Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 2
„FLEST BENDIR T1L HNIGNUNAR A OKKAR HELSTU FISKISTOFNUM” — sagdi Jónas Blöndal á ráðstefnu um gæði sjávarafurða ■ „Flest teikn sem á lofti eru benda til hnignunar þeirra stofna, sem mest hafa lagt okkur til á undanförnum árum og áratugum" sagði Jónas Blöndal á ráð- stefnu um gæði sjávarafurða s.l. föstu- dag. Erindi það sem Jónas flutti nefndist Verðmæti sjávarafla og þýðing gæða, en hann talaði fyrir hönd Fiskifélags íslands. Jónas vék síðan að þorskinum og sagði að þróunín hefði verið sú að undanförnu að breytingar hefðu átt sér stað í aldurssamsetningu afla, en sagði síðan: „Á árunum 1955-1965 var fjórði til fimmti hver fiskur í afla eldri en 7 ára. Á árunum 1975-1980 náði ekki nema einn fiskur af hverjum tuttugu þessum aldri. Á árinu 1982 voru tæp 28% afla togaranna fiskur sem ekki náði 2 kg. að þyngd. Árið 1981 var fiskur undir 2 kg. 20% aflans. Ef sókn er aukin við þessi skilyrði til að halda uppi afla, þýðir það að fleiri fiskar verði drepnir, þannig að úr verður vítahringur aukinnar sóknar og minnkandi afla. Jafnframt aukast aflasveiflur þar sem hver árgangur endist skemur. Hver aflatoppur verður sífellt lægri ogskammæjari en hnignunarskeið- in verða dýpri og langæjari. Síðasta hnignunarskeið í þorskaflanum stóð þannig í átta ár en áður voru þrjú ár dæmigerö lengd þessara skeiða. Nú er hafið nýtt skeið af þessu tagi og þeir árgangar, sem eitthvað er vitað um gefa ekki tilefni til bjartsýni varðandi það að þetta skeið verði skammvinnt. Við höfum lagt í ómældan kostnað við öflun án tillits til þess, hvcrt raunvirði framleiðslunnar gæti orðið. Til að bjarga málunum er búið til eitthvert sýndarvirði með gengisfellingum og ýmsum efna- hagslegum sjónhverfingum, sem leitt hafa af sér óðaverðbólgu, kjararýrijun og aðra óáran í efnahagslífi okkar“. Á árinu 1982 var hráefnisverð á þorski þannig um 10% lægra í dollurum talið en á árinu 1981, sem fyrst og fremst má rekja til verðlækkunar afurða. Skeikar þarna um 218 millj. króna. Ef notuð er gömul þumalfingursregla, þýðir þetta tvöfalda þessa upphæð í útflutningsvirði. Við verðum fyrr eða síðar að huga að þeim aðstæðum, sem við erum í. Sú braut útþenslu, sem við höfum gengið er ekki lengur fær og hefur svo verið um hríð þótt erfiðlega hafi gengið að viður- kenna þá staðreynd. Kann aflaaukningin og tiltölulega gott veðurlag að hafa villt mönnum sýn. Þessi aflaaukning er liðin tíð, og blasir stöðvun eða samdráttur í afla við. Ef tekið er mið af þorskinum, okkar lang þýðingarmestu fisktegund, eru horfur þær, að aflafengur í ár verði ekki nema um 300 þús. tonn og það sem er enn lakara að ekki er aukningar að vænta í fyrirsjáanlegri framtíð. Þeir árgangar, sem nú eru í uppvexti hafa einkunnina lélegir eða mjög lélegir. Standist það í meginatriðum þarf vart að gera því skóna að aflinn fari mikið fram úr 300 þús-tonna markinu næsta hálfa áratuginn. Það sem gera þarf ; er að huga að innri þróun sjávarútvegsins og athuga hvernig hægt er að gera hlutina á betri og hagkvæmari hátt. Við verðum að leitast við að draga úr tilkostnaði eða auka tekjur eða helst hvorutveggja. Við verðum að sætta okkur við þá hugsun að meira sé ekki endilega betra. Það er Ijóst að ráðstöfun aflans hefur veruleg áhrif á verðmætasköpunina og koma þar til bæði markaðsaðstæður og framleiðsluaðstaða. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Það er dýrara að vinna fisk í frystingu og forsenda þess, að hægt sé að vinna í dýrar flakapakk- ningar er sú að hráefnisgæði séu óaðfinn- anleg. Hvað fyrra atriðið varðar hefur staðan undanfarin ár verið sú, að hag- kvæmara hefur verið að vinna í saltfisk og skreið en í frystingu. Þetta endur- speglast í hagnýtingu aflans. Árið 1979 fóru 202 þús. tonn af þorski til frystingar en 1982 einungis 131 þús tonn. Aftur á móti jókst afli í salt og skreið úr 136 þús. tonnum í 236 þús tonn. Á þessu árabili hefur hlutur frystingarinnar minnkað úr 56% 134%. Þetta er mikil sveifla á ekki lengri tíma og vekurgjarnan til umhugsunar um það hvort tímabundið hagræði ákveðinna vinnslugreina, sem ef til vill byggist að hluta á aðgangi að tiltölulega ódýru, gæðarýru hráefni eigi alfarið að ráða ferðinni. Það skiptir sjávarútveginn sem heild og þjóðarbúskapinn allan verulegu máli að fá sem mest verðmæti fyrir þann aflafeng sem að landi berst og spurning hvort ekki er réttlætanlegt að grípa inn í þennan feril með það í huga að þetta mark náist. Kæmu þar til greina ein- hvcrjar fjármálalegar aðgerðir, sem miða að jöfnun arðsemi milli vinnslu- ■ Jónas Blöndal. greina, en tækju þó jafnframt mið af þeim markaðsaðstæðum, sem eru á hverjum tíma“. Nú liggur ekki fyrir nein úttekt á ástandi fiskjar þegar hann er tekinn til vinnslu en nokkur brögð hafa verið að geymsluskemmdum í vinnslustöðvum, bæði vegna bágborinnar aðstöðú, sem hefur þó lagast til muna á undanförnum árum og eins þess að afkastageta vinnsl- unnar er ekki í samræmi við hráefnis- framboð. í ýmsum tilvikum hefur það komið fyrir að einn til tveir togarafarmar bíði vinnslu þegar sá þriðji kemur. það þýðir að fiskurinn er jafnvel orðinn tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann kemst í vinnslu. Við þessar aðstæð- ur verður að takmarka aðstreymi hráefn- is. En lítum þá á hvernig gæðaflokkunin hefur breyst í gegn um tíðina: l.fl. 2.(1. 3.(1. 1970 . . . . . . . 92.8% 3.1% 4.1% 1977 . . . . . . . 87.2% 9.2% 3.6% 1982 . . . . . . 79.5% 14.3% 7.0% 1983 . . . . . . 74.3% 15.0% 9.7% Af þessu sést að hlutdeild 1. flokks hefur minnkað úr 92.8% árið 1970 niður í 79.5% árið 1982. Hvernig stendur á þessu? Tveir möguleikar eru fyrir hendi: Að gæðum landaðs þorsks hafi í raun og veru hrakað á þessu tímabili eða að matið sé orðið strangara. Skoðanir eru skiptar, en líklegt þykir mér að hvoru tveggja komi til. Hér er sem sagt á ferðinni öfugþróun sem við verðum að stemma stigu við og leita að úrlausnum. Er eitthvað í aðferðum okkar, sem veldur þessu? Notum við röng veiðarfæri eða notum við þau á rangan hátt? Eru verðhlutföll milli gæðaflokka þannig að þau hvetji til bættra gæða eða er verð- kerfið og verðlagning fisks í grundvallar- atriðum röng? Veiðum við fiskinn á árstímum þegar gæði eru léleg? Veiðum við fiskinn á þeim svæðum, þar sem það veldur gæðarýrnun? Eru menn að verða kærulausari en áður var um meðferð fisksins? Líklegt er að allir þessir þættir hafi áhrif á gæði þess fisks sem landað er og nauðsynlegt er að kryfja þetta til mergjar“. -ÞB Rádstefna um gædi sjávarafurða: ,rGæði fisks nu hægt að mæla með rafgreiningu’% — segir Björn Kristinsson, verkfræðingur vÆskilegt að dreifa valdi og ábyrgð innan fyrirtækjanna’% — segir Árni Gunnarsson, hagfræðingur ■ „Mér virðist staðan vera þannig í dag að hægt sé að mæla gæði allra fisktegunda með rafgreiningu“, sagði Björn Kristinsson verkfræðingur á ráð- stefnu Sjávarútvegsráðuneytisins og Fisk- iðnaðar í gær. „Það er nú sannað að þegar fiskurinn er geymdur uin lengri eða skemmri tíma, verða í honum ákveðnar raffræði- legar breytingar. Þessar breytingar felast í því að eðlisviðnám fisksins laikkar með lengri geymslutíma. Við sem að þessum rannsóknum vinnum, höfum komið okkur upp á- kveðnum gæðastuðli sem við miðum við þegar fiskholdið er mælt. Það sem síðan er gert, er að reiknað er út tap fylgni- stuðulsins í holdi fisksins, en aldur fisksins er því meiri sem fylgnistuðull- inn er lægri. Á dagskrá hjá okkur núna er að koma okkur upp flokkunarvél með gæðamæli, þar sem fiskur væri flokkaðureftir stærð og ferksleika. Ég hygg að ef okkur tekst að hanna slíka vél muni það koma ölium þeim sem við sjávarútveg og fiskvinnslu vinna til góða. Það sem þarf að gera er að smíða frumgerð af ferskleikamæli, en síðan ætti að vera hægt að smíða flokk- unarútbúnað. Við höfum þegar fengið ■ Björn Kristinsson verkfræðingur í ræðustól á ráðstefnu um gæði sjávar- afurða. Tímamynd: ARI stuðning fjölmargra aðila í þessum til- raunum okkar og vásntum hans einnig í framtíðinni", sagði Björn Kristinsson verkfræðingur að lokum. _ þj}_ ■ „Megininntakið í ræðu minni var hvernig verkstjórar og stjórnendur frystihúsa geta náð betri árangri með því að dreifa valdi og ábyrgð innan fyrirtækj- anna og veita fólki innihaldsríkari störf“, sagði Árni Gunnarsson hagfræðingur í samtali við Tímann í gær, en hann var einn þeirra sem héldu erindi á ráðstefn- unni í gær um gæði sjávarafurða. „Það er alls ekki nóg að setja reglur og lög um gæðamat, heldur verður að fá fólkið með. Það er margt sem stjórnend- ur fyrirtækjanna geta gert til að dreifa valdi og ábyrgð þeirra sem við vinnsluna vinna. Ég var aðallega að benda á leiðir sem stjórnendurnir geta farið til að leiðbeina fólki í því átaki sem frystihúsin eru nú að gera í gæðamálum sínum. Ég tel að það sé æskilegra en að fólk fái þetta eingöngu í beinum tilskipunum um breytt vinnubrögð," sagði Árni Gunn- arsson að Iokum. - ÞB „Gædahríngir í iðnadi gefa góða raun’% — segir Ingjaldur Hannlbalsson, iðnadarverkfræðingur ■ „Hugmyndin að gæðahringjum í iðnaði kom fyrst fram í Japan um 1960, og í Bandaríkjunum árið 1973. Við erum að leggja fram drög að santskon- ar gæðahringjum hcr í fiskiðnaðinum enda hefur þetta kerfi gcfið mjög góða raun þar sem það hefur verið viö lýði undanfarin ár“, sagði Ingjaldur Hannibalssson í samtali við Tímann, en hann hélt crindi á ráðstefnu Sjávar- útvegsráðuneytisins og Fiskiðnaðar um gæði sjávarafurða þann 9. júní s.l. „Gæðahringirnir eru þanni£ upp- byggðir að lítill hópur starfsmanna u.þ.b. 6-10mannahópurmyndarsam- vinnu við sinn nánasta yfirmann. Þessi hópur hittist einu sinni í viku, klukku- tíma t hvert skipti á reglulegum vinnu- tíma. Hverogeinn kemursjálfviljugur en er ekki skyldugur. Þessir menn fá sérstaka þjálfun í vinnuaðferðum, verkstjórar á sérstökum námskeiðum en aðrir starfsmcnn á fyrstu 10-12 fundum gæðahringsins. Hópurinn not- færir sér síðan þá þjálfun til að velja áhugaverðustu viðfangsefnin og reyna að leysa þau. Þessar lausnir eru síðan lagðar fyrir og kynntar stjórnendum sem taka svo frekari ákvarðanir unt hvort hugmyndum þessum er hrint í framkvæmd cða ekki. ■ Ingjaldur Hannibalsson. Þó þessir hópar séu kallaðir gæða- hringir, þá geta þeir valið flest það sem skiptir máli á viðkomandi vinnustað. Reynslan hefur sýnt að gæðahringir velja sér viðfangsefni sem snerta framleiðnimál, kostnað við framleiðslu og að sjálfsögðu gæði en þetta cr eitt höfuðverkefni sem fyrir liggur í fram- leiðslu sjávarafurða hjá íslendingum núna ejns og ég hcld að flestum sé kunnugt," sagði Ingjaldur Hannibals- son iðnaðarverkfræðingur að lokum. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.