Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 ■ Gjestgjafi okkar að þessu sinni er enginn annar en meistarakokk- urinn Jóhann Bragason, yfirmat- sveinn á Naustinu og gerðist hann svo elskulegur að matreiða veislu- fiskrétti fyrir okkur í Eldhúskrókn- um, þegar ég fór þess á leit við hann og hann sannaði svo ekki verður um deilt, að fiskréttir eru aðall Naustsins, þó svo að steik- urnar standi alltaf fyrir sínu. Jóhann veitti okkur örlitlar upp- lýsingar um sig, áður en hann snéri sér að matreiðslunni. Hann hefur verið í Naustinu í átta ár og lærði hann þar matreiðsluna undir frá- bærri leiðsögn Ib Westmanns, en hann þarf vart að kynna fyrir þeim sem á annað borð hafa áhuga á matargerð. Ég spurði Jóhann hvernig hann myndi lýsa línu Naustsins í matargerð í stuttu máli: „Við erum með þessa frönsku línu, sem hefur undanfarið gengið mest í Evrópu. Hún einkennist af því að allir réttir eru lagaðir á staðnum, jafnóðum. Matargerðin er ekki m jög flókin, heldur rey num við að hafa hráefnið sem best og ferskast. Við hér á Naustinu höfum æ meir einbeitt okkur að því að vera með góða og sérstaka fiskrétti og leggjum raunar höfuðáherslu á fiskréttina“. Jóhann sagði að viðskiptavinir Naustsins væru jafnt íslendingar sem útlendingar. Hann sagði að íslendingarnir væru orðnir djarfari í réttavali, en þeir hefðu verið áður fyrr og gæfu þeir útlendingun- um ekkert eftir nú orðið, þegar um val á fiskréttum væri að ræða. Einnig væri mikið um að íslending- ar kæmu í hádeginu með útlend- inga með sér og þá fengju þeir sér fiskrétti, en steikurnar væru vin- sælli á kvöldin. En vindum okkur nú í matar- gerðina. Forrétturinn sem Jóhann býður upp á nefnist La Raie, sem er köld ■ Jóhann Bragason, yfirmatreiðslumaður Naustsins við pottana í Naustinu, Tímamynd - Árni Sæberg. Jóhann Bragason, yfirmatreiðslumaður Nautstsins matreiðir fyrir okkur: Pönnusteiktan karfa að hætti Naustsins — og fleira góðgæti, eins og kalda skötu skata. Skatan er hreinsuð, brjósk og skinn tekið frá og skatan soðin í vatni með lárviðarlaufi, ediki, salti og heilum pipar. Þegar skatan er soðin, er hún kæld í soðinu. Sósan sem gerð er og borin fram með skötunni er löguð úr majones, chilisósu, sítrónusafa og piparrót. Pönnusteiktur karfí að hætti Naustsins Karfinn er flakaður, roðflettur og beinhreinsaður. Þá er smjör brætt á pönnu, karfanum dyfið í, þá er honum velt upp úr ferskri brauð- mylsnu og kryddaður með salti og pipar. Þessu næst er karfinn settur aftur á pönnuna ásamt smáslettu af Vermouth og bakað tilbúið í Salamander. Karfinn er þessu næst tekinn af pönnunni, soðið er bragðbætt með smávegis af karrý, rjóma, salti, pipar og sítrónusafa. Éf soðið er enn of þunnt, má þykkja það með smjörbollu. Þannig hljóðuðu orð mat- reiðslumeistarans og nú er ekkert annað að gera fyrir ykkur lesendur góðir, en reyna sjálfir. Annað hvort heima í eldhúsi, eða bara að skella sér á Naustið! Hvort sem þið gerið - Verði ykkur að góðu. Auglýst er laus til umsóknar staða framkvæmdarstjóra fjórðungs- sjúkrahússins og heilsugæslu- stöðvarinnar á ísafirði. Jafnframt er auglýst laus til umsóknar staða félagsmálafulltrúa hjá Isafjarðarkaupstað. Umsóknarfrestur vegna framangreindra starfa er til 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á ísafirði, á bæjarskrifstofunni að Austurvegi 2 Isafirði eða í síma 94-3722 Bæjarstjórinn á ísafirði |Ö](a|3|3|a@|3|3|3|a|a|3@|3|3|3|3|3|3|3|c] BORGARSPÍTALINN LAUSAR STfiDUR 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 rs 13 Hjúkrunarfræðingar /Ijósmæður 13 13 rs 13 F3 Í3 13 „ rs í3 e!e1e1e1s1e1e1e1e1e1e1eJe1SSSSe1bSe1 f Hjúkrunarfræðingur sem jafnframt hefur Ijósmóðurmenntun óskast til starfa á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar vegna rekstrarbreytinga (S þar ra Nánari upplýsingar gefur Guðjón Guðnason yfirlæknir í síma 22544 fyrir hádegi. ICJ Reykjavík, 20. maí 1983 |q] BORGARSPÍTALINN 13 Q 81 200 [3 Drykkjarhornið: Meistari Símon, á Naustinu hristir handa okkur: ■ Við erum ekkert að víkja af Naustinu, þó að við fáum okkur tár f Drykkjarhornið, heldur göngum við bara upp á efri hæðina, þar sem Meistari Símon, öðru nafni Símon Sigurjónsson tekur á móti okkur. Á nýafstöðnu íslandsmeistaramóti barþjóna hlaut hann 3. verðlaun fyrir drykk sinn Day-star, auk þess sem barþjónarnir gerðu hann að heiðurs- ■ Meistari Símon kominn í kunn- uglegar stellingar. Timamynd - G.E. félaga í félagsskap sfnum, enda var hann fyrsti maður þeirra. Meistari Símon hristir handa okkur einn kokteil og einn longdrink og við byrjum á kokteilnum, sem nefnist: Stranger 1/3 Creme de Cacoa líkjör 1/3 Cointreu líkjör 1/3 sítrónusafi Hrist og framreitt í kældu kokteU- glasi. bá fáum við verðlaunadrykkinn: Day-Star 3 cl vodki 3 cl Mayres's Rom Cream 3 cl limejuce 6 cl tropicana (orange) Hrist. 1 Dash Grenadine ákreyting: Súkkíilaðispænir á tqppinn, appelsínusneið, tvö kirsu- ber og sogrör. Skál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.