Tíminn - 07.05.1983, Page 3
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983.
Undirskriftasöfnun meðal sjálfstæðismanna:
VIUA TAKA STJORNAR-
MYNDUNARUMBOD AF GBR
\
„Undirskriftirnar vonum framar/’segir Guðmundur Guðmundsson,
stjórnarmaður í samtökum sjálfstæðismanna í Fella og Hólahverfi
■ „Það er kannski of mikið sagt að
þessi undirskriftarlistar séu til höfuðs
formanni flokksins. Hins vegar teljum
við sem að þessu stöndum, að þeir 60,
sem kjörnir voru til setu á Alþingi, eigi
að stjórna landinu og reka þjóðarbúið,
en ekki þeir sem falla í kosningum,"
sagði Guðmundur Guðmundsson stjórn-
armaður í samtökum sjálfstæðismanna í
Fella- og Hólahverfl, en hann er einn
forvígismanna undirskriftarlista, sem nú
ganga meðal sjálfstæðismanna í Reykja-
vík og víðar.
Á listunum stendur skrifað: „Við
undirritaðir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins skorum á miðstjórn flokksins
að flýta landsfundi eftir föngum. Jafn-
framt skorum við á þingflokk sjálfstæðis-
manna að kjósa nefnd þriggja alþingis-
manna til að semja um væntanlega
stjórnarmyndun/'
„Undirtektir hafa verið vonum framar
miðað við að við erum rétt að fara af
stað,“ sagði Guðmundur, en gat þó ekki
nefnt tölur í því sambandi. Hann vildi
heldur ekki segja hversu stór hópur það
væri sem þarna stæði að baki.
_ Þegar Guðmundur var beðinn að
nefna nöfn einhverra sem þarna koma
við sögu sagði hann að það væri ekki
tímabært: „Ég við þó taka fram að
Albert Guðmundsson kemur þarna
hvergi nærri, þótt margir standi í þeirri
trú,“ sagði Guðmundur.
Þá vildi Guðmundur að fram kæmi að
hann stæði í þessu sem óbreyttur sjálf-
stæðismaður en ekki sem stjórnarmaður
í Fella- og Hólasamtökum flokksins.
-Sjó
Á annað
þúsund færri
ferðamenn
í aprll sl.
■ Á annað þúsund færri íslenskir
ferðamenn komu til landsins nú í
aprílmánuði s.l. heldur en í sama
mánuði 1982, eða aðeins 5,058 í ár á
móti 6.292 í fyrra. Munurinn er um
20%. Komur útlendinga til landsins
voru hins vegar álíka margar - 3.762
nú en 3.888 í aprílmánuði t fyrra,
samkvæmt yfirliti útlendingaeftirlits-
ins.
Frá áramótutn til aprílloka komu nú
15.930 íslendingar til landsins en voru
17.050 á sama tíma 1982. Munurinn er
1.120 manns, eða u.þ.b. sem nemur
fækkuninni í apríl s.l.
Komur útlendinga þessa fyrstu fjóra
mánuði ársins voru nú 10.917, sem er
277 manns færra en á sama tíma árið
áður.
, -HEI
■ Aðalstræti 10. Hér var hluti „Innréttinga“ Skúla fógeta til húsa og er húsið hið
elsta í Reykjavík.
(Tímamynd Róbert)
Allir borgarstjórnarflokkarnir
vilja friða Aðalstræti 10:
Reynt til þrautar að semja
við eigandann
■ Á borgarstjórnarfundi í fyrradag
lýstu ailir flokkar sig þess fýsandi að hús-
ið Aðalstræti 10 verði friðað. Eigandinn
Þorkell Valdimarsson, hefur leigt húsið
út til reksturs spilavítis og samþykkti
borgarstjórn viljayfirlýsingu um það að
sá samningur verði ekki endurnýjaður,
þegar hann rennur út 27. ágúst á næsta
ári.
Fyrir fundinum lá tillaga frá borgar-
fulltrúum Alþýðubandalagsins um að
Reykjavíkurborg friði húseignina og láti
endurbyggja hana með það fyrir augum
að því verki verið lokið á 200 ára afmælí
Reykjavíkur árið 1986. Tillögunni var
vísað til borgarráðs til umfjöllunar að
tillögu borgarstjórans, Davíðs Oddsson-
ar og lýstí hann því yfir að hann vildi
reyna til þrautar að ná samkomulagi við
eigandann um kaup á húsinu. Hefur
eigandinn fram að þessu sett það skilyrði
fyrir samningum að þeir taki til allra
eigna hans í Grjótaþorpinu, sem hann
verður að bera mikinn kostnað af.
Þá mælti borgarstjóri með því að
frestað yrði breytingum á lögreglusam-
þykktinni um rekstur spilakassa og var
það samþykkt. Beiðni um það hafði
komið frá barnaverndarráði og einnig
lá fyrir tillaga frá fulltrúum kvenna-
framboðsins sama efnis. Hyggst barna-
verndarráð gangast fyrir málþingi um
þau mál á næstunni.
-JGK
■ Nýskipaður sendiherra Bretlands hr. Richard Thomas afhenti forseta íslands
trúnaðarbréf sitt á fimmtudag að Bessastöðum að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni,
utanríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt
fleiri gestum. Sendiherra Bretlands hefur aðsetur í Reykjavík.
ISUZU/1TROOPER
^pD)
ISUZU TROOPER JEPPINN,
sem er án efa fjölhæfasta farar-
tækið sem völ er á.
ISUZU TROOPER er byggður á heila sterka grind. - Drif á
öllum hjólum. - Hátt og lágt drif. - Framdrifslokur . -
Vökvastýri. — Sportfelgur o.fl. Sparneytin bensín- eða
díeselvél, byggð af reyndasta vélaframleiðanda Japan,
„ISUZU."
HUGSIÐ FRAM í TÍMANN
og tryggið ykkur nýjan ISUZU TROOPER strax á tollgengi
þessa mánaðar.
Við erum nokkuð vissir um að þeir lækka ekki á næstunni.
VEIADEILD SAMBANDSINS
BlFREiÐAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900