Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 í68í SKÖGRÆKT RÍKISINS Garðeigendur, sumarbústaða- eigendur Skógrækt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stöðum: HVAMMI í SKORRADAL Sími 93-7061 Opiö virka daga og um helgar eftir samkomulagi. NORÐTUNGU I ÞVERARHLÍÐ Sími um Síðumúla Opið virka daga, og um helgar eftir samkomulagi, LAUGABREKKU VIÐ VARMAHLÍÐ, SKAGAFIRÐI Sími 95-6165 Opið virka daga og um helgar eftir samkomulagl. VÖGLUM í FNJÓSKADAL Sími 96-23100 Opið virka daga og um helgarfrá kl. 14-16. HALLORMSSTAÐ Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Sími um Hallormsstað Opið virka daga og um helgar eftir samkomulagi. TUMASTÖÐUM í FLJÓTSHLÍÐ Sími 99-8341 Opið mánudaga-laugardaga kl. 8-18.30. Mismunandi er, hvaða plöntur erú til, á hverjum stað. Hafið samband við gróðrarstöðyarnar, pær veita upplýsingar um það og benda yður á hvað er til annars staðar, ef þær hafa ekki til þær plöntur, sem yður henta. Við bjóðum einungis plöntur, sem ræktaðar eru í gróðrarstöðvum okkar, en engar innfluttar plöntur. Við bjóðum aðeins tegundir og kvæmi, sem reynsla er komin á hérlendis. VERÐIÐ HVERGI LÆGRA UBO básmottur ¦ Heimír Karlsson Víkingur gefur fyrir í leik Vfldngs og Breiðabliks í gær, en Valdimar Valdimarsson Bliki fær ekki komið í veg fyrir það. v •¦ Tímamynd Ari Víkingur og Breiða- blik ollu vonbrigðum — gerðu markalaust jafntefli í Laugardal í gær ¦ Víkingur og Breiðablik ollu áhorfend- um, sem voru nokkuð margir, vonbrigðum í gær, í kuldalegum leik á Hallarflötinni í Laugardal. Færi í leiknum voru sárafá, leikmenn einbeittu sér um of að hraða sem þeir réðu ekki við, og útkoman varð hörku- leikur með löngum háloftaspyrnum, þó svo stuttu spili brygði fyrir, sem skilaði sér ekki í neinum afgerandi færum svo að líklega hefur mörgum leiðst. Wm&^" ^^ ^^'" ••- ^wfc^te..... ^^ W Síærðir: "p^p& gjŒ :>;'' 1,3x1 m W*^pH ip|l> 1,4x1 m ^^f^M ^^ 1,5x1 m W^jP' • UBO básmottur skapa betra heilsufar búpenings # UBO básmottur einangra frá gólfkulda • UBO básmottur eru slitsterkar og endingargóðar # UBO básmottur er auðvelt að þrífa # UBO básmottur eru einnig hentugar fyrir hestamenn %JÍ POR^ÁRMÚLAH Strangt tekið .'má líklega nefna þrjú færi í fyrri hálfleik. Víkingar áttu tvö og Blikarn- ir eitt. Blikarnir komust þrír inn í teiginn er boltinn kom fyrir, en engum tókst að pota, og Heimir Karlsson átti skot á Blikamarkið á 40 mínútu, sem Guðmundur Ásgeirsson varði. Hættulegasta færið átti Andri Mar- teinsson, komst einn inn fyrir eftir varnar- mistök, vippaði yfir markvörðinn en markið líka. Andri átti annað slíkt færi, einnig eftir varnarmistök Blikanna, en þá varði einn slíkur á línu. Það var á 75. mín. Önnur færi voru ekki í leiknum. Dómari var Baldur Schewing, og dæmdi þokkalega, mátti þó gefa fleiri gul spjöld. Þrír^fengu slík, Ólafur Ólafsson Víkingi og ;Sigurður Grétarsson og Valdimar Valdi- marsson UBK. „Við bræðurnir mætum ekki á NM í lyftingum —ef Lyftingasambandiðendurskoðar ekki afstöðu sína", segir Gylfi Gíslason lyftingamaður „Ef lyftingasambandið stendur við þessa ákvörðun sína, mætum við bræðurnir ekki á Norðurlandamótið", sagði Gylfi Gíslason lyftingamaður í samtali við Tímann þegar deilumál vegna landsliðsvals lýftingasam- bands íslands bar' á góma. Försaga þessa máls er sú, að valdir voru tveir lyftingamenn úr 90 kg. flokki og tveir úr 100 kg. flokki til að fara á NM í lyftingum sem verður haldið í Laugardalshöll 28. og 29. maí. Baldur Borgþórsson og Guðmund- ur Sigurðsson voru valdir í 90 kg. flokk, en Gylfi og Garðar bróðir hans í 100 kg. flokk. Gylfi keppir í 100 kg. flokki, en Garðar að öllu jöfnu í 90 kg. Á lyftingamóti í Skarðsmót 1983 ¦ Skarðsmótið 19&3 verður haldið á Siglu- firðí að venju, að þessu sinni sunnudaginn 22. maí. Fyrír þá sem ekki vita, þá er Skarðsmótið skíðamót. Keppt verður í göngu og svigi. ( göngu verður keppt í eftirfarandi flokkum: konur 15 ára og eldri 3,5 km., karlar 15-34 ára 7,5 km, 35-49 ára 5 km og 50 ára og eldri 3 kro. 1 svigi verður keppt í karla og kvenna flokkum, og að auki i flokkum 31-40 ára, 41-50 ára og 51 árs og eldri. Mótstjóri verðnr Guðmundur Árnason, en þátttökutílkynnmgarskulu berast Asgrími Sigurbjðrnssyni f síma 71228 (heúnaslmi' 71755). Gisting á Hóli kostar kl. 200.- með moTgimmat, kvöldroatur kr, 100,- og þátt- tökugjalderkr. 80.-. Fararstjórafundurverð- ur laugardagtnn 21. maf kl. 20.00 sjónvarpssal á dögunum setti Baldur sem kuhnugt er Norðurlandamet unglinga, og Guðmundur varð í öðru sæti. Þremur dögum síðar lyfti Garðar tveimur og hálfu kg. meira en Guðmundur lyfti í mótinu í sjónvarpssal, en samt sem áður var Guð- mundur valinn til að keppa í 90 kg. flokki. Garðar var hins vegar fluttur í 100 kg. flokk, þar sem hann á nánast enga möguleika miðað við það sem hann hefur í 90 kg. flokki. Auk þess er enginn möguleiki fyrir hann að þyngja sig svo neinu nemi í árangri fyrir mótið. Málin standa þannig að ef ekkert verður að gert, munu bræðurnir ekki fara til keppni á NM í lyftingum. - gk Akureyri Síðasti leikur 1. umferðar 1. deildar í V Leikið í Eyjum í kv Keppni f neðri deildum hefst eir ¦ Síðasti leikur fyrstu umferðar í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyínu er í kvöld í Vestmannaeyjum. Þá leika Vestmannaey- ingar við Istiröinga á -grasvellinum við Hástein, sem er víst orðinn grænn og sætur á að líta. Önnur umferð íslandsmótsins hefst síðan á mánudagskvöld og lýkur næstum, þá eru fjórir léikir. 1 annarri deild hefst keppnin í kvöld. Þá leika Fylkir og Fram á Árbæjarvelli, Reynir og KA í Sandgerði, KS og FH á Siglufirði og Völsungur og Víðir á Húsavík. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00, líka í Eyjum. Keppnin í þriðju og fjórðu deild karla hefst einnig í kvöld, í þriðju deild eru 7 leikir, á Selfossi, í Borgarnesi,/ Ólafsvík, á Stykkishólmi, á EskifÍTði, í Grenivík og á Reyðarfirði. I fjórðu deild eru 6 leikir, í Bolungarvík, á Patreksfirði, í Keflavík, á Melavelli í Reykjavík, á Stokkseyri og í Hverageröi. Aiðalfundur blakdeildar Próttar ¦ Aðalfundur blakdeildar Þróttar verður haldinn sunnudaginn 29, maí 1983 klukkan 16.00, strax aðloknum landsleik íslands og Spánar.í knatt- spyrnu. Fundurian verður haldmn í félagsheirnili Þróttar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.