Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 21 skák " Skák- fræði kallast það ■ Fyrir nokkrum árum, vann Kortsnoj sigur á svart, gegn kóngs- bragði Planinc. Yfir borðinu (ég býst fastlega við því) fann hann endurbót á þekktu afbrigði. Afbrigðið stendur í „Encyclopediunni", í þætti sem Kortsnoj er ábyrgur fyrir. Þetta olli talsverðum umræðum. Menn vilja gjarnan geta stólað á skákfræðina. { þessari stöðu er ekki erfitt að finna sterkasta leik hvíts í stöðunni. Eftir þennan formála kemur skák frá minningarmóti um Frydeman, í Bu- enos Aires 1983. Larsen: Amado Tarrsch-afbrigðið í drottningar- bragði, með breyttri leikjaröð. 1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. b3 Rf6 4. g3 c5 5. Bg2 Rc6 6. o-o Be7 7. cxd5 exd5 (Hefði ég vitað fyrir, að Tarrasch er uppáhaldsvörnin hans, hefði ég leik- ið 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5) 8. d4 0-0 9. Bb2 Re410. Rc3 Bf611. Ra4 He8 (þekkt staða úr skákfræð- inni. 11. ,b5? 12. Rxc5 Rxc5 13. Hcl er mjög hagstætt fyrir hvítan). 12. Hcl cxd413. Rxd4 Bd7 (Ég var ekki alveg viss um hvað skákfræðin segði, en mér fannst Rc5 líta vel út). 14. Rc5 Rxd4 15. Bxd4 Bb5 16. Hel b6 (Hér hugsaði hann sig lengi um. Hér segir „Encyclopedian“ að 16. . b6 gefi jafnt tafl. Því hafði ég gleymt. Mér fannst b6 líta illa út. En hinn hægfara leikur, 16. . Bd6 er varla rétti leikurinn). 17. Rxe4 dxe4 18. Bxf6 Dxf6 (Seinna hélt mótstöðu- maður minn sig muna rétt, að hann hefði séð 19. Dd5! með betri stöðu á hvítt, í rússnesku skákblaði. Bull og vitleysa. Encyclopedian gefur upp skák Espig: Novak, 1971, með 19. Dd5 Ba6 20. Bxe4 Ha-d8 21. Df5 Dxf5 22. Bxf5 Hxe2, og jafntefli var samið eftir nokkra leiki). 19. Bxe4! Hxe4 20. Dd5 Ha-e8 21. Dxb5 Db2(?) 22. Hc7. Dxa2? 23. Df5! f6 (Ekki 23. . Dxb3 24. Dxe4.) 24. Dd5t H4-e6 25. Db7 Gefið. E.t.v. var 25. Hc8 meira fyrir augað. Slíkt er smekksatriði. Sú tilgáta er rétt, að við Tarrasch-afbrigðið í Encyclop- ediunni, stendur Larsen. Leik- fléttu- æfing Hvítur á leik. Flestar leikfléttur komast' aldrei í framkvæmd. í flestum skákum þar sem stórmeistarar mætast, má reikna með að báðir teflendur sjái við smábrellum andstæðingsins í tíma. En hér kemur þó snotur lítil flétta, frá skák miili tveggja stórmeistara. Staðan kom upp eftir 21 .leik. Svartur var ekki kominn í tímahrak. Hvers- vegna féll hann þá í gildruna? Nær- tækasta skýringin hlýtur að vera sú, að hann var þegar illa leikinn, og því hættur að einbeita sér. Með peði minna, og kóngstöðuna í rúst.... Skákin var tefld á opnu alþjóðlegu skákmóti í Vín. Mótið var vel mannað, og með í 158 manna hópi, voru fimm stórmeistarar. Efstir urðu Gligoric, Popovic og Michalchisin, rétt fyrir ofan tímahraksbrjálæðing- inn Bednarski, Ungverjann Farago og Czerna og óþekktan Júgóslava, Zorman að nafni. Propovic: Farago Tarrasch-afbrigðið í Frönsku tafli. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 exd5 5. Rg-f3 Rc6 6. Bb5 Bd6 7. dxc5 Bxc5 8. 0-0 Rg-e7 9. Rb3 Bd6 10. h3 0-0 11. Hel Bf5 12. c3 Be4 13. Bd3 He8 (Hvítur getur ekki drepið tvisvar á e4, því Bh2 vinnur óvaldaða drottn- ingu hans). 14. Bxe4 dxe4 15. Rg5 Rg6 16. Bd2 Nú er e4 í hættu. Fljótlega kemur í Ijós, að hvítur reiknaði lengra, þegar hann í stað þess að tefla gegn veika peðinu á d5, brá sér í kóngssókn.) 16.. f517. Dh5 Df6 18. Dxh7t Kf8 19. Dh5 Kg8 20. Be3 Rf8 21. Ha-dl Ha-d8?? (Eftir 21. . g6 var enn hægt að tala um skák.) 22. Hxd6! Dxd6 (Eða 22. . Hxd6 23. Dxe8 f4 24. Rxe4.) 23. Df7t Kh8 24. Dxe8 Gefið. Leikflétta sem inniheldur tvær þekktar hug- myndir. Bæði skákina á f7, og þá staðreynd, að Hd8 varð bæði að valda d6 og e8. Bent Larsen stórmeistaxi skrifar um skák Erling Mortensen næsti stórmeistari Dana? ■ Frammistaða Dana á síðasta Olym- píuskákmóti var með ágætum. Þeir urðu í 9.sæti, efstir Norðurlandaþjóða og töpuðu naumlega fyrir Sovétmönnum í lokaumferðinni, 1 1/2: 2 1/2. Svíarurðu í 17. sæti, íslendingar í 22. sæti og Norðmenn í 24. sæti. Lið Dana var í 19. sæti fyrir Olympíuskákmótið, hvað Elo- stigatölu áhrærði, meðaltal 2432 stig. íslenska sveitin var í 18. sæti með 2446 stiga meðaltal. Einn úr dönsku Olympíusveitinni, Erling Mortensen, tvítugur að aldri, náði áfanga að stórmeistaratitli. Þessum áfanga verður að ná þrisvar sinnum, svo sjálfur stórmeistaratitillinn sé í höfn. Mortensen tefldi á 2.borði og fékk 8 vinninga af 12 mögulegum. Hann vann m.a. Ivanovic, Kanada og Sunye, Brasi- línu og gerði jafntefli við stórmeistarana Ribli, Alburt og Polugaevsky. Eftir Olympíuskákmótið hefur Mortensen sett stefnuna á stórmeistaratitilinn og teflt í hverju mótinu á fætur öðru. Ekki hefur hann þó ennþá náð öðrum áfanga að stórmeistaratitlinum, en skarpur sóknarstíll Danans hefur vakið eftirtekt og meðal þeirra sem lúta hafa mátt í lægra haldi eru stórmeistararnir Balasov, Westerinen og Keene. Á Norðurlöndum hafa verið haldin fjölmenn opin alþjóðleg mót að undan- förnu og er teflt eftir svissneska kerfinu. Til að ná stórmeistaraáfanga er ekki nægjanlegt að ná ákveðinni vinninga- tölu, heldur verður að tefla a.m.k. við þrjá stórmeistara á mótinu. I opna mótinu í Gausdal tefldu 4 stórmeistarar og margir alþjóðlegir meistarar. Besta vinningsskákin þaðan þótti vinningsskák Mortensens gegn Keene. í þessari skák beitti enski stórmeistarinn einni af sinni uppáhaldsbyrjun. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Keene tapar skák á þessu afbrigði, en Mortensen kom með nýjung í byrjuninni, fórnaði tveim peð- um og fékk fyrir mikla sókn. Hvítur: E. Mortensen Svartur: R. Keene Sikileyjarleikur. 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 Bg7 4. Rc3 Da5 (þessa frumlegu uppbyggingu hefur Ke- ene teflt af og til með góðum árangri.) 5. d5 Bxc3t 6. bxc3 Rf6 7. Rd2! (Nýjung. Svartur vinnur tvö peð, en drottning hans hrekst um borðið og sá tími sem hvítur vinnur, verðúr peðunum dýrmætari.) 7.. Dxc3 8 Hbl Rxe4 9.Hb3 Dd4 10. Rxe4 Dxe4t 11. He3 (Upp er komin hálfgerð gambit staða, sem minnir á handbragð sóknarskák- mannsins Keresar, á hans yngri árum). 11. Dd4 12. De2 e6 (Ef 12. . Df6 13. c4 með hótuninni Bb2). 13. c4 Dal 14. Dc2 Ra6 15. a3 d6 (Svartur leggur ekki í að hróka stutt, því kóngsstaðan án biskups- ins á g7 yrði hættulega veik. Hvítur gæti byggt upp sókn sína lítt áreittur, því mótspil svarts yrði nánast ekki til). 16. Bd3 Bd7 17. 0-0 Dg7 18. Bb2 e5 19. f4 f6 20. fxe5 fxe5 (Keene hefur teflt erfiða vörn vel og tekist að stinga upp í eina helstu ógnun hvíts, biskupinn á b2. En það er ekki allt fengið með því). 21. He-f3 0-0-0 (Leiki svartur 21. . Ke7, til að mæta hvítu hrókunum á f-línunni, kemur 22. Bcl og svartur er illa beygð- ur). 22. Hf7 Dh6 23. Df2 Bf5 (Ef 23. . Be8 24. Bcl Dh5 25. Be2 og svarta drottningin fellur). 24. Bxf5t gxf5 25. Dxf5t Kb8 26. Bcl Dh4 27. Bg5 Dd4t 28. Khl Hc8 29, Dd7 Rc7 30. Be7 Ka8 31. Bxd6 Ilh-dS 32. Df5 Ra6 33. Bxe5 Dxc4 34. d6 (Liðsafli er jafn, en d6-peðið ræður úrslitum). 34.. Rb8 35. Hbl Dd5 36. Hc7 Hg8 37. Df3 Dxf3 38. gxf3 Hxc7 39. dxc7 Rc6 40. Hdl! b5 41. Hd5 Kb7 42. Bd6 Kb6 43. Hxc5 a5 44. f4 Ra7 45. Hh5 Gefið. Ef 45.. Rc846. Be5ogpeðið á h7 fellur. Jóhann Orn Sigurjónsson Johann Örn Sigurjónsson D skrifar um skák SC-Jk GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ Fullnýtid vélaraflid notið CrOODYEAR dekk Flestar stæróir ávallt fvrMjggiandi Hagstæó veró

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.