Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 27
■ Darth Vadcr eða Svarthöfði heyr
sína lokabaráttu í „Return of the Jedi.“
■ Chewbacca, See-Threepio og Leia
prinsessa ráða ráðum sínum.
■ Leikstjóri þriðju Stjörnustríðsmyndarinnar, Richard Marquand, ræðir við See-Threepio p Föndrað við eina af ófrcskjum Jabba.
(Anthony Daniels) fyrir töku.
Að sjálfsögðu er hann ekki enn opin-
ber nema að takmörkuðu leyti. En þó er
vitað,.að myndin hefst þar sem þeirri
síðustu lauk. Þá var ein helsta söguhetj-
an, Han Solo (Harrison Ford), frystur
og gefinn glæpamönnum, og í upphafi
nýju myndarinnar er hann notaður sem
veggskraut í kastala myrkrahöfðingjans
Jappa á eyðiplánetu, sem Tatooine heit-
ir. Einn af öðrum koma vinir Han Solo,
oft í dularklæðum, til plánetu þessarar
til þess að reyna að bjarga honum. í
þeim hópi eru þær helstu söguhetjur,
sem áður hafa verið nefndar; Luke
(Mark Hamill), Leia (Carrie Fisher),
Chewbacca, vélmennin tvö og svo Lando
Calrissian (Billy Dee Williams).
En áður en þeim tekst að bjarga Han
Solo lenda þau í margháttuðum átökum
við alls konar ófreskjur, þar á meðal
eina sem gleypir fórnardýr sín, sem
deyja síðan á langdreginn og fremur
óskemmtilegan hátt.
En þetta er aðeins upphafið. Megin-
efni myndarinnar er barátta uppreisn-
armanna og heimsveldisins, og það verð-
ur að lokum öðru fremur að baráttu á
milli Luke, síðasta Jedans, og Darth
Vader. Þeirra er barátta milli góðs og ills
en jafnframt á milli föður og sonar.
En á meðan þeir feðgarnir berjast um
borð í nýrri Dauðastjörnu, sem komið
hefur í stað þeirrar sem Luke sprengdi í
loft upp í „Stjörnustríðum", eiga her-
sveitir heimsveldisins og uppreisnar-
manna í mikilli orrustu og njóta upp-
reisnarmenn þar stuðnings Ewokka, sem
svo eru nefndir, en það eru lágvaxnir,
loðnir bardagamenn. Sú orrusta er að
sögn þeirra, sem séð hafa myndina, hin
magnaðasta og þar njóta tæknibrellurnar
sín til fulls.
Flóknar tæknibrellur
Og fyrst minnst er á tæknibrellur, þá
er ljóst, að þær leika enn stærra hlutverk
í þessari mynd en hinum fyrri. í fyrstu
myndinni voru 545 tæknibrellur, 763 í
miðmyndinni en 942 í þessari. „Tækni-
brellurnar í þessari mynd eru í raun og
veru eins og ég vildi hafa þær í
„Stjörnustríðum", en þá hafði ég ekki
tæknina til þess að gera þær allar.
Geimorrustan í þessari mynd er til
dæmis tíu sinnum flóknari en sú, sem er
í Stjörnustríðum," segir George Lucas.
Og einn aðstoðarmanna hans bætti við:
Ég get ekki hugsað mér neitt það, sem
við kunnum, sem við notuðum ekki í
þessari mynd.“
Atriðin sem gerast eiga í geimnum eru
mjög flókin í vinnslu. Hvert einstakt
brot slíkra atriða í myndrammanum er
tekið sérstaklega og þau síðan lögð
■ Han Solo í
haldi hjá Ewokk-
um.
Georges Lucas innan um öll módelin, sem hann notar í Stjörnustríðsmyndum sínum, í vörugeymslu fyrirtæk
saman hvert ofan á annað. Sem dæmi
má nefna, að fyrst er tekin mynd af
geimskipi heimsveldisins, þá farkosti
uppreisnarmanna og þetta lagt saman
nánast eins og lög í köku. I sumum
geimorrustuatriðunum þurfti að setja
saman 67 slík lög til að fá út þá mynd,
sem síðanbirtist á hvíta tjaldinu og sem
virðist svo lifandi og full af hreyfingu.
Lucas orðinn þreyttur
George Lucas er nú 39 ára að aldri.
Kona hans, Marcia, sem er 37, hefur
unníð sem klippari og m.a. fengið Oskar
fyrir frammistöðu sína á því sviði. Þau
eiga eina fósturdóttur, Amöndu, sem er
tveggja ára. Lucas segir að nú, þegar
, þrennunni um stjörnustríðssöguna sé
lokið, ætli hann að slappa af og dvelja
meira með fjölskyldu sinni.
„Stjörnustríð" og allt sem því hefur
fylgt, hefur ekki aðeins fært honum auð
og frægð; það hefur einnig kostað gífur-
lega vinnu, og George Lucas segist nú
vera orðinn þreyttur. Það eru aðeins tíu
ársíðan hann gerði „American Graffiti“,
sem sló í gegn og gerði honum fjárhags-
lega kleift að gera kvikmyndadrauma
sína að veruleika í „Stjörnustríðum". Á
vinsældum þeirra mynda, og annarra
sem fylgt hafa á eftir (The Empire
Strikes Back, Ránið á týndu örkinni)
hefur hann byggt upp voldugt kvik-
myndafyrirtæki, Lucasfilm, og fram-
sækna tæknibrellnaverksmiðju, Industr-
ial Light and Magic, sem einnig hefur
tekið að sér verkefni fyrir aðra, svo sem
við gerð mynda eins og „Star Trek H“
og „E.T.".
Hann leikstýrði sjálfur „Stjörnustríð-
um“, en hefur verið framleiðandi hinna
tveggja. Þótt hann hafi ekki leikstýrt
seinni myndunum eru hugmyndirnar
hans, og öll vafaatriði eru borin undir
hann. Því fyrir George Lucas er sá
heimur, sem þessar myndir sýna, raun-
veruleg veröld, þar sem hann þekkir
hvert smáatriði.
„Ég hef fórnað meiru fyrir stjörnu-
stríðsmyndirnar en ég ætlaði mér“ segir
hann. „Þær hafa stjórnað lífi mínu. Nú
ætla ég sjálfur að ráða lífi mínu - áður
en það er orðið of seint“. Hann segist
þannig ætla að taka sér tveggja ára frí
frá yfirstjórn fyrirtækis síns, Lucasfilm,
og sinna fjölskyldunni, slappa af og fara
í bíó. Áður ætlar hann þó að Ijúka starfi
sínu sem einn af framleiðendum myndar
númer tvö um Indiana Jones. Fyrri
myndin - „Ránið á týndu örkinni" - sló
í gegn sem kunnugt er og er í fimmta sæti
yfir þær bandarísku kvikmyndir, sem
halað hafa inn mesta peninga í aðgangs-
eyri (það er athyglisvert að þeir félagar
Lucas og Spielberg hafa gert fjórar af
þeim fimm kvikmyndum, sem erú í efstu
sætum þessa lista). Önnur myndin heitir
„Indiana Jones: The Temple of Doom,“
og er nú m.a. unnið að upptökum á
þeirri mynd á Sri Lanka.
Næstu myndir
Þegar George Lucas tekur sér tveggja
ára frí frá yfirstjórn fyrirtækja sinna, þá
mun hann vafalaust nota þann tíma að
einhverju leyti til þess að þróa áfram
eftirlætisviðfangséfni sitt - geimsöguna
sem stjörnustríðsmyndimar eru hluti af.
Lucas segir, að ef fleiriynyndir verði
gerðar um þann söguþfáð, þá verði þær
allt öðru vísi en þessi þrenna, sem nú er
lokið. Og hann hyggst þá byrja á þeim
atburðum, sem gerðust löngu áður en
Luke og félagar komu til sögunnar - þ.e.
lýsa því hvernig hið forna lýðveldi leið
undir lok og einræðisheimsveldið tók
við. í þeim myndum verða þeir Obi-Wan
Kenobi, gamli Jedinn sem Alex Guinn-
ess leikur, og Darth Wader eða Svart-
höfði, ungir menn, en Lofce mun hugsan-
lega birtast í síðustu myndinni af þeim
þremur, sem Lucas hefur hugsað sér um
þessa atburði, og þá sem nýfætt barn.
Lucas er hins vegar enn tiltölulega
óklár á því, hvernig þrjár síðustu mynd-
irnar - þær sem eiga að gerast á eftir
þeirri mynd sem frumsýnd verður vestra
nú á miðvikudaginn - muni líta út. Þær
yrðu heldur ekki gerðar fyrr en einhvern
tíma á síðasta áratug þessarar aldar; það
er því nægur tími fyrir Lucas að velta
þeim fyrir sér.
„Mikið af því, sem birtist í stjörnu-
stríðsmyndunum, er mjög persónulegt",
segir Lucas. „Það er meira af sjálfum
mér í „Stjörnustríðum", en ég hef verið
reiðubúinn að viðurkenna. Ég hef verið
að reyna að segja á mjögeinfaldan hátt,
þar sem vitað er að myndirnar eru
einkum ætlaðar ungum áhorfendum, að
það sé til Guð og að það sé til bæði
góður og slæmur málstaður. Þú getur
valið þar á milli, en heimurinn verður
betri ef þú velur þann góða. Svo einfalt
er það.“
- ESJ tók saman
- eiukum byggt á Time.