Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983
15
IVIolar
Loks fékk
Bobby djobb
■ Hinn 42 ára gamli fnfbollagarpur
hér á árunt ártur. Bobby Moore,
hefur ekki átt auðvelt með að fá
vinnu síðustu árin. Um tíma var hann
reyndar hjá hálfatvinnumannaliðinu
Ovford City, cn var sparkað þaðan
eftir skamrna veru. Nú hefur hins
vegar ræst örlítið úr fyrir Bobba.
hann verður aðstoðarþjálfari hjá
fyrrum landsliðsmanninum Rodney
Marsh hjá ameríska liðinu Carolina
l.ightnin.
Fyrir þá lesendur sem ungir eru að
árum skal þess gelið að Bobby Moore
var lengi vel fvrirliði enska landsliðs-
ins og lék með því 108 leiki, sem er
met hjá þarlendum.
íþróttir
umsjón: Ingólfur Hannesson
íþróttir
■ James Bett ásamt ungum KR-ingum á æfingu í gær
Reykjavíkur-
mót í frjálsum
■ Keykjavíkurmótið ■ frjálsum
iþrottum hefst á Laugardalsvelli í
dag, miðvikudag, og verður því síðan
fram haldið á morgun.
Sundþing SSÍ
■ Sundþing SSÍ vcrður haldið í
Vestmannaeyjum 22.-24. júli nk.
I'að hefst föstudaginn 22. júli í
iþróttamiðstöðinni og verður síðan
frainhaldið á laugardeginum á sama
stað.
Málefni sem sambandsaðilar óska
eflir að verði tekin fyrir á þinginu
skulu tilkynnt stjórn SSÍ minnst mán-
uði fyrir þing.
Jónsmessu-
mótGR
■ Hið árlega Jónsmessumót GR
verður haldið að kvöldi nk. laugar-
dags. Ræsl verður út á öllum teigum
samtímis kl. 20. Aðalfjörið hefst
síðan að leik loknum og stendur að
venju fram eftir nóttu. Allir í aðal-
fjörið.
Meira Fjör
Ur því að fjiir er á dagskránni
skaðar ekki að geta þcss, að danska
handboltalandsliðið (karlarnir, uuð-
vitað) fer nú í lok júní til Costa del
Sol og mun dvcljasl við nær stans-
lausf „geim" næstu vikurnar þar á
eftir.
Landsliðsinönnununi var boðið í
fcrð þessa í þakklætisskyni fyrir góð-
an árangur i síðustu Hcimsmeistara-
keppni. Pá vitiði það, Alfreð, Þor-
bergur, Steindór og allir hinir...
Molar
Heimsmet í
spjótkasti
■ Finnska stúlkan Tina Lillak setti
í fyrradag nýtt heimsmet i spjótkasti,
kastaði 74,76 m. Gamla metið átti
Sakosavu frá Grikklandi, 74,20 m.
Kanarnir
sigruðu
■ Landsliðið í körfubolta, skipað
lcikmönnum yngri cn 21 árs, tupaði
fyrir hundarísku úrvalsliði, scm er
hér á ferðinni. Leikur liðannu fór
fram í Keflavik s.l. laugardag og
sigruðu Kanarnir með nokkrum yfir
burðum, 96-76. Staðan í hálfleik var
51-38 fyrir amcríska.
Köln vann
bikarinn
■ FC Kiiln varð vcstur-þýskur
bikarnieistari í knallspyrnu er iiðið
sigraði Fortunu Köln á laugardaginn,
1-0. Littbarski skoraði eina mark
leiksins.
I*á varð Paris St. Germain fruuskur
bikuraineistari og liðið sem sló úl
l.okcrcn a dögunum.Tleveren, varð
bclgískur bikarmeisturi.
Fílar Dallas
í botn
■ Danski landsliðsmuðiirinn i
knatlspyrnu Sören Busk er með það
sem kalla má „sjónvarpsmaniu".
Uppáhaldsþáttur lians er Dallas. I'að
er rosalegt að sja J.R. og eins eru
piurnar i þiettinum ekki af verri
cndanum," segir Busk, sem missir
licldur ekki af einum einusta þætti i
flottu úlgáfunni af Dallas, Dynusty.
Juventus-
stjörnurnar
hjá Reagan
■ Fótboltastjömurnar hjá ítalska
stórliðinu Juventus eru boðnar i
heimsókn i llvíta húsið þegar liðið
kemur i heimsökn til Banduríkjanna
nú i sumar.
íslensku
þjálfararnir
gera það gott
■ íslcnskir sundþjálfarar sem nú
eru ertendis við störf hafa náð mjög
góðum árangri og gctið ser golt orð.
Þetta eru þcir Hafþór B Guðmunds-
son, sem er í Kanuda og Þórður
Gunnarsson og Guðmundur llurðar-
son, sem dveljust í Danmörku. Þess
má geta, að Guðmundur er nú
|>jálfari unglingalandsliðs lluna.
Henson-
bikarinn
■ Nk. föstudag, 17. juní, fcr fram
á Grafarhollsvelli keppni um svo-
kallaðan HENSON-bikar. Byrjað
verður uð ræsa út kl. 9.
Opið
unglingamót
■ Laugardaginn 18. júni verður
haldið opið unglingamót á Grafar-
holtsvelli fyrir kylfinga 21 árs og
yngri. I.eikinn verður höggleikur |
mcð og án forgjafar. Ræst verður ut
frá kl 13.
Bréf
til íþrótta-
síðunnar
■ „Þjálfarar 2. deildarliös Völsungs
frá Húsavík eru hinir kunnu knatt-
spyrnumenn Helgi Helgason, sem áður
lék með Víkingi.og Kristján Olgeirsson,
sem áður lék með IA, en báðir eru þeir
félagarnir Húsvíkingar að uppruna.
Vænta Húsvíkingar mikils af þeim fé-
lögum, enda hafa þeir báðir getið sér
gott orð með þeim félögum sem þeir
léku áður með.
VÖLSUNGUR!
Stefnan hjá Völsung hefur verið sett á
sæti í 1. deild að ári. Til þess að það megi
takast eru leikmenn tilbúnir að berjast
af fullum krafti og einurð. Liðsandinn er-
mjög góður og lofar það mjög góðu..
Æfingaleikir Völsungs fyrir keppnis-
tímabilið gengur með ágætum, enda er
liðið í góðri úthalds- og þrekþjálfun. Nú
er alvaran byrjuð og
er þá að duga eða
drepast í hinni
hörðu baráttu
sem frtm
undan er í sumar.
Semsagt, við
setjum markið
hátt og
stefnum
ótrauðir að
ná því sem
keppt er að:
Sæti í 1.
deild.
Áfram
Völsungur,"
Hafliði
Jósteinsson
■ Á myndinni hér að ofan má sjá þá menn sem skipa meistaraflokkslið Völsungs í sumar: Aftari röð f.v.: Helgi Helgason,
24 ára varnarmaður, Gunnar Bóasson, 27 ára varnarmaður, Einar Sigurjónsson, 28 ára varnarmaður, Kristján Kristjánsson,
23 ára framherji, Birgir Skúlason, 22 ára varnarmaður, Sigmundur Hreiðarsson, 22 ára miðvallarleikmaður, Björn
Olgeirsson, 21 árs framherji og Sveinn Freysson, 19 ára varnarmaður. Fremri röð f.v.: Olgeir Sigurðsson, 20 ára
miðvallarleikmaður, Sigurgcir Stefánsson, 19 ára miðvaliarleikmaður, Sigurður Illugason 24 ára framhcrji, Kristján
Olgcirsson, 23 ára miðvallarleikmaður, Gunnar Straumland, 22 ára markvörður, Haraldur Haraldsson, 17 ára markvörður,
Jónas Hallgrímsson, 23 ára framhcrji og Pétur Pétursson, 23 ára varnarmaður.
Stigamót GSÍ í gotfi, karlar:
BJORGVIN ÞORST.
VARÐ LANGEFSTUR
■ Björgvin Þorsteinsson. GA, varð
stigahæstur á stigamótum GSÍ í golfi.
Röð efstu manna varð að öðru leyti
þessi:
stig
1. Björgvin Þorsteinsson GA .. 73
2. Gylfi Kristinsson GS........44
3. Sigurður Sigurðsson GS .... 43
4. Sigurður Pétursson GR......37
5. Gylfi Garðarsson GV..... 36,5
6. Ragnar Ólafsson GR...... 33,5
7. Sveinn Sigurbergsson GK . . 31
8. Hannes Eyvindsson GR .... 30
9. Jón H. Guðlaugsson NK .... 24
10. Magnús Jónsson GS ..... 17,5
Á milli 30 og 40 karlar tóku þátt í
stigamótunum, en 17 þeirra fengu stig.
Stigamót GSI í golfi, konun
ÞÓRDÍS SIGRAÐI
■ Þórdís Geirsdóttir, GK, varð efst í
kvennaflokki í stigakeppni GSÍ, hlaut82
stig. Stig þcirra 7 kvenna sem í stigamót-
unum tóku þátt skiptustu þannig:
stig
1. Þórdís Geirsdóttir GK.........82
2. Kristín Þorvaldsdóttir GK .. 70
3. Ásgerður Sverrisdóttir GR . 59
4. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR .. 51
5. Sólveig Þorsteinsdóttir GR . 35
6.-7. Kristín Pálsdóttir GK .... 9
6.-7. Sjöfn Guðjónsdóttir GV .... 9
NM fatlaðra í sundi:
6 ÍSLENSKIR
KEPPENDUR
■ Nú um helgina fer fram í Svíþjóð
Norðurlandamót í sundi fyrir fatlaða.
Keppt er í flokkum hreyfihainlaðra,
blindra og sjónskertra og þroskaheftra.
Alls munu 6 íslendingar vera á meðal
kcppenda á mótinu. Ina Valsdóttir,
Gunnlaugur Sigurgeirsson, Hrafn Loga-
son og Sigurður Pétursson keppa í flokki
þroskaheftra og Jónas Oskarsson og
Sigurrós Karlsdóttir keppa í flokki hreyfl-
hamlaðra. Þjálfarar og fararstjórar eru
Erlingur Jóhannsson og Jón Haukur
Daníelsson.
Pierre-
Robert
golfmótið
á Nes-
vellinum
■ Hið árlega Pierre Robert golfmót
verður haldið á Ncsvellinum á Sel-
tjarnarnesi dagana 15.-18. júní, og er
þetta 14. árið í röð sm Picrre Robert
golfmótið er haldið.
Pierre Robert golfmótið hefur alla tíð
átt miklum vinsældum að fagna meðal
golfleikara, svo að oft hefur orðið að
takmarka þann fjölda sem tekið getur
þátt í mótinu.
Mótið hefst þann 16. júní með keppni
í drengja-, unglinga- og kvennatlokki.
Mótinu verður síðan haldið áfram á
föstudaginn 17., en þá verður keppt í I.
II. og 111. flokki karla, með og án
forgjafar. Leiknar verða 18 liolur í
þessum flokkum.
Spennan nær hámarki á laugardaginn,
er meistaraflokksmenn leiða satnan
hesta sína í 36 holu keppni, enda margir
kappanna þegar komnir í gott form og
til alls líklegir.
Öll verðlaun eru gefin af Íslenzk-Am-
eríska verzlunarfélaginu, og verða þrenn
verðlaun fyrir holu í höggi, glæsilegt
golfsett frá Titleist af beztu gerð ásamt
poka.
Golfarar eru beðnir að bóka sig tíman-
lega í síma 17930.
James Bett
aðstoðar
KR-inga
■ Hinn kunni knattspyrnumaður hjá
belgíska félaginu Lokeren, James Bett,
mun í suniar aðstoða KR-inga við þjálf-
un yngri flokka félagsins. Vænta KR-
ingarnir mikils af samstarflnu við hinn
góðkunna atvinnumann..
James Bett kom hingað til lands fyrir
nokkrum árum og lék með Val. Þaðan
lá leið hans til Lokeren, síðan til Rangers
í Skotlandi og nú í vor tókst Lokeren að
krækja í hann á ný.
Hjólreiða-
keppni 17. júní
Hjólreiðafélag Reykjavíkur
heldur sína fyrstu keppni í sumar
klukkan 9 að morgni hins 17. júní.
Kcppni þessi verður með nýtísku-
legum hætti þar sem keppendur
verða ræstir af stað mcð'minútu
millibili. Keppnin hefst við Bað-
stofuna á Grandagarði og hjólað
verður eftir Ánanaustum og endað
við Sævargarða á Seltjarnarnesi.
Alls eru þetta um 4 km. Keppt
verður í 6 flokkum, byrjenda-
llokki, 13-14 ára, 15-16 ára og 17
ára og eldri og einnig í keppnis-
flokki (vanir) með sömu aldurs-
skiptingu. Keppnisgjaldið er aðeins
; 50 kr. Skráning þátttakenda fer
j fram við Baðstofuna á Granda-
garði (Orfirisey) samdægurs.
■ Tveir Þórsarar gegn einum Þróttara, dæmigert fyrir leikinn í gærkveldi.
Tímamynd: Ari.
Þróttur lá
fyrir Þór!
■ Þórsarar unnu góðan sigur á Þrótturum í
gærkveldi á hallarflötinni í Laugardal. Norðan-
menn settu tvö mörg gegn einu Þróttaranna úr
Sæviðarsundinu.
Þórsarar hófu leikinn af krafti án þess þó að
skapa sér veruleg tækifæri, en á 18. mínútu dró
til tíðinda og blaðamenn þurftu að seilast í
vasann eftir skriffærum. Guðjón Guðmundsson
fékk knöttinn ca. 30 metra frá marki Þróttarog
var ekkert að tvínóna heldur lét vaða þrumuskot
í átt að Þróttarmarkinu og boltinn lá í netinu,
Guðmundur Erlingsson markvörður Þróttar
fékk ekki rönd við reist. Þetta er eitt fallegasta
mark semundirritaðurhefurséð. Þremurmínút-
um síðar óð hinn stórskemmtilegi leikmaður
Þórs, Halldór Ásgrímsson í gegnum silaiega
Þróttarvörnina og sendi hann fyrir markið. Þar
tók einhver norðanmaðurinn við knettinum og
skaut þrumuskoti, en blakhetjan Leifur Harðar-
son skallaði knöttinn yfir af marklínu. Þar skall
hæll nærri hurðum. Það sem eftir lifði leiðinlegs
hálfleiks voru Þórsarar mun sterkari aðilinn og
börðust af miklum krafti, en það sama er ekki
hægt að segja um vinina úr Sæviðarsundinu.
Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri.
Þróttarar nijög annars hugar og áhugalitlir, en
Þórsarar baráttuglaðir nijög og hressir. Það var
ekki fyrr en á 78. mín. sem Júlíus Júlíusson átti
olræt skot yfir mark Þórs. Tveimur mínútum
síðar fékk einhver Akureyringurinn dauðafæri á
markteig Þróttar, en Guðmundur markvörður,
kattlipur og snöggur, varði ótrúlega. 5 mínútum'
fyrir leikslok átti Guðjón Guðmundsson enn eitt
skotið úr aukaspyrnu. Guðmundur varði vel en
náði þó ekki að halda knettinum og varamaður-
inn Sigurður Pálsson fylgdi vel á eftir og renndi
knettinum í autt markið. Á síðustu mínútu
leiksins náði Sigurkarl Aðalsteinsson að minnka
muninn fyrir Þrótt eftir varnarmistök í vörn
Þórsara. Þórsliðið er vel að sigrinum komið, því
þeir börðust miklu betur en áhugalitlir Þróttarar.
Sævar Sig. dæmdi leikinn vel. - Jól.
\
GABI
RAFMAGNS-
KYNDINGAR
VERÐLÆKKUN
sem byggist á stöðugu
gengi.
18 kw rafhitaketill kostaöi fyrir gengisfellingu kr.
21.000.00 hann ætti því að hækka í 23.000.00 kr.
í dag.
Viö ætlum að lækka verðið niður í 19.400.00
19.400.00 eða um 3.600.00 kr. og aðra katla
lækkum við sambærilega.
Þetta gerum við með þeim hætti að safna saman
15 pöntunum og ná þannig magnafslætti.
Þeir, sem hafa áhuga á að vera með í dæminu,
eða kynna sér málið frekar, hringi í síma 77 6 90,
eða kvöldsíma 8 52 17.
Geymið auglýsinguna og segið nágrönnum
ykkar frá henni.
Sími 44566
RAFLAGNIR
Nýlagnir - Breytingar - Vióhald JHHBí jW
samvirki f
Skemmuvegi 30 — 200 Képavogur.
HEYBINDIGARN
Bilaleigan\$
CAR RENTAL
29090 OAIHATSU
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063
Fyrsta flokks heybindigarn
Hagstætt verð - Mágnafsláttur
ísafjarðarkaupstaður
Kennarastöður.
Eftirtaldar stöður eru auglýstar til umsóknar.
Barnaskóli ísafjarðar, 1.-6. bekkur: Almenn. kennara-
staða, staða myndmenntakennara og staða tónmennta-
kennara
Gagnfræðaskólinn á ísafirði, 7.-9. bekkur: 2 almennar
kennarastöður.
Umsóknarfrestur er til 24. júní n.k. Nánari upplýsingar
veita skólastjórar og formaður grunnskólanefndar.
Formaður grunnskólanefndar.
ÞÓRf ÁRMÚLA11