Tíminn - 21.08.1983, Qupperneq 14

Tíminn - 21.08.1983, Qupperneq 14
14 jnáttúran SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 ■ Sem tegund er ánamaðkurinn frekar óviðkunnanlegur. Honum er nú ógnað með eitri, skóflublöðum og önglum en þykir ómissanlegur fyrir jarðveginn. Það er jafnvel talið að hann geti bjargað heilum skógarsvæðum, sem hafa orðið fyrir barðinu á súru regni. Mér finnst að ég sé staddur úti í skógi. Það er ferskur ilmur af trjám, mold, sveppum og ilmgerði. Reyndar er ég staddur í skrifstofu Ulfert Gráfe á stjöttu hæð háhýsis nokkurs í borgar- hlutanum Eimsbúttel í Hamborg. Skrifborð, sími, skjöl, sultukrukkur og plastbakkar, sem í er slímugt innihald. Gráfe ýtir skyrtuermunum upp og hrærir ánægjulega,með báðum höridum, í brúnsvörtu mauki eins bakkans. Hann tekur handfylli sína og réttir að mér. Út úr kássunni hanga mjóir rauðir þræðir, sem líkjast í fljótu bragði blómsveig. Þetta eru ánamaðkar af tegundinni „Eis- enia foetida". í Þýskalandi eru þeir þekktir sem skít og skarnormar, víðar þekktir undir nafn- inu „Tennessee Wiggler“. Tennessee Wiggler er sennilega orðinn til við kyn- blöndun amarísks ánamaðks og skarnorms, sem einhver innflytjandanna hefur haft með í farangri sínum. Einn af höfuðkostum T.W er sá hvað hann fjölgar sér ört, u.þ.b. fimmtíuföldun á 100 dögum. ÁHUGASAMUR ORMAKÖNNUÐUR Ulfert Gráfe er einn af áhugasömustu ormakönnuðum Þýskalands. Að vísu álítur hann, að ánamaðkurinn verði ekki til þess að bjarga mannkyninu, (Það er hlutverk mannanna sjálfra. Þeir verða að hætta að sýkja sjálfa sig og umhverfi sitt.) heldur gætu þeirorðið afkastasamir við sorpeyðingu sem og hjálpsamir við uppgræðslu sýktra skóga og eiturúðaðra garða. í Þýskalandi er talið að ánamaðkarnir séu rúmlega helmingur af öllum frum- stæðum lífverum í jarðveginum. Orm- arnir halda, með iðju sinni, hringrás náttúrunnar t jafnvægi. Jurtirnar, sem framleiða súrefni og næringu, þurfa á steinefnum að halda. Hið stöðuga upp- sog myndi smám saman gera jarðveginn líflausan, ef ormarnir og önnur smádýr ætu ekki hinar rotnandi jurtaleifar og skiluðu í úrgangi sínum, aftur til baka, hinum mikilvægu efnum. Ánamaðkur- inn hefur þar með tvöföldu hlutverki að gegna. Hann brýtur niður hin lífrænu úrgangsefni annars vegar og breytir þeim í ágætis áburð hins vegar. Sá sem á jarðarskika eða grasblett, þar sem ánamaðkar lifa, getur séð hvernig þeir skríða upp, vefja framhlutanum utan um laufblað og skríða með það niður. Við þessa iðju blandast jarðvegurinn og það þarf ekki einu sinni að stinga garðinn upp. Þeir sem menga ekki sorp sitt með plasti, gleri eða öðrum efnaúrgangi og vilja ekki láta viðkomandi sorphirðingu flytja það í burt, útvega sér stór ílát eða ker, koma þeim fyrir í garði sínum eða húsi, ná í nokkra Tennessee Wigglers og láta þá sjá um afganginn. Á skömmum tíma er illa lyktandi sorpið orðið að ilmandi áburði og gróðurmold. Þar að auki fjölga þeir sér svo ört að innan skamms hlýtur sorp nágrannanna einnig sömu meðferð. Ulfert Gráfe, sem býr með fimm- manna fjölskyldu sinni í fimm hæða leiguhúsnæði í Hamborg-Ottensen, hef- ur tekist að vinna alla íbúa hússins á sitt band. Þau safna því sem til fellur á heimilunum og síðan koma nokkrir Tennessee Wiggler til sögunnar. Áform herra Gráfe eru hinsvegar nokkuð stór- fenglegri. Sem líffræðingur starfaði hann áður hjá umhverfisdeild Hamborgar. Nú vinnur hann sjálfstætt og ásamt tveimur öðrum stofnaði hann fyrirtæki, sem sérhæfir sig í jarðvegslíffræði. Auk jarðvegsrannsókna t.d. samanburðar milli landsvæða, bætt með tilbúnum áburði annars vegar og lífrænum hins vegar, hefur fyrirtæki þeirra sett sér þrjú aðalmarkmið fyrir nánustu framtíð. RÆKTUN SKARNORMA Til að byrja með ætlar Gráfe að hefja, í stórum stíl, rækt á skarnormum, sem síðan verða seldir einstaklingum og opinberum viðskiptaaðilum. Síðarhefur Gráfe í hyggju að notfæra sér hið háa eggjahvítumagn ormanna til framleiðslu "<•■■■ rr: ■ BELTI FRJÓSEMINNAR. Ef það rignir of lengi flýja ormamir í dagsljósið, þar sem þeir enda oft líf sitt á hinn hryllilegasta hátt. Þessi hrygglausu dýr, sem líkjast slöngum, geta drukknað og era á margan hátt mjög viðkvæm. Úr gula beltinu koma hinir svokölluðu Kokons, sem innihalda hver eitt afkvæmi. Ánamaðkarair eru hreinsarar jarðríkisins. Þeir gera sýkt jarðsvæði aftur heilbrigð, plægja moldina eins og Lumbricus rubellus, sem myndin er af, og skríða jafnvel ofaní sex metra dýpi. Þeir blanda steinefnalagiiiu og flytja lífsnauðsynleg efni frá yfirborðinu ofan í moldina. Sorpi breyta þeir í áburð. JINDKAhEImUR ÍNAMAðKAnnA Hér er fjallað um ánamaðka eggjahvíturíks fóðurs t.d. fyrir hænsni. Á þessu sviði hafa Filippseyingar þegar töluverða reynslu. Erþarframleittgeysi- legt magn neysluefna, úr ormunum, sem jafnvel eru notuð til manneldis. Starfs- félagi Gráfe var nýverið á Filippseyjum í kynnisferð. Þar segist hann hafa notið máltíðar, sem gerð var af ánamöðkum. Könnuðir í Suðaustur-Asíu notfæra sér venjur og siði hinna innfæddu við rann- sóknir sínar. í Ástralíu hefur í árþúsund- ir hinn þriggja metra langi og þriggja sentimetra sveri ánamaðkur verið hið mesta lostæti meðal frumbyggjanna. Gráfe telur sig hafa yfirunnið eitt tæknilegt vandamál, nefnilega aðskilnað orms og moldar. Tæknileg og mannúðleg lausn er á takteinunum. Að jafnaði notfæra menn sér flóttaeðli ormanna við titring en hingað til hafa þeir hræðst til dauða ef hristingurinn í kerjunum verð- ur of mikill. í líkani Gráfe eiga þeir að skríða út úr moldinni rólega og þægilega og safnast saman í einu horni, þar sem auðveldlega er hægt að tína þá upp. ÉTA EÐA VERA ÉTINN Éta aðra eða vera étinn af öðrum. Notagildi aumingja ormanna, sem ötulla átvagla ætlar Gráfe ekki aðeins til niður- brots heimilisúrgangs, heldur einnig til þess að fjarlægja stærðarinnar rusla- hauga. T.d. gerir hann tilraunir með maðka, sem hann hefur í glerbúri á skrifborði sínu, til þess að éta og mýkja upp botnleðju úr Hamborgarhöfn. Gráfe heldur því fram, að mögulegt væri að þurrka og bæta hin risastóru dýkja- svæði Hausaborgarinnar. Reyndar lítur út fyrir að maðkarnir þoli hina Cadnium menguðu fæðu (Cadnium er þungmálm- ur líkt og kvikasilfur). Spurningin er hins vegar, hvort þeir geti þá fjölgað sér. Ormaræktunarmenn hafa veitt því at- hygli að ormarnir þola talsvert magn þungmálma en verða ófrjóir ef þeir . innbyrða of mikið af slíkum efnaúrgangi. líf o g mikilvægt KYNLÍF ÁNAMAÐKA Svo við víkjum að kynlífinu þá eru heilbrigðir ánamaðkar hinir mestu sæl- kerar. Þeir eru tvíkynja, hafa yfir að ráða kvengenum í 11. lið og karlgenum í þeim 17. í ástaratlotum smeygja þeir sér öfugt hvor að öðrum svo að bæði karl og kvenhluti snertist samtímis. Allt að þremur klukkutímum stendur þessi leikur. Eftir þennan atburð þroskast í gulleita hringnum um miðbik ormsins hinn svokallaði „Kokon“ (sjá mynd), sem ungormar skríða síðan úr. Líða nú þrír mánuðir og eru þeir þá orðnir kynþroska, hvort þeir tímgist líka í Cadnium-leðju er mál, sem Gráfe er núna að rannsaka. Öll stærri verkefni en botnleðjuvinnsl- an er að afsýra skógarsvæðin við Hamb- org með ánamöðkum. Við ökum með Gráfe og skógarverði nokkrum inn í Wohldorfer-skóg. Naktir trjástofnar, súr jarðvegur. Skógarvörðurinn slítur upp nokkrar litlar eikar og beyki-plöntur. Sjáið þið! Ræturnar drepast rétt undir yfirborðinu. Þær ná ekki að þröngva sér niður í gegnum súra lagið. Á skógar- svæðið 17 A var, fyrir u.þ.b. einu ári, borið kalk en kalkið, sem á að afsýra jarðveginn, liggur ennþá á yfirborðinu. Til þess að hjálpa jarðveginum og rótum trjánna yrði kalkið að komast djúpt ofan í jörðina. En hvernig? Inn í skógi er ekki hægt að beita jarðvinnslutækjum. Nú koma hinir leyndardómsfullu bjargvættir herra Gráfe til sögunnar. „Lumbricus rebellus" plægir yfirborðið og dreifir kalkinu. „Allolobophora caligonosa“ blandar steinefnaríkum jarðvegnum saman við það og „Lumbricus terrestris“ flytur að lokum hið mikilvæga kalk djúpt niður í jörðina. Sjálfur gerir Gráfe litlar holur, sem hann setur „plægjarana" í. Súri jarðveg- urinn, sem fyrri íbúar eru flúnir úr eða hafa drepist í, fær nú nýja ábúendur. Lumbricus terrestris næst aðeins djúpt neðan úr góðri gróðurmold. Hina ræktar hann í gömlum skólphreinsistöðvum, sem borgin leyfði honum að hafa afnot af. GETA ORMAR HREINSAÐ MENGAÐ UMHVERFI? Getur ánamaðkurinn bætt upp syndir mannanna? Ormaræktunarmaðurinn Rolf Kockskámpfer í borginni Essen er vantrúaður: „Ég er ekki trúaður á að ormarnir geti hreinsað mengað umhverfi okkar. Þeir eru nefnilega sjálfir mjög viðkvæmir. Eru jafnófærir um að lifa í ruslinu eins og þeir sem láta það frá sér. Annað hvort deyja þeir, yfirgefa svæðið eða einfaldlega tímgast ekki lengur." Með Tennessee Wiggler, Lumbricus re- bellus og Lumbricus terrestris, hefur Kockskámpfer að baki sér tíu ára reynslu í ánamaðkarækt. Gráfe sem nær stóra Lumbricus terrestris aðeins beint úr moldinni, myndi gjarnan vilja komast að leyndarmáli Kockskámpfers, sem elur „jarðvöðlana" upp í stórum kerjum heima hjá sér. En Kockskámpfer heldur leyndarmálinu vandlega leyndu. „Það er fæðublandan, annað gef ég ekki upp. í tíu ár hef ég prófað mig áfram og hvað eftir annað þurft að þola þung áföll. Ég hef þurft að borga fyrir mína reynslu. Það fyndist mér að aðrir ættu líka að gera.“ Hinir sex ánamaðkaræktendur í Þýskalandi, sem aðallega framleiða fyrir veiðimenn á býlum sínum, eru keppi- nautar og oft erkióvinir. Þeir krefjast fyrir framleiðslu sína u.þ.b. 1 kr. fyrir T.W. og 3 kr. fyrir hinn stóra L.t., sem verður allt að 30 sm. á lengd. Hann er mjög vinsæll hjá vatnakarfa og álaveiði- mönnum. Af því að dýrin fjölga sér „eins og þeim væri borgað fyrir það“ við réttar aðstæður, gæti maður búist við miklum gróða á skömmum tíma, bara ef fæðuerfiðleikar kæmu ekki hvað eftir annað til sögunnar. „Allt í einu tekur maður eftir því að þeir fjölga sér ekki lengur.“ Þá var eitthvert efni í fóðrinu eða magn sellulósans í blöndunni ekki rétt. Tvisvar sinnum kom það fyrir að það drápust, á einni nóttu, tugir þús- unda. Tap 150.000 kr. Kockskámpfer, sem starfar sem rannsóknarmaður við háskólann í Essen, getur með því að breyta fæðublöndunni, stjórnað vaxtar- lagi ormanna. Annað hvort verða þeir feitir og dýrir eða mjóir og langir og halda þar með fjölgunarhæfileika sínum, bara eftir því hvað maður vill hverju sinni. En Kockskámpfer á ekki aðeins við tap vegna rangrar fæðublöndu að stríða. Á síðasta ári, meðan á hitatímabilinu stóð, gró.fu ormarnir sig djúpt ofaní jörðina. Þess vegna var mjög erfitt að ná þeim upp og urðu þeir þar með dýrari. Gengu viðskiptin þá að sama skapi betur. Dag einn var búið að brjóta upp hurðina að ormakjallaranum, ormarnir horfnir, 100.000 kr. tap. Veiðimanna- mafían hafði gert árás. NÝIR VIÐ- SKIPTAVINIR Eftir það lét hann tryggja reksturinn. Til allrar hamingju hefur líka eftir það gerð viðskiptavinanna breyst. Núna eru 30% þeirra ekki veiðimenn, eins og áður, heldur jarðræktendur, sem vilja bæta ræktunarskilyrði skika sinna án þess að nota tilbúinn áburð. Kockskámpfer sjálfur, sem fyrst lærði að skilja hringrás náttúrunnar eftir að hann fór að fylgjast með ánamöðkum segir: „Ennþá láta flestir Þjóðverjar úða garða sína með eiturefnum, sem hefur það að verkum að ormarnir hvera þaðan á brott. Þar hefur jarðvegurinn aðeins því hlutverki að gegna að halda jurtun- um stöðugum. Garðfræði Kockskámp- fers hefur ekki aðeins áunnið sér fylgis nágrannanna, heldur hafa hundruð við- skiptavina hans notfært sér góð ráð frá honum og eru á góðri leið ásamt ána- möðkunum að snúa aftur til náttúrunn- ar. Jafnvel háskólinn í Göttingen hefur keypt orma af honum til líffræðilegra rannsókna. DARWIN SKRIFAR UM ÁNAMAÐKA Ánamaðkurinn getur ekki aðeins breytt eitursýktum görðum og skógar- svæðum, heldur getur hann líka flutt fjöll. Fyrir u.þ.b. 100 árum tók Charles Darwin eftir þessu og skrifaði um athug- anir sínar í hinni svonefndu ormabók. Til dæmis tók hann eftir því að á grasfletinum fyrir framan húsið hans hurfu á 30 árum höfuðstórir steinhnull- ungar, sem grófust niður í jörðina af völdum ánamaðkanna. „Fegurð sléttrar grasflatar er aðallega í því fólgin að ánamaðkarnir jafna út allar ójöfnur. Það er dásamlegt... að vísu er vafi á hvort að til séu önnur dýr, sem hafa haft svo mikilvægu hlutverki að gegna í sögu jarðarinnar eins og þessi frumstæðu kvikindi." Darwin lést einu ári eftir útgáfu bókar- innar um ormana. Var hann, þrátt fyrir óskir sínar um að vera jarðaður við heimili sitt og verða þar með sínum heitt-elskuðum ormum vel þegin gjöf, grafinn í hinu vaktaða Westminister Abbey. En líka á þeim stað ná „erfingj- arnir" rétti sínum. Eins og Darwin reit, þá hafa ánamaðkarnir í tímans rás ekki aðeins flutt fjöll, heldur líka einnig heilar dómkirkjur!.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.