Tíminn - 21.08.1983, Page 19
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
19
finnst vera að hjá okkur er það að þegar
farið er að ræða um biblíuleg efni, þá
sveima menn, - sveima vegna vanþekk-
ingar á Biblíunni.
Þegar ég var ungur maður og fylgdi
nýguðfræðinni, þá varð hún mér sönn
Guðs gjöf, því hún leysti fyrir mér ýmsa
hnúta, sem ég hafði ekki getað leyst.
Fram til þess tíma var talsvert um það
að menn litu það allt hornauga sem fram
hafði komið í kristindómnum eftir daga
Krists sjálfs. Nú líta menn jákvætt á það
í fornkirkjunni sem frarn hefur komið
eftirdaga Jesú. Mennsegja: Kristindóm-
urinn gat ekki staðið í stað, það hlutu að
koma fram raddir frá öðrum, svo sem
þegar til urðu söfnuðir manna sem höfðu
alist upp í heiðni en ekki í gyðingdómi,
svo ég taki dæmi. Nú taka menn til
greina ekki aðeins bókmenntalegt form
ritanna, heldur líka það tímabil sem ritin
urðu til á. Menn þekkja nú aðrar
bókmenntahreyfingar og aðrar trúar-
hreyfingar sem hafa haft sín áhrif, bæði
á efni og framsetningu. Við rannsóknir
á Biblíunni hafa líka ráðið miklu ný
söguleg viðhorf sem ég vænti mikils af og
munu hafa mikil áhrif, en nútíma Biblíu-
rannsóknir tengjast mjög nýjum sagn-
fræðilegum og bókmenntalegum við-
horfum.
Annars sakar ekki að geta þess að
sagnfræðin hefur mikið lært af aðferðum
guðfræðinnar í þessu efni.
Nú hafa menn uppgötvað t.d. fjöl-
breytnina innan Nýja testamentisins og
þegar Billy Graham segir: „Biblían segir
þetta og Biblían segir hitt,“ þá er þetta
eiginlega bara vitleysa. Markúser þarna,
Jóhannes þarna og Páll þarna o.s.frv. og
úr þessum sjóði margra höfunda ausa
menn á hverjum tíma.
En svo við yfirgefum þýðingu lút-
hersku kirkjunnar ekki strax, þá vil ég
benda á að í þeim löndum þar sem siðbót
Lúthers hefur náð að rótfestast, þá hefur
það einnig farið svo að þar á lýðræðið
jafnframt bestan jarðveg. Á því er
enginn vafi. En ekki má líta svo á að
Iútherska kirkjan sé önnur kirkja fyrir
það, því kirkjan er ein „una catholica"
kaþólska kirkjan og lútherska kirkjan
eru aðeins kirkjudeildir í hinni einu
sönnu kirkju. Á þessu er alltaf að verða
meiri skilningur hjá báðum aðilum. Sem
dæmi um þetta má nefna Skálholt: Menn
voru að þjarka um það hvort Skálholt
hefði verið gefið til kaþólsku kirkjunnar
eða lútherskuj kirkjunnar. Jú, vitaskuld
var Skálholt gefið kaþólsku kirkjunni,
en svo breyttist sú kirkja og lútherskan
tók við, en þetta var sama kirkja. Frá
trúfræðilegu sjónarmiði er því ekki vafi
á því að íslenska þjóðkirkjan hefur
fullan lagalegan rétt til Skálholts. Að
halda öðru fram er svipað og segja að
íslenska ríkið hætti að vera til er menn
hættu að hafa konungsstjórn og tóku
lýðveldi í staðinn."
Nú má víða sjá þess merki í heiminum
að trúarbrögð og kirkjur hafi meiri áhrif
í pólitískum skilningi en lengi hefur
verið?
„Þegar ég var ungur maður þá lá við
að því væri haldið fram af mjög sterkum
mönnum að trúarbrögðin væru einka-
mál, þau gerðu hvorki til né frá og væru
eiginlega eitthvað sem menn gætu haft
inni í stofu hjá sér án þess að það kæmi
lífinu nokkurn hlut við. Allir kannast við
slagorð Nietsches „Guð er dauður"
o.s.frv. Því er ekki að neita að um tíma
var kirkjan ákaflega dauf, eða þá að
henni var haldið í burtu frá félagslegum
áhrifum, nema þá sem sjálfboðastarfi
einstakra hópa innan kirkjunnar.
Kaþólska kirkjan virtist á sama tíma
alveg stöðnuð og um Múhameðstrú var
rætt eins og hálfgerðan forngrip.
En hvað er að gerast núna á okkar
tímum? Trúarhreyfingar eru farnar að
láta verulega að sér kveða í heimsmálun-
um sjálfum. Hvernig lýsir þetta sér? Hjá
mótmælendakirkjunum kemur þetta
m.a. fram í þátttöku í friðarhreyfingun-
um og í kaþólsku kirkjunni bæði í
Póllandi og í Suður Ameríku, þar sem
kirkjan er sterkt afl gegn einræð-
isstjórnum. Múhameðsstjórnin hefur
líka eflst, en hvernig kemur það fram?
Ég vil síðastur verða til þess að gera lítið
úr þeim verðmætum sem múhameðs-
trúin hefur fært heiminum, en þessi
harka í íran og ofsóknirnar á hendur
Bahaium, svo nefnd séu dæmi, - allt á
þetta í rauninni rót sína að rekja til
þeirrar stefnu sem Múhameð sjálfur
tekur. Til þess að skilja þetta þurfa
menn að skilja hvað á bak við býr og ég
gæti bent lesendum á tvær nýlega út-
komnar bækur eftir danskan mann, Jes
Asmusen. Önnur heitir Islam (Politiken
■ Marteinn Lúther
forlag 1981) en hin heitir Múhamed,
Jesus, Abraham (Gads forlag 1982) og
þær gera mjög vel grein fyrir sögulegum
bakgrunni múhameðstrúar og styðjast
líka við nútímaheimildir. Höfundurinn
er góður vinur minn. Hann var í danska
hernum á Grænlandi á stríðsárunum, en
er nú prófessor í persneskum fræðum
við Kaupmannahafnarháskóla og að
auki prófdómari í grænlensku. Þá stund-
ar hann fuglaskoðun í frístundum, svo
sjá má að þetta er mjög fjölhæfur
maður. En annars nefni ég þetta til þess
að ftreka að menn verða að stúdéra
trúarbrögðin, til þess að sjá hvað á bak
við atburðina býr.
Hvað Friðarhreyfinguna snertir og
afskipti kirkjunnar, þeirrar kaþólsku,
lúthersku og fleiri tel ég sýnt að þar er
að leysast úr læðingi löngun kirkjunnar
til þess að hafa áhrif á mannlífið yfirleitt,
án tillits til þess hvort hver einstaklingur
telur sig kristinn eða ekki. Sama á við
um hjálparstarf í Afríku.
En um gildi Friðarhreyfingarinnar vil
ég segja þetta: Ef menn framleiða hræri-
vélar eða traktora, þá verða menn að
telja fólki trú um að það þurfi á slíkum
tækjum að halda. Því álít ég að undirrót-
in að styrjaldarhættunni sé í rauninni
ekki stjórnmálamennimir fyrst og
fremst. Það eru vopnaframleiðendur
sem hafa stjórnmálamennina að miklu
leyti á sínu valdi. Þannig munu vopna-
framleiðendur löngum hafa séð um að
hafa menn í sinni þjónustu á friðarþing-
um sem unnu að undirróðri til að stuðla
að því að sífellt voru framleidd ný og
betri vopn, en þau sem gengu úr sér voru
seld þjóðum sem skemmra voru komnar
áleiðis. Gildi Friðarhreyfingarinnar tel
ég að sé einkum í því fólgið að vinna
gegn slíkri hringrás. Ég er líka sannfærð-
ur um það að hið svonefnda vopnajafn-
vægi hafi litla þýðingu þegar til kjarn-
orkustríðs kæmi, því þá þarf ekki nema
svo lítinn hluta af öllum þessum verkfær-
um til þess að drepa allt líf. Þá er það
álitamál sem smáríki verða að taka tillit
til, - hvort þáu fái einhverju bjargað
með því að festa sig í kerfi annars hvors
stórveldanna, sem berjast kunna í næstu
styrjöld. Verður ekki slík þátttaka til
þess eins að efla vígbúnaðinn öðru
hvoru megin? Því hafði ég ánægju af því
þegar tekið var upp á því að lokinni
Friðargöngunni á dögunum að mynda
keðju á milli sendiráðanna tveggja, þess
sovéska og þess bandaríska. Ef tækist að
leysa ágreining þessara tveggja er aug-
ljóst að önnur vandamál yrðu svo miklu
auðleystari.
En loks er eitt sem mér finnst að hafi
orðið Ijóst í tengslum við eflingu trúar-
hreyfinganna og það er að við verðum
nú að fara að viðurkenna það, þessar
fáráðu mannskepnur, að við höfum
ódauðlega sál og höfum Guð yfir okkur
og eigum mennina að bræðrum. Þetta er
nokkuð sem engin raunvísindi geta
kveðið á um, nema að því leyti að við
vitum að allt líf er af sömu rót, eða
trúum því að svo sé.
Það sem ég tel að vanti ákaflega mikið
í okkar menntun er bæði þekking á
trúarbrögðunum, það er að segja eðli
þeirra, og einnig annað sem alveg sýnist
vera vanrækt, en það er þekking á
trúarsálfræði. Við eigum nú töluverðan
hóp af sálfræðingum og af guðfræðing-
um, en ég veit ekki um neinn einasta
mann sem tekið hefur trúarbragðasálar-
fræði sem sérgrein. Ég efast ekki um að
víða sé komið inn á þetta svið í æðri
skólum en ekki nógu alvarlega.
Ég veit ekki hvort ég á að Ijóstra því
upp, en þegar ég var ungur kandidat, þá
langaði mig mikið til þess að gera þetta
að minni sérgrein, en forsjónin hefur
viljað annað. Þar með er ekki sagt að
öðrum megi ekki auðnast þetta og það
vildi ég gjarnan sjá núna einhvern gera.
Það eru til merkilegir háskólar í þessari
grein og þar sem efnið er tekið fyrir á
fleiri en einn máta.
Ákvarðanir okkar, hvort sem er í
stjórnmálum eða trúmálum, eru teknar
upp út frá svo mörgu öðru en kaldri
skynsemi einni saman. Við erum alltaf
að dýrka vitið, en það er ekki einhlítt.
Við megum ekki hlaupa yfir stórkostlega
hluti í sálarlífi mannsins og láta eins og
þeir séu ekki til. Það sem við köllum
vísindi og við ræðum um eins og það sé
einhver persóna, er auðvitað ekkert
annað en starf og ávöxtur af starfi
þúsunda manna víðs vegar um heiminn
á mörgum ólíkum sviðum. En það er
ekkert svið mannlegs lífs sem ekki er
þess virði að það sé athugað og trúarlífið
sjálft er í rauninni merkilegast af þessu
- hvernig stendur á því að einn maður
aðhyllist þessa gerð af guðsdýrkun en
annar aðra? o.s. frv.
Þetta er rannsóknar vert.“ -AM
/
Jakob Jónsson frá Hrauni:
Hvað var?
f
„Hvað var
áður en
árið varð til?“
spurði barnið.
Ég setti upp
spekingssvip '
og sagði
ekki neitt
Og aftur
spurð'i barnið:
„Hvað var áður
en árið varð til?“
Ég setti upp
spekingssvip
og sagði:
„Ekki neitt. “
*
I afgreiðslu
himins
/ afgreiðslu himins
var hljótt og kyrrt
og háreysti eingin
því þeir sem þar gengu
um ganga og dyr '
voru góðir og grandvarir menn.
Með blíðlegu brosi
og hátíðlegheitum
þeir rifjuðu upp
sína réttu trú
og góðverk
genginnar œvi.
Þeir hlutu að eiga hér inni.
En gjaldkeri himinsins'
horfði í tölvuna-
hristi sitt höfuð
og hnyklaði brýnnar. '
Því miður, vinir,
þér mátuð skakkt
heilsuna, matinn
hið hreina vatn
ómengað andrúmsloft
og margar minningargreinar.
/
Svo tölvufrœðingar himinsins
telja að þér hafið
tekið ut launin í bráð.