Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 1
— „Við erum ákaflega ánægðir’% segir Gísli Blöndal hjá Hagkaup ■ „Við erum að sjálfsögðu á- kaflega ánægðir með þessi rnála- lok, teljum þetta spor í rétta átt og vonumst sannarlega til þess að geta boðið viðskipavinum okkar aftur upp á ódýrari jógúrt áður en næsti dagur líður að kvöldi. Já, frá Húsavík eða aðra sambærilega og á sama verði“, sagði Gísli Blöndal, hjá Hag- kaupi í gær. Tíminn hafði sam- band við hann vegna þeirrar ákvörðunar landbúnaðarráð- herra að sala á jógúrt verði frjáls. í tilkynningu frá landbúnaðar- ráðuneytinu segir m.a. að eftir viðræður við viðkomandi aðila um sölu á jógúrt hafi landbúnað- arráðherra ákveðið að sala á jógúrt verði ekki hindruð, enda verði tryggt að óþarfur flutnings- kostnaður verði ekki greiddur úr verðmiðlunarsjóði mjólkur. Tekur landbúnaðarráðherra jafnframt fram að sölukerfi land- búnaðarins sé byggt upp til að tryggja hagsmuni neytenda jafnt sem framleiðenda. Vegna þessarar ákvörðunar kvaðst Gísli Blöndal ekki búast við að til þess komi að Hagkaup hefji jógúrtframleiðslu. A.m.k. verði það mál látið í biðstöðu um sinn. Vegna þess sem fram kom í frétt ráðuneytisins, um að rýrn- un á innihaldi verði meiri i hinni ódýrari tegund umbúða um jó- gúrt kvaðst Gísli ekki trúa að meira verði eftir af jógúrt í pappaumbúðunum heldur en súrmjólkinni sem er í samskonar umbúðum. „Auk þess má gcta þess, að í verslununt okkar hefur komið fram töluverð gagnrýni á plastumbúðirnar, vegna þess hve þær vilja brotna í innkaupakörf- um og pokum. Hins vegar hefur ekki heyrst ein einasta gagnrýn- irödd vegna pappahyrnanna - þvert á móti“ sagði Gísli. - HEI ■■■■■■■■■■■■■ KARNABÆR FLYT- IIR í KÓPAVOG! — Húsnæðið að Fosshálsi selt eða leigt ■ Saumastofa Karnabæjar, sem hefur verið til húsa að Fosshálsi í Reykjavík, flytur í sumar í ný húsakynni við Nýbýla- veg í Kópavogi. Flutningurinn kemur í kjölfar skiptingar fyrir- tækisins, sem nýlega hefur verið gengið frá, eins og áður hefur veriö greint frá. „Ég fékk þarna á leigu 1800 fermetra húsnæði sem hentar mjög vel undir saumastofuna. Þó að það sé fjórðungi minna en það sem við höfðum þarf ekkert að draga saman, því sannleikur- inn er sá, að aðstaðan við Foss- háls er of stór,“ sagði Guðlaugur Bergmann, framkvæmdastjóri Karnabæjar, í samtali við Tím- ann í gær. Guðlaugur sagði að hann hefði gert leigusamning til 10 ára. Sumarfrí starfsfólks saumastof- unnar yrði nýtt til að flytja þannig að reksturinn myndi ekki stöðvast meðan flutningarnir færu fram. Aðspurður um hvað yrði um Steina hf.. hljómplötu- fyrirtæki Steinars Berg, sem haft hefur aðstöðu að Fosshálsi, sagði Guðlaugur að það væri ekki alveg ráðið, en samstarf Steina og Karnabæjar yrði óbreytt í framtíðinni. Haukur Björnsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Karna- bæjar og talsmaður þeirra sem fengu húsið að Fosshálsi í sinn hlut við skiptin, sagði að enn væri ekki afráðið hvað gert yrði við húsið. „Við erum að athuga þetta núna og ég býst við að niðurstað- an verður sú, að húsið verði annað hvort selt eða leigt,“ sagði Haukur. - Sjó ■ „Það ætlar seint að sumra hjá okkur“, gæti þessi unga siglfírska stúlka sagt landsmönnum núna. Mikill snjór hefur verið á Sigluflrði seinni partinn í vetur og hcfur það tckið langan tíma fyrir hann að bráðna. Síðustu daga liefur svo mikið hret gcngiö yfir landið norðan- og vestanvert og hefur það enn lengt veturinn í þessum landshlutum. Við ætlum þó að vona með stúlkunni að veturinn og snjórinn hverfi hið fyrsta enda komið fram í miðjan júní. Skagaströnd: Manni bjargað úr höfninni ■ Litlum gúmmbát hvolfdi í höfninni á Skagaströnd í gær með þeim aflciðingum að báts- verjinn, Gunnar Sveinsson skipstjóri, lenti undirbátnum. Gunnar var ekki í björgunar- vesti, en honum tókst að kom- ast undan bátnum og halda sér á floti þar til ungur maður, Wilheim Harðarson, stakk sér til sunds með línu og synti til hans. Gunnar var aðeins 5 til 6 mínútur í sjónum áður en Wil- helm bar að og einnig gekk fljótt fyrir sig að koma þeim í land aftur. - GSH. Banaslys í Kópavogi: TIMBURSTAFLI FÉLL Á MANN ■ Banaslvs varð á vinnusvæöi Bygginvarvöruverslunar Kópa- vogs við Skemmuveg í gær, þcgar timhurhlaöi féll af lyftara á aldraðan niann. Maðurinn ' lést síðan af sárum sínum í sjúkrabíl á leiöinni á slysadeild. Slysið varð um klukkan 14.30 í gærdag. Maðurinn varaðvinna i timbursölu Byggingarvöru- verslunarinnar og nálægt honum var ungur maður að vinna á" lyftara. Hann hafði tekið timb- urstafla á gaffal lyftarans og var að snúa honum, þegar staflinn datt af lyftaragafflinum á aldr- aða ntanninn. Hann var þcgar fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans, en meiðsli hans voru það mikil að hann reyndist vera látinn þegarþangaðvarkomið. Maðurinn sem léíjt var um sextugt og starfsmaður Bygg- ingavöruverslunar Kópavogs. Ekki er hægt að svo stöddu að birta nafn hans. - GSH. íslendingaþættir fylgja blaðinu í FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 15. júní 1983 136. tölublað - 67. árgangur >15- Pósthólf 370 Reykjavík - Ritstjórn 86300 - Áuglýsingar 1 f LAN DBU N AMRRAÐH ERRA GEF- UR JÓGÚRTSÖLUNA FRJALSA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.