Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983 Ólafur Stefán Sveinsson: ■ Að undanförnu hafa orðið allmiklar umræður í fjölmiðlum um framleiðslu og sölu landbúnaðarvara. Ástæður þessarar umræðu nú eru sjálfsagt einkum tvær: Nýafstaðin hækk- un á verði þessara vara og sá yfirlýsti vilji eggjabænda að koma á fót eigin sölusam- tökum. Einkenni umræðunnar eru yfirleitt á einn veg. Köldu andar til bændastéttar- innar almennt og til þeirra sölusamtaka sem bændur eiga beint eða óbeint og annast sölu framleiðslu þeirra. Bændum er þannig ítrekað stillt upp sem óvinum neytenda, þó þeir séu í raun sjálfir neytendur, og þeir sakaðir um að verja og viðhalda sölu- og framleiðslukerfi sem sé rétt að sliga neytendur í þessu landi. Svo einkennilegt sem það nú er þá virðast þeir sem hvað harðast hafa sig í frammi í þessari gagnrýni yfirleitt vera þekktir af því að standa vel til hægri á íslenska stjónrmálasviðinu. Þar af leiðir að lausn sú sem þeir vilja bjóða neytend- um uppá felst aðeins í einu orði „frelsi" sem svo er skilgreint eftir þörfum. Þessir orðræðumenn „frelsis" til lausnar ætluð- um vanda í landbúnaði hafa um árabil verið í flokki manna sem ekki hefur getað unnt neytendum í Reykjavík þess að hafa þokkalegt frelsi varðandi opnun- artíma verslana og má það teljast tölu- verð djörfung að þora samt að bjóða þetta lausnarorð fram til handa allri þjóðinni. Grein varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins Nýlegt framlag í þessari umræðu er grein varaþingmanns Sjálfstæðisflokks- ins í Rvík. Jóns Magnússonar lögfræð- ings. Jón er formaður Neytendasamtak- anna og setur orð sín fram í nafni neytenda almennt og er þá farið að kárna gamanið þegar menn eru farnir að taka sér slíkt umboð til að bera fram persónulegar skoðanir sem mest mótast af pólitískum uppruna, en ekki af hags- munum neytenda. Jón leitar fanga víða í umræddri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Nefnir hann til í sömu andrá Hólmfast Guð- mundsson hjálegumann á Brunnastöð- um og Bjarna Benediktsson fyrrv. ráð- herra, til áhersluauka meiningu sinni. Meginatriði greinar Jóns er að hann hefur „látið athuga fyrir sig" hækkun á verði nokkura landbúnaðarvara á tíma- bilinu nóv. 1974 til mat 1983 og verið upplýstur um eftirfarandi: Laun hafi aftur á móti aðeins hækkað um 2100%. Þetta setur formaður Neyt- endasamtakanna fram án verulegra út- skýringa, hvað þá að hann athugi aðrar vörutegundir til samanburðar. Úr þessu þarf að bæta. Fyrst er til að nefna að óeðlilega lítil hækkun á eggjum helgast vafalaust af þeirri einföldu skýringu að í maí voru egg seld á verði sem var undir kostnaðar- verði að sögn framleiðenda sjálfra. Jón Magnússon kallar svína og kjúk- lingabúskap frjílsan búskap hver svo sem meining þess er, kannske á hann þar við ástalífið hjá viðkomandi dýrum. Þessar afurðir hafi enda hækkað heldur minna en hinar að undanskildu nauta- kjötinu. Ég held að í raun hefðu þessar afurðir átt að hækka enn minna. Það er alkunnugt íslenskum neytendum hve svína- og kjúklingakjöt er gífurlega mikið ódýrara t.d. í nágrannalöndum okkar, en hér á landi og því ljóst að það væri þarft verkefni fyrir Neytendasam- tökin að athuga núverandi verðlagning- armáta á þessum tilteknu afurðum. Hækkun á verði annarra vörutegunda Til fróðleiks ætla ég að nefna hækkun á nokkrum algengnum neysluvörum á svipuðu tímbili, þ.e. frá byrjun árs 1974 til júní í ár. Auk þess má nefna að verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs 1. fl. 1974 hafa hækkað á bilinú 4.100-4.500%. Þetta sýnir okkur að landbúnaðarvörur hafa ekki hækkað meira en aðrar vörur almennt, sjálfsagt minna. Athyglisvert er að kartöflur hækka í raun óverulega og má vera augljóst hví Jón Magnússon tók þær ekki með í grein sína; eru þær þó seldar skv. sölumáta sem hann for- dæmir. Það er ljóst skv. framansögðu að íslenskir launþegar fá ekki bættar þær verðhækkanir sem dynja yfir og hafa dunið yfir undanfarin ár. Er það miður en orsakar þeirrar rýrnunar kaupmáttar er ekki að leita hjá bændum, sem í raun eru sjálfir launþegar, eða samtökum þeirra yfirleitt. Auðvitað geta niðurgreiðslur haft ruglandi -áhrif á verð landbúnaðarvara. Sá hringlandaháttur sem hafður hefur verið á notkun niðurgreiðslna á undan- förnum árum er örugglega ekki bændum að skapi og sjálfsagt vill þorri þeirra vera laus við þær með öllu. Nýafstaðin verðhækkun landbúnaðarvara Að undanförnu hefur komið í ljós hve neytendur almennt eru illa uplýstir um hvernig verðlagningu landbúnaðar- vara er háttað. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara er í huga margra eitthvað sem bóndinn „grundvallar“ heima á eldhúsborðinu hjá sér í góðu tómi. Það er mjög þarft verk og brýnt að bændur beiti sér fyrir upplýsingu þessara mála allra til handa neytendum, aðdraganda verðákvörðun- ar og markmið. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðar- vara inniheldur liði eins og innflutt eldnseyti, fóðurvöru og vélar og tæki. Þessir liðir eru allir háðir gengisbreyting- um og öðrum breytingum á innflutnings- verði. Vitaskuld dugir því ekki að hækk- un þessara liða sé skert til jafns við launalið bóndans, því miður. Hvernig ætti þá að vera hægt að reka áfram þá framleiðslu sem þarf á þessum hlutum að halda? Ekki held ég að nokkrum neytanda hafi dottið í hug að krefjast þess að t.d. leigubílstjórar fengju aðeins að hækka taxta sinn sem svaraði al- mennum launabreytingum þó bensín hækkaði mun meira en launin. Sambæri- leg krafa hefur þó í raun verið sctt fram af ýmsum á hendur bændum og afurðum þeirra. Sem fyrr segir tel ég að bændasamtök- in þurfi að beita sér fyrir því að almenn- ingur fái upplýsingar um hvað felst í verði landbúnaðarvara. Er ég þess full- viss að í kjölfar þess myndi almennings- álitið verða þeini hagstæðara en það er nú, vegna hins mikla og einhliða áróðurs sem uppi hefur verið hafður gegn þcim. Framleiðsla og útflutningsuppbætur Framleiðsla landbúnaðarvara hefur á undanförnum misserum dregist saman að því er snertir dilkakjöt og mjólkuraf- urðir. Samt hefur komið til nokkur útflutningur og honum samfara útflutn- ingsuppbætur að vissu marki. Þessar útflutningsuppbætur hafa verið gagnrýndar mjög, einkum vegna þess að verið sé að borga niður vörur fyrir útlendinga. Hvernig væri nú að skoða þetta í aðeins víðara samhengi? Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins. Framleiðsla hennar er seld á erlendan markað og hefur verið seld með verulegu tapi alla tíð. Hver skyldi standa undir þessu tapi? Það skyldi þó ekki hverfa í Hvalfjörðinn í skjóli nætur eða hvað? Nei, auðvitað ekki. Þegar upp er staðið eru það íslenskir neytendur sem borga með þessari framleiðslu til útlendinga. Samt er framleitt áfram, einfaldlega vegna þess að það er ódýrara en að hætta. Sama lögmál á auðvitað við varðandi landbúnaðarframleiðsluna. Fleiri dæmi sambærileg má nefna t.d. íslenska álfélagið. Þar greiðum við niður verð framleiðsluvörunnar með ódýrri orku. Betur væri ef á öllum þessum sviðum •hefði verið tekið jafn myndarlega og ■ Ólafur Stefán Sveinsson. bændur hafa sjálfir gert til að draga úr sinni framleiðslu. Framtíðin Nú er það ekki svo að ég telji að ekkert megi betur fara í framleiðslu og sölu landbúnaðarvara, en er í dag. Þar má ýmislegt til nefna. Ég tel það stórt mál að þær ströngu kröfur sem í dag eru gerðar til vinnslustöðva land- búnaðarvara, einkum sláturhúsa, eru komnar út fyrir eðlileg mörk. Það er alveg ljóst að sá mikli kostnaður sem er því samfara að uppíylla þessar kröfur er meiri en þessi framleiðsla getur með góðu móti borið. Mörg fullkomnustu sláturhúsin hér á landi eru byggð skv. bandarískum kröfum þrátt fyrir að þang- að fari nánast ekkert af dilkakjöti. Þarna þarf að breyta um stefnu og gæta þess að ekki verði byggð fleiri slík „musteri" til slátrunar heldur reynt að gera hana framkvæmanlega á sem ódýrastan hátt. Nefna vil ég einnig kvótakerfi það sem komið hefur verið á í þeim tilgangi að draga úr framleiðslu. Þetta kerfi hefur skilað árangri. Hins vegar er það dýrt og flókið í framkvæmd. Það gerir það að verkum að bú mörg hver geta ekki hagnýtt afkastagetu sína nema að tak- mörkuðu leyti. Það er í raun svipað því að fiskiskip megi ekki fylla sig nema að hálfu þó aflinn liggi við borðstokkinn og hægt sé að innbyrða hann án verulegs aukakostnaðar. í framleiðslustjórnun- inni þarf að koma til einföld, en virk leið og jafnframt leið sem tryggir að tryggt sé að meðalbú geti hagnýtt afkastagetu sína að fullu. Það er ljóst að samfara slíkri stefnu myndi búum í hefðbundnum búgreinum fækka til viðbótar því sem þegar er, það er þó sjálfsagt þróun sem hvort sem er verður. Við skulum athuga að rótgrónir út- flutningsmarkaðir okkar fyrir landbún- aðarvörur hafa lokast vegna þess að viðkomandi þjóðir hafa talið það keppi- kefli að fullnægja fæðuþörf sinni með innlendri framleiðslu. Það er því mikil tímaskekkja að vilja annað hér á landi. íslenskir neytendur njóta þess að ekki þarf að nota dýrmætan og takmarkaðan gjaldeyri okkar til kaupa á matvöru. Þannig er í staðinn kleift að flytja inn ýmsa þá hluti sem við ekki getum með góðu móti framleitt sjálf. Ég trúi því að íslenskir neytendur vilji veg íslensks landbúnaðar sem mestan. Ég er þess ennfremur fullviss að í heimi eins og nú er, heimi válegra tíðinda, getur sú stund komið að við reynum það í raun hve hollur og tryggur „heimafeng- inn baggi“ er. Hækkun Ný ýsa, slægð með haus ........................................... 4.500% Ýsuflök.......................................................... 4.550% Fiskbúðingur, heildós............................................. 4.200% Coea Cola 30cl.................................................... 6.200% Kartöflur 5 kg.................................................... 2.700% Verðhækkun á tímabilinu Dilkakjöt....................................................... 3.502% Ostur ............................................................ 3.479% Nýmjólk .......................................................... 4.328% Nautakjöt ........................................................ 3.024% Svínakjöt........................................................ 2.370% Kjúklingar........................................................ 2.965% Egg .............................................................. 1.415%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.