Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983. Er fortíð Marlene Dietrich hnökralaus? ■ Marltne Dietrich er urðin 81 árs og finnst nú tíniabært að skrifa sjálfsxvisögu sína. Keyndar gerir hún það sam- kvæmt pöntun þýsks útgáfufyr- irtækis. Útgefandinn hafði í huga langan og Ijölbreyttan feril Marlene, bæði á hvíta tjaldinu og utan. Þótti honum ekki ólíklegt, að Marlenc hcfði frá mörgu að segja og myndi feta í fótspor annarra gamalla stór- stjarna, sem hafa ekki sett sig úr færi aöjjóstra upp um gömul ástarævintýri og önnur hneyksli, sem legið hafa i þagnargildi til þcssa. Má sem dæmi um þetta nefna frásögn Gloriu Swanson af ástarsambandi hennar og Joscphs Kennedy, sem hljótt hafði verið um, þar til ævisaga hennar kom á þrykk. Ekki álcit hann ástæðu til að ætla annað cn að Marlene lumaði á einhverjum leyndarmálum, sem ekki gæfu þessu eftir. Nú hcfur Marlcne sent út- gefandanum drög að bókinni, en fékk þau umsvifalaust send beint í hausinn aftur. Þar var nefnilega ekki stafkrók að finna, sem gæfi til kynna að Marlene hefði nokkurn túna upplifað neitt merkilegt eða sérstakt, hvað þá að hún kæmi upp um einhver krass- andi leyndarmál úr fortíðinni. - Þessa bo'k þýðir ekkert aö gefa út, segir útgefandinn. - Ef Marlene gerir ekki bragarbót og kemur fram emö eitthvaö nýtt og safaríkt, verður ekkert af birtingu ævisögunnar. Marlene Dietrich ■ Marlene Dietrich var einu sinni sögð hafa fallegustu fótlcggi i heimi. Á tíinabili var henni gefinn titillinn „Fallegasta amma í hcimi“. Aðdáendur hennar voru legíó og margir voru þeir herrarnir.sem voru rciðubúnir að gera hvað sem var til að ávinna sér hylli hennar. En nú hregður svo við, að Marlene man ekki eftir ncinu spennandi úr fortíðinni. Opna úr kvennablaðinu Woman. ASmnEVMTYRD VARD K00 TL FRAMDRAJTAR ■ Ekki ulls fyrir löngu kom- ust systkinin Anna og Ándrew, börn Elísabctar Bretadrottn- ingar, i heimsfréttirnar á sama tíma og hlutu harla ólíka um- fjöllun. Þó var það ekki alls- endis ólikt, sem þau höfðust að, munurinn fólst aðallega í því, að Anna var að sinna skyldustörfum, en Andrew var hara að sinna egin skcmmt- anafýsn. Það hefur ekki gerst síðan á dögum Játvaröar 7., sonur Viktoríu drottningar, að með- limur brcsku konugsfjölskyld- unnar hefur látið sjá sig á Rauðu myllunni, skennnti- staðnum fræga í París. Fyrr en nú, að Anna prinsessa og maður hennar Mark Phillips heiðruðu staðinn með nærveru sinni. Með þeim var í för hópur velskra varömanna, sem ásamt frönskum heiðursverði tók á móti þeim hjónum með gjall- andi lúðrablæstri. Hætt er við, að Játvarði 7. hefði þótt sýn- ingin lieldur þunnur þrettándi að þessu sinni, því að dansmeyj- arnar höfðu huliö brjóst sín í nærveru hinna hátígnarlegu gesta. Ágóðinn, sem inn kom af sýningu kvöldsins, rann til sjóðsins. Bjargið börnunum, en Anna tekur mikinii þátt í að safna fé til hans. Á sama tíma bárust fréttir um það, að Andrew væri held- ur betur að sletta úr klaufunum á Barbados og það í heldur vafasömum félagsskap. Ekki var þó Koo Stark í fylgd með honum að þessu sinni, enda er þeirra vinskap slitið. Hins veg- ar var tilnefnd Vicki Hodge, nektarfyrirsæta, sem eitt sinn var í kunningjahópi Margretar Liza Minelli hélt födur sínum veislu ■ - Hæfileikana fékk ég frá mömmu, en draumana frá pabba, hefur Liza Minelli sagt. - Með slíka forcldra er óhjákvæmilegt, að eitthvað verði úr mér. Þessi orð lét hún falla í stórri veislu, sem hún hélt föður sínum, Vincente Minelli sem í eina tíð var þekktur og velmetinn kvikmyndaframleiðandi, en móðir hennar var sem kunnugt er söng- og leikkonan fræga Judy Garland. Tilefnið var áttræðisafmæli gamla mannsins. Vincente, sem hefur arfleitt dóttur sína að fleiru en draumum, þ.á.m. víðfrægum stórum dökkum augum og stóru brosi, varð hrærður, þegar í veisluna flykktust margar frægar stjörnur, sem áður unnu undir hans stjórn. Meðal þeirra má telja Gregory Peck, Kirk Douglas og Lucille Ball. Sjálfur Frank Sinatra söng, ásamt Lizu, afmælisbarninu til heiðurs. - Og ég sem hélt, að allir væru búnir að gleyma mér, sagði gamii maðurinn. En allra vænst þótti honum um orð, sem dóttir hans lét falla í ræðu til hans. Hún sagði: - Eg er þakklát föður mínum. Ef hans hefði ekki notið við, væri ég ekki hér. Og þar að auki á ég það honum að þakka, að ég er gift Mark Gero. Pabbi taldi mig á það! ■ Afmælisbarnið Vincente Minelli (3. f.v.) í hópi gamalla vinnufélaga. Talið f.v. Gregory Peck, Liza Minelli, faðir licnnar, Frank Sinatra, Kirk Douglas og Lucille Ball. vidtal dagsins „EINN MAfHJR GERIR EKKI ÚTVARPSSTÖD” segir Þorgeir Ástvaldsson, nýrádinn forstödumaöur Rásar - 2 ■ „Þessi ráðning kom mér svo á óvart að ég er satt að segja ekki enn farinn að gera mér grein fyrir hvernig starfsemi Rás- arinnar verður háttað. Auðvitað hef ég mínar hpgmyndir um hvernig standa skal að þessu - en mcðan þær eru ekki alveg fast- mótaðar held ég að best sé að biða með að skýra frá þeim í smáatriðum,“ sagði Þorgeir Ást- valdsson, nýráðinn forstöðu- maður Rásar-2 hjá Ríkisútvarp- inu, sem væntanlega hefur út- sendingar með haustinu. „Þó get ég sagt að það er alveg ljóst að Rás-2 kemst ekki í gang nema með starfi fjölda hug- myndaríkra manna og kvenna því einn maður býr ekki til útvarpsstöð“. - Einhverjar línur varðandi dagskrárgerð hljóta að liggja fyrir? „Það er alveg Ijóst að megin uppistaðan verður tónlist með léttu yfirbrágði - eða eins og einhver orðaði það: „Undirspil í amstri dagsins." Einnig er ljóst að rásin verður að standa undir sér sjálf með sölu auglýsinga, þótt stefnt sé að því að þær taki ekki of mikinn tíma. Á því sviði verður sú nýlunda að fluttar verða leiknar auglýsingar,“ sagði Þorgeir. - Hvað koma margir til með að starfa við Rás-2? „Það er alveg óráðið ennþá og það liggur heldur ekki fyrir hvort um verður að ræða fastráðningar dagskrárgerðarmanna eða hvort fólk verður fengið til að sjá um einn og einn eða fasta þætti. Það mun markast mjög af því hvað dagskráin verður löng og hvað við fáum mikla peninga úr að spila. En ég vænti þess að til verði kallaðir bæðir vanir út- varpsmenn og nýir starfskraft- ar.“ - Þú hefur komið víða við - geturðu sagt mér undan og ofan af ferlinum? „Það er satt - ég hef komið víða við. Enda lenti ég í hálf- gerðum vandræðum þegar spurt var um fyrri störf í umsókninni. Það endaði með því að ég svaraði ■ Þorgeir Ástvaldsson, nýráðinn forstöðumaður Rásar-2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.