Tíminn - 07.05.1983, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983.
Útboð
Tilboð óskast í innanhússfrágang á húsi fyrir þroska-
hefta í Tungudal við ísafjörð. Heildarstærð hússins er
um 1550m3.
Útboðsgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni Guðmunds-
syni, Bæjarskrifstofunum á (safirði og á Teiknistofunni
Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, Reykjavík, gegn 2.500.00 kr.
skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Magnúsi Reyni
Guðmundssyni, föstudaginn 20. maí 1983 kl. 11:00.
Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis
um málefni þroskaheftra
og
Bygginganefnd Styrktarfélags
vangefinna Vestfjörðum
Til sölu traktorsgrafa
Upplýsingar í síma 91-24937 eftir kl. 19.
Mykjudreifari til sölu Guffen 3500 lítra 3ja ára gamall. Einnig er til sölu Fella heyhleðsluvagn. Upplýsingar í síma 93- 5218.
íbúð óskast Ungt par óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð á leigu. Eigum von á barni seinni part sumars og erum alveg húsnæðislaus. Því miður getum við ekki boðið fyrirframgreiðslu en 4.500 kr. skilvísum mánaðargreiðslum. Reglusemi og góðri um- gengni heitið. Upplýsingar gefur Ævar Einarsson í síma 91-31609 eftir kl. 15.
IP Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra býður til kynningarfundar til að ræða hugmyndir um söluíbúðir fyrir aldraða. Til fundarins er boðið: • Fulltrúum stéttarfélaga og lífeyrissjóða. • Verktökum og byggingarsamvinnufélögum. • Fulltrúum stjórna í samtökum aldraðra. Rætt verður um lóðir, fjármögnun, útboðsform, stærðir húsa og þjónusturýmis. Fundurinn verður nk. þriðjudag 10. maí, kl. 17.00, í Húsi verslunarinn- ar, 9. hæð fundarsal. Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra. Páll Gíslason, formaður.
Sveit 35 ára kona með 9 ára gamlan dreng óskar eftir ráðskonustöðu. Upplýsingar í síma 91-34645.
tímarit
Skinfaxi 1. tbl. 74. árg., er kominn út. Þar er
sagt frá félagsstarfinu, leiðbeinendanám-
skeiði Æskulýðsráðs ríkisins, sem haldið var
helgina 22. og 23. janúar sl., viðtal er við
formann Ungmennafélags Keflavikur, Hauk
Hafsteinsson, rætt er við Hreggvið Jónsson,
formann Skíðasambands íslands, sem segir
Skíðasambandið ekki hafa þær tekjulindir,
sem önnur sérsambönd hafa. Hjördís Jóns-
dóttir, formaður Skíðafélags Dalvíkur skrifar
um skíðaiðkun á Dalvík, sagt er frá skíða-
starfi í Bolungafvík, hjá UÍA og Húsavík.
Þá ritar Ingimundur Íngimundarson hug-
leiðingar um afrekaskrá UMFÍ í frjálsum
íþróttum 1982 og er hún birt í heild í blaðinu.
Fleira efni er í blaðinu.
Skinfaxi hleypir nú af stokkunum áskrif-
endasöfnun. Forsíða blaðsins er nú í fyrsta
skipti í lit.
Hlynur 1. tbl. 31. árg. er
nýkomið út. Útgefendur eru LÍS og NSS -
eða Landssamband íslenskra samvinnu-
manna og Nemendasamband Samvinnuskól-
ans. Ritstjóri erGuðmundur R. Jóhannsson,
og skrifar hann grein, sem hann nefnir Áfram
enn. Þá kemur grein, sem nefnist „Land í
Mývatnssveit", og þar er sagt frá gjöf til LÍS,
sem er gjafabréf frá eigendum Reykjahlíðar
í Mývatnssveit, þar sem samtökunum er
gefin spilda sunnan og austan Reykjahlíðar-
réttar. Gjöfin er gefin í tilefni 100 ára afmælis
Kaupfélags Þingeyinga og í minningu Jakobs
Hálfdánarsonar og konu hans. Grein er í
ritinu, sem nefnist „Þóra Elfa hefur orðið“,
en á þeirri síðu eiga félagar að láta gamminn
geisa, eftir því sem sagt er. Viðtal er við
Ásthildi Tómasdóttur á skrifstofu forstjóra
SfS og margar myndir af starfsfólki þar á
skrifstofu og sagt er frá 30 ára afmæli
Starfsmannafélags Olíufélagsins. Starfsald-
ursmerki heitir grein, þar sem sagt er frá
sérstökum heiðursmerkjum sem starfsmenn
Sambandsins fá sem starfað hafa vissan
árafjölda hjá fyrirtækinu. Þar birtist mynd af
verðlaunahöfum á árshátíð Sambandsins 21.
jan. sl.
Margar fleiri greinar og þættir eru í þessu
fallega riti, sem prentað er í prentsmiðjunni
EDDU.
Sjávarafurðadcild SÍS gefur út
upplýsingarit um
ísl. sjávarafurðir
■ Hvað heitir blálanga á latínu eða skötu-
selur á frönsku? Hver hefur steinbítsafli
íslendinga verið á s.l. fimm árum? Hvað
flytja íslendingar út mörg tonn af freðfiski?
Hversu mikill hluti útflutningstekna er kom-
inn frá sjávarafurðum? Á hvaða tíma árs er
rækja veidd hér við land? Hvað þarf mikið af
hráefni til að framleiða eitt tonn af skreið?
Svör við öllum þessum spurningum og
mörgum fleiri er að finna í upplýsingariti um
íslenskar sjávarafurðir, sem um þessar mund-
ir er að koma út á vegum Sjávarafurðadeildar
Sambands íslenskra samvinnufélaga. Ritið
er 40 bls. að stærð, prentað í fjórum litum í
Prentsmiðjunni Eddu. Ritið er „heimatilbú-
ið" í þeim skilningi, að alltefni þesser dregið
saman og fært í letur í Sjávarafurðadeild.
Mik Magnússon fór yfir enska textann.
Mikael Fransson auglýsingatciknari sá um
uppsetningu og útlit. Sérstaklega ber að
nefna hinar ágætu fiskamyndir Jörundar
Pálssonar, listmálara, sem hann teiknaði
fyrir fiskakort Sjávarafurðadeildar, sem fyrst
var gefið út fyrir fjórðungi aldar, og þykir
enn hið besta sinnar tegundar.
Það er Ijóst, að upplýsingar um veiði,
útflutning o.fl. eins og þær eru birtar í þessu
riti, fyrnast fljótt, sé þeim ekki með einhverj-
um hætti haldið við. Áætlað er að Sjávar-
afurðadeildin ráði bót á þeim vanda með
því að gefa árlega út „Statistical Supplement"
eða ritauka með tölulegum upplýsingum.
859 'i' Utboð Tilboð óskast í að steypa gangstéttir og viðgerðir á steyptum gangstéttum fyrir gatna og holræsadeild Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí 1983 kl. 10. f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGARI Fríkirkjuvegi 3 — iími 25800 ■
* — 1
Kjarnaborun
Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta.
Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882
Staða söngstjóra (orgelleikara) hjá Seljasókn er laus til umsoknar. Umsóknarfrestur rennur út 24. maí og skulu umsóknir berast formanni sóknarnefndar, Gísla Árnasyni, Fífuseli 28, fyrir þann tíma. Nánari upplýsingargefurformaður í síma77163.
BUaieigan\ %
CAR RENTAL 29090 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVÍK Kvöldsími: 82063
TIL SÖLU notaðar heybindivélar og Zetor dráttarvélar Upplýsingar veitir Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Rang. Sími 99-8313.
Útboð Ölfushreppur óskar eftir tilboðum í gerð gangstétta í Þorlákshöfn (ca 4.550 fm) Útboðsgögn fást afhent hjá Fjölhönnun h.f., Verkfræðistofu, Grens- ásvegi 8 Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag 19. maí kl. 11.00. Sveitarstjóri Ölfushrepps.
Sveit Duglegur drengur á 10. ári óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Upplýsingar í síma 91-53606.
V, Auglýsingfráskrifstofu borgarstjóra Almennir viðtalstímar borgarstjóra verða framvegis tveir, miöviku-' daga og föstudaga kl. 10.00-11.00.
Lestrarkennsla
fyrir 4 til 6 ára börn sími 21902.