Tíminn - 07.05.1983, Side 8
8
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísii Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Guömundur Magnusson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Sföumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf.
Útvarpshúsið
■ Það má telja til sögulegra atburða, að hornsteinn Útvarpshúss-
ins var lagður í fyrradag af Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra.
Það var verðskuldað, að það féll í hlut Ingvars Gíslasonar að
leggja hornsteininn. Ingvar Gíslason hafði mikil áhrif á að hraða
byggingu hússins, þegar hann ákvað á 50 ára afmæli Ríkisútvarps-
ins 20. desember 1980 og veita leyfi til að halda áfram byggingu
þess. Hún hafði þá tafizt í tvö ár vegna tregðu annarra
stjórnarvalda.
Barátta forustumanna Ríkisútvarpsins fyrir byggingu Útvarps-
húss er orðin löng og hefur ekki gengið þrautalaust.
Fyrsti útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, fékk því framgengt,
að stofnaður var sérstakur byggingarsjóður. Jafnframt lét Jónas
Þorbergsson gera teikningu að Útvarpshúsi, sem hefði orðið
vegleg bygging á þeim tíma.
Vegna ýmissar tregðu og efnahagslegra örðugleika, varð ekki
neitt úr framkvæmd. Byggingamálið lá síðan í dái þangað til í
árslok 1970, þegar Gylfi Þ. Gíslason beitti sér fyrir stofnun
byggingarsjóðs og skipaði byggingarnefnd í framhaldi af því.
Síðan var unnið áfram að málinu, en ekki hófust þó aðgerðir
að ráði fyrr en í menntamálaráðherratíð Vilhjálms Hjálmarsson-
ar. Hann var mikill áhugamaður um bygginguna og átti frumkvæði
að því að fjárráð byggingarsjóðsins voru stóraukin. Viss stjórnar-
völd stóðu samt gegn framkvæmdum, unz Ingvar Gíslason hjó á
hnútinn eins og áður sagði.
Síðan hefur byggingarframkvæmdum verið haldið sleitulaust
áfram og er nú svo komið, að hin nýja rás hljóðvarpsins mun ge^
fengið nokkurn hluta byggingarinnar til starfrækslu sinnar síðar
á þessu ári.
Á næstu árum ætti svo öll starfsemi hljóðvarpsins að geta flutzt
þangað og síðar starfsemi sjónvarpsins. Þá verður öll starfræksla
Ríkisútvarpsins undir einu þaki.
Það mun skapa útvarpinu stórum betri skilyrði, að öll starfsemi
þess getur farið fram í einu og sama húsi. Jafnframt verður hægt
að koma við miklu betri tæknibúnaði en ella.
Ríkisútvarpið er vafalítið áhrifamesta mennta- og menningar-
stofnun þjóðarinnar og sú þeirra, sem nær til flestra landsmanna
á öllum aldri.
Þótt starfsskilyrðin ein nægi ekki til að tryggja menningarhlut-
verk þess, eru þau eigi að síður mikilvægur þáttur í því. Þess vegna
ber að fagna því, að Útvarpshúsið er að verða veruleiki.
skrifað og skrafað
Margir spámenn
á meðal vor
■ Eins og þjóðin hefur lítil-
lega orðið vör við standa nú
yfir stjórnarmyndunarvið-
ræður og mýgrútur spámanna
er upp risinn á meðal vor.
Fjölmiðlar ausa út upplýsing-
um og tilgátum um hverjir
mynda stjórn með hverjum.
Rætt er við ónefnda þing-
menn sem telja þetta eða
telja hitt og ályktanir dregnar
eftir því sem hverjum sýnist.
Hið frjálsa og óháða DV og
þingflokkur sjálfstæðis-
manna cru komin í hár saman
vegna fréttar sem birtist um
ósætti innan raða þingliðs
Sjálfstæðisflokksins. At-
hugasemdir ganga á víxl og
meira að segja Morgunblaðið
er dregið inn í málið þar sem
birt er tilkynning frá þing-
flokknum sem hnykkir á um
að fréttir um ósætti meðal
þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins séu úr lausu lofti
gripnar og tilhæfulausar. En
þeir hjá DV svara fullum
hálsi og segja ummælin
um ósættið höfð eftir þing-
manni Sjálfstæðisflokksins
og „annars eftir fleiri þing-
mönnum í öðrum flokkum."
En viðræðurnar hafa sinn
gang hváð sem öllum frétta-
skýringum líður og vonandi
hljóta þær farsælan endi og
þingræðisstjórn verði
mynduð, hvernig svo sem
hún verður samansett þegar
upp verður staðið. 1. júní
grúfir eins og skuggi yfir
þeim viðræðum sem nú fara
fram, en þá á kaup að hækka
samkvæmt vísitöluútreikn-
ingum og í kjölfarið verða
enn meiri hækkanir og hugsa
ábyrgir menn með hryllingi
til þess að ef heldur sem
horfir án þess að gripið verði
í taumana muni verðbólgan
að lokum kaffæra allt efna-
hagslífið.
Stjórnarmyndunarvið-
ræður taka oft langan tíma á
íslandi þar sem samræma
þarf viðhorf og stefnu ólíkra
stjórnmálaflokka. Það eru
því heldur erfiðar aðstæður
sem stjórnmálamennirnir
standa nú frammi fyrir að
koma saman starfhæfri stjórn
á stuttum tíma. En flas er
sjaldan til fagnaðar og varla
verður stjórn mynduð aðeins
til þes að gera óvinsælar ráð-
stafanir til að fyrirbyggja
verðbólguholskefluna sem
yfir ríður um næstu mánaða-
mót eingöngu.
Vinsældakapp-
hlaup í stað ábyrðar
Síðasta þing bar ekki gæfu
til að afgreiða frumvarp um
breytingu á viðmiðunarkerfi
lána sem framsóknarmenn og
sjálfstæðismenn í ríkisstjórn
báru fram í vetur. Þá guggn-
uðu bæði aðrir stjórnarsinnar
og stjórnarandstæðingar.
Hefði það frumvarp verið
samþykkt væri mun auðveld-
ara að fást við þau hrikalegu
vandamál sem nú steðja að.
En alltof margir stjórnmála-
menn eru hræddir við að
missa vinsældir ef 'þeir sýna
ábyrgð, og má vera að það sé
rétt hjá þeim ef þeir álíta að
seta á þingi sé ekki annað en
að gera það eitt sem þeir
halda að öllum líki og neita
að taka á sig þá ábyrgð sem
þingstörfum fylgir.
Einar í Mýnesi víkur að
þessu í grein sem hann skrifar
í Morgunblaðið undir fyrir-
sögninni Styrkjum stöðu Al-
þingis. Einar skrifar:
„Framsóknarmenn og sjálf-
stæðismenn í ríkisstjórn
höfðu tilburði í þá átt að
koma á nýju viðmiðunarkerfi
í stað gamla vísitölukerfisins.
Forsætisráðherra flutti frum-
varp þar að lútandi. Það
hefði stillt af hina háskalegu
dýrtíðarskrúfu í bili, þar til
svigrúm hefði fengist til á-
kveðnari aðgerða, ef stjóm yrði
mynduð sem hefði til þess
þingstyrk. En kommúnistar
skelltu við þessu skollaeyrum
og sjálfstæðismenn í stjórnar-
andstöðu og kratar héldu að
sér höndum. Vegaáætlun var
ekki afgreidd og margt fleira
látið reka á reiðanum. Við
þessar aðstæður var þing rof-
ið og efnt til kosninga 23.
apríl sl.
Stjórnmálabaráttan og
vinnubrögðin á Alþingi eru
oft með þeim hætti, að hvarfl-
ar að fólki hvort þeir sem þar
sitja séu af öðrum þjóðflokki
en almenningur í landinu.
Slík er sundrungariðjan að
háski er að og ekki í samræmi
við líf og starf fólksins, er
vinnur hin fjölbreytilegustu
störf af mikilli eljusemi í sátt
og samlyndi.
Á að halda áfram þeim
tröllaslag er geisað hefur á
stjórnmálasviðinu eða finna
sameiginlega leiðir, er sam-
eina þjóðina um málefni
hennar, sem við blasa á
þessum viðsjárverðu tímum?
Það er rétt að benda á að
ræðustóll landsins í neðri
deild er sá sami er reistur var
á Lögbergi við stofnun Al-
þingis í árdaga og var hvati
þjóðveldis á Islandi. Það má
því enginn stíga í þann stól
sem ekki skilur að hann er
tákn og aflgjafi í baráttu
þjóðarinnar til að tryggja lífs-
kjör hennar, framfarir og
búsetu í landinu og jafnræði
meðal manna.“
Valdið í höndum
Alþingis
Allt síðasta þing fór í karp
um bráðabirgðalög og lítið
sem ekkert var aðhafst til að
halda þjóðarskútunni á rétt-
um kili þótt allir sæu að
stefndi í óefni og einhver
mesti bjarnargreiði sem
stjórnmálamennirnir gerðu
sjálfum sér var að standa
ekki af manndómi og ábyrgð
að samþykkt laga á breytingu
á viðmiðunarkerfinu. Þá væri
ekki verið að reyna að mynda
meirihlutastjórn núna í tíma-
þröng, sem vel getur orðið til
þess að stjórnarmyndun
verði enn erfiðari en ella og
gæti jafnvel farið svo að
mynduð yrði utanþingstjórn.
En slíktstjórnarform leysir
þingmenn engan veginn und-
an þeim vanda að taka af-
stöðu til þeirra ráðstafana
sem slík stjórn kynni að gera.
Alþingi hefur eftir sem áður
síðasta orðið og löggjafar-
valdið er í þess höndum þótt
utanþingsstjórn verði sett á
Iaggirnar.
-O.Ó.
IVIenraingarleg
stórvirki
í menntamálaráðherratíð Ingvars Gíslasonar hafa verið unnin
fleiri stórvirki en Útvarpshúsið, sem reynast munu menningu
þjóðarinnar mikilvæg í framtíðinni.
Það ber fyrst að nefna Þjóðarbókhlöðuna, en sú bygging er
komin undir þak og verður vonandi fljótlega tilbúin til notkunar.
Það mun stórbæta aðstöðu til margvíslegrar fræðimennsku og
vísindastarfa.
Bygging fyrir Listasafn ríkisins verður sennilega tekin til
notkunar á þessu ári. Það mun stórbæta möguleika almennings til
að geta notið þeirrar listar, sem Listasafnið hefur að geyma.
Operustarfsemi hefur verið hafin á myndarlegan hátt og verður
vonandi framhald á því.
Vert er að geta þess, að listasafnsbyggingin og óperan hafa
notið rausnarlegra gjafa einstaklinga, sem gert hafa þessar
framkvæmdir mögulegar. Þar er vissulega um góð fordæmi að
ræða. Ríkið hefur jafnframt stutt þessi mál eftir föngum fyrir
atbeina Ingvars Gíslasonar.
Loks er þess að geta, að Ingvar Gíslasyni hefur eftir margra ára
baráttu forustumanna Sinfóníusveitarinnar tekizt að fá sett lög
um starfsemi hennar. Þau eiga vafalaust eftir að tryggja henni
mun betri starfsskilyrði en hún naut áður.
Þ.Þ
starkaður skrifar
Ómaklegar árásir
■ TILRAUNIR eggjaframleiðenda til að koma bættu skipu-
lagi á dreifingu og heilbrigðiseftirlit á eggjum hefur fengið
fjandskaparmenn landbúnaðarins til að froðufella síðustu
dagana, nú siðast í makalausum leiðara síðdegisblaðsins.
Hefur verið ráðist að eggjaframleiðendum og Framleiðsluráði
landbúnaðarins með ósönnum fudyrðingum og stóryrðum,
sem síst eru höfundum sínum til sóma.
Það er vitað að margt má betur fara í dreiflngu eggja hér á
landi og eftirliti með þeim. Þannig hefur það lengi verið vitað
að heilbrigðiseftirlitið er ekki með þeim hætti, að erlendir
aðilar geti keypt íslensk egg. Með því nýja fyrirkomulagi, sem
eggjaframleiðendur hyggjast koma á með aðstoð Framleiðslu
ráðsins, myndi að verulegt stökk fram á við á því sviði.
AUar fullyrðingar um að verið sé að koma upp einokun eru
út í hött, eins og talsmenn eggjaframleiðenda og Framleiðslu-
ráðsins hafa margtekið fram. Sömuleiðis eru fúUyrðingar um að
verð á eggjum muni fara hækkandi við þessa breyttu skipan
mála út í hött. Ef eitthvað er þá er jafnvel talið að nýskipan
dreifingarmálanna kunni að leiða tU verðlækkunar.
ÞAÐ er hins vegar svo í þessari umræðu, sem svo oft í
umræðum um landbúnaðarmálin, að suma varðar ekkert
um staðreyndir. Ásakanir eru settar fram án þess að þær eigi
sér nokkra stoð í veruleikanum, og þeim svo dembt yfir
forystumenn í landbúnaðinum með stóryrðum og kjafthætti
götustráka. Þetta hafa landsmenn átt að búa við nú um nokkra
hríð og má kannski segja í því efni, að of seint sé að kenna
gömlum hundi að sitja. Þessari óprúttnu áróðurstækni verður
því vafalaust áfram beitt af fjandskaparmönnum landbúnaðar-
ins.
Það er hins vegar ástæðulaust að láta slíkum fullyrðingum
ómótmælt.
Það eru gömul sannindi og ný, að þegar sami hluturinn er
endurtekinn hvað eftirannað í víðlesnum fjölmiðlum, þá fer
fólk smátt og smátt að trúa því að hvítt sé svart.
Landbúnaðurinn og samvinnuhreyfingin eiga sér svarna
óvini, sem hafa tök á víðlesnustu dagblöðum landsins og þar
koma í sfbylju árásir á samvinnumenn. Þetta hlýtur auðvitað
að leiða hugann að stöðu samvinnumanna í heimi fjöliniðl-
anna. Tíminn er eina málgagnið, sem beitir sér í sókn og vöm
fyrir samvinnuhreyfinguna, en því miður hefur ekki enn tekist
að efla blaðið nægilega í þéttbýlinu til þess að rödd þess nái
til nægilegra margra. Þótt nokkur árangur hafi náðst í því efni
í vetur, þá er Ijóst að mikið átak þarf að gera til viðbótar til
þess að tryggja blaðinu þá útbreiðslu, sem öllum samvinnu-
mönnum er nauðsynleg. Þar er því enn mikið verk fyrir
höndum.
Samvinnuhreyfingin er önnur af tveimur öflugustu félags-
málahreyfingum í þessu landi. Hún þarf að auka enn styrk sinn
m.a í þéttbýlinu suðvestanlands. Það gerir hún best meðal
annars með því að koma sjónarmiðum sínum í auknum mæli
á framfæri með verulega aukinni fjölmiðlun.
-Starkaður