Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1983, Blaðsíða 3
Staða ríkissjóðs gífurlega slæm: STEFNIR I 860 MILIJ. KRÓNA GREIÐSLUHAIIA ■ „Stefnir í verulegan greiðsluhalla á þessu ári, sem gæti numið allt að 860 milljónum króna án frekari aðgerða“, segir m.a. í frétt frá fjármálaráðuneyt- inu, um mat sem fjármálaráðherra hefur látið leggja á afkomuhorfur A-hluta ríkissjóðs á árinu 1983. Þar segir jafnframt að í fjárlögum þessa árs hafi verið gert ráð fyrir 17 milljón króna greiðsluafgang, þannig að breytingar til hins verra í fjármálum ríkissjóðs hafi vcrið miklar á þessu ári. Megi að einhverju leyti rekja þessi miklu umskipti til mun meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga og almenns samdráttar í cfnahagslífinu. Gert hafi verið ráð fyrir 43% verðbólgu á milli áranna 1982-1983, en nú sé reiknað með, samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar að verðlagsbreytingar milli áranna verði um 87%. í fréttinni er einnig fjallað um bráða- birgðauppgjör A-hluta ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði þessa árs, og þar segir að skuldir við Seðlabankann hafi aukist verulega, og hafi í lok síðasta mánaðar verið 1.121 milljón króna, en ári áður verið 368 milljónir króna. Innheimtar tekjur ríkissjóðs hafi nunt- ið 5.1 milljarði króna fyrstu 5 mánuði ársins, gjöld hafi verið 5.8 milljarðar og útstreymi af lánareikningum hafi numið 400 milljónum króna, þannig að greiðslu- hallinn nemi því 1.1. milljarði króna á tímabilinu. Þá segir í frétt fjármálaráðuneytisins: „Samkvæmt innheimtutölum fyrstu fimm mánaða þessa árs, hækkuðu heild- artekjur ríkissjóðs um 55% frá sama tímabili í fyrra, en hækkun framfærslu- vísitölu á sama tímabili er talin 68-70%. Samkvæmt þessu hafa því tekjur ríkis- sjóðs dregist verulega saman að raun- gildi, eða nær 10%.“ Þá segir að tekjur af bílainnflutningi hafi skroppið saman um nær helming og innheimtar tekjur af aðflutningsgjöldum hafi-aðeins fyrstu fjóra mánuði ársins hækkað um 33%, frá sama tíma í fyrra. í niðurlagi fréttarinnar scgir: Unnið er nú í fjármálaráðuneytinu að gerð til- lagna um aðgerðir sem draga úr þeim mikla greiðsluhalla sem fyrirséð er að verði hjá A-hluta ríkissjóðs að óbreyttu á þessu ári." - AB. ■ Forsíðu blaðsins prýðir mynd af þingkonununi níu, sem tekin er á heimili Ragnhildar Hclgadóttur, menntamála- ráðherra. 19. júní komið út ■ Samráðsnefnd um málefni fatlaðra á fundi með blaðamönnum. Tímamynd: Ari. Niðurstöður yfirlitskönnunar um hagi fatlaðra liggja fyrir: 2/3 hafa misst tekjur sfnar! Reiðubú- inn að skoða sölu ríkis- fyrir- tækja” segir Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra um hugmyndir fjármálaráðherra ■ „Ég tilkynnti ríkisstjóminni á fundinum í morgun að ég myndi senda listann um ríkisfyrirtækin til allra ráðherranna síðdegis í dag, og þegar þeir hafa kynnt sér hann, þá geta þeir lagt fram sínar hugmyndir um það sem þeir vilja að gert verði, þannig að það verði ekki fyrr en að loknum ríkisstjómar- fundi nk. þriðjudag, sem í fyreta lagi verður hægt að birta listann," sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í samtali við Tímann í gær. Tíminn hafði sambttnd við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra í gær og spurði hann hvemig honum litist á þessar hugmyndir fjármálaráðherra að selja ríkisfyr- irtæki eða hlutabréf ríkisins í einkafyrirtækj- um. „Ég er alveg reiöubúinn að skoða slíkt. Ég lagði nú niður eina stofnun sem var rekstrar- deild Ríkisskipa, og tel að það megi skoða hvort það sama beri að gera með aðrar stofnanir. Ég lét einnig athuga hvort það bæri að breyta rekstrinum á Ferðaskrifstofu ríkis- ins, leggja niður rekstur hennar o.þ.h. og niðurstaðan varð sú að ekki var óskað eftir því að ferðaskrifstofan væri lögð niður, en það komu firam athyglisverðar tillögur um það hvemig breyta mætti rekstrinum. Hins vegar em ymsar jtessara stofhana nauðsynlegar og alls ekki hægt að afhenda þær öðmm, og þar nefhi ég sem dæmi Afengisverslun ríkisins," sagði forsætisráð- herra. - AB „Byrðum ekki jafnt skipt” ■ „Sjómenn eru reiðubúnir að axla þær byrðar sem axla þarf nú til jafns við aðra þegna landsins. En því miður virðast þær aðgerðir, sem nú hafa verið boðaðar benda til þess að hin nýja ríkisstjórn íslands ætli ekki að láta byrðina dreifast jafnt yfir þegnana og er þá vart hægt að búast við því að þeir, sem þyngri byrðarnar fái taki þegjandi við þeim,“ segir í niðurlagsorðum álykt- unar trá Skipstjóra og stýrimannafélag- inu Öldunni sem blaðinu hefur borist. - Sjó ■ „Það vantar allan vilja í þjóðfélagið til að hjálpa fötluöu fólki“, sagði Arnór Pétursson, fulltrúi B.S.R.B. í samráðs- nefnd um máiefni fatlaðra sem í gærdag kynnti fyrir hlaðamönnum niðurstöður könnunar um hagi fatlaöra sem þeir Þórólfur Þórlindsson, Kristinn Karlsson og Helgi Gunnlaugsson unnu undir stjórn félagsmálaráðuneytisins. Könnunin fjallar um fjölda þátta sem snerta hagsmuni fatlaðra og hagi svo sem skólagöngu þeirra, atvinnumál, félags- legar aðstæður, þjónustu, frístundir og félagslíf og er skýrslan upp á 144 síður. Valdir voru 400 einstaklingar með „slembi-aðferð" úr örorkuskrá Trygginga- stofnunar ríkisins. Upplýsingar fengust frá 310 eða um 80%. „Þetta er fyrsta könnunin sinnar teg- undar hér á landi og úrtakið verður að teljast marktækt því það er um 80% svörun sem verður að teljast mjög gott. í könnuninni var talað við hvern og einn sem tók þátt. Gögnum var safnað árið 1981. Það þarf að sýna fötluðum fram á hver staða þeirra í raun og veru er. Þeir verða að sýna frumkvæði og vonandi verður þessi skýrsla til þess að hvetja fatlað fólk til að fylgja eftir rétti sínum“, sagði prófessor Þórólfur Þórlindsson. „Þetta er að mörgu leyti rétt en þetta á sér sínar orsakir. Þjóðfélagið hefur verið svo lokað fyrir fötluðu fólki. Þeir sem hafa vcrið í atvinnuleit og hafa fengið neitun eftir neitun gefast oft upp. Mér finnst hreinlega vanta viljann í þjóðfélagið til að hjálpa fötluðum“, sagði Arnór Pétursson. Samráðsnefndin var sammála um það að umhverfisaðstæður væru meginorsök- in fyrir því að fatlaðir hröktust úr námi, þrátt fyrir greinilega námshæfileika. Það kemur margt merkilegt í Ijós þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar. T.d. það að aðalorsakir fötlunar hjá körlum á aldrinum 40-60 ára eru hjarta- sjúkdómar (27.3%), slit (22.7%) og slys (20.5%) en hjá konum á sama aldri eru það slit (32.7%), hjartasjúkdómar (15%) og geðsjúkdómar (12.4%). Eftirtektarverð er einnig sú staðreynd að 71.7% þeirra einstaklinga sem fatlast eftir 40 ára aldur eru konur. Samanburður á menntun fatlaðra og ófatlaðra leiðir í ljós að þar er talsverð- ur munur á (í samanburði á menntun fatlaðra og annarra er þroskaheftum sleppt). Ein ástæðan er sú að fatlaðir einstaklingar hrekjast frekar úr námi en aðrir, jafnvel þótt þeir hafi óskerta andlega hæfileika. Nær 60% þátttakenda í könnuninni telja sig hafa orðið fyrir tekjumissi vegna fötlunarinnar. Af þeim hópi hafa 2/3 misst allar tekjur sínar. Ef eingöngu er athugaðir þeir sem verða fyrir algerum tekjumissi hreikkar bilið mjög á milli karla og kvenna. Tæplega helmingur kvenna missir allar sínar tckjur en íæplega 30% karlanna. Einkaaðilar virðast sýna fötluðu fólki í atvinnuleit meiri skilning heldur en hið opinbera. Af öllu úrtakinu hafa 34% atvinnu. Og af þeim fjölda hafa 36% vinnu hjá hinu opinbera en 56% hjá -einkaaðilum. „Vonandi ýtir könnunin á eftir skjót- um úrræðum þannig að hagur fatlaðs fólks batni til muna. Enn er ckki búið að samþykkja framhaldsskólafrumvarpið þó það hafi legið fyrir 6 eða 7 sinnum. Það er jú staðreynd að réttur fatlaðra til framhaldsnáms er mjög takmarkaður", sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fulltrúi ASÍ í samráðsnefndinni að lokum. Jól. Leiðrétting ■ í texta undir mynd af töku á kvikmynd- inni „Skilaboð til Söndru“, sem birtist í blaðinu í gær, vantaði nöfn tveggja manna, Páls Heiðars Jónssonar og Þórðar B. Sigurðs- sonar. Einnig misritaðist nafh Jóhannesar Guðmundssonar. ■ 19. júní, ársrit Kvenréttindafélags íslands, er að koma út um þessar mundir. Þar eru til umfjöllunar þau mál sem efst eru á baugi í jafnréttismálum um þessar mundir og er efni blaðsins fjölbreytt að vanda. Fjallað er meðal annars um hina nýju stöðu sem komin er upp í stjórnmálun- um eftir að konum á þingi hefur fjölgað úr þrcmur í níu. Þá er fjallað um vanda kvenna sem vilja hverfa út á vinnumark- aðinn eftir að hafa verið heimavinnandi í mörg ár. Loks má nefna grein sem. lýsir ýmsum ytri áhrifum sem stúlkur ogpiltar verða fyrir allt frá fæðingu, og talin eru ciga sinn stóra þátt í að móta ólík viðhorf kynjanna. -Sjó. Sverrir skipar þrjár nefndir! Samninganefnd um stóridju, orkuverðsnefnd og stóriðjunefnd ■ Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- hcrra skipaði í gær í þrjár nefndir: samninganefnd um stóriðju, orkuverðs- nefnd og stóriðjunefnd. í samninganefnd um stóriðju voru skipaðir þeir dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, formaður, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Gunnar G. Schram alþingismaður. Samninga- nefnd um stóriðju tekur til starfa strax og verður hennar fyrsta verkefni deilan við svissneska álfyrirtækið Alusuisse. Koma fulltrúar Alusuisse hingað til lands þann 24. þessa mánaðar og mun þá verða ákveðið með hvaða hætti viðræð- unum milli aðila verður háttað, en ekki farið út í einstök deiluatriði. Orkuverðsnefnd, sem á að huga að ráðstöfun þess fjár sem ríkisstjórnin hyggst taka frá til að jafna húshitunar- kostnað, en það eru 150 milljónir króna. Nefndinni er jafnframt ætlað að finna leiðir til að leysa húshitunarvanda landsmanna til frambúðar. í orkuverðs- nefnd voru þeir Þorvaldur Garðar Krist- jánsson alþingismaður, formaður, Egill Jónsson alþingismaður, Guðmundur Bjarnason alþingismaður og Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri, skipaðir. Stóriðjunefnd er ætlað að kanna möguleika á stóriðju hérlendis. í hana voru skipaðir þeir Birgir Ísleifur Gunnars- son alþingismaður, formaður, Guðmund- ur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur, Lárus Jónsson alþingismaður, Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri og Valur Arnþórsson forstjóri. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.