Tíminn - 07.05.1983, Page 2

Tíminn - 07.05.1983, Page 2
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983. Gífurlegur samdráttur í þorskveiðum í aprfl: ÞORSKAFU VERTIÐARBATAN NA VARÐ 40% MINNI EN í FYRRA! ■ Þorskaflinn í aprfl var nær 25 þús. tonnum minni en í aprílmánuði 1982, eða 42.766 tonn nú á móti 67.668 tonnum í fyrra. Hjá bátunum varð þorskaflinn nú um 40% minni en í fyrra, þ.e. 29.645 lestir nú en í aprfl í fyrra fengu bátarnir 48.868 tonn af þorski, eða um 6 þús. tonnum meira en allur flski- skipaflotinn fékk nú í apríl. Þorskafli togaranna varð nú 13.121 tonn á móti 18.800 tonnum í aprfl 1982, samkvæmt tölum Fiskifélagsins. Heildar botnfiskafli aprílmánaðar nam nú 78.487 tonnum, en var 95.380 tonn í apríl í fyrra. Munurinn er nær 18%. Þar af er togaraaflinn nú 36.146 tonn, sem er 1.132 tonnum minna en í fyrra. Hjá bátunum er aflinn nú hins vegar 15.761 tonni minni en í apríl í fyrra, þ.e. 42.341 tonn á móti 58.102 tonnum í fyrra. Vantar því meira en fjórðung á aprílafla þeirra nú miðað við síðasta ár. Heildar þorskaflinn frá áramótum er þá orðinn rúmum 56 þús. tonnum minni en á sama tíma í fyrra, eða sem samsvar- ar öllum þorskafla togaranna þessa 4 vertíðarmánuði á síðasta ári. Þorskafl- inn er nú 139.555 lestir, en var 195.834 lestir á sama tíma 1982. Þar af hafa bátarnir nú fengið 96.390 tonn, sem er nær 42 þús. tonnum minna en á vertíð- inni í fyrra. Heildar botnfiskaflinn frá áramótum er nú 250.562 tonn á móti 293.378 tonnum í fyrra. Heildar vertíðarafli bátaflotans um síðustu mánaðamót var nú um 23% minni en á vetrarvertíð í fyrravetur, eða 139.609 tonn á móti 180.809 tonnum í fyrra. -HEI ■ Minningarathöfn um Berg Magnússon, framkvæmdastjóra Fáks fór fram í Bústaöakirkju í gær. Mikið fjölmcnni var við athöfnina og mættu hestamcnn á brúnum hestum að kirkjunni og stóðu hciðursvörð. Riðu þeir síðan á undan líkbílnum uns út fyrir borgarmörk Reykjavíkur var komið, en útförin er gerð frá Stóra Núpi. (Tímamynd G.E.) Dagbækur Hitlers falsaðar ■ Rannsókn þýskra yfirvalda á svo- kölluðum dagbókum Hitlers hefur nú leitt í ljós að þær eru falsaðar. Pappírinn í þeim reyndist vera gerður 10 árum eftir að Hitler lést. Vikuritið Stem sem keypti birtingarrétt á efni úr dagbókun- um af óþekktum aðila fyrir offjár hefur ákveðið að hætta birtingu þess. Frá þessum tíðindum var greint í gærkvöldi. Ástæða er til að vekja athygli á því að grein á bls. 6 í Helgar-Tímanum „Eru dagbækur Hitlers falsaðar“? var samin og brotin um áður en þessi tíðindi bárust. -GM ■ Fyrir helgina var opnuð í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga Ijósmyndasýning frá „Scandinavia Today“ dögunum í Bandaríkjunum. Meðal gesta voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og sendiherra Bandaríkjanna, sem hér virða fyrir sér Ijósmynd af Vigdísi og Reagan Bandaríkjaforseta. (Tímamynd G.E.) ■ Ingvar Gíslason og Ragnar Arnalds að skrifa undir samninginn um greiðslur ríkisins fyrir fjölföldun hugverka í skólum, m.a. öll Ijósritin sem flestir eða allir nemendur nota sem námsgögn í meira og mina mæli. Tímamynd Róbert. Gjaldskrár rafveitna, hitaveitna og Landsvirkjunar hækka um 10-32% , AIIKNAR NHIURGREIDSLUR A RAFORKU HL HÚSNITUNAR ■ Gjaldskrárhækkanir orkufyrírtækja fyrir tímabilið 10. maí til 1. ágúst n.k. Eldrikona varð fyrir vélhjóli ■ Ekið var á eldri konu á Digra- nesvegi í Kópavogi í gær. Ungur maður á vélhjóli ók á konuna þar sem hún var að fara yfir götuna á stað þar sem fyrir stuttu var gangbraut en hefur nú verið flutt aðeins innar á götuna. Konan mun hafa slasast á höfði og fótbrotnað og var henni strax ekið á slysavarðstofuna þar sem gert var að sárum hennar. voru í gær ákveðnar af þriggja ráðherra nefnd á vegum ríkisstjórnarínnar, eftir að Gjaldskrárnefnd hafl áður klofnað í afstöðu sinni. Rafveitum er heimiluð 14,2% hækkun Hitaveitu Reykjavíkur 32% hækkun, öðrum hitaveitum 20-30% hækkun, og Landsvirkjun 10% hækkun á heildsöluverði til almenningsveitna. Jafnframt ákvað ríkisstjórnin að auka niðurgreiðslu úr ríkissjóði á raforku til húshitunar. Ncmur niðurgreiðslan þá 23 aurum á kflóvattsstund, eða 27% af hitunartaxta RARIK. Hjá þeim raf- veitum sem niðurgreiðslu fá nemur hit- unarkostnaður þá 60% af hitun með óniðurgreiddri olíu, að sögn iðnaðarráðuneytisins. Mestur munur varð á sjónarmiðum varðandi hækkun orkuverðs til Lands- virkjunar, sem sótt hafði um 31% hækkun. Iðnaðarráðuneytið lagði hins vegar til við Gjaldskrárnefnd að engin hækkun yrði heimiluð að þessu sinni, m.a. vegna þess að Landsvirkjun hefði nú þegar tekið sér 27% hækkun umfram hækkun byggingarvísitölu frá 1. apríl 1982 til 1. mai s.l., samkvæmt frétt frá ráöuneytinu. Minnihluti gjaldskrár- nefndar studdi tillögu ráðuneytisins, en meiríhlutinn lagði til 19,7% hækkun, jafnt og hækkun byggingarvísitölu. Ríkisstjórnin vísaði málinu til nefndar þríggja ráðhcrra (iðnaðar-, viðskipta- og landbúnaðarráðherra) sem náðu sam- komulagi um 10% hækkun sem fyrr segir, sem svarar til 5,7% hækkunar í smásölu hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Hitaveita Reykjavíkur sótti um 42% hækkun. Iðnaðarráðuneytið gerði til- lögu um 35% ásamt minnihluta Gjald- skrárnefndar en meirihluti hennar lagði til 28%. Ráðherranefndin ákvað 32%, sem fyrr segir, en ekki kom til ágreinings um aðrar hitaveitur. Þá hefur iðnaðarráðuneytið ákveðið að lækka hitunartaxta fyrir skóla, félags- heimili og atvinnuhúsnæði um 33%, í samræmi við tillögur stjórnar Rafmagns- veitna ríkisins. -HEI Gamalt deilu- mál til lykta leitt: Ríkið greiði fyrir fjöl- földun hug- verka í skólum ■ Fulltrúar menntamála- og fjármála ráðuneytisins annars vegar og rétthafa verndaðra hugverka hins vegar skrif- uðu í gær undir samning um að rfkið greiði fyrir fjölföldun hugverka í skólum landsins, en það hefur ekki verið gert til þessa. Félög sli'kra rétt- • hafa eru fjölmörg, m.a. rithötundar, tónskáld, útgefendur og fleiri. Þama cr unt sams konar samkomu- lag að ræða og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum öllum, að sögn Knúts Hallssonar, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu. í rauninni sagði hann um tvo samninga að ræða. Arnarsvegarum að ríkið skuli greiða eina upphæð fyrir liðna tíð og síðan ákveðna greiðslu árlega. Hinn samn- ingurinn sé um gerðardóm sem verði falið að ákveða fyrmefndar upphæðir. Varðandi framkvæmdina kvaðst Knútur búast við að ríkissjóður greiði fyrrnefndar upphæðir í einu lagi til samtaka sem viðkomandi samtök komi til með að mynda. Þau muni síðan ákveða hvernig fénu verði varið eða hvernig það komi til með að skiptast milli rétthafa. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.