Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 15.05.1983, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Sálarfræði beitt í þágu réttvísmnar lið fyrir lið, bendir það til grimmari persónuleika, manns á þrítugs eða fer- tugs aldri. l’að sem morðinginn gerir strax eftir morðið er jafn mikilvægt. Virðist hann hafa dvalið eitthvað á morðstaðnum, skemmt sér við að skoða eigur fórnar- lambsins og setja líkið í einhvcrjar ákveðnar stellingar? Eða drepur hann og hleypur síðan í burtu? Og hefur hann tekið eitthvað með sér? Morðingjar taka oft einhvcrn hlut með sér, t.d. armband, til þess að nota síðar við að endurskapa reynsluna í huga sér. Ákveðnar tegundir af morðingjum halda dagbækur eða úrklippubækur um glæpi sína. Mótsagnarkenndar vísbendingar geta komið að gagni Jafnvel vísbcndingar sem í fyrstu virð- ast mótsagnarkenndarog ruglandi geta verið mjög nytsamar þegar leitað er að sökudólgi. Fyrir tveimur árum var 22ja ára gamalli konu rænt kvöld eitt er hún var við barnagæslu í htilli borg í Pennsyl- vaníu. Nokkrum dögum seinna fannst lík hcnnar á öskuhaugum borgarinnar. Pegar Douglas fékk Ijósmyndirnar og líkskoðunarskýrsluna sá hann vísbend- ingar um tvær algjörlega ólíkar mann- gerðir. Annars vegar benti sú staðreynd, að fórnarlambið hafði verið myrt með ofsafenginni skyndiárás og limlest eftir morðið til óskipulegs, óttaslegins morð- ■ingja sem ekki gat skorið hana fyrr en hún var látin. Hins vegar var stúlkan myrt á einum stað og síðan flutt í bifreið til öskuhauganna, en það áleit Douglas einungis á færi skipulegs morðingja sem undirbjó verk sitt fyrirfram. Líkið bar þess cinnig merki að því hafði verið nauðgað, þ.c.a.s. eftir að stúlkan var látin. Af þessu dró Douglas þá ályktun að verkið væri ekki unnið af óskipu- legum manni og studdist þá við önnur mál af svipuöum toga. Að lokum sagði Douglas lögreglufor- ingjanum, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið, að leita fremur að tveimur morðingjum en cinum. Og það kom á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Annar þcirra - sá sem var ábyrgur fyrir skyndiárásinni - var sambýlismaður stúlkunnar, en hinn var bróðir hans sem skipulagði flutning líksins frá morð- staðnum til öskuhauganna. Aðferðir FBI við að' túlka morðin byggja minna á sálfræðilegu innsæi en tölfræðilegum líkindum, venjulegri heil- brigðri skynsemi og þeirri reynslu sem hlýst af því að rannsaka hundruð svip- aðra mála. Hvað varðar nakta líkið í Bronx þá var Douglas þcgar næstum því viss um það að fyrst stúlkan var hvít þá værimorðinginn það líka.Þá ályktun dró hann af því að yfirgnæfandi mcirihluti þeirra morðingja sem limlesta fórnar- lömb sín eru af sama kynstofni og fórnarlambið. Douglas giskaði á að morðinginn væri á aldrinum 25 til 35 ifra, vegna þess að morðið var framið með skipulagðri aðferð. Morðinginn hafði skrúfað eyrnarlokka stúlkunnar úr eyrn- arsneplum hennar, ekki rifið þá úr, og lagt þá snyrtilega sinn við hvora hlið höfuðsins. Líkið hafði verið sett mjög vendilega í stellingar sem mynduðu gyðinglegt gæfumerki. Reynslan sagði Douglas það að slíkrar hegðunar væri mjög ólíklega að vænta af unglingi eða manni rétt orðnum tvítugum. En það var heldur ekki líklegt aö morðinginn væri eldri maður.farinn aðnálgastfertugt eða á fimmtugs aldri. Hvötin til þess að fremja ruddaleg kynferðismorð kemur yfirleitt fram á unga aldri og litlar líkur cru til þess að maður gæti framið slík morð á löngu árabili án þess að upp um hann kæmist. „Ef hann væri á fimmtugs aldri,“sagði Douglas, „væri hann senni" lega kominn undir lás og slá núna.“ Morðingi sem dvelur lengi á morðstaðnum býr líklega í grenndinni Önnur persónueinkenni morðingjans komu fram við svipaða röksemdafærslu. FBI veit það vegna tölfræðilegra upplýs- inga sinna um glæpi að morðingjar af þessari gcrð koma oft frá sundruðum heimilum og eiga erfitt með að mynda varanlcg tengsl við konur. Þetta leiddi til þess að ályktað var að morðinginn í Bronx byggi einn eða með einstæðu foreldri sínu. Douglas benti á það, sem lögreglan taldi mikilvægustu vísbending- una, að morðinginn byggi annaðhvort eða ynni í nágrenni morðstaðarins. Þá ályktun dró Douglas af því hvcrnig hann virtist hafa hegðað sér á staðnum. „Hann eyddi heilmiklum tíma þar, sem segir okkur að hann hafi verið þó nokkuð kunnugur umhverfinu,“ segir Douglas. „Hann þckkti það nógu vel til þess að honum fannst hann geta gert allt sem hann vildi þar án þess að nokkur myndi trufla hann.“ Og ef morðinginn bjó nálægt morðstaðnum var mjög sennilegt að lögreglan hefði þegar talað við hann, því samkvæmt hefðbundinni rannsókn- araðferð eru allir íbúar svæðisins yfir- heyrðir. Það hvernig FBI nær í hvern hluta pússluspilsins fyrir sigvirðist ekki ofvaxið skilningi manns, en hin fullgerða lýsing getur gert reyndasta rannsóknarlög- reglumann agndofa. Elstur og þekktast- ur þeirra sem vinna að gerð slfkra lýsinga cr Howard Teten, en hann hefurstarfað hjá FBI um tuttugu ára skeið og stjórnar nú rannsókna- og þróunarstofnun FBI. Teten er frægur fyrir það að geta gert mjög nákvæmar lýsingar af morðingjum, þó upplýsingarnar scm hann hefur til að byggja á séu af afar skornum skammti. Teten byrjaði að semja lýsingar árið 1970, en þá kenndi hann hagnýta af- brotafræði við lögregluskóla FBI. Nem- endurnir, sem voru frá hinurn ýmsu deildum lögreglunnar, báru gjarnan undir hann þau sakamál sem þeir voru að glíma við. Einhverju sinni hringdi til hans lögreglumaður í Kaliforníu vegna máls sem honum þótti óskiljanlegt, ung kona hafði verið stungin mörgum sinn- um til bana. Þegar hann hafði lýst morðinu stuttlega sagði Teten honum að hann skyldi leita að unglingi sem byggi í nágrenninu. Þetta væri horaður, bólu- grafinn og félagslega einangraður krakki, sem hefði myrt stúlkuna í stundaræði. Hann hefði aldrei myrt neinn áður og væri hræðilega sakbitinn. „Ef þú gengur um hverfið og bankar að dyrum muntu sennilega rekast á hann,“ sagði Teten. „Og þegar þar að kemur skaltu bara standa kyrr og horfa á hann og segja: Þú veist hversvegnaég er hér.” Tveimur dögum síðar hringdi lögreglu- maðurinn aftur og sagðist hafa fundið unglinginn, cins og Teten hafðisagt fyrir um. En áður en lögreglumaðurin.n gat opnað munninn hrökk út úr stráknum: „Þú náðir mér.“ Ásamt Ijósmyndum frá morðstaðnum notar FBI upplýsingar sem grundvallar rannsóknir á morðingjum veita. Á síð- asta ári fékk Atferlisrannsóknarstofnun- in styrk að upphæð 2.816.000,- kr. til þess að koma upp skrá yfir hljóðrituð viðtöl við a.m.k. 100 alræmda fjölda- morðingja og aðra launmorðingja og tölvuskrá yfir það sem sameiginlegt er í málum þeirra. Þetta er fyrsta vísindalega rannsóknin sem gerð er á svo mörgum morðingjum. Stofnunin hefur nú þegar talað við 36 þeirra, frá Charles Manson og Richard Speck til David Berkowitz, Sirhan Sirhan og Arthur Bremer, mann- inn sem reyndi að myrða George Wall- ace. Starfsmenn stofnunarinnar hafa m.a.s. einnig heimsótt Mendota geð- sjúkrahúsið í Madison Wisconsin, til þess að hitta hinn 77 ára gamla Ed Gein, „varúlfinn í Plainfield", en næturheim- sóknir hans í kirkjugarð smáborgar einn- ar í Wisconsin blés líklega Alfred Hitch- cock í brjóst efniviðnum í kvikmyndina Psycho. Fór aftur á morðstaðinn til að endurskapa atburðinn í huga sér Með þessum viðtölum vonast stofnun- in til þess að geta komist að því hvernig glæpamenn standa að verkum sínum - bn það hafa fræðilegar rannsóknir á afbrotum ekki getað leitt í Ijós. Hvernig nálgast morðingjarfórnarlömbsín? Um hvað tala þeir við þau áður en þeir myrða þau? Hvernig hegða þeir sér strax eftir morðið? Hvernig fór maður, sem rændi börnum frá verslunarmiðstöðvum, og myrti þau síðan, að því að fá þau til að koma með sér? Svarið er svohljóð- andi: Hann vafði handlegg sinn í sára- umbúðir og setti hann síðan í fatla og fékk börnin svo til að hjálpa sér með plastpoka fulla af varningi að bifreið sinni, sem hann hafði lagt á afviknum stað á bílastæðinu. „Þegar við fórum til New York til að tala við „Son Sáms“, David Berkowitz," segir Robert K.Raessleryfirmaður rann- sóknarinnar, „sagði hann okkur að þau kvöld sem hann fann ekkert fórnarlamb til þess að drepa, hafi hann farið aftur á einhvern af þeim stöðum, þar sem hann hafði áður myrt eitthvert fórnarlamba sinna, til þess að endurskapa atburðinn í huga sér. Þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar ef vera kynni að fleiri glæpa- menn höguðu sér á sama hátt.“ Þegar starfsmenn FBI skrifa niður lýsingar sínar láta þeir sálarfræðileg heiti lönd og leið og nefna hlutina sínum réttu nöfnum á venjulegri ensku. Vegna þess m.a. að lögreglumenn eru almennt fullir efasemda í garð geðheilbrigðisstéttanna og tungumál sálarfræðinnar er ekki sér- staklega vel til þess fallið að hafa hendur í hári glæpamanna. „Það er lögreglunni mun notadrýgra að vita aldur mannsins, af hvaða kynþætti hann er og til hvaða hjúskaparstéttar hann telst, helduren að lesa einhverja nákvæma skýrslu um sálgreiningu," segir Dietz, sálfræðingur og prófessor við háskólann íVirginíu. Auk þess hcfur FBI engan sérstakan áhuga á sálrænunt eiginleikum oghvöt- um morðingjanna. „Viðeinblínumekki á hvers vegna morðinginn gerir það sem hann gerir," segir Roy Hazelwood starfs- maður FBI. „Það sem við höfum áhuga á er það að hann skuli gera það og að hann geri það á ákveðinn hátt sem leiðir okkar á slóð hans.“ FBI varar lögreglumenn hinna ein- stöku borga við því að taka lýsingar sínar of hátíðlegar og hvetur þá til þcss að takmarka rannsóknir sínar ekki við fólk sem sýni þau persónueinkenni sem fram koma í lýsingunni. Lýsingunni er ætlað að gera grein fyrir ákveðinni manngerð en hún á ekki að benda á ákveðinn einstakling. Og það er ævin- lega hugsnlegt að lýsingin frá FBI sé alröng. Hazelwood á t.d. vafasaman heiður af því að hafa gert ónákvæmustu lýsingu sem sögur fara af hjá FBI. Það var í máli nokkru sem lögreglan í Georgíu vann að og snerist um það að ókunnugur maður birtist skyndilega heima hjá konu nokkurri og kýldi hana í andlitið án nokkurs tilefnis, að því er séð varð, og skaut unga dóttur hennar í magann, þó ekki til bana svo sem síðar kom í Ijós. Hazelwood sagði lögreglunni í Georgíu að leita að manni sem kæmi frá uppflosnuðu heimili, hefði ekki lokið gagnfræðaskólanámi, væri ófaglærður verkamaður, héngi á vafasömum búllum og byggi langt frá árásarstaðnum. Þegar loksins náðist í sökudólginn reyndist hann alinn upp af báðum foreldrum sínum, sem höfðu verið gift í fjörtíu ár. Hann hafði lokið stúdentsprófi með einkunnum yfir meðallagi. Hann hafði á hendi stjórnunarstarf í stórum banka, kenndi við sunnudagaskóla og fór reglu- lega í kirkju, drakk aldrei dropa af áfengi og bjó í nágrenni árásarstaðarins. „Ég hef þessa lýsingu fyrir framan mig,“ sagði Hazelwood, „til að minna mig á það að við erum enn á því stigi þar sem lýsing af þessu tagi er fremur listræn en vísindaleg." Sumir leggja blóm á grafreiti fórnarlambanna Um leið og lýsingarnar hjálpa lögregl- unni að þrengja rannsóknimar eru þær oft notaðar til þess að blekkja morðingj- ana og nýtur hún þá oft aðstoðar dag- blaðanna á staðnum. Þegar starfsmenn FBI álíta að morðinginn sé undir miklu álagivegna glæpsins eðaað fara á taugum hvetja þeir lögregluna á staðn«m til þess að birta frásagnir um það í dagblöðunum að rannsókninni miði vel áfram og lausnin sé í sjónmáli - jafnvel þótt hvorki gangi né reki. „Maður verður að taka náungann á sálarfræðinni,“ segir Douglas. „Ef hann er nógu aðþrengdur fer hann hugsanlega að hegða sér á annan hátt og þá er mögulegt að maður komist á sporið.“ Þegar lýsingin gerir ráð fyrir því að sökudólgurinn þjáist af sektarkennd get- ur verið árangursríkt að rifja morðsög- una upp í tilefni þess að svo og svo langur tími sé nú liðinn frá morðinu og fjalla þá jafnvel á samúðarfullan hátt um fjölskyldu fórnarlambsins. „Það sem vakir fyrir okkur með þessu er að draga morðingjann sálfræðilega aftur að fórn- arlambinu,“ segir Douglas. Lögreglan ætti þá ef til vill að fylgjast með kirkju- garðinum þar sem fórnarlambið er grafið og jafnvel kóma hlustunartækjum fyrir á minnisvarðanum. Nokkrir morðingjar hafa náðst þegar þeir fóru í kirkjugarð- inn til þess að leggja blóm á grafreiti fórnarlamba sinna. Sumir sérfræðingar innan geðheil- brigðisstéttanna eru dálítið viðkvæmir fyrir því að sálarfræðilegum aðferðum sé beitt við að íþyngja fólki sálarlega í stað þess að hjálpa því til að líða betur. Dietz hefur t.d. stöku sinnum aðstoðað FBI við að semja lýsingar á mögulegum morðingjum og hann hefur einnig samið greinar um glæpi í félagi við starfsmenn FBI, sem birst hafa í sérfræðilegum tímaritum. En þegar kemur að því að ' beita sökudólgana sálrænum þrýstingi kærir hann sig ekki um að vinna með þeim vegna þess að sú aðferð gæti valdið því að afbrotamaðurinn fremdi sjálfsmorð. „Það er yfir höfuð ósiðlegt", segir hann, „af sérfræðingi að nota þekkingu sína til þess að skaða mannlega veru.“ Almenn viðbrögð lögreglunnar við þeim möguleika að sökudólgurinn fremji sjálfsmorðer: „Farið hefurfébetra". Og lögreglan réttlætir notkun þessarar að- ferðar með því að hún komi hugsanlega í veg fyrir morð. En sé lögreglan ekki varkár getur aðferðin einnig reynst hættuleg, eins og kom í ljós þegar lögreglan í einu af vesturríkjunum birti lýsingu frá FBI á morðingja.sem drap stúlku með 84 hnífsstunguny sjónvarps- þætti ásamt mjög skýrum myndum frá morðstaðnum. Lögreglan hafði þó ekki hugsað út í það að setja vörð við heimili stúlkunnar. Skömmu eftir að þættinum lauk sireri morðinginn aftur til heimilis stúlkunnar og ataði veggina í herberginu hennar blóði. Hefði móðirin veriðheima er hugsanlegt að hún hefði hlotið sömu örlög og dóttir hennar. FBI hefur að undanförnu notað sál- rænar lýsingar á öllum stigum rannsókn- anna. frá upphafi til enda. Stofnunin ráðleggur lögreglunni í einstökum borg- um að beita mismunandi aðferðum við yfirheyrslur, allt eftir því hverskonar persónuleika hinn grunaði hefur að geyma, hvort á t.d. heldur að fara með hann á stöðina að degi til, nota skær ljós, ganga harkalega að honum eða nálgast hann á mjúklegri hátt. Munu tölvurnar benda á morðingjann? Starfsmenn stofnunarinnar eru einnig farnir að vera saksóknurum til ráðgjafar við réttarhöld um það hvernig yfirheyra beri hinn ákærða á sakabekknum. Við réttarhöldin yfir Wayne Williams vegna tveggja af morðunum í Atlanta sat Douglas við hlið Jack Mallards saksókn- ara nær allan tímann. Vandamál sak- sóknarans var það að til að byrja með virtist Williams of rólegur og öruggur - það var varla hægt að ímynda sér að slíkur maður gæti framið ofsafengin morð. „Við höfðum áhyggjur af því,“ segir Douglas, „að kviðdómurinn sæi hann sem trúverðugan mann.“ Douglas ráðlagði Mallard því að reyna að halda Williams á sakabekknum eins lengi í einu og mögulegt væri og dæla á hann nákvæmum spurningum um morðin. „Það er erfitt fyrir hann að halda ró sinni hér í réttarsalnum, þar sem hann hefur enga stjórn á aðstæðum og allar veilurn- ar í skapgerð hans koma smám saman fram í dagsljósið. Því lengur sem þú getur yfirheyrt hann því órólegri verður hann og því meiri líkur eru á því að hann missi stjórn á sér,“ útskýrði Douglas. Og það er einmitt það sem gerðist. Þegar Mallard endurtók í sífellu spurn- ingar sínar um það hvernig fórnarlömbin hefðu verið kyrkt - „Hvernig leið þér Wayne, þegar þú þrýstir höndum þínum að hálsi þeirra,“ spurði hann. „Misstirðu stjórn á þér, Wayne,“ - varð Williams stöðugt órólegri. Allt í einu greip hann fram í fyrir saksóknaranum, benti á hann og kallaði hann „fífl.“ Síðan flæddi upp úr honum sundurlaus orðaflaumur og talsmáti hans breyttist úr fágaðri ensku í ruddalegt götumál. „Maður sá kviðdóminn stara á hann í forundran," segir Douglas, „þau voru þrumulostin, þarna sýndi hann á sér allt aðra hlið.“ I framtíðinni verða lýsingar af þessu tagi unnar fyrir tölvur, þannig að lög- reglumenn vítt og breitt um Bandaríkin geta matað tölvu á einkennum tiltekins morðs og fengið til baka marktæka tilgátu um það hver morðinginn er. Morðinginn verður flokkaður eftir því hvort hann er „skipulegur", „óskipu- legur“ eða ■ „blandaður” persónuleiki. Önnur persónueinkenni hans, eins og aldur, kynþáttur og hversu nálægt morð- staðnum hann býr. verða merkt með tölum, eftir því hversu algeng þau eru í svipuðum glæpum sem áður hafa verið framdir. Að sjálfsögðu vill enginn segja neitt um það hvernig tölvan getur bætt innsæisþættinum inn í greininguna. En sá dagur virðist ekki langt undan, þegar lögreglan getur þekkt glæpamann af þeim sálrænu vísbendingum sem hann skilur eftir á morðstaðnum jafn fljótt og örugglega og ef hann hefði atað heilu veggina fingraförum sínum. Þýtt úr Psychology Today

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.