Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1983, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. MAI 1983. 5 fréttir Ný mjólkurmjölsgerd á Selfossi: FRAMLEIÐIR ÚR 8000 LÍTRUM AF UNDANRENNU A KLST. ■ Stálgrind mjólkurmjölgerðarhúss Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi er nú risin. Búist er við að hægt verði að taka nýja húsið í notkun á miðju sumri, og mun það þá leysa það gamla áf hólmi. Jafnframt verða tekin í notkun ný tæki til mjólkurmjölsgerðar. Eru þau mjög fullkomin og stjórnað af einum manni úr sértökum stjórnklefa, þar sem hægt er að fylgjast með allri vinnslurásinni. Af- köst tækjanna eru um 8000 lítrar af undanrennu á klukkustund, eða um 800 kíló af mjólkurdufti. Einnig gefa tækin möguleika á að framleiða vörur sem hingað til hafa ekki verið framleiddar hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Tveir 100 rúmmetra duftgeymarverða við hlið þurrkunarhússins. Pá getur pökkun duftsins farið fram eftir þörfum og duft sem nota á til endurvinnslu til skyrgerðar verður geymt þar og ekki sekkjað, heldur flutt í leiðslum á notkun- arstaðinn. -Sjó. ■ Mjólkurmjölsgerðin verður að líkindum flutt í stálgrindarhúsið í sumar. Tímamynd: Sigurður Sigurjónsson / Selfossi KLM gerir athugasemd við frétt Flugleiða ■ Vegna frétta í íslenskum fjölmiðl- um um umboð fyrir KLM, Konunglega hollcnska flugfélagið, vill KLM gefa eftirfarandi viðbótarupplýsingar: Árið 1953 gerðu Flugfélag íslands og KLM gagnkvæman samning um að vera aðalumboðsaðili hvors annars í eigin heimalandi. Vcgna vissra skipulags- og áætlun- arflugsbreytinga hættu.Flugleiðir þann 01.02. ''83 að hafa KLM sem aðalum- boðsaðila í Holiandi.með samþykki KLM. Sömu ástæður gera að verkum að KLM verður að endurskoða um- boðsmál sfn á íslandi. Fluglciðir hafa samþykkt að halda áfrain umboði sínu fyrir KLM á íslandi þar til niðurstöður þessarar cndurskoðunar liggja fyrir. Bókanir í ferðir með KLM cr hægt að gcra í gegnunt íslehskar ferðasknf- stofur, umboðsaðilann og í gegnum CORDA, tölvubókunarkerfi Arnar- flugs sem cr í beinu sambandi við bókunarkerfi KLM. ■ Frétt Tímans frá 24.3. 1983. Málaferli NESCO íBelgíu: „Ekkert samband milli íslenska dómsins og mála- ferlanna í Belgíu” —segir F. Godard aðstoðar- framkvæmdastjóri Marantz ■ „Að okkar áliti er að því er virðist ekkert samband milli hins íslenska dóms í Nesco málinu og þess máls sem nú er rekið fyrir dómstólum í Belgíu'- þetta segir m.a. í bréfi sem Tímanum hefur borist frá F. Godard aðstoðarfram- kvæmdastjcra Marantz fyrirtækisins í Belgíu en bréfið er sent vegna skrifa blaðsins um fjárkröfumál Nesco á hendur Marantz í Belgíu. í þessu bréfi segir ennfremur: „An þess að leggja dóm á yfirstand- andi mál fyrir belgískum dómstólum, sem Nesco hóf, þá hefur Marantz S.A, lagt fyrir dóminn rök að því að engar ástæður finnist fyrir máli gegn okkar fyrirtæki, heldur þvert á móti geta kröfur verið lagðar fram af Marantz S.A. gegn Nesco fyrirtækjunum (eitt þeirra í Nor- egi er óvirkt, annað í Svíþjóð hefur sagt sig gjaldþrota) fyrir nokkur samnings- brot eins og lagaleg gögn okkar sýna fram á svo óyggjandi sé. Lagaleg staða Marantz hefur verið kunn viðkomandi dómstólum í Belgíu síðan 24. júlí 1981. Síðan þá er okkur ekki kunnugt um að Nesco hafi gert athugasemdir eða svarað þeim og virðist hafa hætt lögsókn þeirri er það hóf upphaflega í Belgíu gegn Marantz S.A. Að reyna að samtvinna bæði málin, á íslandi og það sem er í gangi í Belgíu, getur aðeins þjónað þeim tilgangi að flækja efnið og draga úr orðstír og áliti okkar merkis sem við getum ekki sætt okkur við“. I frétt Tímans um málið þann 24.3. s.l. undir fyrirsögninni Nesco í stórfelldum fjárkröfumálum ytra: Krafan um 150 mOljónir belgískra franka sagði Óli A. Bieltvedt forstjóri Nesco m.a. í samtali við Tímann: „Þetta er einn þátturinn í miklu stærra máli, ýmsir aðilar á Norðurlöndunum gerðu fjárkröfur á hendur okkur sem námu 2,5-3 milljónum dollara, en við gerðum aftur á móti fjárkröfur á hendur Marantz af stærðargráðunni 5 milljónir dollara eða 150 milljónir belgískra franka..." en þegar þetta var skrifað hafði nýlega gengið dómur fyrir bæjar- þingi Reykjavíkurþarsem Inter-Nesco- Norge var dæmt til að greiða fjárkröfur að upphæð 30 millj. kr. Síðar í samtalinu sagði Óli svo: „Kjarni málsins er sem sagt sá að þetta er tvíhliða mál og það er summan úr báðum hliðunum sem skiptir okkur máli, ekki önnur hliðin ein sér, því er þetta (það er dómurinn í Bæjarþingi Reykja- víkur inntkot blm.) ekki áhyggjuefni fyrir okkur“. Þessi orð og þau fyrrgreindu eru væntanlega það sem F. Godard á við og skrifar okkur bréfið út af en í lok bréfs síns segist hann vona að það hafi varpað betra ljósi á þessi mál öll. / óóra ryövarnar abyraó Peugeot bjóða nú fyrstir allra á íslandi 6 ára ryðvarnar- ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan lega í akstri á vondum vegum. Bílarnir eru bæði framhjóla- og afturhjóladrifnir. Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana. HAFRAFELL VAGNH0FÐA7O 85-2-11 -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.