Tíminn - 07.05.1983, Síða 7

Tíminn - 07.05.1983, Síða 7
LAUGARDAGUR 7. MAl 1983. 7 í gríni: „Hitt og þetta hér og þar og alls staðar.“ En án gamans þá nam ég landafræði við Háskóla íslands og starfaði sem landafræðingur hjá Þróunarstofnun Reykjavík- urborgar um fimm ára skeið. Þar var ég í hinu og þessu sem varðar skipulag. Sem unglingur var ég í hljómsveitum og meðan ég var hjá Þróunarstofnuninni fór ég að byggja og þurfti að fá mér auka- vinnu eins og flestir íslendingar sem standa í húsbyggingum. Þá lá nokkuð beint við hjá mér að fara aftur í skemmtibransann og ég gerði það. Jafnhliða fór ég að sjá um tónlistarþætti hjá útvarp- inu og á endanum hætti ég hjá '"Þróunarstofnuninni og sneri mér að útvarpinu og skemmtanaiðn- aðinum óskiptur.“ - Nú eru kominn í stjórnunar- starf - er það ekki ólíkt þínum fyrri viðfangsefnum? „Það má kannski segja það - en þó tel ég að skemmtibransinn og ferðalögin um landið sem honum fylgdu komi mér að góðum notum í nýja starfinu. Á fíakkinu hefur maður kynnst ótrúlegum fjölda fólks og á eftir tel ég mig standa ögn nær landanum; vita betur hvað hann vill af útvarpsefni svo dæmi sé tekið.“ - Hvað með framhaldið í skemmtanaiðnaðinum? „Nú hætti ég þar. Ég lít á þessa ráðningu sem kaflaskipti í lífi mínu. Ég er búinn að reyna margt og hef haft því mjög gaman - en nú er komið nóg og annað tekur við.“ - Hvernig leggst svo í þig að taka við nýja starfinu? „Það leggst mjög vel í mig. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að Rásin verðu mjög undir smásjánni hjá fólki - en hún er mikið verk og spennandi. Mér þykir líka sérstaklega vænt um stuðninginn sem ég finn fyrir niðri á útvarpi, einkum og sér í lagi hjá tónlistardeildinni þar sem ég þekki best til,“ sagði Þorgeir. Heldur þokast til sam- komulags um kjarnavopn AÐ NÝJU hafa heldur glæðzt vonir um, áð samkomulag geti náðst milli risaveldanna um tak- mörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu eftir ræðu, sem Júrí Andropov flutti í hádegisverðar- boði, sem haldið var í Kreml 3. þ.m. til heiðurs sendinefnd frá Austur-Þýzkalandi undir forustu Erichs Honecker flokksleiðtoga. Hingað til hafa þessi mál stað- ið þannig, að Bandaríkjastjórn hefur sett fram kröfur um, að Sovétríkin eyðilegðu allar með- aldrægar eldflaugar sínar í Ev- rópu, en ella yrði framfylgt áætl- un Nató frá 1979 um að setja upp á vegum Bandaríkjanna á sjö- unda hundrað meðaldrægra eld- flauga í Vestur-Evrópu og hafizt handa ekki síðar en í árslok 1983, ef ekki hefði samizt áður. Þessi tillaga Bandaríkjanna hef- ur hlotið nafnið núlllausnin. Vegna þrýstings frá ríkis- stjórnum Natóríkjanna í Vestur- Evrópu, gerði Reagan nokkra tilslökun rétt áður en viðræðu- nefnd risaveldanna, sem fjallar um þetta mál, frestaði störfum sínum í vetur. Ákveðið var þá. að nefndin kæmi aftur saman til fundar 16. þ.m. Tilslökun Reagans var fólgin í því, að Rússar þyurftu ekki að eyðileggja strax allar umræddar eldflaugar sínar, heldur yrði stefnt að því í áföngum. Á móti yrði Bandaríkjunum heimilað að koma upp meðaldrægum eld- flaugum í Vestur-Evrópu, svo að jöfnuður næðist milli risaveld- anna í Evrópu. Þessa tillögu hafa Rússar kall- að bráðabirgðaafbrigðið. Þeir ■ Drnitri F. Ustinov varnarmálaráðherra Sovétríkjanna og Júrí Andropov við hersýningu á Rauða torginu 1. ntaí. Mestur ágreiningur um eldflaugar Breta og Frakka hafa hafnað henni á sömu for- sendum og núlllausninni. Rök þeirra eru þau, að báðar þessar tillögur tryggi yfirburði Nató- ríkjanna, þar sem aðeins er rætt um fækkun eldflauga, sem eru staðsettar á landi, og eldflaugar, sem Bretar og Frakkar eiga, eru ekki teknar með í reikninginn. Einkum hafa þeir þó gagnrýnt, að eldflaugum Breta og Frakka sé sleppt. Til þess að stuðla að því, sem Rússar telja jafnvægi, hafa þeir boðizt til að hafa ekki fleiri meðaldrægar eldflaugar í Ev- rópu en svarar tölu brezku og frönsku eldflauganna. Þessi tillaga Rússa hefur m.a. •'erið gagnrýnd á þeim grund- velli, að hér sé ekki um sambæri- legar eldflaugar að ræða. Rúss- nesku eldflaugarnar hafi þrjá kjarnaodda, en eldflaugar vest- urveldanna, sem um sé að ræða, hafi aðeins einn kjarnaodd. í ÁÐURNEFNDRI ræðu Andropovs setti hann fram nýja tillögu vegna þessarar gagnrýni. Honum fórust orð á þessa leið (samkvæmt frétt frá APN): „Sovétríkin hafa lýst sig reiðu- búin til að hafa í Evrópu hvorki einni eldflaug né einni flugvél meira en Natólöndin eiga þar í dag. Okkur er sagt, að í þessu tilfelli muni Sovétríkin hafa fleiri kjarnaodda. Allt í lagi, við erum reiðubúnir til að ná samkomulagi um jafnan kjarnorkustyrk í Evr- ópu, bæði hvað varðar burðar- palla og kjarnaodda. Með öðrum orðum erum við fylgjandi því, að Sovétríkin hafi ekki fleiri eldflaugar og kjama- odda á þeim en Bretland og Frakkland eiga. Ef kæmi til niðurskurðar kjarnaodda á brezkum og frönskum eld- flaugum, yrði fjöldi kjarnaodda á meðaldrægum eldflaugum okk- vétríkin, Þýska alþýðulýðveldið og önnur Varsjárbandalagslönd verða neydd til að gera svarráð- stafanir.“ í þessum orðum gæti falizt hótun um, að komið yrði upp cldflaugum í Austur-Þýzkalandi til mótvægis við frönsku og brezku eldflaugarnar, og að þær yrðu undanþegnar samningum risaveldanna, eins og þær frönsku og brezku. YFIRLEITT hefur því verið vel tekið í Natóríkjunum, að Rússar bjóðast til að semja ekki síður um tölu kjarnaodda en tölu eld- flauga. Reagan hefur látið hafa eftir sér, að það sé spor í rétta átt. Ríkisstjórnir Breta og Frakka hafa hins vegar tekið því illa, að eldflaugar þeirra séu teknar með í reikninginn. Þeir segja, að þessar eldflaugar verði aðeins notaðar til að svara árásum á Bretland og Frakkland, en ekki önnur Natóríki. Þess vegna geti þær ekki talizt tilheyra Nató. Þá teljist þær öllu heldur til langdrægra eldflauga en meðal- drægra og eigi því frekar að falla undir viðræðurnar um strategisk vopn, þ.e. langdrægu eld- flaugarnar. Því er erfitt að neita, að verði brezku og frönsku eldflaugarnar ekki teknar með, hafa vestrænu ríkin yfirburði, því að vitanlega yrði gripið til þessara eldflauga, ef til stríðs kæmi. Svo getur því farið, að þessi sérstaða Breta og Frakka standi í vegi samkomulags, en bæði bráðabirgðaafbrigði Reagans og áðurgreind tillaga Andropovs sýna, að risaveldin eru heldur að færast í rétta átt. Því gera menn sér nú betri vonir en áður, þegar viðræðum- ar í Genf hefjast að nýju um miðjan þennan mánuð um tak- mörkun meðaldrægra eldflauga. ■ Dansmeyjunum fannst ástæða til að hylja nekt sína í nærveru Önnu prinsessu. Anna og Andrew um- gangast fáklæddar konur Andrew hlýtur bágt fyrir — Anna hrós prinsessu, eða allt þar til hún þvældist inn í morðmál. Og þá var það Lucy Wisdom, sem þegar hefur átt vingott við fjöldann allan af karlmönnum. Einna best gat Elísabet drottn- ing fellt sig við Tracey Lamb, 21 árs gamla dóttur vellauðugs skartgripasala. Hún er sjálf útlærður gullsmiður og þykir ekki fráleitur ráðahagur fyrir prinsinn, enda voru bresku blöðin fljót að tilnefna hana sem nýjustu fasta vinkonu Andrews. Varla þarf að taka það fram, að ungu stúlkurnar á Bardados sáu enga ástæðu til að hylja brjóst sín, þrátt fyrir nærveru prinsins. Þó að ástarævintýri Andrews Bretaprins og Koo Stark sé nú lokið, fer því fjarri, að hætt sé að geta Koo í fjölmiðlum. Ævintýrið reynd- ist henni sem sagt hin besta auglýsing, þó að ekki leiddi það til annars. Koo, sem hefur metnað á leiklistarbrautinni, veit að mikilvægt er að vera rétt klædd á réttum tíma á réttum stöðum og hefur því mikinn áhuga á fötum. Hún segist hafa alveg ákveðinn smekk og vita hvað hún vill, en ekki fylgja tísku- sveiflum. Hún lætur sérsauma mikið af fötum sínum, enda er hún svo smávaxin og mittis- mjó, að hún verður að láta sérfræðinga breyta þeim fötum, sem hún kaupir, til að þau passi. -Aðalatriðið þegar ég vel mér föt, er að þau séu þægileg, segir Koo, og það gildir hvort heldur er um að ræða sport- fatnað eða ballkjóla. -Ef manni líður illa í fötunum, sést það langar leiðir, bætir hún við. Sjálf hefur Koo mikið dálæti á trimmgöllum og hefur klæðst þeim um langt árabil, reyndar svo lengi, að í fyrstu varð hún að láta sérsauma þá á sig i Bretlandi, þar sem þeir voru ekki seldir í verslunum. Sem stendur þarf Koo ekki að kvarta undan skorti á at- vinnutilboðum á leiklistarsvið- inu, þvert á móti er henni sýndur óvenju mikill áhugi um þessar mundir. En fari svo, að hún falli í glcymsku og dá á þeim vettvangi, er hún ekki í minnsta vafa um, hvað hún vill taka sér fyrir hendur. -Eg vildi gjarna vinna eitthvað í sam- bandi viö dýr. Ég er satt að segja mjög lagin við dýr, segir hún. Sjálf á Koo páfagaukinn Candida, sem hún sinnir af mikilli natni. ■ Prinsessan og fylgdarlið hennar höfðu ekki fyrr yfirgef- ið Rauðu mylluna en dans- meyjarnar fækkuðu aftur klæðum við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. ■ Paul Nitze og Juli Kvitsinsky, formenn sendinefndanna, sem ræða um takmörkun meðaldrægra eldflauga. ar skorinn niður um sama magn. Sama lausn yrði notuð varðandi flugkerfi af þessari tegund í Evrópu. Þannig væri nokkurn veginn jafnvægi milli Sovétríkj- anna og Nató, bæði hvað varðar burðarpalla meðaldrægra kjarn- orkuvopna, þ.e. eldflaugar og flugvélar og kjarnaodda á þeim. Og það sem meira er, þessi jöfnuður yrði á miklu lægra stigi en hann er núna. Þeir, sem aftur segja „nei“ við þessari tillögu okkar, munu bera þunga ábyrgð frammi fyrir þjóð- unum í Evrópu og öllum heimin- um, vegna þess að hver vika og hver dagur, sem tapast, þar sem ekki iíæst samkomulag, eykur hættuna á kjarnorkustyrjöld.“ Andropov endurnýjaði enn hótun um að Varsjárríkin tækju því ekki þegjandi, ef framfylgt yrði Natóáætluninni frá 1979. Hann sagði (samkvæmt áður- nefndri heimild): „Líðandi stund er úrslita- stund. Það þarf aðeins að kippa í spotta og boltinn fer að rúlla. Uppsetning bandarískra „Pershing" eldflauga og stýris- flauga í Vestur-Evrópu getur gegnt slíku hlutverki. Ef málin snúast í þessa átt, þvert ofan í öll skynsöm rök, verður önnur keðjuverkun óhjákvæmileg. So- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.