Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 5 Miðilsfyrirbæri samþýðanleg sjónhverfingum í annan stað er ástæða til að hafa í huga að á andafundum fer fram sefjun og sjálfsefjun, vísvit- andi eða óafvitandi, og hún brenglar dómgreind viðstaddra. Viljinn til að trúa, ekki síst í kjölfar ástvinamissis, skiptir einnig miklu máli í þessu sambandi. Dásvefn miðils er ýmist tilbúningur hans, eða eins og William Sargant bendir á í bókinni The Mind Possessed (1973), um er að ræða ákveðið stig sefjunar eða dáleiðslu þar sem t.d. ýmislegt það rifjast upp óafvitandi sem gleymt var. Það mikilvægasta í sambandi við miðilsfyrirbæri er að þau eru öll samþýðanleg sjónhverfingum. Miðlar geta ekkert það gert sem hæfir sjónhverf- ingarmenn geta ekki leikið eftir. Sama gildir raunar um öll „dulræn fyrirbæri" sem unnt er að rannsaka með aðferðum vísinda. Andatrú nærir órökvísa hugsun ogvekurfalskar vonir. Til allrar hamingju fer henni hnignandi hér á landi, og kannski verður hún öll innan fárra ára. - G.M. CfMfVS Öryggi í fóðuröflun SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SÍMI 86500 Gáta „sálrænnar ljós- myndar” ráðin Af svikahrappnum Hope og viðskiptum hansvið íslendinga ■ í fyrra bindi safnritsins Öldin okkar þar sem greint er frá minnisverðum tíðindum úr blöðum hér á landi á árunum 1901-1930 er m.a. að finna athyglisverða frásögn frá árinu 1928 undir fyrirsögninni „Mynd af Haraldi Níelssyni?" Þar segir orðrétt:,,30/10. Þau hjónin, Sveinn M. Sveinsson og kona hans, Soffía, dóttir Haralds heitins Níelssonar, voru nýlega á ferð á Englandi, og komu þau við í Crewe, en þar er maður, Hope að nafni, er fengist hefur við það í mörg ár að taka svonefndar sálrænar myndir. Þegar fólk lætur Hope taka myndir af ■ sér, er fyrst haldin eins konar guðsþjón- usta. Þegar plöturnar eru framkallaðar, koma svo oft ýmsar aukamyndir fram á þeim. Telja margir sig hafa þekkt látna ástvini sína á myndum þessum. Hjónin létu Hope taka mynd af sér, og þegar þau fengu myndina, kom í Ijós, að á bak við þau var mynd af Haraldi Níelssyni. Þykjast þau fullviss um, að ^ myndasmiðurinn hafi ekki vitað nein deili á þeim, og þess vegna hafi hann ekki getað haft nein brögð í tafli. - Línuin þessum fylgir mynd, er Hope tók af þeim hjónum.“ Lýkur þar frásögninni í Öldinni okkar. ■ „Megnið af spíritistunum trúa og (trúðu) án verulegra heilabrota, þeir bera barnalegt traust til “fyrirbæranna , og eru gjörsneyddir skilningi á ströngum sannanakröfum vísindanna,, skrifar norski sálfræðingurinn Harald Sch jelderup í bókinni Furdur sálarlífsins (AB 1963). Ljósmynd af “útfrymi,, hjá miðlinum Einari Nielsen. Þaðerprófess- or Haraldur Níelsson sem heldur um vinstri hönd miðilsins. blekkingum byggð. Keene beitti öllum hinum hefðbundnu aðferðum sjónhverfingarmanna á 13 ára mtðilsferli sínum: Jas spurningar úr lokuðum umslögum og svaraði þeim síðan „að handan": fann týnda hluti; vissi ótrúlega mikið um einkahagi fólks sem „enginn annar en það sjálft gat vitað1', o.s.frv.. I þessu skyni notfærði hann sér brögð sjónhverfingarmanna, og spilaði til hins ýtrasta á trúgirni og einfeldni viðstaddra. Engum datt í hug að væna hann um svik, og játningar hans komu andatrúarmönnum í opna skjöldu. Líkamningar og útfrymi á andafundum hljóta líka að flokkast undir svik. Þegar efasemdarmenn hafa kveikt ljós í óleyfi kemur í Ijós að „líkamn- ingarnir" eru starfsmenn miðlanna í dulargervi, og útfrymið jarðneskt efni. Prettir af þessu tagi hafa verið afhjúpaðir hér á landi. Það er ekki tilviljun að samhliða vaxandi efasemdum um miðilsfyrirbæri, og aukinni gagnrýni á andatrú, hafa líkamningar og útfrymi dottið upp fyrir. Ljósmyndarinn í Crewe hét fullu nafni William Hope, og hafði er hér var komið sögu þegar verið afhjúpaður fyrir svik og pretti við ljósmyndaiðju sína, og frá óheilindum hans greint í blöðum, tíma- ritum og bókum. Edward Bush, félagi í Breska sálarrannsóknarfélaginu, stóð hann að verki árið 1921, og greindi frá því hvernig hann falsaði myndir sínar í sérstökum bæklingi og Lundúnablaðinu Trulh. Ýtarleg rannsókn þriggja manna í sama félagi leiddi hið sama í Ijós, og var greint frá afhjúpuninni í skýrslum Sálarrannsóknarfélagsins árið 1933. Þar kom m.a. fram að íljósmyndasafni Hopes voru yfir 3000 Ijósmyndir af aðskiljan- legum persónum sem hann virtist nota þegar bæta þurfti „öndurn" inn á mynd- irnar sem hann tók sjálfur í myrkraher- bergi sínu. Bandaríski sjónhverfingarmaðurinn Harry Houdini fjallar einnig um svika- starf Hopes í bók sinni A Magican Among the Spirits, einni frægustu ádeilu á andatrú og sálarransóknir á fyrri hluta aldarinnar. Sjálfur hafði hann reynt að fá Hope til að taka af sér „sálræna Ijósmynd" en hann kom sér undan því. Loks ákvað Houdini í desember 1921 að senda á fund hans vin sinn DeVega frá Glasgow. hæfan sjónhverfingarmann sem sjálfur var Ijósmyndari. í bréfi sem DeVega skrifaði Houdini eftir heim- sóknina, og birt er á bók Houdinis, skýrir hann frá því hvers hann hafi orðið vísari og hvernig Hópe fari að því að bæta aukamyndum inn á ljósmyndir sínar. Nú er næsta auðvelt að skýra hvernig mynd af Haraldi Níelssyni komst í hendur Hopes. Frá því ergreint í Agripi af sögu sálarrannsóknanna og spíritism- ans eftir séra Jón Auðuns að Haraldur hafi haft kynni af „ljósmyndamiðli" á Englandi og latið hann taka af sér mynd. Væntanlega hefur það verið Hope í Crewe, en annars var samband á milli „ljósmyndamiðlanna". Sá sem tók myndina af Haraldi Níelssyni vissi auð- vitað að þar var á ferð leiðtogi andatrú- armanna á íslandi, og þegar svo nokkr- um mánuðum eftir að Haraldur var láfinn, aðitvo íslendinga bar að garði í Crewe þurfti Ijósmyndarinn ekki einu sinni að spyrja þá til nafns til þess aðláta sér detta í hug að setja mynd af Haraldi inn á myndina sem hann tók af þeim. Það sem er forvitnilegast er hins vegar að prettir af þessu tagi skuli vera svo auðveldir sem raun ber vitni, og maður sem hefur verið staðinn að verki við svindl skuli komast upp með að halda iðju sinni áfram óárcittur. Að mennta- fólk, eins og íslendingarnir tveir, skuli láta blekkjast er enn eitt undrunarefnið. Trúgirni mannfólksins virðast litil tak- mörk sett. - GM Myrnl af Haraldx NíelmynÍ? 3°/,«. Þau hjt'min, Svcion M. Sveinsson og kona hans, Soffia, ilóitir Haralds hcitins Níclssonar, voru nýlega á fcrð á Englandi, og ' koinu þau við í Crewe, en ]>ar er maður, Hopc að nafni, er fcngizt hefur við jþað i mörg ir að taka svonefndar sálra-nar tnyndir, ; Þegar fólk la'tur Hope taka j myndir af sér, cr fyrst lialdin eins j konar guðsþjónusta. Þegar plöt- i urnar eru fratnkallaðar, korna svo ; oft ýmsar aukamyndir fram á þeim. I Telja margir sig hafa þekkt látna ' ■ Frásögn í ÖLDINNI OKKAR, bls. 264, af Ijósmyndinni dularfullu af Har- aldi Nielssyni. Gcænfoour heyog vothey Rúlluvél frá CLAAS skarar framúr, einföld, örugg og bindur í fasta og vel gerða og jafna bagga, en það er sérstaklega þýðingarmikið. CLAAS baggarnir verða vel lagaðir og þéttir. Fyrirliggjandi R-34 baggastærð 1,2 x 0,9 m R-44 baggastærð 1,2 x 1,2 m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.