Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. MAÍ1983 á vettvangi dagsinsl Þrír kostir Um þrjá kosti er að velja í stjórn efnahagsmála við ríkjandi aðstæður. Hinn fyrsti er að láta skeika að sköpuðu um víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og láta hækkunarhrinuna dynja yfir um næstu mánaðamót, en freista þess að halda atvinnuvegunum gangandi með sílækkandi gengi og undanlátssamri lána- og fjármálastefnu. Afleiðingin hlyti að verða enn vaxandi varðbólga. Ekki er þessi kostur fysilegur og virðist reyndar þegar hafa gengið sér til húðar, því þótt samkeppnisstaða fyrirtækja kunni á pappírnum að vera tryggð með þessu móti, fylgja þessari leið vaxandi fjármögnunarvandamál í rekstri atvinnuveganna, en þeim vanda fylgir öryggisleysi um atvinnu manna. Annar kosturinn væri að andæfa gegn verðbólgu eingöngu með samdrætti í ríkisútgjöldum og fjárfestingu og lán- veitingum með mikilli hækkun vaxta, jafnframt því sem reynt væri að halda verðlagsþróun í skefjum með gengisað- haldi. Hætt er við að uppskera slíkrar stefnu yrði, að minnsta kosti fyrstu misserin, stórfelldur hallarekstur, gjald- eyrisútstreymi og á endanum atvinnu- brestur. Ekki virðist þessi leið vænleg, ef atvinnuöryggi er sett efst á markmiða- skiptum við önnur lönd. Þetta er vissu- lega íhugunarefni. íhlutun ríkisvaldsins um gerð kjarasamninga kann að hafa veikt það samband, sem einna mikilvæg- ast er í öllum fjárhagsmálefnum, að saman fari ábyrgð og ákvörðun. Æski- legt væri að koma á skýrari skiptingu verka og ábyrgðar í þessum efnum og forðast það, sem við hefur viljað brenna, að velviljuð afskipti ríkisins endi í ófarnaði. Allt má þetta til sanns vegar færa, en hitt vill stundum gleymast í umræðum um þetta mál, að verðbótak- erfi launa er ekki að fomi lögþvingað. Samkvæmt gildandi lögum er aðilum heimilt að semja um annað, þótt á það ákvæði haff lítið reynt. Þessi staðreynd sýnir hins vegar, ef til vill, hversu lítils formbreytingar einar mega sín. Eins og nú er ástatt er fyrst og fremst þörf fyrir einbeittar ákvarðanir um efnisatriði í efnahagsmálum. Vissulega kann að vera ástæða til að endurskoða formgerð og farvegi tekju- og verðákvarðana og freista þess að bæta þá. Slík endur- skoðun og skipulagsbreyting j kjölfar hennar er hins vegar mál, sem tekur lengri tíma en nú er til stefnu við val áhrifaríkra ráða í efnahagsmálum. Mér segir hugur um að á þessu sviði gildi það, sem Alexander Pope segir í Tilraun um samninga. Þannig verður ætíð einhvers- konar víxlverkun milli launa og verðlags- þróunar við núverandi aðstæður á vinnu- markaði. Vísitölubindingin læsir hins vegar þessi tengsl í víxlvirkt kerfi, sem segja má að magni vandann, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Tíðarfjendur utan að í efnahagsmálum birtast yfirleitt í mynd verðhækkunar. Verðbótakerfið er því hluti af vítahring verðbólgunar. Vafasamt virðist að endurskoðun og breytingar á einstökum þáttum verðbót- akerfisins dugi að þessu sinni til að lægja þá miklu víxlhækkunaröldu, sem ’nú vletur fram. Hitt er annað mál, hvort breytt vísitölukerfi gæti síðar orðið að liði við að staðfesta árangur í viðureign- inni við verðbólguna, en eitt er víst, að ófarir í þeirri glímu magnast í núglidandi kerfi. Hvað sem líður niðurstöðu í þessari umræðu, er engum blöðum um það að fletta, að nú stefnir í slíka ófæru að nauðsynlegt er að ákveða laun með öðrum hætti næstu misserin til þess að breyta þeim verðbógluhorfum og verð- bólguvæntingum, sem án efa móta nú ákvarðanir og kröfur einstaklinga, fyrir- tækja og hagsmunahópa. En þeir ráða auðvitað ráðum sínum nú útfrá spám um óheftan víxlgang verðlags og kaupgjalds. Spár eða hugmyndir af þessu tæi geta Hvor leiðin sem valin væri, þyrfti að gera ráðstafanir til þess að hlífa kjörum þeirra, sem lakast eru settir með ein-. hverjum hætti, til dæmis með hækkun persónuafsláttar og barnabóta við álagn- ingu tekjuskatts, eða á annan hátt með beinum tilfærslum til þeirra, sem mesta framfærslubyrði bera og við erfiðust kjör búa. Fjárhagur ríkissjóðs setur þó slíkum tilfærslum þröngar skorður. Þá væri einnig nauðsynlegt og sanngirnis- mál að opna samhliða víðnámsaðgerð- um almenna leið til þess að létta greiðslu- byrði húsbyggjenda af verðtryggðum lánum, og gefa færi á frestun greiðslna, sem svarar hækkun greiðslubyrði um- fram laun af venjulegum íbúðalánum. Þess virðist ekki kostur að gera að bragði varanlegar breytingar á húsnæðislána- kerfinu, en á því sviði yrði þó að gera mildandi ráðstafanir. Að öðru leyti ætti að haga vaxta- ákvörðunum í samræmi við meginstefnu gildandi laga. Við ríkjandi aðstæður er vaxtalækkun óráðleg, ekki síst vegna þess hve brýn þörf er á að efla peninga- legan sparnað. Reyndar eru raunvextir óverðtryggðra inn- og útlána nú með lægsta móti og verður að snúa af þeirri braut. Þegar verðbóga fer að hjaðna munu vextir fara lækkandi. Á því kann Um þrjá kosti er nú að A velja í efnahagsmálunum — annar hluti ræðu Jóns Sigurðssonar á aðalfundi VSÍ skrána í efnahagsmálum, eins og víðtæk samstaða er um, og mikils er um vert bæði vegna heildarhagsmuna en þó fyrst og fremst frá manngildissjónarmiði. Þriðji kosturinn er að freista þess að stilla verðbógurótið með því að beita beinum aðgerðum á sviði launa og tekjumála auk aðhalds á sviði fjármála, peningamála og gengismála, sem hefði það markmið að tryggja atvinnu og draga úr viðskipahalla. Ef vinnufriður næst um lausnir af þessu tæi, má með þeim nálgast efnahagsjafnvægi án þess að ti atvinnubrests þurfi að koma. f þessu hlyti að felast breyting að minnsta kosti um sinn og ef til vill til frambúðar- á því kerfi tekjuákvarðana, sem nú er bundið í samninga og lög. Ég á hér fyrst og fremst við verðbótakerfi launa -vísi- tölubindinguna- en einnig gildandi ákvæði um ákvörð búvöruverðs og fisk- verðs og verðákvarðanir yfirleitt. Hvaða leiðir á að fara í þessum efnum? Leið samninga eða lögfestingar eða einhverja millileið. Hér er um gamalkunnugt val að ræða en ekki síður vandasamt. Samningareglan Það er talin grundvallarregla í íslensku stjórnarfari, að kaup og kjör skuli ákveð- in með frjálsum samningum milli félaga launafólks og vinnuveitenda. Á síðustu áratugum hefur þróun löggjafar einmitt legið í þá átt, að gera þessa reglu víðtækari. Að formi til má heita, að hún naí til alls vinnumarkaðarins. Það er næsta mótsagnarkennt að á sama tíma og þessi þróun í átt til stöðugt almennari samningsréttar hefur orðið í almennri löggjöf um meðferð kjaramála, hefur íhlutun löggjafarvaldsins um kaup og kjör verið mikil og farið vaxandi. Þannig hefur á síðustu árum hvað eftir annað verið hlutast til um greiðslu verðbóta á laun fyrir allan vinnumarkaðinn og reyndar einnig um ákvörðun grunn- launa, þótt það hafi verið sjaldnar. Ríkisvaldið hefur í vaxandi mæli hlut- ast til um ákvarðanir um kaup og kjör fyrst og fremst í því skyni að andæfa gegn verðbolgu, en í áranna rás hafa margvísleg önnur sjónarmið og hags- munir tengst þessari tilhögun. Slík í- hlutun hefur oft vakið upp mikla úfa í samskiptum ríkisins og aðilanna á vinnu- markaðnum og þeirra á milli innbyrðis. Því má einnig halda fram, að sú áhersla á aðgerðir á sviði tekju- og verðlagsmála, sem einkennt hefur stjórn "Islenskra efnahagsmála um langt árabil, hafi orðið til þess að minna hafi verið skeytt en æskilegt væri um að beita aðhaldssömum aðgerðum á sviði ríkisfjármála, gengis- og lánamála til þess að hamla gegn vcrðbólgu og tryggja jafnvægi í við- manninn og Jón Þorláksson á Bægisá þýddi svo: „Hver bezta stjórnar aðferð er?- / um það lát dára þrátta frí / hún er æ bezt, sem bezt fram fer, / bera kann enginn móti því.“ Yerðbótakerfið Menn greinir á um það, hvort telja skuli verðbótakerfi launa orsök verð- bólgu. Ákvæði um verðbætur á iaun eru sem kunnugt er síðast í lögum nr. 13 frá 1979 um efnahagsmál o.fl., en hafa verið staðfest með samningum nokkrum sinnum. Þeim ákvæðum hefur reyndar verið breytt oftar en einu sinni frá því lögin voru sett, en tímabundið. Frum- varp um verulegar breytingar á ein- stökum þáttum verðbötakerfisins var lagt fram á síðasta þingi, en náði ekki fram að ganga. Þessar breytingatillögur geta þó naumast talist róttækar í þeim skilningi, að þær hefðu breytt verulega um verðlagshorfur á næstu mánuðum. Færa má rök fyrir því, að fremur beri að líta á verðbætumar sem farveg eða umgjörð verðbólgunnar en orsök hennar. Auðvitað líta viðsemjendur um kaup og kjör jafnan til verðbreytinga, þegar þeir gera kröfur og ganga til næstum því ræst að sjálfu sér, ef almennt er tekið mark á þeim og breytt sam- kvæmt þeim. Þetta er mikið vandamál, sem ekki er til á nein einföld lausn. Verðbólgan verður ekki brotin á bak aftur nema með öflugum samstilltum aðgerðum. Lausir saniningar eða lögfesting? Spurningin um val leiða í þessu efni snýst nú sem fyrr ekki síst um það, hvaða hlutverk eigi að ætla frjálsum samning- um annars vegar og löggjöf hins vegar. Þeirri skoðun heyrist fleygt, að næstu mánaðamót marki ekki nein sérstök tímamót. Samningar um kaup og kjör renni hvort eð er út í haust, og menn eigi einfaldlega að taka því, sem að höndum ber hinn 1. júní, og þola þá fimmtungs hækkun innlends kostnaðar og flestra þátta verðlags. Þetta er viðsjárverð skoðun að mínum dómi. Slík stökkb- reyting kostnaðar í júní hlyti að knýja á með aðra verðhækkunarhrinu í septem- ber, og þar með væru íslendingar komnir í hóp þeirra þjóða, sem þurfa að þola á annað hundrað prósent verðbólgu. Þetta er ekki aðeins áraun fyrir hagkerið heldur einnig vafasamur vegsauki út á við. Fjármögnunar- og aðlögunarvanda- málin, sem þessu fylgja, eru svo margvís- leg og mikil að vöxtum að vekur mönnum hroll. Ef stjórnvöld vilja breyta þessum horfum fyrir 1. júní eiga þau aðeins tveggja kosta völ; annars vegar að fella verðbótaákvæði laga úr gildi og losa jafnframt um samninga þannig að samn- ingsaðilar yrðu að takast á við vandann, hins vegar að ákveða hámarksbreytingar fyrir laun og aðrar tekjur með lögum í stað verðbótahækkunar og þá miklu lægri hundraðstölur en gildandi verðbótareglur segja fyrir u. í þessu efni er mikilvægt að setja ekki í lög flókin fyrirmæli, heldur sem einföldust. Til þess að gagn væri að slíkum ráðstöfunum til að skapa festu þyrftu þær að standa samfellt nokkurmisseri og boða feril ört lækkandi peningalauna- hækkunar. Ástæða væri til þess að setja jafnframt leiðbeinandi ákvæði um verð- lagseftirlit á þessu sama tímabili, þannig að tryggt væri sanngjarnt aðhald að verðþróun. Þegar að er gáð er munurinn á þessum tveimur leiðum í launamálum ef til vill minni en hann virðist fljótt á litið. Ef farin væri sú leið að losa um alla samninga með lögum með þeim rök- stuðningi, að núgildandi launaákvörðun- arkerfi hafi ratað í ógöngur, yrði ríkis- valdið að sjálfsögðu jafnframt að gefa til kynna, hvers konar launaþróun það væri sjálft sem vinnuveitandi fúst til að semja um næstu misserin. Opinberi geirinn er svo stór, að engin leið virðist að fylgja þeirri enföldu stefnu, að launin hjá því opinbera fylgi almenna vinnumarkaðn- um. Ríkið hlýtur að móta almenna afstöðu sína í launamálum í samræmi við aðra þætti r efnahagsmálum, þar á meðal með tilliti til jafnvægis í ríkis- fjármálum og þjóðarbúskapnum yfir- leitt. Hvort lög ákveða laun og verðbæt- ur að einhverju eða öllu leyti, breytir ekki þörfinni fyrir skynsamlega launa- stefnu af opinberri hálfu. En með slíkri stefnu væri jafnframt sett fordæmi, sem hefði áhrif á afstöðu annarra á vinnu- markaðnum. Mörg rök má færa fyrir því að þegar til lengdar lætur sé ekki farsælt að skipa kjörum manna með lögum, slík lagasetn- ing valdi margháttaðri mismunun milli stétta og starfshópa, og geri vinnu- markaðinn miður aðlögunarhæfan að breyttum þörfum með breyttum tímum. Þessa ágalla verður að þessu sinni að vega og meta á móti þörfmni fyrir skjótvirk ráð gegn verðbólgu án atvinnu- leysis. því miður að verða nokkur bið, en biðlundar er nú þörf. Eins og málum er nú komið er ákaf- lega brýnt að reyna að skapa festu í vcrðlags- og launamálum eitt til tvö ár fram í tímann. Hvort um þetta gætu tekist samningar að einhverju eða öllu leyti treysti ég mér ekki til að spá, en brýnt er að stefnubreyting verði. Ef ráðstafanir af þessu tæi eiga að skila árangri, er nauðsynlegt að setja mörkin fyrir breytingar peningalauna verulega neðan við orðna hækkun verð- lags á næstliðnum þremur mánuðum. Munur á verð- og kauphækkun yrði mestur fyrst en færi smám saman minnk- andi, ef ráðstafanirnar heppnast. Ráð- stafanir sem þessar hlytu því að skerða kaupmátt. f þessu sambandi yrði þó jafnframt að meta mildandi áhrif skatt- ívilnana og barnabóta, sem ákveðnar væru samtímis, svo og vægari greiðslu- kjör íbúðalána, en hvort tveggja gæti hlíft kjörum þeirra, sem hafa þunga framfærslubyrði. Meira máli kynni þó að skipta sá ávinningur sem hjöðnun verð- bólgu færir, hvað varðar atvinnuöryggi og afkomu. Hár kaupmáttur kauptaxta kemur þeim að litlu haldi, sem ekki halda vinnunni. Enn er á það að líta, að þótt að óbreyttu muni draga verulega úr kaupgetu á þessu ári svarar sá afturkipp- ur, sem þegar má heita ráðinn, ekki til fulls til samdráttar þjóðartekna að undanförnu og enn er þörfi að draga úr viðskiptahalla. Ástæða væri því til að miða kjaraákvarðanir við nokkru lægra kaupmáttarstig en þjóðhagsspáin síðasta sýnir. Ekki má líta á mörkin, sem sett væru fyrir mestu hækkun peningalauna, t.d. á ársfjórðungsfresti út árið 1984, sem skerðingarákvæði, því það verður varla skert, sem ekki er til fyrir. Á þau ætti að líta sem tilraun til þess að breyta þeirri óhæfu aðferð í launamálum að stórhækka laun að morgni en láta allt verðlag rjúka upp að sama skapi fyrir kvöldið. Enn hefur ekki fundist á þessum vanda nein allsherjarlausn, en einhvers- staðar þarf að byrja og auðvitað þarf að gæta margs í framkvæmdinni. Eins og nú er komið, er vandséð hvernig tryggja má hjöðnun verðbólgu og atvinnuöryggi' án íhlutunar í gildandi kjarasamninga og lög um kjara- og verðlagsmál. Slík íhlutun kann að vera óumflýjanleg til þess að koma í veg fyrir mjög alvarlega röskun á atvinnulífi og efnahag lands- manna. Að loknu tímabili viðnámsgegn verðbólgu og aðlögunar að breyttum högum þjóðarbúsins, þarf að endurbæta og færa í frjálslegra horf kerfi tekju og verðákvarðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.