Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 5
I SUNNUDAGUR 22. MAI1983 5 Þann 28. júní kom deilumálið fyrir kirkjuþingið og borin var fram tillaga meirihlutans sem í einu og öllu löghelg- aði skoðanir Sameiningarinnar sem hina einu trúmálaskoðun er eiga mættu grið- land í kirkjufélaginu. Þá var eftirfarandi samþykkt: „Kirkjufélagið neitar að trúarvit- und mannsins hafi úrskurðarvald yfir Heilagri ritningu og megi hafna orð- um hennar eftir vild.“ Hér stangast kenningar þeirra veru- lega á við hugmyndir ný-guðfræðinnar og varla hægt að ímynda sér að deilumál- in gætu orðið verulega málefnaleg ein- kum þegar eftirfarandi er haft eftir einum helsta málsvara rétttrúnaðarsafn- aðanna; séra Kristni Ólafssyni, en hann sagði: Samkvæmt kenningu minni um plenary-innblástur er dómgreind ein- staklingsins alls ekkert svigrúm gefið til að velja og hafna í Biblíunni og þar er ekkert svigrúm til að beita dóm- greind einstaklingsins við að ákveða, hverju trúa skuli eða ekki trúa.“ Ný-guðfræðingar sögðu að hér væri um herfiiegan misskilning að ræða. Sannleikurinn skem heilög ritning kvæði á um hefði tæplega ávinning af því að mönnum væri sagt sem svo: Þessu máttu til með að trúa. Þeir töldu að sannleik- ann þyrftu menn að tileinka sér með fullu frjálsræði, þar sem nauðungarjátn- ing væri sama og engin játning. Ný-guðfræðingarnir töldu að réttara væri að tala um trúarvitund en kristilega vitund. Mennirnir hefðu á engan hátt tileinkað sér vitundarlíf Krists, og að strangt til tekið væri engin kristileg vitund til. Trúarvitund benti hins vegar á eitthvað almennt sem allir þekktu. Prestastefna var haldin á Þingvelli árið 1909. Þar fóru fram fjörugar um- ræður um trúmál og var eitt megin umræðuefnið: „Prestarnir og játningarit- in,“ en um það flutti séra Jón Helgason erindi sem var n.k. inngangsorð að umræðunum. í umfjöllun sinni um játn- ingaritin komst hann að þeirri niður- stöðu að þau væru alls ekki upphaflega samin í þeim tilgangi að vera bindandi regla og mælisnúra fyrir kirkjuna á öllum tímum. Hann sagði að játningun- um hefði verið neytt upp á menn af hinu veraldlega valdi. Hins vegar hefði sú lögfesting aldrei verið framkvæmd á íslandi, og þess vegna væri engin ástæða til að halda játningarhaftinu að íslensk; um prestum. Játningarnar sagði hann að væru ófullkomin mannsmíð sem í flestu tilliti bæru mcrki síns aldarfars. Heit- binding prestanna við játningaritin bryti í bág við þá meginreglu lúthersku kirkj- unnar sem væri í því fólgin, að heilög ritning, og hún ein, hefði að geyma hin eilífu sannindi til sáluhjálpar. Á Þingvallafundi þessum kom fram gagnrýni á kirkjuþingið í Winnipeg og var sagt að þar hafi hugsanafrelsið verið svívirt og að trúaður maður með „guðs anda í hjarta“ gæti ekki á nokkurn hátt sagt til um hverju hann hafnaði og hverju hann játaði í biblíunni. Þingvall- amenn töldu, að með skilningi gömlu guðfræðinganna væri trúarvitund mannsins sett í bann. Þeir lögðu hins vegar á það áherslu að trúarvitundin ætti að skipast í öndvegi og fá fullt svigrúm og úrskurðarvald í andlegum efnum. Þess vegna gæti enginn kennt annað en það sem hann ætti sannast og réttast í sálu sinni og enginn fengi borið málefni trúarinnar betur en eftir bestu samvisku og sannfæringu. Mótrök talsmanna gamalguðfræðinn- ar varðandi Winnipeg-þingið voru þau að þeir töldu að hér væri um ágreining á sviði siðferðiskenninga að ræða en ekki gamlar kreddur. Ef menn teldu sig kristna bæri þeim í einu og öllu að fara eftir Biblíunni enda væri það loforð sem allir kristnir menn gengjust undir. Máli sínu til stuðnings komu þeir með eftirfar- andi líkingu: „Hugsum oss, að þessi merking sé lögð í öll loforð. Sá sem vinnur þegneið, lofar þá ekki öðru en að breyta eftir bestu sannfæringu. Með því móti eru auðvitað stjórnleysingjar réttlættir, því mælt er, að þeir breyti eftir bestu sannfæringu. En þó skoðar hinn rangláti heimur þá ekki sem föðurlandsvini." ■ Frá hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík í ágúst 1874.Pétur Pétursson biskup er í ræðustól, en Hailgrimur Sveinsson fyrir altari. tilstuðlan Guðs og túlkað þannig Guðs orð. En hver voru þá viðhorf ný-guðfræð- inga gagnvart innblásturshugtaki gömlu- guðfræðinganna?# Fullvíst má telja að hægt er að rekja sjónarmið þeirra tölu- vert langt aftur eða allt til skólaspeking- anna. Þeir höfðu tekið innblásturshug- takið nokkuð ítarlega fyrir og reynt að kryfja það til mergjar. Franski skóla- spekingurinn Pétur Abelard (1079-1142) hafði t.d. tekið fyrir frásögnina um dauða Móse í fyrstu Mósebók og vildi skoða hvort um spádóm hafi verið að ræða af Móse sjálfum eða hvort ekki gæti verið um að ræða frásögn annars manns. Hugtakið innblástur batt hann ekki við bókmenntir ísraels eingöngu, heldur áleit hann að grísku og róm- versku heimspekingarnir og jafnvel Brama-prestar Hindúa hafi á engan hátt farið á mis við hann. Pétur Abelard áleit að um mismunandi hátt og lágt stig innblásturs gæti verið að ræða í biblíurit- unum og þess vegna væri gildi þeirra lætur ritningu og opinberan vera eitt og hið sama.“ Þá taldi hann að henni væri Jtafnað af hér um bii öllum guðfræðingum og guðfræðilegum stefnum innan lúthersku kirkjunnar. Það mætti einungis finna einn kirkjuflokk sem hefði rígbundið sig við fyrrncfndar skoðanir, og væri þáð Missouri-synodan í Vesturheimi þar sem kristindóms og guðfræðiskoðun 17. aldar riði húsum. Talsmenn gamal-guðfræðinnar höfðu ýmsar athugasemdir fram að færa varð- andi rök ný-guðfræðinganna og héldu sig sem fyrr fast við hugmyndir sínar um mikilvægi Biblíunnar. Þeir töldu t.d. að eitt af frumskilyrðunum væri að prédik- arinn hefði góða heildarsýn yfir alla Biblíuna því að falsskýringar og mis- skilningur gæti komið fram hjá mönnum sem fjölluðu um einstaka þætti hennar 'en sögðu síðan: „En nú hefir hver trúaður maður guðs anda í sér í meira eða minna mæli, andann sem leiðir allan sann- í ieyndum. Það er einmitt í hinu fólgið, að fá að koma fram með hugsanir vorar og skoðanir opinber- lega og öldungis hindrunarlaust. Þess vegna er hugsanafrelsi og samvizku- frelsi eitt og hið sama. Samvizkan þrýstir manninum til að koma fram með þær skoðanir sem myndast í sálu hans.“ Trúarvitund eða Heilög ritning? Á slóðum Vestur-lslendinga í Kanada árið 1909 var kveðinn upp n.k. stóridóm- ur í trúarefnum rétttrúnaðarsinna en hann gekk einmitt þvert á kenningar ný-guðfræðinga um hugsanafrelsi í trúar- efnum. Kirkjuþing kom saman í júní- mánuði og fylktu Sameiningarmenn (rétttrúnaðarmenn) liði til að afla fylgis við kosningar erindreka í söfnuðina þar sem vitað var að deilumálin yrðu ofar- lega á baugi og úrslit gætu orðið tvísýn. ingum og jafnframt hefir einstreng- ingsleg framþróunarkenning komist meir en lítið inn í trúarbragðaheim- spekina; þykjast menn þá geta fullyrt, að öll trúarbrögð hafi smám saman þroskast frá lægsta stigi trúarbragð- anna, þannig að engin yfirnáttúruleg opinberun hafi átt sér stað.“ (Bjarmi, kristilegt heimilisblað 1907). í tímaritinu Bjarma sem út var gefið 1907 er að finna grein eftir Sigurbjörn Á. Gíslason þar sem hann deilir hart á ný-guðfræðina. Hann vitnar þar m.a. í norskan rétttrúnaðarprest sem um þetta leyti hafði fjallað um rannsóknir ný-guð- fræðinga á heimildargildi biblíunnar og gamla testamentisins, en hann sagði: „Þessa nýju prédikun viljum við ekki hafa. Það er heldur alls ekki frjáls rannsókn; það eru vísindi þræl- bundin af setningum vantrúarinnar." Samkvæmt rétttrúnaðinum átti Ritn- ingin að vera skrifuð með aðstoð Guðs anda og þar af leiðandi varð hún ekki skilin nema með aðstoð hans. Ákveðnir menn áttu að hafa fengið innblástur fyrir harla misjafnt og villur hefðu að öllum líkindum komið fram bæði hjá postulun- um og spámönnunum. Þá kom einnig fram hjá honum mikil áhersla á rétt vísindanna, og taldi hann að nauðungar- vald í trúarefnum væri af hinu illa. Svipaðar skoðanir komu fram hjá Gyð- ingnum Ibn Esra (d. 1167) en hann vildi að beitt væri skynsamlegri rannsókn við lestur á biblíunni. Jón Helgason skrifaði grein í tímaritið Verði Ijós árið 1889 sem hann nefndi „Smápistlar um andleg efni.“ Þar reyndi hann að sýna fram á þversagnir og missögli í Heilagri ritningu, auk þess sem hann fjallaði um innblásturinn í sama riti. Þar hélt hann því fram að hugmyndin um innblástur biblíunnar frá orði til orðs, væri frá 17. öld og að menn hafi þá tileinkað sér innblásturs- hugmynd Gyðinga eins og hún varð til á tímanum eftir herleiðinguna. Þá segir hann um innblásturskenninguna: „Hún er frá upphafi vega sinna ósönn, þar sem hún blandar saman ritningunni og opinberuninni, eða leika, (1: Jóh. 2.27). Er það þá ekki einhlítt ráð, að dæma allar kenningar eftir þeim anda sem í oss býr? Þetta ráð er einfalt, en ekki alltaf einhlítt. Vér höfum ef til vill, predik- að, sem vér verðum að játa, að hafi miklu meira af guðlegri andagift og þekkingu en vér sjálfir. En nú tekur hann stakkaskiptum. Hann tekur að kenna þvert ofan í flest það, er hann hefir kennt áður. Hann þykist hafa fundið nýjan lykil „vísindalegan“ að hinum guðlegu sannindum ritningar- innar; nýr andi er kominn yfir hann. Áður var kenningin einföld, nú er hún lærðogíburðarmikil.“(Bjarmi, 1907). í deilum þessum sem fram fóru um biblíuna var orðið „trúarvitund" og hugtakið sem það táknar einnig talsvert umdeilt. Ný-guðfræðingar töldu að allar umræður grundvölluðust á réttum skiln- ingi þessa hugtaks þar sem það fjallaði um réttinn til að greina í sundur og velja og hafna í trúarefnum eða m.ö.o. hugs- anafrelsi hvað trúmál varðaði sbr.: „Hugsanafrelsið er ekki einungis fólgið í frelsinu til að hugsa og álykta Við erum ódýrari! Póstsendum um land allt H^GGPIMFÍIÍr) Smiðjuvegi 14, sími 77152

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.