Tíminn - 19.05.1983, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstoiustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Ueifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Dýr myndi
Svavar allur
■ Pekkt er sú saga, að einn af höfðingjum fyrri alda hafi
orðið fyrir því, er hann átti í málaþrasi, að höggvinn var
af honum fingur, en á þessum tíma var vopnum oft beitt
í þrætum.
Þetta leiddi þó ekki til alvarlegri átaka, en umræddum
höfðingja voru dæmdar miklar fébætur fyrir fingurmissinn.
Varð þá til hið alkunna orðtak: Dýr myndi Hafliði allur.
Þótt ólíku sé saman að jafna, hlýtur þó ýmsum að koma
í hug í sambandi við stjórnarmyndunartilraun Svavars
Gestssonar, að dýr myndi Svavar allur.
Svavar Gestsson hefur ekki borið fram neinar ákveðnar
hugmyndir eða tillögur varðandi stjórnarsáttmála og eru
menn því jafn ófróðir eftir sem áður um efnahagsstefnu
Alþýðubandalagsins. Hana er reynt að dylja með ýmsum
óljósum spurningum, sem Svavar hefur lagt fyrir stjórn-
málaflokkana.
Af einni þessara spurningæ má þó ráða, að Alþýðu-
bandalagið er tilbúið að fresta í einn mánuð greiðslu þeirra
vísitölubóta, sem launþegar eiga að fá l.júní. Rökstuðn-
ingurinn fyrir þessu virðist sá, að Svavar þurfi ríflegan
tíma til stjórnarmyndunar og það taki hann ekki skemmri
tíma en mánuð að komast til botns í því, hvort hann getur
myndað stjórn eða ekki.
Samkvæmt útreikningum verða vísitölubætur, sem
koma til greiðslu nú um mánaðarmótin, að öllu óbreyttu
um 20%.
Þetta þýðir, að maður, sem hefur 10 þús. kr. mánaðar-
laun, ætti að fá2000 kr. í vísitölubætur l.júní, maður með
15 þús. kr. mánaðarlaun 3000 kr. og maður með 20 þús.
kr. mánaðarlaun 4000 kr. Fjarri fer því, að hér sé um
hálaunafólk að ræða.
Fyrir þetta fólk er það enginn smávegis skattur að missa
af 2000-4000 króna vísitölubótum um næstu mánaðarmót
vegna þess, að Svavar Gestsson þarf ríflegan tíma til
stjórnarmyndunar.
Fetta er þó ekki öll sagan. Frestun á greiðslum þýðir
fyrst og fremst það, að það verði tekið til athugunar á
stjórnarmyndunartíma Svavars, hvort fella beri þessar
bætur niður að einhverju leyti eða öllu. Annars væri
frestunin alveg út í hött.
Og þá kemur að áframhaldinu: Fyrst Alþýðubandalagið
er reiðubúið að fella niður í mánuð 2000 króna vísitölubæt-
ur til mannsins, sem hefur 10 þús. króna mánaðarlaun,
vegna stjórnarmyndunartilraunar Svavars Gestssonar,
hversu mikið væri það þá ekki reiðubúið til að skerða
launin til að tryggja stjórnarmyndun Svavars?
Alþýðubandalagið leggur bersýnilega mikið kapp á að
stjórnarmyndunartilraun Svavars heppnist. Fess vegna er
það reiðubúið til að fórna verulegu til þess að hann fái
lengri tíma til tilraunar sinnar. Hvað myndi það þá ekki
vilja greiða til þess að tilraun Svavars heppnaðist?
Hins vegar kann svo að fara, að sérvizkumál þess, eins
og mótstaðan gegn flugstöðinni, útiloki það frá stjórnar-
myndun. En ljóst er af frestunartillögunni, að Svavar gæti
orðið dýr launastéttunum, ef stjórnarmyndunartilraun
hans tækist. Á því sviði er Alþýðubandalagið bersýnilega
reiðubúið til að fórna miklu.
990
■ Það verða að teljast alvarleg tíðindi, að í aprílmánuði
voru skráðir 21.500 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það
svarar til þess, að 990 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá
allan mánuðinn.
Þótt þetta sé miklu minna atvinnuleysi en annars staðar
eða um 0.9% af mannafla, er þetta eigi að síður
ískyggilegt. Reynslan hefur sýnt, að þegar atvinnuleysi
byrjar að myndast, getur það aukizt ótrúlega fljótt.
Þess vegna mega ráðstafanir til að tryggja stöðu
atvinnuveganna ekki dragast, Það verður að byrgja
brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Þ.Þ
skrifað og skrafað
Þingræðisflokkur
■ Morgunblaðið og t»jóð-
viljinn eru nú að komast í
gamalkunnan ham og er ekk-
ert dregið undan þegar þessi
blöð fjalla hvort um annað
og aðstandendur þeirra.
Moggi gaf upp boltann og
taldi það undur mikil og stór-
merki að Svavari Gestssyni
skyldi falið umboð til að
reyna stjórnarmyndun og
nánast brot á lýðræðisregl-
um.
Þjóðviljinn tekur málið
óstinnt upp. Viðtal er við
Svavar um cfnið á forsíðu,
fréttir annars staðaf í blað-
inu, leiðari og stjórnmála-
skýringar. Þeir Þjóðvilja-
menn leggja mikla áherslu á
að Alþýðubandalagið sé
flokkur lýðræðis og þingræðis
og er í sjálfu sér gleðiefni að
þar skuli ekkert fara á milli
mála og að talsmenn flokks-
ins lýsi því óyggjandi yfir að
þeir hlítiíeinuogölluþeim
lýðræðislegu leikreglum sem
stjórnmálaflokkar meðal
vestrænna þjóða telja sér
skylt að starfa eftir.
Að Alþýðubandalagið sé
marxískur flokkur telur
Kjartan Ólafsson „móður-
sýkisfár, sem nú er í algleym-
ingi í Morgunblaðshöllinni."
Og segir síðan: „Og þegar
Morgunblaðsmenn ráðast að
Svavari Gestssyni, komnir í
þennan ham, þá telja þeir sig
heyja heilagt stríð við aftur-
göngu stjórnmálaflokks, sem
hér starfaði í fáein ár fyrir
hálfri öld, en var lagður niður
sex árum áður en Svavar
Gestsson fæddist.“
Hér er sem sagt afneitað
öllum tengslum við hinn
gamla Kommúnistaflokk
íslands.
Sögulegar
hliðstæður
í dálkinum klippt og
skorið, sem er við hlið leiðar-
ans í Þjóðviljanum skrifar
Óskar Guðmundsson um
leiðara Morgunblaðsins og
segir m.a.:
„Það er alltaf gaman að
velta fyrir sér sögulegum
hliðstæðum. Samkvæmt
Morgunblaðinu mætti Al-
þýðuflokkurinn ekki vera í
ríkisstjórn, því fulltrúar þess
flokks fóru á þing Komintern
á árunum í kringum 1920. Og
norski Verkamannaflokkur-
inn sem þar hefur Iöngum
verið í ríkisstjórn væri sömu-
leiðis óalandi samkvæmt
hinni sögulegu útilokun
Morgunblaðsins, því sá
flokkur var aðili að Komint-
ern, alþjóðasambandi
kommúnistaflokka. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að
fulltrúar þess flokks þykja
meira að segja gjaldgengir á
þeirri samkomu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn veit hve
dýrlegasta og besta í samfé-
lagi þjóðanna, nefnilega í
Bilderberg-klúbbnum."
Þarna sjáum við svart á
hvítu hvað Eyjólfur getur
orðið bráðhress. Fyrst að
norski Verkamannaflokkur-
inn getur þróast úr því að
vera í alþjóðasamtökum
kommúnistaflokka löngu
áður en Svavar Gestsson
fæddist upp í það að vera
gjaldgengur í Bilderberg-
klúbb, því ekki Alþýðu-
bandalagið líka og hver veit
nema að hin sögulega þróun
geti orðið sú áður en varir að
þeir Svavar og Geir Hall-
grímsson sitji hlið við hlið á
fundum ' Bilderberg-
klúbbsins?
Að minnsta kosti er greini-
legt að þróunin er sú að
Alþýðubandalagið er að.
segja skilið við „hugsjónir“
gömlu félaganna og gerir til-
raun til að feta í fótspor
verkamannaflokka í ná-
grannalöndunum.
Skipulagning
búvöruframleiðslu
Ingi Tryggvason formaður
Stéttarsambands bænda
skrifar grein í DV, þar sem
hann svarar rangfærslum um
skipulagningu á búvörufram-
leiðsiu og sölukerfi. Ingi segir
m.a.:
Jónas Kristjánsson kennir
Framleiðsluráði um umfram-
framleiðslu þá sem nú er á
nautgripa og sauðfjárafurð-
um. Framleiðsluráð hafði
engin tæki í höndum til fram-
leiðsluskipulagningar fyrr en
með breytingu á löggjöf þar
um vorið 1979. Síðan hefur
það gerst, að mjólkurfram-
leiðslan hefur náð jafnvægi
miðað við þarfir þjóðarinnar
og vetrarfóðruðu sauðfé hef-
ur fækkað um 150 þúsund
síðan 1978. Um einstaka
þætti þessarar framleiðslu
skipulagningar má sjálfsagt
deila. Hatur Jónasar á skipu-
lagningu, og þeim árangri
sem náðst hefur í landbúnað-
inum, er svo rótgróið, að nú
heimtar hann afnám þeirra
laga sem gera skipulagning-
una mögulega til þess m.a.
að draga úr útflutningsbót-
aþörf.
Ráðleggingar Jónasar til
neytenda um að brjóta á bak
aftur það sölukerfi landbún-
aðavara, sem við nú búum
við, eru sannkölluð Lokaráð.
Við búum við skilvirkt og
ódýrt dreifingarkerfi land-
búnaðarvara, milliliðakostn-
aður er hér lágur og vörugæði
fullkomlega sambærileg við
það sem best gerist. Skipu-
lagning framleiðslu og dreif-
ingar er nauðsynleg til að
tryggja nægilegt framboð
fjölbreyttrar vöru á eðlilegu
verði. Ég álít að íslendingum
sé ekki eiginlegt að níðast á
einstaklingum eða hópum
sem í vandræði rata. Það
gerist, þegar menn eru
neyddir til að selja vöruna
sína langt undir sannvirði
eða jafnvel gefa hana alveg,
eins og nú þekkist meðal
eggjaframleiðenda.
Skipulagslaus
markaðsstefna
Aðdáendur skipulags-
lausrar markaðsstefnu virð-
ast gleyma því, hversu smár
markaður okkar er, þeir virð-
ast sumir þrá það heitast að
koma vissum framleiðslu-
greinum í hendur eins manns
eðaörfárra. Þeirmennkunna
að finnast, seni vilja láta
nágranna sína vinna kaup-
laust við framleiðslu daglegra
nauðsynja. Þeir fagna niður-
boðum á eggjum. En sá
fögnuður mun vart standa
lengi. Engar tölur eru til sem
sýna að ódýrara sé að fram-
leiða egg á stórbúum heldur
en á vel reknum og tækni-
væddum miðlungsbúum -
búum með 4-6 þúsund varp-
hænur. Á þessum búum er
flest eða öll tækni nákvæm-
lega sú sama og á stórbúun-
um. Þessi bú eiga nú að
hverfa að mati DV-ritstjór-
ans. Þessir smærri bændur
hafa ekki gefið sig á vald
neinum draumum um auð-
söfnun og markaðseinokun.
Þeir stefna að samvinnu um
hagkvæma dreifingu og eru
tilbúnir að leggja verðlagn-
ingu vöru sinnar undir dóm
þar til kvaddra manna.
Þessa menn og viðhorf
þeirra eiga neytendur að
styðja. Þaðverðuröllumhag-
stæðast þegar lengra er litið,
ekki síst neytendunum
sjálfum." O.Ó.
DJOÐVIUINN
UÍarmm þ.jonuMi
R.ykja.ikt.rsnn
SjciS
Svavar (icvt.v.n rormaSur Alþ.ftuhjndalau.ins l.kur á m.'.li (irir HiillKriimvini rnrnianni Sjáir>U-iTi
riukksins þcsar hunn kom lil .iðra-Anu viA Svuvar um sljúrnarmynd i r.-lausnularáAum'.Minu i ga-r. (..
sýndi arscr kjurk oji knm lil siðnrAnanna. þráll r.srir alsurlcgar aðsaranir i lciðara Murgunlikiðsins i pici
(l.jósm. -cik-l
Stjórnarmyndunarviðræðurnar:
Nýr stjórnandi þáttarins
„Veistu svarið?“ hjá RÚA
■ SVA VAR Gestsson hefur staðið þannig að stjómarmyndun-
artilraununi sínum, að undrun vekur, og vita margir ekki hvort
þeir eiga að hlæja eða gráta yfir þeim ósköpum. Bera allar
aðgerðir hans þess einna helst vitni, að hann lifi í einhverjum
draumaheimi fjarri pólitískum veruleika dagsins. Það er ekki
aðeins, að hann láti eins og hann trúi því, að hann hafi einhvem
möguleika til að mynda rikisstjóm - sem allir aðrir vita auðvitaö
að hann hefur ekki -, heldur ber hann sig líka svo kjánalega að,
að sumir Alþýðubandalagsmenn fullyrða, að þar hljóti aðrir að
standa á bak við sem vilja formanninum ekkert gott.
Spumingalisti Svavars til forystumanna annarra þingflokka er
helsta pólitíska grín dagsins, ekki síst þar sem honum láðist að
láta fylgja með svör sjálfs sín og Alþýðubandalagsins við þessum
spumingum. Honum hefði verið nær að leggja þau svör fram og
spyrja svo í framhaldi af því aðra, hvort þeir væm reiðubúnir aö
koma til móts við þá stebiu Alþýðubandalagsins. Þetta gerði
Svavar ekki, og auðvitað vita allir ástæðuna; hann vill ekki þurfa
að alhjúpa stefnuleysi Alþýðubandalagsins í efnahags — og
atvinnumálunum.
EN á meðan Svavar lætur eins og hann hafi nógan tima til
þess að mynda ríkisstjóm, em aðrir flokkar að kanna þá
raunverulegu stjómarmyndunamiöguieika, scm era fyrir hendi.
Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnað-
armanna hafa verið að IjaUa um möguleikann á þrihöfða
viðreisn, nú síðast með fundi á heimili Geirs HaUgrímssonar.
Þetta er einn af þeim möguleikum, sem hluti af þingflokki
Sjálfstæðisflokksins viU kanna tU hlílar - og þá einnig þann
hugsanlega kost, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi minnihluta-
stjóm, sem krataflokkamir veiti hlutleysi og verji vantrausti.
Þegar þetta er ritað er ekkert á hreinu um hvort þessar
viðræður leiða tíl einhvers árangurs - en frekar verður nú að
telja það ósennUegt, því það fæU í sér pólitískt sjálfsmorð
VUmundarbandalagsins.
Vitað er einnig, að ýmsir af forystumönnum Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks hafa haldið áfram þreifingum þótt
með óformlegum hætti sé og erfitt sé að spá um, hvort eitthvað
komi út úr þvi.
Það mun vera vaxandi trú á þvi meðal þingmanna, að
meirihlutastjóm verði komin á laggimar um helgina, þótt þeir
þori ekki enn að spá því, hvemig hún verði. Það telja þeir hins
vegar að muni ráðast nú síðari hluta vikunnar og geti stjómin
þá orðið tU á fáeinum dögum.
En á meðan þeir stjórnarmyndunamiöguleikar, sem raun-
verulega em fyrir hendi, ráðast í óformlegum viðræðum, heidur
Svavar Gestsson áfram að reyna stjómarmyndun í draumaheimi
sínum, eins og hann sé að stjóma þættinum Veistu svarið? fyrir
RÚA (Iþingi)! Hin pínlega staðreynd er hins vegar sú, að það
vita allir nema Svavar svarið við þeirri einu spumingu, sem hann
hefði átt að spyrja sjálfan sig strax í upphafi stjómarmyndunar-
tUrauna sinna. Sú spuming er: Þýðir nokkuð að reyna? Og
svarið, sem allir nema Svavar Gestsson vita, er: nei.
En ef Svavar getur ckki svarað einni einfaldri spurningu rétt,
þá er víst ekki að vænta þess, að hann svari tuttugu.
- Starkaður