Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 22
22______________ nútíminn f Magnús hættir íEgó — Norðurlandaför- inni aflýst. Nýr trommari þegar tekinn til starfa ■ Magnús trominuleikari mun vera hættur í Egó og kom það nokkuð óvænt upp á teninginn nú skömmu áður en Egó ætlaði í hljómleikaför um Norður- löndin. Búið var að bóka þá á eina 23 staði en aflýsa verður þessari ferð. Hinsvegar munu Grýlurnar ganga inn í dæmið og halda þær utan bráðlega. Egómenn láta þó ekki deigan síga og hafa þegar hafið að æfa upp nýjan trommuleikara, eftir því sem Nútíminn kemst næst heitir hann Jökull og mun vera frá ísafirði. -FRI „Draumur . • endurútgefin ■ Magnús Þór Sigmundsson tónlist- armaður sendi sem kunnugt er frá sér nýja hljómplötu ' síðastliðið haust, „Draum aldamótabarnsins". Fyrsta upplag á fyrmefndri hljóm- plötu er nú uppselt hjá útgefanda Gim- steinn h/f. Nýtt hljómplötufyrirtæki Þel s/f hefur nýlega keypt útgáfurétt á Draumi aldamótabarnsins og verður hún gefin út í samvinnu við Ungmennafélag íslands sem sér um dreifingu og kynn- ingu á hljómplötunni og verður henni drei ft um land allt, á vegum Ungmenna- félaga. Þar sem Ungmennafélög eru ekki starfandi hefur verið leitað til íþróttabandalaga og félaga. * Platan verður ekki til sölu í búðum og ætti það aö auðvelda söluna. * Magnús Þór er tilbúinn að koma og kynna plötuna, þ.e.a.s. spila og syngja löginásamkomum sem félögin halda og þarf aðeins að greiða fcrða- kostnað. * Til þess að auðvelda söluna verður gert verulegt átak í því að kynna plötuna á næstunni. 1 næsta tölublaði Skinfaxa veröur viðtal við Magnús. * f nýútkomnu tölublaði Æskunnar verður platan kynnt. * Útvarpsþáttur verður gerður um efni plötunnar og verður hann á dagskrá fljótlega. SUNNUDAGUR 15. MAI1983 RÓTAÐ í SKEGGIOG SUKK- AÐ í JARÐARFÖRUM TheFall- Austurhœjarbíói 6. maí ■ Frá mínum bæjardyrum séð hafa The Fall allt frá stofnun árið 1977 vcrið sérkennilegasta og jafnframt ein skemmti- legasta hljómsveit sem fram hefur komið á síðustu árum. Yfirleitt hafa skoðanir fólks á hljómsveitinni verið með eða á móti og nánast ekkert þar á milli, og enska músíkpressan hefur annaðhvort níðst á henni eða talað um hana sem goð. Þetta er greinilega til marks um að Thc Fal| hefur einhverja sérstöðu innan um aðrar hljómsveitir. Það sem mér hefur helst líkað við The Fall er húmor- inn í lögunum, sérstæð og ónákvæm spilamennska og það að hún hundsar alla professional-mennsku. Þótt ég hafi óljósa hugmynd um hvað textar Mark E. Smith fjalla um ætla ég ekki að fara nánar út í það því ég skil þá ekki. En ég held að tónlistin sjálf gefi góða mynd af þeim, t.d. veit ég þess dæmi að fólk hafi orðið hrætt við að hlusta á sumar plöturnar og margir verða ægilega pirr- aðir. Þótt ég hafi haft gaman af öllum plötum The Fall til þessa varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum á föstudagskvöld- ið í Austurbæjarbíói. Kannski voru vonbrigðin vegna þess að hún tók ekki nema tvö lög sem ég hafði heyrt áður, The Classical og Look Know, ogöll nýju lögin voru löng og tilbreytingariítil þann- ig að þau hljómuðu illa, allavega í fyrsta sinn. (Þannig var það í fyrra skiptið sem hljómsveitin kom hingað, fólk hafði ekki heyrt lögin og það sem maður þekkir ekki tekur maður með fyrirvara). Þrátt fyrir að alltaf hafi mátt greina hinn persónulega Fall-hljóm á öllum plötum hennar til þess, hefur hver plata komið á óvart, bæði í tónsmíðum ogupptökum. En þessi nýju lög komu alls ekki á óvart. Einnig fannst mér tilfinnanlega vanta Marc Riley inní myndina, en hann var rekinn fyrir stuttu fyrir þá sök að hann sá sér ekki fært að taka hljómsveitina fram yfir konuna. Emhver annar spilaði á hljómborð þarna í Austurbæjarbíói en hann gerði það bara leiðinlega. Megnið af lögunum voru um 10 mtn- útna löng eða lengri, Mark E. Smith gekk um sviðið með vinstri hendi í vasanum og messaði í míkrófóninn yfir fólkinu sem ýmist sat eða dansaði tryllt við sviðið. Það var flæðandi bús í salnum og flestir líklega komnir í þeim hugleið- ingum að hafa góðan tíma, þótt eflaust hafi margir rótað í skegginu og reynt að setja þau orð prestsins sem skildust í samhengi og brosa með sjálfum sér. Ég held að The Fall hafi nefnilega verið meðhöndluð í gegnum tíðina með meiri spekingssvip en Mark E. Smith hefur kært sig um, og af þeim sökum hafa margir afskrifað hana sem eitthvað há- kúltúrfyrirbæri. Fyrir minn smekk þá finnst mér, eftir að hafa fylgst með hljómsveitinni lengi, að hún sé komin í hring; prógrammið á föstudaginn líktist að vissu leyti gömlum upptökum, t.d. af hljómleikaplötunni Totale’s Turns og það er sorglegt að heyra ekki fleiri ferskar hugmyndir eins og á síðustu plötunum, aðallega Hex Enduction Hour. Annars var síðasta stúdíóplatan, Room to Iive, hálfgert sambland af hefðbundnum Fall lögum og nýjum hugmyndum eins og t.d. Marquee Cha-Cha, sem Mark hefur talað um sem besta kommentið á Falk- landsdeilduna. Til allrar hamingju eru ekki allir á sama máli og ég um þessa tónleika. Flestum þótti mjög gaman enda voru þeir líklega ekki mættir sem þóttust hafa villst í jarðarför er The Fall spiluðu hér fyrir tveimur árum. En persónulega fannst mér meira gaman þá því í þeirri jarðarför var meiri húmor og léttleiki yfir pirrandi söngvunum, sem voru svo sterkir að nokkrir sem ég þekki hófu endurskoðun á taugakerfi sínu og tónlistarsmekk. Einhver hefur fleygt því fram að með The Fall hafi rokktónlist dottið í gröfina og Mark E. Smith hafi messað við þá jarðarför. En þótt hann messi enn fannst mér tónleikarnir á föstudaginn gefa það til kynna að The Fall eigi ekki langt í gröfina þótt það sé langt í að hún gleymist. Bra Plötur Hetjur í hamförum Björgvin Gísluson - Örugglega / Sleinar ■ Ef cg á að vera fullkomlega hreinskilinn þá frnnst mér þessi plaqi leiðinieg. Eiginlega fannst mér það áður en cg hlustaði á hana því mér varð á að lesa textana á bakhlið umslagsins fyrst, og eins og venjulega þá er leiðinlegt að hlusta á tönlist ef textarnir eru áberandi lélegir. (Það er að vísu ekki cins alvar- legt í enskri popptóhlist því þar skilur maður yfirleitt ekki text- ana) Textarnir á Örugglega sem eru allir eftir Bjartmar Guð- laugsson utan einn. sem er eftir Sigurð Bjóhi, er hræðilegur skólablaðakvcðskapur, og orða- val og röð, sem einkennist af hreint ægilegri þörf til að ríma, er svo skrýtin að meiningin er oft á reiki. Og þó svo að maður finni/hana, er fjarska lítill ástríðu- hiti á bak við hana, enda skilst mér að Björgvin hafi fengið Bjartmar til að semja tcxtana við fyrirfram samin lög. Sem dæmi um algjörar merkingar- leysur eru t.d. „ég er að konta um loftin blá" og „útlenskir straumar/ nú hvlla minn hug", og sem dæmi um heldur hjákát- legti textagcrð er hér niðurlag lagsins Hetjudraumar sem fjall- ar unt hetjur hvíta tjaldsins: „Ég sé þær í draumi/ hetjur í hamförum/ í gleði og glaumi/ allar í samförum." Þetta er vitanlega ckkert nýr tónn í íslenskum popplögum, t.d. get ég ekki stillt mig unt að taka til samlíkingar brot úr texta eftir Þorstcin Eggertsson sem hann samdi fyrir sólóplötu Lindu úr Lummunum. ÍÁigið held ég að hafi heitið Sumarfri: „og ég næ mér í ítala/ ég vona að ég lendi ekki á spítala." Hæfileikar Björgvins liggja í að spila og scmja tónlist og mörg lögin á þcssari plötu, svo sem Afi ogHetjudraumar, eru mjög góð. En söngur Björgvins er tilgerðarlcgur. Aftur á móti syngur Björk Guðmundsdóttir lagið Afi mjög skemmtilcga og vinnur vel úr þessu sniðuga lagi. Sem gítarleikari er Björgvin ckki búinn að gleyma fortfð sinni það er greinilegt í sumum lag- anna þar scm manni dettur í hug Pelican, og eins og flciri sóló-gítaristar er Björgvin undir áhrifum frá hollcnsku hljómsveitinni Focus. Sé litið á heildina cr Örugg- lega vel unnin tæknilega og margar tónsmíöamar góðar, en neistann vantar, aðallega vegna textanna sem hefðu í rauninni aldrei átt að vera sungnir því það er tilgangslaust að rembast við það sem kemur af sjálfu sér. Af þeim sökum verður platan ekki sannfærandi og heldur ekki mjög fjörug né kærulcysisleg. Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvers vegna Björgvin Gíslason. sem á bágt með söng og textagcrö, skuli gefa út svona sólóplötu með söng og textum. - Bra Fullorðinsævintýri Marianne Faithfull - A Child’s Adventurc/ Fáikinn ■ Fyrstutónarþessararplötu minna svolttið óþægilega á upphaf The Blue Mask með Lou Reed. Ástæðan er sú að bassaleikarinn Fernarido Saunders leikur í þeim báðum. Annað lagið er nánast alveg eins og Grace Jones, söngurinn kaldur og undirspilið fíngert, pg ástæðan fyrir því er líklega sú að maður að nafni Barry Reynolds sernur flest lögin bæði fyrir Grace og Marianne, pródúserar og lcikur á gítar fyrir þær báðar. Þaö er óneit- anlega svolítið lciðinlegt þegar session-menn, lagasmiðir og pródúserar eru farnir að hafa svona afgerandi áhrif hjá mis- munandi tónlistarmönnum og MARIANNE FAITHFULL sctja sinn stimpil á vörurnar. En því er aftur á móti ekki að neita að bæði þessi lög með Marianne eru mjög skemmti- leg . Þrátt fyrir samlfkingarn- ar. Rödd hennar er sérstök og þegar á heildina er litið kannski of sérstök því hún virkar stund- um tilgerðarleg. Þetta er ekki átakamikil plata f þeim skilningi að miklu rafmagni sé dælt út, og ef flokka á tónlistina þá cr hún eitthvað nálægt því að vera mellow-pop. en sterkar meló- díur og tilfinning í söng og spili gera plötuna sterka og þbss eðlis að mann langar til að hlusta á hana aftur. Það eru nefnilega ekki margar plötur sem mann langar til að hlusta á tvisvar eða oftar. Það er bara eitt lag sem ég get ekki sætt mig við sem heitir Ireland og er eins konar óður til írsku þjóð- arinnar og einhvern veginn langt frá öðrum pæiingum Marianne á Child’s Advcnt- ure. Það er ekki að ég hafi eitthvað á mót írum, en þessi söngur er svo ægilega senti- mental og‘slepjulegur: „Then 1 heard the Wind/ Calling from over the sea/ Saying Ireland, Ireland/ When will you be free." Öll hin lögin eru ekta og hafa sterk persónueinkenni söngkonunnar. En í sambandi við titilinn, A Child s Advent- ure, þá svipar textunum miklu frckar til ævintýra fullorðinna í stórborgunum og auk þess er Marianne alls ekkcrt barn lengur þótt hún hkfi kannski verið það með endurkomu sinni/Broken English. - Bra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.