Tíminn - 07.05.1983, Síða 1

Tíminn - 07.05.1983, Síða 1
Ræða Jóns Sigurðssonar um efnahagsmálin - bls. 9 Bla 1 ð 1 Tvö blöð ídag Helgin 7.-8. maí 1983 103. tölublað - 67. árgangur UM 54 TONN AFSKREW SEND OT An TILSKIUNNA PAPPÍRA? — Sjávarútvegsráðuneytid hefur málið nú til rannsóknar ■ Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur nú til atugunar mál sem snýr að ólöglegum útflutningi á skreið, það er 1800 bölum af hertum þorskhausum eða 54 tonnum. Þetta mun hafa verið sett um borð í eitt af skipum Hafskips á leið til Nígeríu án þess að tilskildir pappírar væru til staðar, það er pappírar frá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða. RÚSSNESKUR „RYKSUGU- FLOTl” ÚT AF REYKIANESI - um 45 skip á karfaveiðum undan 200 mílna mörkunum ■ „Þetta er einn anginn af svokölluðum „ryksuguflota“ en þarna eru nú um 45 skip á karfaveiðum og halda þau sig allt frá 200 mílna mörkunum og 3040 mflur þar út“ sagði Guð- mundur Kjærnested í samtali við Tímann er við spurðum hann um hinn rússneska flota sem nú er að veiðum út af Rcykjanesi en nokkuð hefur verið um að þeir hafi beðist aðstoðar héðan úr landi vegna veikra og slasaðra sjómanna sinna. „Karfinn sem þeir veiða er ekki sá sami og við veiðum. Þetta er sérstakur stofn sem heldur sig þarna á 5-600 m dýpi en hafdýpið á þessum slóðum er 1600-2000 m. Þeir segjast fá 5 tonn í hali eftir 5 tíma sem er ekki mikill afli í sjálfu sér. í fyrra aftur á móti sáum við þá taka þetta 30-40 tonn í hali en það var að vísu aðeins seinna í mánuðin- um eða um miðjan maí. Stofninn sem þeir veiða þekkj- um við ekki vel, þetta er lítill fiskur þetta 30-35 sm stór og þeir heilfrysta hann um borð og nýta hann allan,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði ennfremurað flot- inn væri byggður upp af 3000 tonna fiskiskipum en síðan væru aðstoðarskip af ýmsum stærðum. -FRI „Þetta mál er alveg á byrjun- arstigi og við erum með það til athugunar. Sú athugun snýst um hvort þessi skreið hafi verið send út samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi. Framleiðslueftir- litið þarf að taka út allan slíkan vaming sem fer til útlanda og spurningin er hvort því hafi verið framfylgt eða ekki“ sagði Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðu- neytinu í samtali við Tímannen hann vildi ekki tjá sig nánar um málið. Jóhann Guðmundsson for- stjóri Framleiðslueftirlitsins sagði í samtali við Tímann að þeir vissu um þetta mál en það væri á þannig stigi nú að þeir vildu ekkert um það segja. Hann gat þess ennfremur að ef þessir pappírar væru ekki til staðar gæti sendandi enga greiðslu feng- ið fyrir varninginn.. „Ef skipað er út tiltekinni vöru og ekki fylgja réttir pappírar með þá er allt bankakerfið lokað“ sagði hann og gat þess einnig að mjög sjaldgæft væri að þeir þyrftu að hafa afskipti af svona málum. Samkvæmt þeim heimildum sem Tíminn hefur aflað sér í þessu máli þá mun þessi skreið vera mjög léleg að gæðum og því hefðu ekki fengist fyrir hana útflutningsskjöl, búið hefði verið að hafna henni sem útflutnings- , hæfri vöru í langan tíma áður en ' hún fór út. Spurningin sem vaknar í þessu sambandi er hinsvegar sú að varla hefði átt að vera möguleiki á að þessi atburður ætti sér stað. Ef ekki eru til pappírar getur sendandi ekki fengið greiðslu gegn bankaábyrgð. Hér hafa ekki fengist útflutningsleyfi í viðskiptaráðuneytinu nema um bankaábyrgð væri að ræða. Sendandi á ekki að geta fengið farmskírteini fyrr en hann er búinn að tollafgreiða vöruna og hann getur ekki tollafgreitt vör- una fyrr en hann er búinn að fá matsvottorð frá Framleiðslueft- irlitinu en það var alls ekki til staðar. -FRI Ef Reykjavíkurborg samþykkir tilboð ríkisins hefur hún eignast bæði Engey og Viðey og ef til vill verður þar byggingasvæði næstu ára. Myndin er af Engey. Tímamynd Ámi Sæberg. Tilboð rlkisins um skuldalúkningu vid Reykjavlkurborg: BORGIN FÁIENGEY T1L EKNAR ■ Ríkið hefur boðið Reykja- víkurborg Engey og land í Selási til eignar og mun það koma fyrir borgarráð í næstu viku. Forsaga málsins er sú, að sögn Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, að í fjár- lögum 1981 var sett inn í fjárlög að ríkið gerði upp skuldir sínar við borgina, en þær voru einkum tilkomnar vegna framkvæmda við B ogG álmu Borgarspítalans Flkniefnaneytandi tekinn á Hlemmi með 3 glös af banvænu eitri: ÞEKKTUR FYRIR AD PRANGA ÚT Vmsu sem fíkniefnum — „þetta er alveg stórhaettulegt” segir Gísli Björnsson hjá f íkniefnalögreglunni ■ Fíkniefnalögreglan handtók á Hlemmi í fyrradag fíkniefna- neytanda en hann var í mjög slæmu ástandi. í fórum hans fundust síðan þrjú lyfjaglös eða ambúlur með banvænu efni í, cyannethaemotglobin, en það mun vera notað við blóðrann- sóknir. „Þetta efni er alveg stórhættu- legt enda banvænt" sagði Gísli Björnsson hjá fíkniefnalögregl- unni í samtali viðTímann. Málið er ennfremur alvarlegt af þeirri ástæðu að þessi maður er þekkt- ur fyrir að reyna að pranga út ýmsum efnum sem fíkniefnum, til dæmis tei sem marijúana. Gísli sagði ennfremur að þeir teldu að þessum glösum hefði verið stolið af sjúkrahúsi eða rannsóknarstofu og óvíst væri að ekki hefðu fleiri en þessi 3 glös verið tekin. Glösin sem efni þetta er í eru úr gleri, brún að lit og yfirbrædd eins og morfínglös en stærri. -FRI og við Arnarholt. Var þá gerð tillaga um að áðurnefnd lands- svæði yrðu látin upp í þessar skuldir en fékk ekki næga um- ræðu þá. Málið hefur nú verið tekið upp aðnýjuog báðir aðilar hafa kynnt umbjóðendum sínum þessar hugmyndir að sögn Hösk- uldar. „Ef borgarráð samþykkir þessa hugmynd þá er ekkert því til fyrirstöðu að eignaskiptin geti farið fram, sagði Höskuldur. „Fjármálaráðherra þarf að vísu að undirrita þetta, en tilboðið er að sjálfsögðu gert með hans vitund og sömuleiðis með vitund landbúnaðarráðherra, en undir hann heyrir Engey.“ -JGK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.