Tíminn - 19.05.1983, Page 9
FIMMTUDAGUR 19. MAI1983
9
á vettvangi dagsins |
■ Vatnsdalsá á Barðaströnd. Myndin er tekin skammt neðan við útrennsli úr Vatnsdalsvatni. Mynd Einar Hannesson.
■ Vitjað um í laxveiðilögn í Hvítá hjá Skeiðum. Útbúnaður af þessu tagi er algengur
á vatnasvæði Ölfusár - Hvítár.
Virkjanir og
veidivötn
■ -Fróðlegt er að kanna hvaða veiðiár
og silungsvötn muni líklega fá virkjun í
sitt vatnakerfi í náinni framtíðeða síðar.
í grein „Veiðispjöll virkjana í ár og
vötnum“ sem höfundur þessa pistils reit
hér í blaðið í nóvember s.l., voru gerðar
að umtalsefni virkjanir í veiðivötnum.
Tók þetta til tíu staða og þar á meðal
Blöndu, en orkuver þar er reyndar í
undirbúningi, eins og kunnugt er. Spjall
þetta um framtíðina í þessum efnum er
því í beinu framhaldi af nefndri grein.
Við þessa samantekt er m.a. stuðst við
rit Orkustofnunar.
Við sum vatnasvæði, sem þegar hafa
verið virkjuð til raforkuframleiðslu,
verður haldið afram að ná meiri orku úr
vatnsaflinu með nýjum virkjunum. Þetta
á sérstaklega við um Þjórsársvæðið, sem
býður í þessu efni einkar hagstæða kosti
á ýmsum stöðum í vatnakerfinu. Mætti
t.d. nefna virkjun við Búðafoss hjá
Árnesi, við Urriðafoss, í Fossá í Þjórs-
árdal og við Tungnaá. Auk Þjórsár, má
, nefna Laxá í Aðaldal og Lagarfljót hvað
varðar viðbótarorkuöflun.
Vesturland
Um mörg ný virkjunarsvæði verður að
ræða í framtíðinni. Þannig má búast við
að virkjað verði við Hvalvatn í Hvalfirði,
sem Botnsá fellur úr. Hið sama má segja
um Reyðarvatn, en upptök Grímsár í
Borgarfirði eru úr því vatní. Langt er
síðan athygli manna beindist að Hvítá
hjá Kljáfossi sem virkjunarstað þó að af
framkvæmdum hafi ekki orðið enn.
Rætt hefur verið um að nýta fallið úr
Hraunsfjarðarvatni á Snæfellsnesi í
Hraunsfjörðinn. Af slíku leiddi að Baul-
árvallavatn yrði einnig notað til miðlunar
fyrir þessa virkjun. Það hefði aftur á
móti í för með sér, að Straumfjarðará,
sem upptök á í því vatni, yrði líklega
eyðilögð sem laxveiðiá. Fyrrgreind vötn
eru bæði góð veiðivötn.
Á Vestfjörðum eru tvö lax- og silungs-
svæði sem á dagskrá hafa komið sem
væntanlegir virkjunarkostir. Þetta er
Vatnsdalsá ásamt samnefndu stöðuvatni
á Barðaströnd og vatnakerfi Laugardals-
ár við ísafjarðardjúp.
Blanda og
Héraðsvatnasvæðið
Á Norðurlandi vestra eru auk Blöndu,
ein þrjú veiðisvæði, þar sem ætla verður
að virkjað verði. Eru þetta Laxá ytri,
skammt frá Blönduósi, Héraðsvatna-
svæðið, vestra og eystra; annars vegar í
Svartá hjá Reykjafossi og hinsvegar
Hofsá í Vesturdal.
Við Eyjafjörð eru tvær veiðiár, sem
líklegar eru taldar í sambandi við raf-
orkuver. Þetta eru Fnjóská, hjá Laufás-
fossum, og Eyjafjarðará, við efsta hluta
hennar.
Skjálfandafljót
Skjálfandafljót býður marga kosti í
sambandi við raforkuöflun; bæði við
efsta hluta svæðisins og neðar, eins og
hjá Goðafossi og fl. Talað hefur verið
um íshólsvatn og Ljósavatn sem miðlun-
arlón vegna virkjana á þessu svæði. Á
sínum tíma voru uppi áætlanir um vatna-
flutning frá svæðinu til Laxár (Gljúfur-
versvirkjun) og sömuleiðis hcfur vatni
frá þessu svæði verið veitt til Þjórsár, en
hvorttveggja hefur mætt mikilli and-
stöðu heimamanna, sem kunnugt er.
í Vopnafirði hefur verið bent á Þuríð-
arfoss sem virkjunarstað, og talað hefur
verið um miðlun í vötnum á Jökuldals-
heiði vegna hugsanlegrar virkjunar við
Hofsá í Vopnafirði.
Suðurland - orku-
gjöfulasta svæði landsins
Virkjunarstaðir cru margir í veiðiám
og vötnum á Suðurlandi. Þar hiætti
nefna virkjun Skaftár og Tungufljóts í
Skaftártungu, en síðarnefnda rafstöðin
nyti þá væntanlega vatns úr fyrrnefnda
svæðinu. Vatnasvæði Rangánna; í Eystri-
Rangá hjá Tungufossi og Ytri-Rangá
við Árbæjarfoss. Sömu sögu er að segja
um vatnakerfi Hvítár í Ámessýslu. Virkj-
unarstaðir eru margir á Hvítársvæðinu,
svo sem hjá Haukholtum í Hrunamanna-
hreppi, en sú virkjun myndi væntanlega
verða til þess að Gullfoss yrði í hættu, í
Tungufljóti hjá fossinum Faxa, í Brúará
■ Einar Hannesson
hjá Haga, er myndi kalla á miðlun úr
Apavatni, einu besta silungsvatni á
landinu, og síðast en ekki síst orkuver
við Hestavatn. Við þá framkvæmd kæmi
stífla í Hvítá á Skeiðum, þar sem vatni
úr ánni yrði veitt um Slauku í Hestvatn.
Fallið úr Hestvatni í Hvítá hjá Kiðja-
bergi yrði síðan hagnýtt til orkufrant-
leiðslu.
Hér að framan er ekki um tæmandi
upptalningu að ræða í sambandi við
væntanlcga virkjunarstaði í vciðiám og
stöðuvötnum í framtíðinni. Þá er ekki
nefnd stórvirkjun, eins og myndi verða
þegar Jökulsá á Fjöllum yrði beisluð eða
virkjun við Hvalá í Ófeigsfirði á
Ströndum, og fl. svo sem virkjun Geit-
hellnaár í Suður Múlasýslu og Fossár t
Berufirði.
Einar Hannesson.
Stríðandi fylkingar sameinast í
Norðurlandskjördæmi vestra:
„Eldri félagar
mega taka
okkur sér til
fyrirmyndar“
— segja fundarmenn
■ „Á þessum fundi sameinuðust tvær
stríðandi fylkingar", sagði Valdimar
Guðmannsson, endurkjörinn formaður
FUF á Blönduósi, en sl. föstudagskvöld
var aðalfundur FUF á staðnum og á
honum var efnt til stjórnarkjörs. Greini-
legt var að fundarmenn vildu grafa
stríðsöxina, enda eru núverandi stjórn-
armenn úr báðum framboðunum, þ.e.
úr B og BB. „Eldri félagarnir mega svo
sannarlega taka okkur til fyrirmyndar",
sagði einn fundarmanna þegar stjórnar-
kjörið var afstaðið.og ég á von á því að
þeir geri það“.
Fundarmenn sameinuðust um einn
lista og var fjölgað um tvo í stjórninni og
eiga nú sjö sæti í henni. Fundurinn var
óvenju fjölmennur og sagði Valdimar að
■ Valdimar Guðmannsson.
honum teldist til að rösklega 50 manns
hefðu verið í salnum þegar flest var.
„Þessi fjöldi sýnir glögglega mikinn
áhuga fólks á málefnum Framsóknar-
flokksins“, sagði Valdimar.
Eins og fyrr sagði var Valdimar endur-
kjörinn formaður félagsins en aðrir í
stjórn eru: Stefán Þ. Berndsen, Lárus B.
Jónsson, Vilhjálmur Pálmason, Magnús
Jónsson, Áslaug Finnsdóttir og Ægir
Sigurgeirsson. Gestirfundarinsvoru þeir
Finnur Ingólfsson, formaður SUF, og
Áskell Þórisson, framkvæmdastjóri
SUF.
Nýtt
FUF
félag á
Sauðár-
króki
■ Síðast liðinn laugardag var stofnað
nýtt FUF félag (félag ungra framsóknar-
manna) á Sauðárkróki. Stofnfundurinn
var fjölsóttur og var Guðrún Sighvats-
dóttir kjörin formaður félagsins.
Það kom fram í máli fundarmanna að
mikill áhugi er fyrir starfi Framsóknar-
flokksins í kjördæminu og á fundinum
var kjörið í ýmiskonar nefndir, sem eiga
að undirbúa jarðveginn fyrir frekara
starf. f stjórn félagsins voru kjörin:
Guðrún Sighvatsdóttir, María Lóa Frið-
jónsdóttir, Ingi Vilhelm Jónasson,
Kristján Ólason og Þorleifur Hólm-
steinsson. I varastjórn: Hörður Þórarins-
son og Ragnheiður Ástvaldsdóttir. Gest-
ir fundarins voru þeir Finnur Ingólfsson,
formaður SUF, og Áskell Þórisson,
framkvæmdastjóri SUF.