Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7. MAÍ1983.
11
ítölsk sófasett
Ótrúlega hagstœðir
greiðsiuskilmá/ar
AHt niður í 20%
Guðrún
Gunnars-
dóttir
Fædd 5. maí 1958
Dáin 28. apríl 1983
Á þessum vordögum þegar öll náttúr-
an er að vakna af vetrardvala og loftið
fer að óma af glöðum söng farfuglanna
hefur dimmt sorgarský lagst yfir heimili
vina minna sem hafa þurft að sjá á eftir
einkadóttur sinni yfir landamæri lífs og
dauða.
Guðrún var aðeins 25 ára gömul er
hún lést eftir að hafa barist lengi við
erfiðan sjúkdóm.
Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á
Hvolsvelli, Ásu Guðmundsdóttur og
Gunnari Guðjónssyni, við ást og um-
hyggju. Hún stundaði barna- og grunn-
skólanám heima á Hvolsvelli, og lauk
síðan námi frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni en hóf síðan nám í hjúkrun og
átti stutt eftir af því námi þegar krafta
þraut.
Erfiður tími hefur þetta verið fyrir
aðstandendur hennar og vini, en sæl er
minningin um þessa fallegu og ljúf u
stúlku.
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og
fjölskylda mín til eiginmanns hennar,
foreldra svo og annarra vandamanna.
Jónas Ragnar Guðmundsson.
í dag kveðjum við Gullu, bekkjarfé-
laga okkar frá Menntaskólanum að
Laugarvatni. Fyrstu kynni okkar af
henni voru haustið 1974 þegar við kom-
um þangað til náms. Þá fjóra vetur sem
við vorum samferða henni minnumst við
hennar sem trausts og góðs félaga. Gulla
varð brátt vinsæl og vel liðin vegna hlýs
viðmóts og hjálpsemi, sama hver í hlut
átti. Gulla var rólynd að eðlisfari, en
ákveðin við það sesm hún tók sér fyrir
hendur hvort sem um nám eða félags-
störf var að ræða. Að Laugarvatni
kynntist hún unnusta sínum, Sigurði
Davíðssyni, bekkjarfélagaokkarogvini.
Ári eftir stúdentspróf fluttu þau til
Reykjavíkur og hófu þar nám. Gulla fór
í hjúkrunarfræði, og lýsir það hugarfari
hennar betur en margt annað.
I Reykjavík lágu leiðir flestra bekkjar-
félaganna aftur saman. Kynntumst við
þá enn betur gestrisni þeirra og ljúf-
mennsku á hlýlegu heimili þeirra. Það
fékk mjög á okkur þegar við fréttum að
Gulla ætti við alvarlegan sjúkdóm að
stríða. En Gullu brást ekki kjarkur
fremur en fyrr, heldur sýndi aðdáunar-
verðan styrk og æðruleysi. Gulla og
Siggi voru alla tíð mjög samrýmd og
kom það ekki síst í ljós í veikindum
hennar, þar sem hann, ásamt foreldrum
hennar, stóðu við hlið hennar þar til yfir
lauk. Okkur er öllum mjög mikil eftirsjá
af Gullu, mikið og vandfyllt skarð er
höggvið í hópinn við fráfall hennar. Við
sendum Sigga og foreldrum Gullu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og megi
minning hennar lifa.
Samstúdentar frá Menntaskólanum
að Laugarvatni, 1978.
Hverjum ,
bjargar það jfi
næsXJzr y
FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI •
BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI •
BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR
MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI •
HARÐVIPUR • SPÓNN •
SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI
VIÐARÞILJUR •
PARKETT • PANELL ♦ EINANGRUN
ÞAKJÁRN <• ÞAKRENNUR •
SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.
FL.
Margar gerðir - Tau- og leður-
áklæði.
Verð frá kr. 24.900.-
Húsgögn og
• r ■. Suðurlandsbraiit 18
mnrettmgar simi 86-900
OPIÐ.
mónudaga — fimmtudaga kl. 8—18.
Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12.
Flekamót
Notuö ABN flekamót til sölu. Mjög hentug fyrir
búnaðarfélög og smærri verktaka. Álrammar
mótanna gera þau létt á höndum. Magn ca: 400
ferm. Upplýsingar í síma 99-6833.
jiTWrBYGGlNGAWORlfB]
I Hrinabraut 120 — simi 28800
Hringbraut 120 — simi 28800
(aðkeyrsla frá Sólvailagötu).
Sveit
Drengur á 13. ári óskar eftir aö komast á gott
sveitaheimili. Hefurkynnstsveitastörfum lítillega.
Upplýsingar í síma 91-31628.
BILASYNING
LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5
Sýndir verða:
DÁTSUN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði.
DATSUN SUNNY — Fallegur og rennilegur
DATSUN CABSTAR — vörubifreið
SUBARU 1800 OG TRABANT.
Þeir þurfa engin slagorð
Komdu bara ogskoðaðu þá
Verið velkomin
og auðvitað verður heitt á könnunni
INGVAR HELGASON HF. s,,,,, 33550
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI
minning