Tíminn - 20.05.1983, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983
TungumálanámskeiÖ
og fraeðsluþættir
á
myndböndum
2. Paint - Listmálun
Getur þú málað? Stærsta Ijón-
ið í veginum er e.t.v. einhvers
konar hræðsla við að byrja.
John FitzMaurice Mills sýnir
hér hvernig hægt er að „byrja"
á einfaldan hátt.
1. Having a baby - með-
ganga og fæðing
Sérlega áhugavert erindi um
verðandi foreldra og með-
gönguna. Fylgst er með fjór-
um verðandi foreldrum á með-
göngutímanum.
2. Business
Skemmtilegar æfingar og út-
skýringar á ensku viðskipta-
og verslunarmáli. Æfingarnar
byggja á kennslubók, hljóð-
kassettu og myndbandi.
Snfrbjðrn^ónsson^tb.h.f
Hafnarstræti 4 og 9 símar 11936 og 14281
Akureyrarumboð Bókval
ítölsk sófasett
Margar gerðir - Tau- og leður-
áklæði.
Verð frá kr. 24.900.-
Húsgögn ogc
. Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar srmi 86-900
Raflagnir
Fyrsta flokks
þjónusta
Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við
eða breyta raflögnum, minnir Samvirki
á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja,
sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar.
samvirki -=V
SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44t5 66
Skagafjörður: Bændaskólanum að
Hólum var slitið í Hóladómkirkju að
viðstöddum fjölda gesta laugard. 14.
maí, á lOl.afmælisdegi skólans. Helgi-
stund annaðist sr. Sighvatur Emilsson
og ávörp fluttu Pálmi Jónsson, land-
búnaðarráðherra og Jónas Jónsson,
búnaðarmálastjóri.
Tólf nemendur voru
frá skólanum að þessu sinni, 8 með 1.
einkunn og 4 með 2.einkunn. Hæst á
burtfararprófi varð María Anna
Clausen í Kópavogi, er hlaut viður-
kenningu frá Búnaðarfélagi íslands
og jafnframt frá Hólalaxi hf. fyrir
árangur í fiskeldi. Annar varð Heimir
Haraldsson úr Reykjavík er hlaut
viðurkenningu fyrir bestan árangur í
fiskirækt frá landssamb. veiðifélaga.
Þriðji Sveinn Orri Vignisson frá
Hólaskóla slitið á lOl.afmælisdaginn:
Kópavogsmær hæst
á búfræðiprófi
Ásmundarstöðum og fjórða Soffía
Björgvinsdóttir, Garði er hlaut verð-
laun Stéttarsambandsins fyrir bestan
árangur á bústjórnarsviði. Þá hlaut
Haukur Sigurbjarnarson, Nýhóli á
Fjöllum viðurkenningu Hrossaræktar-
sambands Skagafjarðar fyrir hrossa-
rækt og Sigrún Harpa Baldursdóttir
Bjarnarnesi í Hornafirði verðlaun fyrir
bestan árangur í loðdýrarækt. Einnig
hlutu viðurkenningu fyrir námsárang-
ur Ólafur Ásmundsson í Reykjavík og
Magnús Baldursson frá Akureyri.
Alls stunduðu 34 nemendur nám við
skólann í vetur. Aðsókn að skólanum
hefur verið mjög góð s.l. tvo vetur, svo
að eigi hefur verið hægt að veita öllum
skólavist er sótt hafa. Umsóknir eru
þegar farnar að berast fyrir næsta
skólaár.
Auk hefðbundna búnaðarnámsins,
sem allir nemendur taka, velja þeir sér
tvær valgreinar. í vetur mátti velja á
mill: Loðdýraræktar, hrossaræktar,
fiskeldis og fiskiræktar. Auk þess fengu
þeir er óskuðu tilsögn í: Málmsmíði,
trésmíði og bókbandi.
„Við höfum reynt að finna vaxtar-
brodda landbúnaðarins á hverjum
tíma, laða þá fram, benda á þá og hlúa
að þeim. Islenskur landbúnaður á enn
mikla þróunarmöguleika, ekki aðeins
í hinum hefðbundnu greinum.heldur
á svo fjölmörgum öðrum sviðum sem
nú eru vannýtt. Með þeirri aðstöðu
sem nú er hér, í loðdýrum, hrossum og
fiski, eigum við að geta boðið upp á.
allgóða sérkennslu í þessum greinum",
sagði Jón Bjarnason skólastjóri m.a. í
ræðu sinni.
Miklar framkvæmdir hafa verið í
gangi á Hólum um tveggja ára skeið.
Húsnæði 'skólans stórum endurbætt,
hitaveita lögð til upphitunar allra húsa
staðarins og laxeldisstöð byggð og
starfrækt. Nú í vor fékk skólinn 300
minkalæður frá Danmörku og í haust
eru ráðgerð kaup á 50 refalæðum.
Yfirhirðir loðdýranna er Álfheiður
Marinósdóttir.
Síðast en ekki síst má nefna hina
fullkomnu sundlaug sem gamlir nem-
endur og nokkur fyrirtæki létu byggja
í fyrra og gáfu Hólastað í tilefni 100 ára
afmælis skólans. Sundlaugin og hin
góða íþróttaaðstaða. var þungamiðjan
í félagslífi nemenda í vetur. Við skóla-
slitin afhenti Gísli Pálsson á Hofi,
form. Sundlaugarnefndar, veggtöflu
með skrautrituðum nöfnum gefenda.
Fyrra árs nemendur eru nú í verk-
námi hjá bændum, en sumir þeirra
geta lokið því í fiskirækt, fiskeldi eða
loðdýrarækt. í sumar verður tek-
in upp sú nýlunda að starfrækja
ungmennabúðir í Hólaskóla í sam-
vinnu við þjóðkirkjuna. Þá munu gest-
ir sem leggja leið sína.„heim að
Hólum" til að njóta fegurðar og helgi
staðarins geta fengið keyptar þar veit-
ingar að deginum.
- G.Ó./Sauðárkróki.
Enginn fiskur
í Skagafirði
— smábátarnir veroa að leita á önnur mið
Sauðárkrókur: „Skagafjörðurinn er
svo gjörsamlega dauður að þar fæst
ekki branda - ekki einu sinni rauðmagi
í matinn, hvað þá að grásleppan gjóti
í tunnur eins og hún er vön að gera,“
sagði Marteinn Friðriksson, fram-
kvæmdastj. Fiskiðjunnar á Sauðár-
króki spurður hvort rétt væri hermt að
ekki fengist orðið branda á Skagafirði.
„Allmörg undanfarin ár var það
alveg árvisst að smábátarnir voru á
netum hér á Skagafirði - byrjuðu
svona í mars og voru fram í maí og
fengu þá gjarnan verulegan hluta af
sínum ársafla. Þeir voru jafnvel svo
grunnt að maður sá til þeirra hér rétt
fyrir frartian. Nú reynir enginn bátur -
þeir eru allir í burtu héðan til ;.ð reyna
að bjarga sér einhversstaðar annars-
staðar. Sumir hafa farið tiÞSiglufjarðar
og aðrir á Norð-austur og jafnvel
austur fyrir land.
Þetta er bara sjávarkuldi sem breytir
lífinu í sjónum. Við finnum og vitum
að sjávarstraumar hafa breyst - það er
kaldara í sjó en verið hefur. Vorið er
ekki komið í sjóinn á sama tírna og
undanfarin ár“, sagði Marteinn.
-HEI
„Söngvatnsafgreiðslan" eftirsótt
Sauðárkrókur: Alls voru það 29 manns
sem sóttu um að hafa yfirumsjón með
afgreiðslu á „söngvatninu" fyrir Skag-
firðinga þegar nýja „Ríkið" þeirra
verður opnað á Sauðárkróki. Fjórir
þeirra óskuðu nafnleyndar, en auk Ste-
fáns Guðmundssonar, sem embættið
hlaut, sóttu þessir Sauðkrækingar:
Arnór Sigurðsson, Dóra Þorsteins-
dóttir, Eva Sigurðardóttir, Guðmund-
ur Óli Pálsson, Halldóra Helgadóttir,
Hallfríður Hanna Ágústsdóttir, Har-
aldur Hermannsson, Hörður Ingimars-
son, Jón Snædal, Magnús Sverrisson,
Ólafur H. Jónsson, Óttar B. Bjarna-
son, Pétur Valdimarsson-, Sigurður
Björnsson, Sólrún Steindórsdóttir,
Þorvaldur G. Óskarsson og Sigurður
Jónsson.
Auk þeirra sóttu um embættið:
Guðrún Eyþórsdóttir á ísafirði, Her-
mann Jónasson á Sigluffrði, Júlíus
Kristjánsson á ísafirði, Margrét Guð-
mundsdóttir, Pálmi Einarsson og
Birna Tyrfingsdóttir úr Reykjavík og
Rut Marsibil Héðinsdóttir úr Mosfells-
sveit.
-HEI
Menningarvika á Siglufirði
Siglufjörður: Síðan 1975 hafa Siglfirð-
ingar haft eins konar menningarviku í
sambandi við 20. maí. sem er afmælis-
dagur Siglufjarðarkaupstaðar. Núna í
ár hefst menningarvikan föstudaginn
20. maí kl. 17 með sýningu á mynd-
verkum Birgis Schiöths í Ráðhússaln-
um. Sýningin verðuropnuð með ávarpi
og hljóðfæraleik. Birgir, sem er Sigl-
firðingur, sýnir þarna 126 myndir,
teikningar og málverk. Sýningin mun
standa til 26. maí.
Kl. 20.30 um kvöldið hefst hátíðar-
samkoma í Nýja bíó með ávarpi Óttars
Proppé bæjarstjóra. Þá flyturdr. Alda
Möller hátíðarræðuna, og er þetta í
fyrsta sinn, sem kona gegnir því
hlutverki á menningarviku. Þar næst
mun skáld dagsins, Matthías Jo-
hannessen, lesa úr verkum sínum og
loks syngur Karlakórinn Vísir undir
stjórn Andrew Hurel. Inni á milli
fyrrgreindra atriða verður samleikur
þeirra Andrew Hurel og Sigurðar
Hlöðverssonar á horn og trompet og
einnig leikur blásarakvintett Tónskól-
ans. Kynnir á samkomunni verður
Júlíus Júlíusson.
Kl. 23.00-03.00 verður dansleikur
að Hótel Höfn.
Það skal tekið fram, að aðgangur cr
ókeypis að málverkasýningunni og
dagskránni í Nýja bíó. Það eru þjón-
ustuklúbbar bæjarins og hátíðarnefnd
kaupstaðarins, sem sjá um menningar-
vikuna.