mejia Victores hefur hafizt til æðstu valda, held- úr megi frekar búast við að hún aukist. Meðal þeirra, sem hafa látið þessa skoðun i ljós, er bandaríski þingmaðurinn Clarence D. Long, sem er formaður undir- nefndar fjárveitinganefndar full- trúadeildarinnar. Hann lýsti yfir því, þegar hann frétti af valda- töku Mejia Victores að nefnd hans myndi ekki mæla með neinni efnahagsaðstoð til Guate- mala. Long’byggði þetta á því, að hann hefði rætt við Mejia Victor- es, þegar hann heimsótti Guate- mala síðastl. vetur. Eftir þetta samtal, taldi Long að Mejia Victores væri mesti harðlínu- maðurinn, sem hann hefði rætt við í Guatemala. Long segist því ekki að óreyndu trúa því, að valdataka hans reynist til bóta. Mejia Victores verður 53 ára 9. desember næstkomandi. Hann gekk ungur í herinn og hlaut æfingu sem fallhlífarher- maður. Til viðbótar hermennsk- unni, hefur hann lokið prófi í hagfræði við háskóla í Guate- mala. Um skeið stundaði hann herþjónustu í Bandaríkjunum og er því vel enskumælandi. Mejia Victores naut vaxandi álits hershöfðingjaklíkunnar, sem fór með völdin fyrir valda- töku Montts. Hann var orðinn aðstoðarvarnarmálaráðherra, þegar Montt gerði byltinguna. Montt gerði hann að varnar- málaráðhera. Hinn nýi forseti hefur að mestu skipað sömu menn í stjórn sína og áður voru í stjórn Montts. Þó hefur utanríkisráðherrann verið látinn víkja, en hann hefur verið sagður mótfallinn náinni samvinnu við E1 Salvador og Hondúras og ekki viljað taka harða afstöðu gegn Nicaragua. Hinn nýi utanríkisráðherra er sagður mjög andvígur stjórn Sandinista í Nicaragua og eru hann og Mejia Victores þar á sama máli, en hann hefur sagt að Sandinistar væru ógnun við alla Mið-Ameríku. Guatemala er fjölmennasta rfki Mið-Ameríku. íbúar þar eru rúmar sjö milljónir. Meira en helmingur þeirra eru Indíán- ar, sem búa við mikla fátækt. Vegna pólitísks ófrelsis hefur þróazt þar verulegur skæruhern- aður. Stjórnarvöldum hefur ekki tekizt að brjóta skæruliða á bak aftur þrátt fyrir grimmdarlegar aðgerðir. Bandaríkin hafa jafnan fylgzt vandlega með ástandinu í Guate- mala og oft gripið þar í taum- ana. Guatemala liggur að Mex- íkó. Bandaríkjamenn óttast, að komist róttæk stjórn til valda í Guatemala, geti það haft áhrif í Mexíkó. Þórarinn o Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.