Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13
FJOLBREYTTARA
OG BETHA BLAÐ!
Föstudagur 20. maí 1983
114. tölublað - 67. árgangur
Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn86300- Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
Burðarvélin með geimferjuna á flugi yfir Reykjavík. Tímamynd Árni
GEIMSKUTLAN YFIR REYKJAVIK
¦ Reykvíkingum
gafst kostur á að sjá
geimferjuna Enter-
prise er hún kom
hingað tl lands á leið
sinni til Parísar en
henni var flogið, á
baki burðarvélar
sinnar, hringinn í
kringum borgina í um
600 m hæð.
Hingað komu vélarnar frá
Goose Bay á Nýfundnalandi og
var millilendingin hér, á Kefla-
víkurflugvelli, gerð vegna elds-
neytistöku enda mun burðarvél-
in nokkuð frek á bensín sem
ekki er óeðlilegt þegar haft er í
huga að geimferjan sem hún ber
vegur nær því 80 tonn en sjálf
burðarvélin er af Boeing 747-123
gerð, nokkuð breytt með tilliti til
þess farms sem hún ber. Á
undan vélunum flaug svo Orion
flugvél en hennar verkefni er að
athuga ókyrrð í lofti og loft-
strauma á leiðinni.
Á Keflavíkurflugvelli tóku á
móti áhöfn vélanna, þeir Stein-
grímur Hermannsson sam-
göngumálaráðherra og Brement
sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi auk fleiri embættismanna
en leiðangursstjóri í förinni yfir
Atlantshafið var Larry Griffin
höfuðsmaður. Færði hann Bre-
ment að gjöf mynd af ferjunni og
burðarvélinni saman. Engir
geimfarar eru með í þessari ferð,
aðeins áhöfn burðarvélarinnar,
undir stjórn Griffin auk manna
frá bandarísku geimferðastofn-
uninni NASA.
-FRI
Sjáábls.2-3
Er Alþýðuflokkurinn út úr myndinni í stjórnarmyndunarviðræðunum?
VIUA FÁ ÞINGROFSRÉn í
ÞRIGGJA FLOKKA STJÓRN
Forustumenn bæði Framsóknarflokks og Sjálfstædisflokks andvígir slíku
¦ Fái Alþýðuflokkurinn um-
boð forseta íslands til stjórnar-
myndunar, þegar Svavar
Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins hefur skilað af sér
umboðinu, sem talið er að verði
í dag, þá mun Alþýðuflokkurinn
einbeita sér að þvi að kanna
möguleika á samsteypustjórn
Alþýðuflokks, Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks, en
líkurnar á því að slikt samkomu-
lag náist, eru samkvæmt heimild-
um Tímans hverfandi litlar, þar
sem Alþýðuflokksmenn inuiiu,
eftir því sem Tíminn kemst næst,
gera þá kröfu að samið verði um
það í stjómarsáttmála, að allir
samstarfsaðilar hafi þingrofsrétt,
en ekki einungis forsætisráð-
herra og forseti Islands, en þessu
munu Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur með öllu
andvígir.
Einn þingmaður Alþýðu-
flokksins sagði í samtah' við Tím-
ann í gær: „Það er þingrofs-
heimild sem við viljum fá, til
þess að tryggja okkar rétt, en
forsætisráðherraembættið er
aukaatriði í þessu sambandi, sem
við sækjumst ekkert eftir."
„Það er ekki hægt að allir
flokkarnir hafi þingrofsrétt,"
sagði Tómas Árnason, viðskipta-
ráðherra er Tíminn innti hann í
gær álits á þessari hugmynd Al-
þýðuflokksmanna og Steingrím-
ur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins sagði þeg-
ar Tíminn spurði hann sömu
spurningar: „Það væri mjög
óvenjulegt, raunar mjög erfitt í
framkvæmd. Ég myndi telja að
samkomulag um að ríkisstjórnin
segði af sér, ef slitnaði upp úr,
væri samkomulag sem auðveld-
ara væri að sameinast um, en
þetta með þingrofsréttinn. Þá
þyrfti að mynda nýja ríkis-
stjórn."
„Ég er þeirrar skoðunar, að
það sé óeðlilegt að hver sam-
starfsaðili í ríkisstjórn hafi þing-
rofsrétt," sagði Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins er Tíminn spurði hann hvern-
ig honum litist á að allir aðilar í
ríkisstjórn hefðu þingrofsrétt.
„Þá væri farið þvert á móti því
sem venja er í samsteypustjórn-
um," sagði Geir, „en þá er
þingrofsvaldinu ekki beitt nema
með samþykki allra aðila stjórn-
arsamstarfs. Mér skilst, og veit
raunar, að slíkt samkomulag er
til staðar í núverandi ríkisstjórn.
Hins vegar er ekki samkomulag
um það í núverandi ríkisstjórn,
að ríkisstjórnin segi af sér, ef
einn stjórnarflokkurinn fer úr
ríkisstjórn, og það kemur til
greina, m.a. til að tryggja hags-
mundi þriðja aðila í stjórnarsam-
starfi, eins og Alþýðuflokksins í
mögulegu stjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks, að segja sem svo,
að ríkisstjórnin muni segja af
sér, ef einn aðili stjórnarsamstarfs
gengur úr ríkisstjórn."
-AB