Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 George Metesky, Brjalaði sprengju- maðurinn i New York borg. Þegar hann náðist var hann klæddur vesti innan undir jakkanum og var hvort tveggja rækilega hneppt að honum — alveg eins og sálræna lýsingin hafði sagt fyrir um. Bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) beitir nýstárlegum aðferðum við leit að glæpa- mönnum: Sálarfræði beitt í þágn réttvísinnar H Þegar lögreglan í New York kvaddi loks bandarísku alríkislögregluna, FBI, sér til aðstoðar við rannsókn málsins í október 1979 var henni hætt að miða nokkuð áfram. Hún snerist um nakið lík 26 ára gamals sérkennara sem fannst uppi á þaki fjölbýlishússins í Bronx, þar sem hún bjó. Hún hafði verið barin* illilega í andlitið og kyrkt með ólinni á töskunni sinni. Geirvörturnar höfðu ver- ið skornar af og á annað læri hennar innánvert var krotaö með bleki: „Fjand- inn hirði ykkur. Þið getið ekki stöðvað mig.“ „Við þurfum að fást við fjöldann allan af morðunt, en þö ekki limlestingar af því tagi sem hér um ræðir," sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Foley, sem vinnur eingöngu að rann- sóknum á morðum, en hann var í vafa um það hvers konar manni hann ætti að leita að. „Hreinskilnislega sagt þá datt mér ekki í hug að FBI gæli sagt okkur neitt, en tafdi þó ekki skaða að reyna." Nokkrum dögum eftir að Foley sendi morðrannsóknadeild FBI í Quantico í Virginíu myndir frá morðstaðnum, ásamt líkskoðunarskýrslunni, fékk hann lýsingu á mögulegum morðingja. Hann væri hvítur maður, sennilega 25 til 35 ára, þekkti fórnarlambið og annað hvort byggi hann cða ynni í nágrenninu, hugsanlega í sömu blokk og fórnarlamb- ið. Hann hefði ekki lokið gagnfræða- prófi, byggi einn eða með einstæðu foreldri og ætti stórt safn klámmynda. Þar að auki hefði lögreglan að öllum lfkindum þegar yfirheyrt hann. Foley og fleiri rannsóknarlögreglu- menn voru tíu mánuði í viðbót að grafast fyrir um málið en þá voru þeir tilbúnir til þess að vísa því til saksóknarans. Þeir höfðu þá komist að því að morðinginn var raunar 32 ára gamall og hafði ekki lokið námi í gagnfræðaskóla, þekkti fqrnarlambið og bjó á fjórðu hæð í húsinu sem hún bjó í. Lögreglan hafði þegar yfirheyrt föður unga mannsins - en þeir bæði bjuggu saman og áttu sameiginlegt klámmyndasafn. Rann- sóknarlögreglumennirnir höfðu misst áhugann á yngri manninum eftir að þeim var sagt að hann hefði verið á geðsjúkra- húsi þegar morðið var framið. En þegar lögreglan athugaði geðsjúkrahúsið, vegna þess að lýsingin átti svo vel við manninn, komst hún að því að öryggis- gæslan var ekki meiri en svo að sjúkling- arnir gátu komið og farið að vild. Þetta varð til þess að þeir einbeittu sér að unga manninum og smám saman urðu sannan- irnar nægilegar til þess að unnt var að dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morðið. „Lýsingin frá FBI hélt mér á sporinu," segir Foley, en hann hefur starfað við morðdeildina hjá lögreglunni í New York í tíu ár. Nýtt vopn í vopnabúr FBI Lýsingin á mögulegum morðingja sérkennarans var ekki einungis lykillinn að ráðgátunni heldur sýndi hún New York-lögreglunni fram á gildi nýjasta vopnsins í vopnabúri FBI: lýsing á afbrotamanninum byggð á sálrænum eiginleikum hans. Auk þess sannfærði hún Foley og starfsfélaga hans og skipaði þeim þar með í vaxandi raðir lögreglu- manna vítt og breitt um Bandaríkin sem nú álíta að þegar finna þarf lausn á ákveðnum tegundum sakamála þá geti slíkar lýsingar verið til mikillar hjálpar. „Þeir gáfu okkur svo nákvæma lýsingu á honum að ég spurði þá hvers vegna þeir hefðu ekki gefið okkur símanúmerið hans líka,“ segir Joseph D’Amico lið- þjálfi, sem er yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í New York. FBI gerir slíkar lýsingar einungis á þröngu sviði sakamála - aðallega þegar um endurteknar nauðganir er að ræða, glæpi gagnvart börnum eða svokallaða „tilefnislausa" glæpi, þar sem eðli glæps- ins bendir til þess að morðinginn eigi við alvarlega sálræna erfiðleika að stríða. Ein af ástæðum þess að slík mál eru tekin til meðferðar er sú að afbrigðilegir glæpir falla betur að þeirri tækni sem notuð er en aðrir, svo sem eins og ýmsir auðgunarglæpir. „Því undarlegri sem aðstæðurnar á morðstaðnum eru,“ segir John Douglas, sem samdi lýsinguna á morðingjanum í Bronx, „því auðveldara er að dæma um það hvers konar mann- gerð framdi morðið." Önnur ástæða er sú að undarlegum eða afbrigðilegum glæpum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Fyrir tuttugu árum var þumalfingursreglan sú að í meira en 80 prósentum allra morð- mála hafði morðinginn einhvers konar samband við fórnarlambið fyrir verknað- inn. Tilefnið var ofboðsleg reiði eða hefndarþorsti, og snögg rannsókn á umhverfi fórnarlambsins leiddi venju- lega af sér skrá yfir líklega morðingja. Upp á síðkastið hefur 80 prósent hlutfallið snarfallið. Af 22.516 morðum í Bandaríkjunum árið 1981 voru um 45 prósent annað hvort þannig að morðing- inn og fórnarlambið höfðu aldrei séð hvort annað fyrr eða þá að morðinginn var skráður sem „óþekktur" í mörgum tilfellum er slíkt morð afleiðing ráns eða einhvers annars óhæfuverks og tilefni þess er þá flótti. Þeir sem myrða ókunn- ugt fólk virðast í sívaxandi mæli reknir áfram af alvarlegum sálrænum erfið- leikum. FBI telur að nú megi flokka um 25 prósent allra morða í þennan hóp. Fórnarlömb tilefnislausra morða eru í yfirgnæfandi meirihluta konur eða börn og morðingjarnir nær alltaf karlmenn. Morðinginn og fórnarlömb hans eru venjulega af sama kynstofni - svartir myrða svarta og hvítir myrða hvíta. Og fórnarlömb sama morðingjans eru oft fleiri en eitt og fleiri en tvö. Yfirvöld telja að Wayne Williams hafi myrt 27 börn og unga menn í Atlanta. Gerald Eugene Stano játaði á sig morð á 34 konum í Flórída. John Wayne Gracy myrti 33 drengi í Chicago. Zodiac-morð- inginn, sem enn gengur laus, er álitinn ábyrgur fyrir 40 morðum í San Fran- cisco. Coral Eugene Watts viðurkenndi aðeins morð á 13 konum í Texas, en lögreglumenn í öðrum fylkjum Banda- ríkjanna eru sannfærðir um að hann hafi myrt 60 aðrar konur. Þessi mál eru venjulega álitin óleysan- leg,“ segir Roger Depue yfirmaður At- ferlisrannsóknarstöðvar FBI, en örfáir starfsmenn hennar hafa einungis tíma til að aðstoða lögreglu tiltekinna borga við um það bil 300-400 mál á ári. Brjálaða sprengjumanninum var frábærlega lýst Sú aðferð að nota sálarfræði til að hafa hendur í hári glæpamanna er þó engin splunkuný uppgötvun. Bókmenntalegs uppruna hennar má leita allt aftur til ársins 1841 og útgáfu „Morðingjans í Rue Morgue" eftir Edgar Allan Poe. Rannsóknarlögreglumaðurinn hans, C. Auguste Dupin, hafði hæfileika til að fylgjast með hugsanaferli félaga síns á meðan þeir röltu um götur Parísar í fimmtán mínútur án þess að segja orð. „Rökfræðingur getur,“ sagði Sherlock Holmes um það bil fimmtíu árum síðar, „ályktað af einum vatnsdropa hvort hann er úr Atlantshafinu eða Nigarafoss- unum.“ Wayne Williams myrti a.m.k. 27 börn og unga menn í Atlanta. LysingFBI varðtil þess að brjóta niður vörn hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.