Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 1S. JÚNÍ1983 heimilistíminn Umsjón A.K.B. Úr daglega lífinu: Kátir krakkar á smídavelli ■ Smíðavellir eru víða starfræktir í sumar og þar geta krakkar veitt sköpunarþörf sinni útrás og smíðað sér litla kofa, sem þau mála síðan í fallegum litum. Myndirnar hér á síðunni tók ég nýlega á einum smíðavelli Reykjavík- urborgar, við Hlíðaskóla. Þar voru nokkrir krakkar langt komnir með að smíða sér kofa og þau voru greinilega mjög áhugasöm við smíðarnar. -AKB. ■ „Þetta eru réttu handtökin“ gæti hún verið að segja, stúlkan til vinstri á myndinni, við vinkonu sína. ■ Þau eru mörg handtökin í kofasmíðinni. ■ Það getur verið gott að fá stóru strákana til að hjálpa sér. ■ Tveir vinir. ■ Reyksoðinn vatnasilungur er góður í salöt og ídýfur. Reyksoðivin vatnasilungur: markaðhér ■ Bráðlega mun koma á markað hér reyksoðinn smásilungur. Smásilungur úr íslenskum vötnum hefur lítið verið nýttur hingað tii, en nú verður þar breyting á og hyggjast bændur veiða vatnasilunginn í nokkrum mæli og fyrir- tækið Kjöt og Álegg í Kópavogi mun reykja silunginn og pakka í neytenda- umbúðir. Eigandi fyrirtækisins, Maríus Blomsterberg, sagði, að vatnasilungur- inn væri mjög góður og gæti komið í stað túnfisks, t.d. í salöt og ídýfur. Vatna- silungurinn væri ekki síðri en túnfiskur- inn, sem væri fluttur inn niðursoðinn og ákaflega misjafn að gæðum. Það væri því ástæða fyrir fólk að veita vatnasil- ungnum athygli, þegar hann kæmi á markað, en það yrði fljótlega. Reyksoðni silungurinn er unninn þannig að fyrst er fiskurinn þveginn saltaður, síðan skolaður og hengdur upp á teina. Hann er svo settur inn í reykofn í svokallaða Vemag reykingu og þar er hann þurrkaður vcl, síðan er hleypt á hann reyk af beyki og einiberjum. Þegar fiskurinn er hæfilega reyktur, er hitinn aukinn vcrulega til að fá gegnumsuðu. Þá er fiskurinn tilbúinn. Fyrirtækið Kjöt og Álegg hefur starfað í fimm ár og framleiðir áleggspylsur, grillpylsur og fleiri unnar kjötvörur, t.d. pepperone, sem er sérstaklega framleidd fyrir pizzuframleiðendur. Þar eru unnar og reyktar kjötvörur og lax fyrir verslanir og einkaaðila, að ógleymdum reyktum rauðmaga, sem mörgum finnst herra- mannsmatur. ■ Márius Blomsterberg, Eldhúshomið Rabarbarakaka Deig: 4 dl. hveiti, 3/4 dl. sykur, örlítið salt, 175 g smjör 1 egg og 1 eggjarauða Fylling: 1/2 kg. rabarbari. 1 1/2 dl. sykur, 1 matsk. kartöflumjöl. Krem: 3 eggjarauður, 2 matsk. flórsykur safi úr 1/2 sítrónu 2 1/2 dl. þeytirjómi. Rabarbarinn er skorinn í 1 cm bita. Kartöflumjölið og sykurinn er hrært saman við rabarbarabitana í skál. Deigið er hnoðað saman, kælt í ca. 1/2 klst, sett innan i pæform. Stingið botninn með gaffli. Rabar- barabitarnir eru settir í. Afgangurinn af deiginu er settur í strimla yfir kökuna og penslað með eggjarauðu. Bakað við 200 gráðu hita í 30 mínútur. Á meðan er kremið búið til. Eggjarauður og sykur er þeytt saman og sítrónusafinn hrærður saman við. Síðan er þeyttum rjóma blandað saman við. Geymt á köldum stað, þar til borið er fram. Súkkulaðiterta 100 g suðusúkkulaði, 75 g smjör, 2 dl sykur, 2 tsk. vanillusykur, 2egg. 2 1/2 dl hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 1 dl kaffirjómi. Fylling: 200 g marsipan, 1 eggjahvíta, dökkt vínberjahlaup eða annað berjahlaup 2 dl þeytirjómi, 1 tsk sykur Bræðið súkkulaðið yfir gufu. Hafið lok yfir. Hrærið síðan saman smjörið og sykurinn. Bætið eggjunum í, einu í einu og hrærið vel. Blandið síðan samán við brædda súkkulaðið. Næst er sett í hveiti og lyftiduft, kaffirjómi og hrært saman. Deigið er sett í vel smurt form raspi stráð og bakað í um 50 mínútur við 175 gráðu hita. Kakan er síðan bleytt með sterku kaffi. Þegar kakan er orðin köld er henni skipt í tvo botna. Marsipanið er hnoðað með eggjahvítu og gerð úr því kaka á stærð við botnana. Mar- sipanið er lagt á annan botninn og berjahlaupið ofan á, síðan þeyttur rjómi. Hinn tertubotninn lagður yfir og skreytt með þeyttum rjóma og súkkulaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.