Tíminn - 21.08.1983, Side 22

Tíminn - 21.08.1983, Side 22
BR Af.MKF.FIB MEB FULLAR HENDUR AF GIMSTEINUM Þeir hafa narrað millj- ónir út úr bönkum í Þýskalandi, Englandi, Sviss og Austurríki og lagt sáraódýra eðalsteina fram sem tryggingu ■ SAFÍRAR, SMAR- AGÐAR OG RÚBÍNAR LÁGU Á BLÁUM FLAUELISPÚÐA, SEM LUKTUR VAR INNAN í GEGNSÆJU PLAST- HULSTRI. EÐAL- STEINASÉRFRÆÐING- URINN DR. WERN- ER FUHRMANN LAUT YFIR HULSTRIÐ OG HÉLT STÆKKUNAR- GLERI YFIR ÞVÍ MEÐ- AN HANN LÉT REYNA Á KUNNÁTTU SÍNA SEM SÉRFRÆÐINGS. AÐ ENDINGU ATHUG- AÐI HANN INNSIGL- IÐ; SEM HVERJU HULSTRANNA VAR LOKAÐ MEÐ. „ÞETTA ER ALLT í LAGI. ÞETTA ERU STEIN- ARNIR SEM ÉG ÁBYRGIST,“ SAGÐI HANN: „INNSIGLIÐ ER LÍKA ÓROFIÐ.“ Herrar þeir sem stóöu í kring um hann önduðu léttara. Þeir voru nú vissir um að steinarnir í hulstrunum, sem hvert hafði að geyma tíu litla böggla, voru í raun og veru jafnvirði 4.2 milljóna v-þýskra marka. Þá var ekkert því til fyrirstöðu lengur að hægt væri að gera stórviðskipti. Þetta gerðist hinn 4. mars á fyrra ári í Herms bankanum í Hamborg. Viku áður höfðu tveir þessara herra- manna kynnst hvor öðrum í banka í Hamborg, en þeir voru verðbréfasalinn Dirk Sellhorn, sem kynnti sig sem for- stjóra og Dieter Mohr, sem kallaði sig verktaka frá Kiel. Einhvern tíma nóttina á eftir sagði hann Sellhorn að hann vantaði eina milljón marka til þess að geta komið um kring kaupum á gulli í Luxemburg, þar sem hafa yrði hraðar hendur. Hann sagðist ekki geta leitað til bankanna, þar sem hann hefði að ósekju lent í gjaldþrotamáli byggingafyrirtækis eins. 70 ÞÚSUND MÖRK Á MÁNUÐI Hann kvaðst þurfa miiljónina að láni í eitt ár og kvaðst greiða 24% vexti og fjögur prósent af ábatanum að auki, - um 70 þúsund mörk á mánuði. Hann kvaðst geta lagt fram sem tryggingu gimsteina, er voru 4.2 milljónir marka að verðmæti. Sellhorn vildi ógjarnan láta annað eins tækifæri ganga sér úr greipum. Hann vantaði bara milljónina. En hana átti Hans Rudi Wilhelm, bankastjóri þessa gamla Herms banka, en hann var fornvinur Sellhorns og trúnaðarvinur. Wilhelm bauð nú þeim Dieter Mohr með eðalsteinana, Sellhorn og sérfræð- ingnum dr. Fuhrmann frá „Eðalsteina- rannsóknastofnunni í Weinheim“ í bank- ann til sín. Fuhrmann staðfesti að stein- arnir væru ekta. Sellhorn fékk því greidd 1.2 milljónir marka og lef Mohr fá milljón þar af. Steinarnir voru geymdir í vörslu bankans sem trygging. En þann 1. apríl 1982, þegar Sellhorn átti að fá fyrstu 70 þúsund marka greiðsluna dró ský fyrir sólu. Ekki bólaði á peningunum og verktakinn sást ekki. Fáeinum dögum síðar frétti verð- bréfasalinn að þessi milljónasnáði hans hafði verið skotinn fyrir framan eigin húsdyr af tveimur ókunnugum mönnum. Kom þar í ljós að Dieter Mohr var enginn heiðvirður verktaki, heldur þekktur skuggabaldur, spilaástríðumað- ur sem setið hafði í fangelsum fyrir svik. En þrátt fyrir þessi illu endalok gat Sellhorn þó huggað sig við það að gimsteinana átti hann enn og þeir voru sagðir 4.2 milljón marka virði. En í lok maímánaðar komu upp vandræði vegna steinanna. Dag einn hringdi bílsíminn í hvíta Mercedes Benz bílnum hans Sellhorns og í símanum var Wolfgang nokkur Fröber, gimsteinasali í Kiel. „Steinarnir sem þér fenguð hjá Mohr tilheyra yður ekki.heldur mér.“ Á hótelinu „Vier Jahrezeiten" í Hamborg sýndu þeir Fröber og fylgdarmaður hans Sellhom samning, þar sem í ljós kom að þeir voru réttir eigendur steinanna. Þeir höfðu selt Mohr þá fyrir 10% af því verði sem sérfræðingurinn ræddi um. En Mohr hafði aldrei borgað þessa upphæð. BRELLAN ENDURTEKIN Þremenningarnir héldu nú til Herms bankans, þar sem steinarnir voru geymd- ir. Wilhelm bankastjóri áttaði sig fyrstur manna á stöðunni: Til þess að bjarga steinunum til bankans varð að greiða þessi tíu prósent til gimsteinasalans Frö- bers og var það gert. Svo sagði Wilhelm við Sellhorn: „Nú skuldar þú okkur 1.6 milljónir marka. Seldu steinana og greiddu lánið til baka.“ En enginn vildi kaupa steinana og það ekki fyrir tíu-prósentverðið. Syrti nú í iofti hjá þeim Sellhorn og bankastjóran- um Wilhelm og töldu þeir sig illa svikna. Dr. Fuhrmann, sem enn var kallaður til Hamborgar, skýrði málið út fyrir þeim: Hann hafði ekki gefið upp heildsöluverð steinanna, heldur það verð sem greitt er þegar steinar eru keyptir smíðaðir eftir pöntun, - það er að segja það allra hæsta verð sem greitt er. Þegar gimsteinasali útvegar stein í stað annars sem tapast hefur úr skartgrip er verðið svona hátt vegna þeirrar fyrirhafnar sem slíkt kostar. Það verð er ekki til umræðu, þegar steinar eru seldir í birgðum, eins og hér var um að ræða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.