Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983. 15 fólk í listum ■ Hafstcinn Austmann Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitamyndir ■ I dag, laugardaginn 7. maí, opnar Haf- steinn Austmann sýningu á fjörutíu og einni vatnslitamynd í Listasafni ASÍ. Hafsteinn fæddist á Vopnafirði 1934, stundaði myndlistarnám í Reykjavík og síðar í París, auk þess sem hann hefur farið á fjölda námskeiða víða erlendis. Verk eftir Hafstein eru víða á söfnum, hér á landi og erlendis. Hann hefur aðailega unnið með olíuliti, en á þessari sýningu sýnir hann eingöngu vatnslita- myndir. Sýning Hafsteins Austmanns stendur yfir dagana 7.-22. maí og er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14.00- 19.00 og um helgar ki. 14.00-22.00. ■ Sigríður Hannesdóttir syngur gömul revíulög o.fl. við undirleik Aage Lorange ■ menningarmiðstöðinni við Gerðuberg nk. sunnudag. Einstæð skemmtun í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg ■ Sunnudaginn 8. maí verður einstæð skemmtun í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Þá munu þau Sigríður Hannesdóttir og Aage Lorange spila og syngja fyrir kaffigesti, m.a. gömul revíu- lög og fleira gamalt og gott. Eins og áður sagði verður þetta í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg sunnudaginn 8. maí og hefst kl. 16.00 Útitónleikar á Lækjartorgi ■ Sunnudaginn 8. maí næstkomandi gengst Satt - Samband alþýðutónskálda og Tónlistarmanna fyrir útitónleikum á Lækjartorgi ef veðurguðir leyfa. Fram koma nokkrar af þekktustu hljómsveitum landsmanna í dag. Tón- leikarnir eru meðal annars haldnir til að vekja athygli á myndlistarsýningu sem haldin er til styrktar SATT í Gallery Lækjartorgi. Fjöldi nafnkunnra mynd- listarmanna eiga verk á sýningunni, en ágóði rennur til kaupa á húsnæði undir starfsemi SATT Listamenn styðja tónlistarmenn ■ Nú stendur yfir sýning á vcrkum nafnkunnra listamanna í Gallerí Lækjar- torgi. Sýningin er til styrktar SATT, Sambandi alþýðutónskálda og tónlist-' armanna, en helmingur söluandvirðis rennur til húsnæðisbygginga sambands- ins. Boðið er upp á hagstæða greiðslu- möguleika og kjör í 3-6 mánuði. Hér er gott tækifæri fyrir einstaklinga og stofn- anir að eignast listaverk á góðum kjörum og um leið að sýna í verki stuðning við íslenska tónlistarmenn, en SATT vinnur að því að ýta undir tónlistarflutning í landinu og jafriframt að bæta kjör ísl. tónlistarmanna. Meðal þeirra sem verk eiga á sýning- unni eru Bat Yosef, Dieter Roth, Einar Hákonarson, Haukur Hálfdánarson, Guðrún Svava, Hringur Jóhannesson Jóhann G. Jóhannsson, Megas, Páll ísaksson, Jón Þór Gíslason, jóhann G. Jóhannsson, Gísli Sigurðsson, Hregg- viður Hermannsson, og fjöldi annarra. Tónmenntaskóli Reykjavíkur: Síðustu vortónleikarnir ■ Síðustu vortónleikar Tónmennta- skóla Reykjavíkur verða haldnir í Aust- urbæjarbíói n.k. laugardag 7. maí kl. 2. e.h. Á þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. A efnis- skránni verður einleikur og samleikur á ýmiss konar hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samvinnan 1. hefti 1983 í þessu hefti er margvíslegt efni. Þar má nefna: „Stórslys getur orðið, ef látið verður reka á reiðanum", Erlendur Einarsson for- stjóri svarar spurningum Samvinnunnar. Myndbandstækjum fjölgarört, Sigríður Har- aldsdóttir skrifar um neytendamál, Byggjunt ofan á þann grunn, sem lagður hefur verið eftir Aðalbjörn Benediktsson. Hvamms- tanga, Á leið til Islands heiti myndasyrpa eftir Nönnu Búchert Ijósmyndara. Birt er elsta myndin af aðlfundi Sambandsins, Fimm fengu starfsaldursmerki, frasögn og mynd af þeim sem hlutu merkin. Kvæði er í bíaðinu eftir Pálma Eyjólfsson „Bláa kaffikannan hennar ömmu“. Margt annað efni er í þessu hefti. Forsíðumynd er úr Svínahrauni tekin af Mats Wibe Lund. Útgefandi er Samband ísl. samvinnufélaga, en ritstjóri er Gylfi Gröndal. Sjófnannafcteðið VIKINGUR 83 HRíNQBÖROSUMRÆÖim UM WíOANPAC.UOMAB f.i SKRAPIO A StoUSTU S rUNDL! O UTAN Ufi HTí.V i : FfítVAWTiH O HEIMSO«N i PLASTONANGPUN 1 NVT r >« MmÁOHUM Sjómannabladið Víkingur 2. og 3. tölublað 45. árg. hefur borist Tímanum. í blaði nr. 2 er sagt frá „Hring- borðsumræðum um undanþágur", greinar eru í blaðinu sem nefnist Skrapið, fréttir frá Noregi, Á síðustu stundu heitir grein eftir Jónas Guðmundsson, Svo er frívaktin o.fl. í 3. tbl. er m.a. Svona var lifið á síðutogurunum, Tölvutæknin ryður sér til rúms, Fréttir af norskum sjávarútvegi, Fé- lagsmál, Krossviðarplötur fyrir fiskiðnaðinn, Bylting í fiskimjölsverksmiðjum, Krossgátan o.fl. Túnaritið FLUG, 1. tölublað, 20. árgangur er komið úr. Flug er málgagn Flugmálafé- lags Islands og er þetta fjórða tölublaðið, sem birtist á einu ári, eða frá því að útgáfa FLUGS var endurskipulögð snemma á árinu 1982. Meðal efnis að þessu sinni er viðamikil grein um pílagrímaflutninga Flugleiða hf., fyrir alsírska flugfélagið Air Algérie, og er greinin prýdd fjölda ljósmynda. M.a. eru litmyndir af Boeing 747 flugvélinni sem Flugleiðir tóku á leigu fyrir þetta verkefni, á forsíðu og í miðopnu tímaritsins. „Fallinn frumherji“ nefnist grein, sem Örn Ó. Johnson skrifar um Agnar Kofoed- Hansen, en leiðir þeirra Agnars og Arnar lágu saman um hálfrar aldar skeið og voru þeir samherjar á þróunartímabili atvinnu- flugs á Islandi. Með þessu tölublaði hefst svo kynning á aðildarfélögum Flugmálafélags íslands með lýsingu á sögu og starfsemi Flugklúbbs Selfoss, en á Selfossi er starfandi mjög virkur félagsskapur flugáhugamanna. Hvað vissi Kári Sölmundarson um brunavamir, . sem Skarphéðinn Njálsson vissi ekki? Brunamalastofnun ríkisins auglysir eftir upplýsingum um allskonar búnað til brunavama. Kári slapp úr Njálsbrennu en Skarphéðinn brann inni ásamt flestum frændum sínum. Það er alls óvíst hvort vitneskja um brunavamir nútímans hefði komið þeim á Bergþórshvoli að nokkmm notum á söguöld. Hins vegar er fullvíst að á 20, öldinni er nauðsynlegt að allir eigi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum. Bmnamálastofnun ríkisins þarf á degi hverjum að svara fyrirspurnum þess efnis, hvar unnt sé að fá ýmsan búnað, tæki og vömr til brunavama. Stofnunin vill gjaman geta gefið hlutlægar upplýsingar hveiju sinni. Þess vegna biðjum við íslenska framleiðendur og umboðsmenn erlendra aðila að senda bmnamálastofnuninni sem ailra fýrst greinagóðar upplýsingar um hvað þeir kunna að hafa á boðstolum. Eftirtalin atriði eru einkum ahugaverð: — Sjálfvirk viðvömnarkerfi. — Sjálfvirk slökkvitæki. - Heimilisreykskynjarar og eldvamar- teppi. - Handslökkvitæki. - Bmnaslöngur á keflum. — Eldvamarhurðir. — Neyðarlýsingarkerfi. — Útgönguljós ogeldvarnarmerkingar. — Eldþolin byggíngarefni og klæðningar. — Eldþolin húsgögn, gluggatjöld og gólfteppi. — Eldþolnar málningar og lökk. - Bmnalokur í loftræstikerfi. — Bmnaþéttingar fyrir rafkapia og pípur. — Björgunarbúnaður fyrir efri hæðir húsa. - Hurðarbúnaður fyrir dyr í rýmingar- leiðum húsa. — Bmnahanar fyrir vatnsveitur bæjar- félaga. - Slökkvibílar, slökkvidælur, slöngur og annar búnaður fyrir slökkvilið. — Hlífðarfatnaður fyrir slökkviliðs- menn. — Reykköfunartæki og tilheyrandi búnaður fyrir slökkvliðsmenn. — Talstöðvar og ýmiss annar sérbún- aður og tæki fyrir slökkvilið. BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 120 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 25350 LD Bílaleiga ^ IH Carrental # Dugguvogi 23. Sími 82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00-20.00 Sími eftir iokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar gerðir fólksbíla. Sækjum og sendum Þvoið, bónið og gerið við bílana ykkar í björtu og . rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.